Morgunblaðið - 17.04.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 17.04.1994, Síða 33
MORGUNBIJlÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994 33 ATVIN N UAUGIYSINGAR Heildsölufyrirtæki Traust heildsölufyrirtæki óskar eftir að ráða röskan starfskraft í þrif og lagerstörf. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 11610“. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleys- inga og í fasta stöðu að Hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði. Nánari upplýsingar gefur Emma Tryggva- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 97-31320 og 97-31168. Blaðamaður Blaðamaður óskast í hálft starf við sérrit um sjávarútveg. Þekking og/eða áhugi á sjávar- útvegi tilskilinn. Upplýsingar í síma 91-681225 eftir hádegi á mánudag og þriðjudag. Umsóknir sendist til Skerplu, Suðurlands- braut 10, 108 Reykjavík, fyrir 22. apríl nk. Laus staða Starf forstöðumanns aðfangaeftirlits með fóðri, áburði og sáðvöru, skv. lögum nr. 22/1994, er hér með auglýst laust til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík, fyrir 15. maí nk. Landbúnaðarráðuneytið, 15. apríl 1994. Bensfn- og þjónustustöð ESSÓ: Stöðvarstjóri Olíufélagið hf. ESSO mun á næstunni opna nýja bensín- og þjónustustöð við Geirsgötu í Reykjavík. Stöðin mun auk hefðbundinnar bensínsölu bjóða almenna þjónustu fyrir bif- reiðaeigendur. Þjónustan er m.a. fólgin í eft- irfarandi þáttum: Smurþjónustu, hjólbarða- þjónustu, viðhaldseftirliti með bifreiðum, smáviðgerðum á bifreiðum, þvotti og bónun. Starfsemin verður rekin af Olíufélaginu hf. ESSO. Við auglýsum hér með laust til umsóknar starf stöðvarstjóra. Starfið er aðallega fólgið í eftirfarandi: * Þátttaka í stefnumótun um starfsemi stöðvarinnar. * Umsjón með sölustarfi og kynningu á starf- seminni út á við. * Samskipti við viðskiptavini og samstarfs- aðila. * Starfsmannastjórnun og daglegur rekstur. Nauðsynlegt er að viðkomandi aðili hafi reynslu í almennum verslunarrekstri eða starfsemi tengdri bifreiðaþjónustu. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun á sviði versl- unar eða í bifreiðaþjónustu. Leitað er að þjónustuliprum aðila sem getur starfað sjálf- stætt og byggt upp trausta viðskiptavild. Laun verða samkvæmt samkomulagi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Skriflegar umsóknir með greinargóð- um upplýsingum um menntun og starfsferil sendist til Olíufélagsins hf. ESSO, b.t. Ingvars Stefánssonar, pósthólf 8200, 128 Reykjavík, fyrir 25. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Ingvar Stefánsson í síma 60 30 00 á milli kl. 15.00 og 17.00 alla virka daga. Olíufélagið hf. Fasteignasala Til sölu fasteignasala í miðborginni að hluta til eða öllu leyti. Frábæraðstaða og staðsetn- ing. Miklir möguleikar fyrir 2-3 samhenta, dugmikla sölumenn. Samstarf við lögmann með fasteignasölu- leyfi mögulegt. Áhugasamir hringi í Róbert Árna Hreiðars- son, lögmann, í síma 618011. Skólastjóri Tónlistarskóla Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Tónlistarskóla Sandgerðis. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 25. apríl nk. til formanns skóla- nefndar Salóme Guðmundsdóttur, Norðurtúni 6, 245 Sandgerði, sem einnig veitir upplýs- ingar í síma 92-37798, eftir kl. 19.00. 