Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Verkfallsaðgerðir IMorgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að. flugvirkjar hefðu boðað verkfall frá 25. apríl til 30. apríl. Augljóst er, að vinnustöðvun flugvirkja hlýtur að hafa mjög truflandi áhrif á starfsemi Flugleiða og verða fyr- irtækinu dýr. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að allt flug á vegum félagsins mundi stöðvast mjög fljótlega ef til verkfalls kæmi. Rekstur flugfélaga er viðkvæmari nú á tímum en rekstur vel flestra annarra atvinnufyrirtækja, eins og dæmin sanna. Flugfélög leggja í gífurlega fjárfestingu í tækjabúnaði og ekkert má út af bera til þess að reksturinn standi undir fjárfestingunni. Staða Flugleiða hefur veikzt. Fyrirtækið hefur ekki skilað nægilega góðri afkomu og eigin- fjárstaða þess hefur heldur versnað á undanförnum árum. Hvarvetna í nálægum löndum hafa flugfélög átt við mikla erf- iðleika að stríða á síðustu árum og sum þeirra orðið gjaldþrota og hætt starfsemi. Að stöðva rekstur Flugleiða með verkfalis- aðgerðum eins og málum er háttað er glapræði. Flugvirkj- amir, sem verkfallið boða, eru með slíkum aðgerðum að grafa undan sjálfum sér og sinni lífsaf- komu um leið og þeir stofna afkomu annarra starfsmanna fyrirtækisins í stórhættu. Flugleiðir hafa lagt út í gífur- lega fjárfestingu á undanfömum áram í nýjum flugvélum. Senni- lega hefur félagið gengið heldur langt í þeim fjárfestingum. Af þeim sökum er full ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af stöðu þess. Ef rekstrarstöðvun bætist við vegna verkfallsað- gerða er alveg augljóst, að stefnt getur í enn erfiðari stöðu fyrir- tækisins. Sú tíð er liðin að fámennir starfshópar í fyrirtækjum geti Ieyft sér að stöðva umfangsmik- inn atvinnurekstur með þessum hætti. Raunar er löngu tímabært að taka til umræðu breytingar á löggjöf, sem koma í veg fyrir að fámennir hópar geti stofnað lífsafkomu og atvinnuöryggi fjölmennra starfshópa á sama starfssviði í stórhættu. Þess vegna ættu flugvirkjar að hugsa sinn gang og endurskoða þessa verkfallsboðun. Raunar era flugvirkjar ekki einir um að meta ranglega möguleika á kjarabótum um þessar mundir. Meinatæknar hafa verið í verkfalli í u.þ.b. hálfan mánuð og hefur það verk- fall valdið umtalsverðri traflun á rekstri sjúkrahúsa. Ekki skal dregið í efa, að fjölmargir starfs- hópar í landinu geta fært efnis- lég rök fyrir því, að þeir eigi rétt á kjarabótum. Kjami máls- ins er hins vegar sá, að það hafa engar breytingar, sem orð er á gerandi, orðið á kjarasamn- ingum misseram saman. Og það er engin forsenda fyrir kjarabót- um eins og ástatt er í atvinnu- málum landsmanna. Hvemig geta menn búizt við kjarabótum, þegar þúsundir ganga um at- vinnulausar? Samningar um kjarabætur til einstakra starfshópa hafa óhjá- kvæmilega í för með sér keðju- verkanir, sem enginn sér fyrir endann á. í nágrenni við okkur búa Færeyingar, sem hafa í full- komnu óraunsæi reist sér hurð- arrás um öxl. Viljum við fara sömu leið? Landsmenn verða að sætta sig við það enn um sinn, að bætt kjör era ekki í augsýn. Raunar má þakka fyrir ef ekki verður um viðbótar kjaraskerðingu að ræða. Þess vegna er það rangt mat á stöðunni hjá einstökum fámennum starfshópum á borð við meinatækna og flugvirkja, að nú sé hægt að sækja bætt kjör til vinnuveitenda. Svo er ekki. Til þess að landsmenn geti búizt