Morgunblaðið - 17.04.1994, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994
+
Ástkær eiginkona mín,
ARNÞRÚÐUR JÓHANNSDÓTTIR
Ijósmóðir,
Fagrahvammi 6,
Hafnarfirði,
andaðist í Landspítalanum þann 15. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Emilsson.
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN PÁLSSON
vélstjóri,
Reynigrund 28,
áður að Laugabraut 17, Akranesi,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness aðfara-
nótt 15. apríl.
Guðný Jónsdóttir, Rúnar Pétursson,
Sumarrós Jónsdóttir, Svavar Ágústsson,
Jóna Maja Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær vinur okkar,
ANTON SALÓMONSSON,
Grenimel 20,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðju-
daginn 19. apríl kl. 15.00.
Ásthildur Lúthersdóttir,
Svava Lúthersdóttir,
Fjóla Lúthersdóttir,
Petrea Lúthersdóttir,
Jón Lúthersson,
Óli B. Lúthersson, Svana Svanþórsdóttir,
Pétur B. Lúthersson, Brigitte Lúthersson,
Snorri H. Kjartansson, Ingibjörg Árnadóttir
og skyldmenni.
__________________________________________________________
+
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
EINARS JÓNSSONAR
fv. símaverkstjóra,
áður Laugavegi 145,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. apríl kl. 13.30.
Ingvar Einarsson, Anna Gissurardóttir,
Egill Einarsson, Hallfríður Guðmundsdóttir,
Gunnar Einarsson, Ólöf H. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför
HALLGRÍMS HALLGRÍMSSONAR,
sfðasttil heimilisá Hrafnistu,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 19. apríl kl. 13.30.
Kristbjörg Benediktsdóttir, Hörður Hjartarson.
+
Elskuleg móðir mín,
PETRÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bol-
ungavík, þriðjudaginn 19. apríl kl. 14.00.
Kristinn G. Árnason.
+
Ástkær kona mín, móðir okkar og dóttir,
SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 33,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. apríl
kl. 13.30.
Garðar Waage,
Dýrleif Ólafsdóttir,
Helga Dóra Ólafsdóttir,
Linda Ólafsdóttir.
Helga Ásgrímsdóttir og systkini,
Helgi Gestsson.
Minning
Soffía Smith
Fædd 23. október 1919
Dáin 9. apríl 1994
Kær vinkona mín, Soffía Smith,
er fallin frá. Þegar ég lít til baka
til þeirra 35 ára sem við höfum ver-
ið nágrannar er margs að minnast.
Ég og fjölskylda mín fluttum á
Tunguveg 34 í júní 1958, en hálfum
mánuði seinna fluttu Soffía og
Gunnar ásamt sonum sínum á
Tunguveg 30 og tókst þá strax mik-
il vinátta og samgangur okkar á
milli, því okkur leist strax vel á þessi
indælu hjón.
Soffía var stórglæsileg kona eins
og allir vita sem hana þekktu, heill-
andi persónúleiki, skemmtileg og
þægileg í allri umgengni, og alltaf
var jafn yndislegt að umgangast
hana. Börnin mín litu líka fljótlega
á hana sem eina af fjölskyldunni,
því ekkert mátti ske án þess að hún
væri með. Eldri sonur minn, Eyjólf-
ur, og yngsti sonur Soffíu, Hilmar,
voru á svipuðum aldri og urðu fljót-
lega vinir sem þeir eru enn. Yngri
sonur minn Óli Valur kallaði hana
alltaf kleinukonuna, því hún var
ónísk á kleinurnar sem hún var að
baka og alltaf fékk hann hjá henni
kleinur eða rúsinkur eins og hann
orðaði það. í gegnum árin þegar
báðar dætur mínar bjuggu erlendis
þá var alltaf spurt um Soffíu þegar
þær höfðu samband.
Þegar Gunnar féll frá fyrir rúmum
þrettán árum og maðurinn minn lést
nokkrum mánuðum síðar urðum við
ennþá nánari og fórum saman vítt
og breitt. Meðal annars fórum við
til Svíþjóðar þar sem Örn sonur
hennar bjó ásamt fjölskyldu sinni
og síðan til Kaupmannahafnar þar
sem bæði systir mín og dóttir bjuggu
ásamt fjölskyidum sínum. Þá má
ekki gleyma öllum þeim ferðum sem
farnar voru með Kvenfélagi Bú-
staðasóknar, en í því félagi störfuð-
um við báðar af miklum krafti, bæði
í stjórn og ýmsu öðru.
Soffía var ætíð hrókur alls fagn-
aðar og ómissandi í öllum skemmti-
þáttum og gríni þegar eitthvað var
um að vera í félagsstarfmu eða
skemmta þurfti gestum á fundum.
Þá má ekki gleyma kvöldvökunum
í húsmæðraorlofinu á Hvanneyri þar
sem hún fór á kostum. Við erum
áreiðanlega margar sem eigum eftir
að sakna Soffíu sárt úr félagsstarf-
inu og höfum reyndar saknað henn-
ar í vetur, við hefðum svo gjarnan
viljað hafa hana lengur með okkur.