6 reyndir einstaklingar í atvinnuleit. Höfum reynslu í: Símavörslu, bókhaldsvinnu, tölvuinnslætti, tölvuvinnslu, almennum skrifstofustörfum, sölumennsku o.fl. hringdu í síma 620732 milli kl. 13 og 16, mánudag - miðvikudag ef þig vantar einn eða fleiri starfskrafta í vinnu. Forritari Óskum eftir að ráða forritara á IBM AS/400 tölvu fyrir öflugt, deildaskipt, framleiðslu- og heildsölufyrirtæki í Reykjavík. Viðkomandi þarf að hafa góða kunnáttu í RPG-400 forritunarmáli fyrir AS/400 tölvur. Jafnframt þarf viðkomandi að hafa góða þekkingu á PC-tölvum og algengustu PC-, og Macforritum. Einhver þekking á UNIX- stýrikerfinu æskileg. í starfinu felst, auk for- ritunar, umsjón með tölvukerfum og aðstoð við notendur. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. 'Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Forritari 125“, fyrir 25. apríl nk. Hagva ngurhf C—y Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Dýralæknir ístek hf., fyrirtæki á sviði líftækni, óskar að ráða dýralækni til tímabundinna starfa (3-5 mán.j í sumar (maí-sept.j. Hugsanlegt er að um framtíðarstarf verði einnig að ræða. Upplýsingar gefur Hörður Kristjánsson í síma 814138. Umsóknirskilisttil ísteka hf., Suður- landsbraut 22, 108 Reykjavík. Húsgagnasmiður Tréiðjan hf. auglýsir eftir húsgagnasmið til starfa. Aðeins vanur maður sem getur unnið sjálfstætt kemur til greina. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á staðnum (Arnar eða Gunnar) Smiðjuvegi 9, Kópavogi (AXIS). Hjúkrunarfræðingar - sumarafleysing Heilsugæslustöð Eskifjarðar/Reyðarfjarðar og dvalarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði vantar hjúkrunarfræðinga til afleysinga í sumar. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjórar Ingibjörg í síma 97-61200 og Sigurborg í síma 97-61252. Flugvirkjar Flupfélag Austurlands óskar eftir flugvirkja til átarfa á Egilsstöðum. Viðkomandi verður að hafa reynslu og réttindi til að skrifa út vélar og vera tæknistjóri félagsins. Nánari upplýsingar veitir framkvstj. í síma 97-11122 eða heima 97-11968. Frá Tónlistarskóla ísafjarðar Tónlistarkennarar Óskum að ráða kennara í eftirtöldum grein- um næsta skólaár: Fiðla, víóla, selló, for- skóli, tónfræði og blásturshljóðfæri. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnars- dóttir, skólastjóri í síma 94-3926 eða 94-3010. Au pairtil Noregs Langar þig til að koma til Gjövik og vera hjá okkur í 1 ár?? Við erum 3 systkini (2, 6 og 10 ára) sem vantar einhvern til að vera hjá okkur á meðan mamma (íslensk) og pabbi (norskur) eru í vinnunni. Ef þú hefur áhuga, þá getur þú hringt í okkur eftir kl. 17.00, sími 9047-611-77778. Eitt ár sem au pair i Bandarikjunum er ógleymanleg reynsla. Síðastliðin 4 ár hafa á fimmta hundrað íslensk ungmenni farið sem au pair á okkar vegum til Bandaríkjanna. Og ekki að ástæðulausu þar sem engin önnur sarntök bjóða eins góða, örugga og ódýra þjónustu. AUarferðirfríar, ekki aðeins til og frá Bandaríkjunum heldur einnig innan þeirra. Auk þess greiðir gistifjöl- skyldan fyrir námskeið. Ef þú ert á aldrinum 18-25 ára og langar til Bandaríkjanna sem au pair hafðu þá samband eða líttu inn og við veitum þér allar nánari upplýsingar. Við erum að bóka í brottfarir í maí, júní, júlí og úgúst. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVÍK SÍMI91-62 23 62 FAX91-629662 SAMSTARFSFYRIRTÆKIAUPAIR HOMESTAY USA SEM TILHEYRIR SAMTÖKUNUM WORLD LEARNING INC. STOFNUD ÁRID 1932 UNDIR NAFNINU THE U.S. EXPERIMENTIN INTERNATIONAL LIVING. ÞAU ERU EIN AF ELSTU SAMTÖKUM Á SVIDIALÞJÓDA MENNINGARSAMSKIPTA IHEIMINUM SEM EKKIERU REKINIHAGNADARSKYNI OG STARFA MED LEYFI BANDARlSKRA STJÓRNVALDA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.