Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994
19
l
)
)
)
)
)
)
>
>
í
>
»
I
»
»
»
;
»
»
Hildur Petersen er framkvæmdastjóri
í gamalgrónu fjölskyldufyrirtæki, þar
sem hún leggur áherslu á nýja stjórn-
unarhætti. I stjórn sitja 2 konur og
einn karlmaður og konur eru til helm-
inga í 20 efstu stjórnunarsætunum.
Starfsfólk Hans Petersen hf. austur á Flúðum þar sem 27 lykilstarfsmenn komu nýlega saman til að
velta fyrir sér nýsköpun í fyrirtækinu. í þeirri hópvinnu komu fram margar hugmyndir að nýjum vöru-
tegundum og nýrri gerð að þjónustu sem fyrirtækið gæti boðið upp á, en einnig var starfsfólki kynnt
notkun á flæðiritum fyrir vinnuferli.
framkölluninni. Við höfum verið á
neytendamarkaði og einnig. selt til
prentsmiðja, spítala og fleiri. Nú
er þetta að breytast þannig að
filmuvinnan verður minni, en við
erum að bæta okkur það upp með
sölu á myndgreinum, prenturum
og fleiri tækjum. Jafnvel þessum
geisladiskriturum," segir Hildur.
Hún segir að gegnum árin hafi
gengið nokkuð vel. Þetta er ekkert
smáfyrirtæki sem hún rekur. Velt-
an á síðastliðnu ári var 630 milljón-
ir króna.
Nýir stjórnunarhættir
„Við höfum á sl. fimm árum
verið að tileinka okkur nýja stórn-
unarhætti, svo-
nefnda gæða-
stjómun. Það er
eins og gamalt
vín á nýjum
belgjum," segir
Hildur þegar við
víkjum talinu að
stjómun á svo
viðamiklu fyrir-
tæki. Hún segir
að sér verði oft
hugsað til pabba
síns þegar fyrir-
tækið var svo lít-
ið, um 20 manns
í vinnu, að hann
gat sjálfur miðl-
að til þeirra með
fordæmi. „Nú
þegar við emm
með 90 starfs-
menn á 10 stöðum verður að finna
eitthvert kerfi. Við byijuðum fyrir
5 árum að kynna okkur nýja
stjórnunarhætti. Sagt er að hægt
sé að skera óþarfa kostnað niður
um 20-40% ef allt er gert rétt frá
byijun. Ef ekki, þá verður sumt
smám saman leiðrétt, annað heldur
áfram að vera
þar. Því er spáð
að þau fyrirtæki
sem ekki taki
upp nýja stjórn-
unarhætti lifi
ekki fram yfir
næstu aldamót."
Hildur rekur
nokkra þætti
sem eru mikil-
vægir. Nefnir
fyrst þátttöku-
stjórnun. Að
stjórnendur geri
sér grein fyrir
því að þeir eigi
ekki að vera allt
í öllu en virkja
hugmyndir frá
starfsfólki.
Vinna með
starfsfólkinu,
vera í hópnum. „Ég tel mig hafa
sannreynt að með því að gefa
starfsfólkinu tækifæri, þá fáum við
meira út úr því og því þykir vinnan
miklu áhugaverðari og skemmti-
legri. Okkur hefur reynst vel að
mynda hópa sem vinna að því að
finna nýjar hugmyndir og þeir fá
að fylgja þeim eftir.“
Annað atriði er launakerfið. „Við
höfum farið fijálslega í að bijóta
það upp. Farið í hvetjandi kerfí.
Til dæmis borgum við í verslunum
okkar eftir söiumagni og þjónustu-
gæðum. Settum okkur staðla, sem
starfsfólkið var með í að móta.“
Þegar spurt er um dæmi, sýnir
Hildur okkur þjónustustaðla í 26
liðum, sem miða að alúðlegu við-
móti og skjótri afgreiðslu. Ráð-
gjafafyrirtæki var fengið til að
mæla árangurinn, m.a. með því að
dulinn viðskiptavinur kemur í búð-
irnar. „Þetta hefur gengið vel og
við erum ánægð með útkomuna.