Ekki er hennar síður saknað á mið-
vikudögum þar sem hún starfaði
með konum úr kvenfélaginu sem séð
hafa um kaffi og aðra þjónustu við
eldri borgara hverfisins í safnaðar-
heimilinu um áraraðir.
Þegar hugurinn reikar til baka
koma fram ótal minningar, eins og
þegar við vorum að kaupa saman
plöntur í garðinn á vorin, skruppum
í leikhús, sund, málverkasýningu eða
bara dunduðum okkur í garðinum.
Það var sannarlega aldrei nein logn-
molla þar sem við vorum saman.
Mennirnir okkar voru aftur á móti
rólegri. Það kom stundum fyrir þeg-
ar þeir sátu saman í stofunni og við
í eldhúsinu að okkur fannst þrátt
fyrir masið í okkur allt verða svo
hljótt að við fórum að gá að því
hvort þeir hefðu sofnað, en þá sátu
þeir bara afslappaðir hvor í sínum
stólnum og Gunnar sagði oft: Það
er svo gott að vera með honum Óla,
það er nefnilega hægt að þegja með
honum. Það var áreiðanlega sjald-
gæft að við Soffía þegðum báðar í
einu ef við vorum tvær saman.
Eg vil enda þessar línur með því
að þakka Soffíu fyrir alla hennar
vináttu í gegnum árin við mig og
fjölskyldu mína og þá ekki síst þær
móttökur sem Henning fékk hjá
henni þegar hann kom í fjölskyld-
una. Ósjaldan vorum við boðin í mat
eða kaffi til hennar og alltaf var
jafn ánægjulegt að vera í návist
hennar. Við eigum eftir að sakna
þess að sjá ekki lengur glaða brosið
hennar og glettnisglampann í aug-
unum sem jaðraði við að vera prakk-
aralegur oft á tíðum.
Elsku Soffía, við þökkum fyrir það
að hafa fengið að kynnast þér og
minningin um þig mun lifa hjá okk-
ur um ókomin ár.
Ég og fjöiskylda mín sendum son-
um Soffíu og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur. Guð biessi
minningu hennar.
Dagmar.
Elskuleg frænka mín er látin eftir
erfið veikindi og langar mig að minn-
ast hennar hér.
Soffía, eða Soffa frænka eins og
ég kallaði hana, var stórbrotin per-
sóna. Hún var ætíð hrókur alls fagn-
aðar og sannkallaður leikari af guðs
náð. Það var sama hvar hún kom,
alls staðar kom hún fólki í gott skap
með glaðværð sinni.
Soffa var framúrskarandi mynd-
arleg húsmóðir og sannkallaður
höfðingi heim að sækja. Hún gat
töfrað fram veisluborð að því virtist
án nokkurrar fyrirhafnar. Alltaf var
hún boðin og búin að aðstoða þá sem
til hennar leituðu og ófáar voru
kransakökurnar hennar á veislu-
borðum vina og ættingja.
Ung giftist Soffa Gunnari Smith
og eignaðist með honum fjóra
drengi. Þeirra elstur er Karl Gústaf,
þá Örn, Gunnar og Hilmar. Hafa
þeir reynst móður sinni afar vel í
veikindum hennar. Þá má ekki
gleyma tengdadætrunum sem
reyndust henni alla tíð eins og bestu
dætur.
Hjónaband þeirra Gunnars var
afar farsælt. Þau voru á margan
hátt mjög ólík, hann rólyndur og
hæglátur, hún ör og nokkuð fljót-
huga, en þau bættu hvort annað upp
svo úr varð einstaklega ástríkt sam-
band. Það varð því Soffu mikill
harmur þegar Gunnar lést skyndi-
lega árið 1980.
Við Soffa vorum systkinabörn.
Samskiptin voru ekki mikil á upp-
vaxtarárum okkar. Það var ekki fyrr
en við vorum giftar og komnar með
börn að vináttan óx. Börnin uxu úr
grasi og lífíð lék við okkur. En við
kynntumst líka sorginni. Árið 1980
varð maðurinn minn, Guðmundur,
bráðkvaddur, og mánuði seinna var
Soffa orðin ekkja því Gunnar fékk
hjartaáfall og lést eftir stutta legu.
A því erfíða tímabili sem á eftir
fylgdi styrktust böndin og saman
unnum við okkur út úr sorginni. Ég
veit hreinlega ekki hvernig ég hefði
getað það án hjálpar Soffu.
Upp frá því má segja að nýr kafli
hafí byijað i lífi okkar. Við vorum
saman nær alla daga, fórum og gerð-
um allt saman. Við fórum báðar út
á vinnumarkaðinn og unnuin jafnan
á sama stað. Lengst unnum við sam-
an í eldhúsinu á Heilsuverndarstöð-
inni. Þar var oft glatt á hjalla. Soffa
frænka sá fyrir því. Hún var fljót
að sjá spaugilegu hliðarnar á lífínu.