við bættum kjöram þarf eitthvað af þrennu að gerast: Fiskistofnarnir þurfa að ná sér á strik og þorskveiðar að auk- ast. Almenn uppsveifla þarf að verða í efnahagslífi Vesturlanda. Hún er komin af stað í Banda- ríkjunum en tæpast að nokkra marki í Evrópu, þótt fyrstu merki hennar sjáist að vísu í Bretlandi og að einhveiju leyti í Þýzkalandi. Loks yrðu samning- ar um nýtt álver mikil búbót. Á meðan ekkert af þessu er orðið að veraleika verða kjör lands- manna í bezta falli óbreytt en gætu átt eftir að versna enn. HELGI spjall Oskar Schindler, 1908-74 áini ini'in’il 1. en Lúsífer fór hugskot þeirra Og þau lögðu hauskúpugulum stein við stein luktum á marmarahvíta gröf þína og sótsvartir þrumufleygar brenndu sig þau sem áttu inní sólmyrkvaðan himin að falla úr margvígðum reykháfi sem skelfur eins og Golgata Auschwitz í athvarfslausum augum undir brennsluhvítri eins og snjóflyksur úr svörtu kófi lík- þögn brennsluofnanna og þeir dönsuðu striðsdans og það var eina skemmtun þeirra meðan dauðinn og þeir dönsuðu til heljar valdi sér eldivið þar sem reyklaus eldur af gamalkunnri tilviljun logar við gin blóðhundanna. og sótsvört jörðin 3. blygðaðist sín Slökkvið ekki eldana fyrir dauðhreinsaðar kveðjur rekið ekki djöflana út af himnum. 2. En vélhyssumar því þeir era þáttur af sálarlífí dýrsins breytið ekki dansandi geltu byssumanni í höndum þeirra í vængjaðan engii og djöflar miskunnarlausra trúboða eins og sálgreinir dönsuðu í sigurvissri breytið dýrinu í mann vitund og beizlið djöflana eins og soltna sleðahunda og enginn rak þá út á Grænlandsjökli. eins og Kristur forðum M (meira næsta sunnudag) LBERT GUÐMUNDS- son varð þjóðsagnaper- sóna ungur að árum. Af honum og snilld hans á knattspyrnu- vellinum fóru sögur hér heima, ekki sízt á meðal ungs fólks. Þær lifðu lengi. Ekki eru mörg ár síðan íslenzk- ur menntamálaráðherra hafði orð á því við viðmælendur sína, að hann hefði nán- ast agndofa fylgzt með því á alþjóðlegum fundi í París, hvílíka virðingu hinir æðstu frönsku embættis: og stjómmálamenn sýndu sendiherra íslands í París á þeim fundi. Þeir höfðu á æskuárum fylgzt með þessum snjalla knattspymumanni í Frakk- landi. í aldarljórðung var Albert Guðmunds- son umdeildur stjórnmálamaður. Um hann spunnust líka þjóðsögur á þeim vettvangi. Almúgamanninum þótti gott að leita til hans. Hann brauzt í gegnum Kerfið og ýtti viðteknum venjum og reglum til hlið- ar, ef honum þótti ástæða til og hann hafði aðstöðu til. Hann hlaut vinsældir almennings fyrir en embættismenn og aðrir stjómmálamenn spurðu, hvers konar fordæmi væri verið að skapa og hvort rétt- mætt væri, að einn fengi það, sem öðrum hefði verið neitað um. Albert Guðmundsson naut sín bezt í borgarstjóm Reykjavíkur og líklega hefur honum liðið bezt á þeim vettvangi. Það var áreiðanlega engin tilviljun, að þegar hann sneri heim á ný eftir síðari starfsfer- il sinn í Frakklandi beindist áhugi hans ekki sízt að málefnum höfuðborgarinnar. Albert Guðmundsson var einn af þremur höfuðþátttakendum í þeim átökum, sem stóðu í forystusveit Sjálfstæðisflokksins seinni hluta áttunda áratugarins og í byij- un þess níunda. Hann braut áratuga gaml- ar hefðir með því að bjóða sig fram á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins 1979 gegn þá- verandi formanni, Geir Hallgrímssyni. Hann náði takmörkuðum árangri. Nokkrum mánuðum síðar