Þetta hefur orðið hveijum hópi til
styrktar og hvatningar til að hver
maður standi sig svo að hópurinn
fái bónus. Þetta sé betra fyrir alla
og ekki síst viðskiptavinina. Starfs-
fólkið sé ánægt. Ef það hætti, þá
sé það á eftir hæfara til að fá vinnu
annars staðar. Við greiðum sölu-
fólkinu og fólkinu í bókhaldinu líka
bónus. Erum með frammistöðumat,
tengt verkefnum. Starfsfólkið fær
hluta af sínum launum greidd eftir
því hvemig það leysir þessi verk-
efni af hendi “ Ilildur segir að
launakerfíð sé orðið allt öðruvísi.
Þegar spurt er segir hún að undir-
staðan, grunnlaunin sem fyritækið
borgi, séu hærri en taxtar. Enda
taxtamir svo lágir að fáir fari eftir
þeim.
Þá hefur fyritækið tekið fyrir
kvartanirnar og
skráð þær. „Úr
kvörtunum á að
leysa strax. Hver
starfsmaður hjá
Hans Petersen á
að geta leyst
sjálfur úr slíku
máli á staðnum,
sem nemur upp
í 10 þúsund
króna útgjöld-
um. Við lítum
svo á að við-
skiptavinurinn
hafi rétt fyrir sér
og leysa eigi úr
hlutunum."
Hún nefnir
eina nýjung enn.
„Við erum að
reyna að setja öll
vinnuferli í flæðirit. Höfum gert
það fyrir myndaframleiðsluna og
ferlireikninga fyrirtækisins. Til-
gangurinn að finna út hvort við
erum að gera hlutina of flókna.
Skoða hvort við getum fellt eitt-
hvað út svo hlutirnir gerist hraðar
og betur. Annað markmið er að
hafa sem minnst
af leyndarmál-
um innan fyrir-
tækisins. Að alls
staðar sé miðlað
út í fyrirtækið."
Og Hildur sýnir
mér ársskýrslu
sem gerð hefur
verið fyrir
starfsfólkið og
eigenduma, þar
sem skilmerki-
lega er gerð
grein fyrir
rekstri og af-
komu, veltu og
tapi. Þetta komi
öllum við.
Þá kemur hún
að enn einu í
sambandi við
gæðastjórnun-
ina, upplýsingakerfinu í fyrirtæk-
inu. Að fá gegnum tölvukerfi sem
skilmerkilegastar upplýsingar. Þar
er áhersla lögð á að geta fylgst
með arðseminni út úr hverri fjár-
festingu, að fá hratt og í ákveðnu
fari sem skilvirkastar upplýsingar.
Á undanfomum tveimur árum hef-
ur þetta verið endurskipulagt og
fenginn til 'þess nýr hugbúnaður
og tölvur. „Þetta er mikill munur.
Við höfum alltaf reynt að fylgjast
með, en nú gera tölvurnar kleift
að gera það betur og fyrr en áður,“
segir hún.
I þessu tali um stjómunarhætti
vaknar óhjákvæmilega sú spurning
hvort Hildur sjái að munur sé á
stjómun karla og kvenna. „Karlar
hafa gegn um tíðina stjórnað fyrir-
tækjunum. Viðhorfið verið að fyrir-
tæki sé eins og vél og eigi að nálg-
ast það sem slíkt. í nýlegri banda-
rískri grein um konur, karla og
stjórnunarhætti kom fram að konur
hafi lagt meiri áherslu á starfsfólk-
ið, að þjálfa það, á hópvinnu og
að fletja út stjórnkerfið. Þannig
megi fækka millistjórnendum og
koma valdinu neðar. Þar segir að
konur séu að öllu jöfnu samvinnu-
fúsari og óformlegri í samskiptum.
Og ég er sama sinnis. Því má við
bæta að amerískar konur stofna
tvisvar sinnum fleiri smáfyrirtæki
en karlar og að þriðjungur af smá-
fyrirtækjum í Bandaríkjunum eru
í eigu kvenna.
Hildur segir mér það ekki, en
ég hafði veður af þVT að nýlega
komu um 20 konur í stjómunar-
störfum í Norður-Svíþjóð til íslands
og heimsóttu ýmis fyrirtæki. Þær
komu til Hans Petersens hf. og
Hildur og Elín frænka hennar
fræddu þær um hvernig þar væri
stjómað. Á eftir sögðu þær að þetta
væri það besta sem þær hefðu séð
í ferðinni. Urðu svo hrifnar að hóp-
urinn stofnaði við heimkomuna til
samstarfshóps, sem þær skírðu
Hildar-Heklu félagsskapinn.