Gerði óspart grín að okkur hinum
með því einu að líkja eftir fasi okkar
svo allir sáu hver í hlut átti. Kátína
hennar og hlátur gerðu það að verk-
um að enginn gat setið nálægt henni
án þess að hrífast með.
Þær voru ófáar ferðirnar sem við
Soffa fórum í bæði utanlands og
innan. Ógleymanlegar eru orlofs-
ferðirnar þar sem hún hélt uppi fjöri.
Setti bæði upp óæfða leikþætti og
stóð fyrir fjöldasöng. Nei, það var
so engin lognmolla í kringum hana
Soffu mína.
Fyrir fimmtíu og fimm árum
stofnuðum við nokkrar vinkonur
saman saumáklúbb. Nokkrum árum
seinna gekk svo Soffa í klúbbinn.
Eins og nærri má geta var nú ýmis-
legt brallað og átti Soffa þar oftast
hlut að máli. Vikulegra funda var
jafnan beðið með mikilli eftirvænt-
ingu. Þegar við vorum bundnar við
heimili og barnauppeldi voru þeir
oftast okkar eina upplyfting.
Það var mér því sár raun þegar
uppgötvaðist að Soffa væri haldin
ólæknanlegum sjúkdómi sem smám
saman dró úr henni allan lífskraft.
Að leiðarlokum vil ég þakka Soffu
frænku allar ánægjustundirnar sem
við áttum saman. Hún reyndist mér
sem besta systir og því fæ ég henni
aldrei fullþakkað. Hvíldu í friði kæra
frænka.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendi ég sonum hennar og
tengdadætrum, svo og öllum barna-
og barnabörnum sem nú sakna sárt
ömmu sinnar.
Lillý.
Þú ert og verður mér ætíð minn-
isverður persónuleiki Soffía, ég
sakna þín en um leið fagna ég því
að þú ert laus úr viðjum sársjúks
líkama. Nú hefur þú lagt í heimsreis-
una miklu, góða ferð og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Guð blessi þig og þína.
Anna Andrésdóttir.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar, Soffíu Smith. Hún var
glæsileg og myndarleg kona, sem
var góð við allt og alla. Amma var
alltaf bakandi, sérstaklega kleinurn-
ar frægu sem hún bakaði, ásamt
öðru, fyrir kirkjuna og vini og kunn-
ingja.
Þegar Gunnar afi dó; tók ég miklu
ástfóstri við ömmu. Ég var mikið
hjá henni á Tungó, sérstaklega gisti
ég þar oft um helgar. Svo þegar
maður komst á unglingsárin fækk-
aði heimsóknunum og gistingunum,
en amma átti alltaf sinn stað hjá
mér. Nokkrum dögum áður en amma
dó, dreymdi mig hana og Gunnar
afa heima hjá sér á Tungó og voru
þau alsæl.
Ég veit að ömmu líður vel núna,
búin að losna undan oki sjúkdómsins
sem hijáði hana síðasta árið og hvíl-
ir nú hamingjusöm í fangi afa. Guð
blessi þig, amma mín.
Hrafnhildur Ásta.
Það er með miklum trega og sökn-
uði sem við kveðjum elskulega vin-
konu okkar, Soffíu Smith. Svo lengi
sem elstu starfsmenn Smith og Nor-
land muna hefur hún fylgt okkur
og stafað geislum á hversdagstilveru
okkar. Soffía var gift Gunnari heitn-
um Smith sem upphaflega stofnaði
fyrirtæki undir heitinu Paul og
Smith & Co. Árið 1956 breyttist það
síðan í Smith & Norland hf. Gunnar
og Soffía eru öllum ógleymanleg sem
þeim kynntust. Óbeisluð frásagnar-
gáfa og húmorinn voru hveijum
manni sem vítaminsprauta í erli dag-
anna.
í áraraðir sá Soffía um ræstingar
í fyrirtækinu og gerði það af sama
myndarbrag og annað sem hún tók
sér fyrir hendur.
Soffía var glæsileg og gefandi
kona og hrókur alls fagnaðar. Á
árshátíðum okkar naut hún þess að
taka undir í fjöldasöng og fáir slitu
dansgólfinu jafn rækilega og hún. í
haustferðum fyrirtækisins lét hún
sig líka ekki muna um það að leika
knattspyrnu af mikilli innlifun. Og
ekki gleymdist í þessum ferðum
stóra boxið með kleinunum hennar
Soffíu sem voru óviðjafnanlegar.
Gott samferðafólk gefur lífinu
gildi. Við eigum ekki eftir að fá
þessa gæðakonu í fleiri heimsóknir
í vinnuna til okkar með bijóstsykur-
pokann á lofti og hressileikann í
fyrirrúmi. Minningin um Soffíu
Smith er á hinn bóginn vandlega
geymd í hjörtum okkar.