og í kjölfar þessara átaka áttu þeir mörg trúnaðar- samtöl, Geir Hallgrímsson og Albert Guð- mundsson. Þau spönnuðu allmarga mánuði og snerust um málefni Sjálfstæðisflokksins og stjómmálaátök líðandi stundar. í kjöl- far þessara samtala lét Albert Guðmunds- son kyrrt liggja á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins tveimur árum síðar, þótt átökin innan Sjálfstæðisflokksins væru harðari en nokkru sinni fyrr vegna stjómarmynd- unar Gunnars Thoroddsens. Albert Guðmundsson átti lykilþátt í því, að sú ríkisstjóm varð til, en hann tók ekki þátt í henni. Hann tók skrefið til hálfs en ekki til fulls. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í ríkisstjóm á nýjan leik vorið 1983 varð Albert Guðmundsson ráðherra. Hann hafði ekki fylgi til ráðherradóms innan þing- flokks Sjálfstæðismanna eftir það sem á undan var gengið en naut nú stuðnings Geirs Hallgrímssonar, sem beitti sér fyrir því að Albert yrði ráðherra. Með því og raunar mörgu öðru stuðlaði Geir Hall- grímsson að einingu innan Sjálfstæðis- flokksins og skilaði sameinuðum flokki í hendur nýjum formanni haustið 1983. Leiðir Alberts Guðmundssonar og Sjálf- stæðisflokksins skildu veturinn 1987. Orð eru dýr. Sennilega hefði ekki komið til klofnings Sjálfstæðisflokksins og stofnun- ar Borgaraflokksins, ef þáverandi formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefði ekki látið þau orð falla á opinberam vettvangi, að Albert Guðmundsson gæti aldrei orðið ráðherra á ný. Þótt þessi vinslit yrðu á milli Sjálfstæðis- flokksins og Alberts Guðmundssonar mátti glöggt finna það í samtölum við hann á undanförnum árum að hann leit á sig sem Sjálfstæðismann. Þar sem hann sat í Par- ís og horfði til íslands fór ekki á milli mála, að hugur hans stóð til starfa á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins, þegar heim kæmi. Morgunblaðið og Albert Guðmundsson deildu hart um tíma. Blaðið taldi afstöðu hans í deilum innan Sjálfstæðisflokksins um nokkurra ára skeið hvorki flokki né þjóð til framdráttar og lét þá skoðun í ljósi. Albert Guðmundsson dró ekkert af sér í gagnrýni á Morgunblaðið, ef honum sýndist svo. Þrátt fyrir harkalegan ágrein- ing á köflum var alltaf talsamband á milli Alberts Guðmundssonar og forráðamanna Morgunblaðsins. Hann var þeim kostum búinn, að geta átt skoðanaskipti við dag- blað, hvort sem var opinberlega eða í einkasamtölum, þótt sjónarmið væru um margt ólík. Slíkum stjómmálamönnum fer fækkandi. Eftir að Albert Guðmundsson hætti af- skiptum af stjómmálum hélzt vináttusam- legt samband á milli hans og forráða- manna Morgunblaðsins. Að leiðarlokum er hann kvaddur með virðingu. Skipaflutn- ingar og verð dag- blaða REVKJAVIKURBREF í MORGUNBLAÐ- inu í dag, laugar- dag, birtist athygl- isverð grein eftir Þórð Sverrisson, framkvæmdastjóra flutningasviðs Eim- skipafélags íslands. Greinin er athyglisverð fyrir þá sök, að forráðamenn fyrirtækisins hafa bersýni- lega lagt mikla vinnu í að kynna sér lausa- söluverð og áskriftarverð dagblaða í nokkrum löndum! Hvað skyldi nú valda þessum skyndilega áhuga stjómenda Eim- skipafélagsins á lausasöluverði og áskrift- arverði dagblaða? Áhuginn virðist hafa vaknað við svohljóðandi ummæli í forystu- grein Morgunblaðsins 25. marz sl.: „Hver svo sem niðurstaðan er um ná- kvæmni í skýrslugerð Drewry fer tæpast á milli mála, að sá kostnaðarliður