Að lokum er Hildur Petersen
spurð hvað henni finnist um starfs-
umhverfí fyrirtækja á íslandi um
þessar mundir og hvort hún telji
að þáttaka okkar í EES muni
breyta miklu fyrir hennar fyrir-
tæki. „Mér finnst að þessi ríkis-
stjóm hafi staðið sig vel í að breyta
til hins betra. Verðbólgan er komin
niður, vextir hafa lækkað, ýmis
gjöld felld niður og tekjuskattur
lækkaður. Þetta hefur gerst á síð-
ustu tveimur árum. Einnig hafa
tollar verið að lækka, sem hefur
stórbætt okkar samkeppnisaðstöðu
við umheiminn. Það var þó kænt
bragð að fella um áramótin niður
tolla og setja jafnhá vörugjöld á í
staðinn. En það mál er nú til skoð-
unar. Það neikvæða er þegar ríkið
er að keppa við markaðinn. Mér
þætti skelfilegt að keppa við ríkið,
sem ekki þarf að sýna hagnað og
getur því hagað sínum málum allt
öðmvísi.
Markmiðið með þessum bótum
hefur verið að gera fyrirtækin sam-
keppnisfær við umheiminn og það
er hluti af EES samkomulaginu. í
sambandi við EES hefur því verið
spáð að einkaumboð muni falla nið-
ur. Það er ekkert nýtt, síðastliðin
15 ár síðan ég tók við hafa engin
höft verið á innflutningi og fyrir-
tæki getað flutt inn þá vöm sem
þau hafa kært sig um, þó þau hafi
ekki komið frá framleiðendum. Það
geta allir flutt inn vöm en galdur-
inn felst í markaðssetningunni.
Framleiðendur munu tæpast sjá sér
hag í að eiga viðskipti við marga
aðila á okkar litla markaði. Ég er
því ekkert hrædd um að það verði
svo mikil breyting varðandi þær
vörur sem við erum með.“
í beinu leiguflucji
f rá abeins
kr. 59.900
Bókabu strax.
Þetta tilbob
selst strax upp.
Otrúlegt tilbob Heimsferba tll Mexíkó í sumar.
Abeins 35 sæti í hverri ferb.
Meb einstökum samningum höfum viö nú tryggt farþegum okkar beint leiguflug til
Cancun í Mexíkó í sumar á hreint ótrúlegu veröi. TAESA flugfélagiö, sém flaug fyrir okkur
síöasta sumar til Mexíkó, millilendir nú á tveggja vikna fresti í sumar í Keflavík á leiö sinni frá Evrópu og
tekur 35 Heimsferöafarþega um borö, sem fljúga svo í beinu flugi án millilendingar til Cancun
meö Boeing 757 þotu TAESA.
Cancun
Cancun er nú einn vinsælasti sólarstaöur
heimsins f dag, enda er hér ab finna fegurstu
strendur Karíbahafsins ásamt ótrúlegri mörg
hundruö ára gamalli menningu Mexíkó sem
er að finna í Cancun og naesta nágrenni. Ab
standa á toppi pýramídans í Chichen Itza eða
skoða stjörnuskoðunarstöðina ÍTulum, lætur
engan ósnortinn yfir leyndardómum
fortíðarinnar og silkihvítar strendumar
og tær stjórinn eiga engan sinn
líka í heiminum.
Verb kr. 59.900
Flug fram og til baka
Verb kr. 62.900 pr. mann m.v. hjón meb barn á Posada Laguna, 2. júní, 2 vikur. Brottfarir 20. maí
3. júní
Verbkr. 69.800 1 7. júní 1. júlí
pr. mann m.v. 2 í herbergi, Posada 15. júlí
Laguna, 20. maí, 2 vikur. 29. júlí
Flugvaliaskattar: Kr. 3.880 fyrir 12. ágúst
fullorbinn, kr. 1.825 fyrir barn.
Glæsilegur nýr gististaöur
Við kynnum um leið stórglæsilegt nýtt íbúbarhótel,
Costa Real, sem verður aðalgististaður
Heimsferbafarþega í sumar, en í tilefni Mexíkóskra
daga þá bjóbum vib kynningartilboð á þennan
nýjasta og glæsilegasta gististað í Cancun, sem
býbur frábæran abbúnab fyrir hjón sem fjölskyldur.
air europa
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600