atvinnu- veganna, sem snýr að flutningum og upp- skipun og útskipun, er hár miðað við það, sem tíðkast annars staðar. í ljósi þess, að kostnaður af þessu tagi skiptir miklu máli og á dijúgan þátt í að skapa þann verð- grunn, sem þjóðin býr við og með hliðsjón af tilvitnuðum ummælum framkvæmda- stjóra Sæfangs í Grundarfirði er full ástæða til að frekari umræður fari fram um þetta mál og að skipafélögin geri ítar- legri grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessu máli, en þau hafa gert fram að þessu.“ Nú hafa forráðamenn Eimskipafélags- ins orðið við þessari áskorun um ítarlegri greinargerð fyrir sínum sjónarmiðum, með tveimur greinum Þórðar Sverrissonar, sem birzt hafa hér í blaðinu að undanförnu. Sú fyrri fjallaði um efnisþætti Drewry- skýrslunnar svonefndu, hin seinni um verð dagblaða á íslandi og í öðrum löndum! Full ástæða er til að fagna þátttöku Eim- skipafélagsmanna í þessum umræðum. Hún verður áreiðanlega til þess, að lífleg- ar umræður geta skapazt um flutnings- kostnað til og frá íslandi á næstu vikum og mánuðum! Framkvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skipafélagsins setur í grein sinni í Morgun blaðinu í dag, laugardag, fram nokkuð óvenjuleg sjónarmið um vinnubrögð blaða- manna. Síðari hluta marzmánaðar sneri Morgunblaðið sér til útgerðarmanna á Snæfellsnesi og leitaði umsagnar þeirra um stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í þeim landshluta í kjölfar upplýsinga um, að hún væri jafnvel verri en sjávarútvegsfyrir tækja á Vestfjörðum. Einn þeirra útgerðar- manna, sem Morgunblaðið talaði við, var Guðmundur Smári Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sæfangs í Grundarfirði. í umsögn um stöðu sjávarútvegsins sagði hann m.a.: „Mitt litla fyrirtæki, sem var með 350 milljóna króna veltu á síðasta ári, þurfti að borga yfir 20 milljónir í flutn- inga. Það hlýtur að vera hægt að lækka þennan lið, því á meðan við höfum verið að skera niður alla kostnaðarliði, þá hefur þetta setið eftir. Gjaldþrot Hafskips var geysilega dýrt en þá hækkuðu reikningarn ir mínir um 25% sama dag og Hafskip fór á hausinn, en ég flutti mikið með Hafskip." Um þá staðreynd, að þessar skoðanir framkvæmdastjóra Sæfangs voru birtar Morgunblaðinu undir hans nafni, innan Laugardagur 16. apríl tilvitnunarmerkja, segir Þórður Sverrisson grein sinni: „I lýðræðisríkjum telst það sjálfsagt að birta viðhorf og skoðanir manna. Í fréttaskrifum sem þessum er hins vegar mikil ábyrgð lögð á hendur blaðamanna og fjölmiðla um að birta ekki gagnrýnislaust ummæli manna, sem að- gengilegt er að sannreyna. Eðlilegt er að leita staðfestingar á þeim, einkum ef ætla má, að þær skipti máli í umfjöllun um ein- stök málefni og ályktanir af þeim dregnar í frekari umfjöllun eins og t.d. leiðaraskrif- um. Það flokkast því undir „þjóðarsálar- blaðamennsku", ef blaðamenn sannreyna ekki staðhæfingar eins og gerðist með fullyrðingar framkvæmdastjórans á Grundarfírði, heldur birta þær eins og um staðreyndir væri að ræða.“ Þetta er óvenjulegt en um leið umhugs- unarvert sjónarmið. I því felst, að Morgun- blaðið hefði ekki átt að birta ummæli Guðmundar Smára undir hans nafni og innan tilvitnunarmerkja, nema hafa fyrst gengið úr skugga um, að þau ættu við rök að styðjast. í þessum sjónarmiðum felst þá væntanlega, að hvorki Morgunblaðið né aðrir fjölmiðlar eigi að birta nokkur ummæli eftir nokkra einstaklinga, sem umdeilanleg geta verið, án þess að kanna fyrst sannleiksgildi staðhæfinga. Væntan- lega hefði Morgunblaðið þá ekki átt að birta grein Þórðar Sverrissonar í dag, fyrr en blaðið hefði kannað, hvort upplýsingar hans um verð dagblaða í öðrum löndum væru réttar, eða hvað? Eða skiptir máli, hver í hlut á? Eiga önnur lögmál að gilda um framkvæmdastjóra lítils fyrirtækis í Grundarfirði en stórfyrirtækis í Reykjavík? Nú skal það tekið fram, að fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskipafé- lagsins er ekki eini maðurinn, sem lýst hefur þessari skoðun um vinnubrögð fjöl- miðla. Hún hefur komið fram áður. En hún er auðvitað fráleit. Skoðanaskipti af því tagi, sem daglega fara fram í fjölmiðl- um um einstök málefni eiga fullan rétt á sér. Þeir sem taka þátt í þeim skoðana- skiptum gera það undir fullu nafni og á sína ábyrgð. Svo lengi, sem menn nota ekki tækifæri til þess að tjá sig í fjölmiðl- um, að fjalla með ærumeiðandi hætti um nafngreinda einstaklinga, eiga þeir fullan rétt á sinni skoðun. Það er svo mál fram- kvæmdastjóra Sæfangs í Grundarfirði, hvort hann getur staðið við orð sín um hækkun flutningsgjalda í kjölfar gjald- þrots Hafskips. Raunar hafa þeir Eim- skipafélagsmenn lýst því hér í blaðinu, að þetta fyrirtæki hafi ekki verið í viðskiptum við þá, svo að orð hans hljóta að beinast að einliveijum öðrum skipafélögum. í tilefni af þessum ummælum Guðmund- ar Smára, segir Þórður Sverrisson í grein sinni: „Ef Morgunblaðsmenn telja trúlegt nú, að 25% hækkun flutningsgjalda hafi orðið á þessum tíma er mér spum, hvað rannsóknarblaðamenn Morgunblaðsins voru að hugsa á þessum árum. Hefðu þeir ekki átt að finna þetta út þá, í ljósi þess, hversu umræðan um flutningsgjöld var mikil á þeim tíma.“ Þetta er auðvitað alveg rétt. Og betra er seint en aldrei. Það er auðvitað full ástæða til í þessum umræðum, sem þeir Eimskipafélagsmenn hafa nú gefíð nýtt líf, að kanna þau umskipti, sem urðu í rekstri og afkomu skipafélaga á íslandi með gjaldþroti Hafskips. MORGUNBLAÐIÐ starfar á markaði, þar sem samkeppni mjög hörð. er Fákeppni og samkeppni Fjölmiðlamarkað- urinn á íslandi hefur gjörbreytzt á síðasta aldarfjórðungi. Hér er barizt um hvern áskrifanda og áhorfanda, að ekki sé talað um auglýsingamarkaðinn. Fjölmiðlun íslandi hefur gjörbreytzt. Dagblöðum hef- ur fækkað. Ljósvakamiðlum hefur fjölgað. Samkeppni frá erlendum fjölmiðlum hefur margfaldast. Erlend dagblöð koma nú samdægurs til íslands. Landsmenn eiga kost á erlendu sjónvarpi. LausasöluVerð og áskriftarverð Morgunblaðsins, sem hef- ur orðið framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskipafélagsins sérstakt rannsóknar- efni, verður ekki til í skjóli fákeppni, held- ur verður blaðið í verðlagningu að taka mið af harðri og frjálsri samkeppni og standa sig í þeirri samkeppni. Enginn er knúinn til að kaupa Morgunblaðið. Það gera menn af fúsum og fijálsum vilja, ef þeim sýnist svo og telja blaðið áhugavert. Morgunblaðið hefur haldið sínum hlut á fjölmiðlamarkaðnum og vel það. En sér- hver íslendingur getur keypt Berlingske Tidene, The Times, Le Figaro, svo að nefnd séu nokkur þeirra blaða, sem Þórður Sverr- isson fjallar um í grein sinni en að vísu tæpast New York Times, sem lítið er flutt inn af vegna þess að flutningskostnaður á því blaði til landsins er svo óheyrilega hár. í þessum efnum eru óneitanlega fleiri kostir fyrir hendi en ef landsmenn þurfa að flytja vörur til eða frá landinu. Sum fyrirtæki, sem hafa sterka stöðu á sínu markaðssviði, hafa haft tilhneigingu til að ýta keppinautum til hliðar eða kaupa þá upp. Morgunblaðið hefur ekki ástundað slík vinnubrögð, þótt útgáfufyrirtæki blaðsins hafi átt kost á því. Tvisvar sinnum á undanförnum áratugum átti útgáfufyrir- tæki Morgunblaðsins kost á því, að kaupa síðdegisblaðið Vísi, sem þá var eina síðdeg- isblaðið á markaðnum, en gerði ekki. Fyr- ir nokkrum árum átti útgáfufyrirtæki Morgunblaðsins kost á því, að kaupa stór- an hlut í Stöð 2 en gerði ekki. Nokkru eftir að Dagblaðið hóf göngu sína var því úthýst úr sameiginlegri prentsmiðju nokk- urra dagblaða, Blaðaprenti, með svo skömmum fyrirvara,. að þess var tæpast nokkur kostur að afla nýrra tækja til þeirr- ar prentunar á svo skömmum tíma. Út- gáfufélag Morgunblaðsins tók að sér prentun Dagblaðsins, sem nú er eftir sam- einingu við Vísi harðasti keppinautur Morgunblaðsins á dagblaðamarkaðnum. Þannig hefur útgáfufyrirtæki Morgun- blaðsins í verki staðið við þau baráttumál Morgunblaðsins í 80 ár, að fijáls sam- keppni skuli ríkja. Við svipaðar aðstæður hafa önnur fyrirtæki kosið að notfæra sér aðstöðu sína til að tryggja fákeppni á sín- um markaði. Um það verður ekki fjallað nú, en um það má nefna nokkur merkileg dæmi, sem Þórður Sverrisson þekkir áreið- anlega til. Framkvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skipafélagsins hefur áhyggjur af því, hvort framleiðniaukning hafi ekki orðið við gerð Morgunblaðsins á undanförnum árum og hvort hún hafi ekki skilað sér til viðskipta- vina blaðsins. Vissulega hefur orðið mikil framleiðniaukning í gerð dagblaða vegna tæknibyltinga á síðustu tveimur áratugum. Þórður Sverrisson hefur áhrif hennar fyrir augum sér sex daga vikunnar! Morgun- blaðið hefur stóraukið útgáfu sína á mörg- um undanfömum árum án þess að taka viðbótargjald fyrir. Þegar Morgunblaðið hóf útgáfu viðskiptablaðs einu sinni í viku kostaði það kaupendúr blaðsins ekki eina krónu til viðbótar í áskrift eða lausasölu. Þegar Morgunblaðið hóf útgáfu vikublaðs um sjávarútvegsmál kostaði það kaupend- ur blaðsins ekki eina krónu til viðbótar. Þegar Morgunblaðið hóf útgáfu menning- arblaðs einu sinni í viku kostaði það ekki eina krónu til viðbótar. Þegar Morgunblað- ið jók sunnudagsútgáfu sína kostaði það ekki krónu til viðbótar. Þannig mætti áfram telja nýjungar og viðbætur í útgáfu Morgunblaðsins, sem kaupendur þess hafa fengið án aukinna útgjalda af sinni hálfu. Þeir sem starfa að fjölmiðlun á íslandi fagna samkeppni eins og dæmin sanna. íslenzkum dagblöðum hefur ekki komið til hugar að amast við þeim erlendu „Bif- röstum" og „Jöklum“, sem sækja inn á fjölmiðlamarkaðinn hér. Á þeim markaði gilda lögmál framboðs og eftirspurnar og þar verður það markaðsverð til, sem gildir á fjölmiðlamarkaðnum hér. Morgunblaðið/Kristinn „Þeir sem starfa að fjöimiðlun á íslandi fagna samkeppni eins 9g dæmin sanna. Islenzkum dag- blöðum hefur ekki komið til hugar að amast við þeim erlendu „Bifröstum“ og „Jöklum“, sem sækja inn á fjöl- miðlamarkaðinn hér. A þeim mark- aði gilda lögmál framboðs og eft- irspurnar og þar verður það mark- aðsverð til, sem gildir á fjölmiðla- markaðnum hér.“ '+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.