Morgunblaðið - 17.04.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 17.04.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994 ATVIN N MMAUGL YSINGA R Smíðakennarar - kennarar Smíðakennara og almennan kennara vantar að Egilsstaðaskóla næsta skólaár. Upplýsingar gefur skólastjóri eða aðstoðar- skólastjóri í síma 97-11146. Frá Fræðsluskrif- stofu Reykjanes- umdæmis Laus er til umsóknar staða aðstoðarskóla- stjóra í Gerðaskóla, Garði. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. Umsókn berist skólastjóra Gerðaskóla sem gefur nánari upplýsingar. Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis. Ritari - lögmannsstofa Ritari óskast á lögmannsstofu. Starfið út- heimtir frumkvæði, trúnað og ábyrgð. Góð íslenskukunnátta og bókhaldsþekking nauð- synleg, svo og reynsla ítölvuvinnslu. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og launakröfur sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 21. apríl nk., merktar: „R - 11711". REYKJALUNDUR Iðjuþjálfi - sumarafleysingar Iðjuþjálfi óskast til sumarafleysinga á iðju- þjálfunardeild Reykjalundar á tímabilinu frá júní-september. Nánari upplýsingar veitir yfiriðjuþjálfi í síma 666200 - 102. Tölvufræðingur Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands auglýsir eftir tölvufræðingi til kennslu í tveimur neðangreindra námsgreina: Pascal forritun. Hlutbundin forritun í C++. Fjórðukynslóðar forritun. Kerfisgreining og hönnun. Gagnasafnsfræði. Nám við skólann nær yfir 4 annir (2 vetur) og gefur þeim sem því lýkur 62 námseining- ar og prófgráðuna Kerfisfræðingur TVÍ. Umsækjendur þurfa að hafa góða menntun í tölvufræði auk reynslu af fræðilegum rann- sóknum eða hugbúnaðargerð. Kennarar við skólann þurfa, meðal annars, að kenna tvö þriggja eininga námskeið yfir veturinn og hafa umsjón með lokaverkefnum nemenda. Æskilegt er að kennarar séu virkir í vinnu á öðrum sviðum en kennslu og fá þeir til þess aðstöðu í skólanum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að berast kennslustjóra fyrir 31. maí 1994. M Tri/I Tölvuháskóli Verzlunarskóla Islands, I VI Ofanleiti 1, 103 Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleys- inga frá 3. júlí til 10. september. Vinnutími er frá kl. 14-17, þarf helst að vera vanur vinnu á skurðstofu. Upplýsingar gefur Dóra Hansen hjúkrunar- fræðingur í síma 685788 eða 685864 frá kl. 13-18 alla virka daga. Læknahúsið hf. Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði Sjúkraþjálfarar Óskum eftir sjúkraþjálfara til sumarafleys- inga á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Gæti verið um framtíðarstarf að ræða. Sjálf- stæð vinna, góð fagleg samvinna við lækna og aðra meðferðaraðila. Fallegt umhverfi, fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 98-30331. GUNNARSTINDUR hf FRAMKVÆMDASTJÓRI Gunnarstindur hf óskar eftir að ráða stjómanda til starfa. Gunnarstindur hf. gerir út ísfisktogarana Hafnarey og Kambaröst, rekur fiskvinnslu, frystihús, neta- og vélaverkstœði. Hjá fyrirtœkinu starfa um 170 starfsmenn og er fyrirtœkið lang stcersti vinnu- veitandl á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Starfssvið framkvœmdastjóra: Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, stefnumótun, markmiða- setning og samrœming á starfsemi útgerðar og fiskvinnslu. Framkvœmdastjóri kemur fram fyrir hönd félagsins og gœtir hagsmuna þess út á við. Við leitum að hœfum manni til að stjórna umfangsmiklum rekstri í stóru og öflugu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtœki. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi reynslu á sviði fyrirtœkja- og fjármála- stjórnunar og geti axlað ábyrgð. Æskileg er reynsla á sviði fiskvinnslu og/eða útgerðar. Viðkomandi þarf að hafa, samskipta- og skipulagshœfileika, þjónustulund og löngun til að takast á við krefjandi verkefni. Um er að rœða umfangsmikið og erilsamt ábyrgðar og stjórnunarstarf sem krefst árœðni, dugnaðar og frumkvœðis. Starfið er laust nú þegar, en beðið verður eftir réttum manni í allt að þrjá mánuði Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason ráðningastjóri Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast scekið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 22. apríl 1994 . abendi , I RÁflGJÖF 0G RÁÐNINGAR | LAUGAVEGI 178 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI: Ó89099 • FAX: Ó89096 Leikskóli St. Franciskussystra, Stykkishólmi Fóstrur Fóstra óskast til starfa á leikskóla St. Franc- iskussystra frá 8. ágúst 1994. Við skólann starfa um 80 börn í blönduðum deildum og 12 fullorðnir auk skólastjóra. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93-81028 eða 93-81128. Verslunarstjóri Óskum eftir að ráða verslunarstjóra. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt kaupkröfu ósk- ast fyrir 30. apríl nk. Upplýsingar um starfið gefur kaupfélags- stjóri. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, 530 Hvammstanga, sími 95-12370. Bókhalds- og skrifstofustarf Óskað er eftir góðum og vönum starfskrafti til tölvubókhalds og skrifstofustarfa. Starfið er hálfsdagsstarf og unnið fyrir hádegi. Umsóknir berist til Miðaprentunar hf., fyrir 22. þ.m. Miðaprentun hf, Höfðabakka 3, Pósthólf 12330, 132 Reykjavík. The British Embassy will shortly have a vacancy for a full time receptionist/information assistant The position will be interesting, covering a range of responsibilities. These will include dealing with personal and telephone callers, translation and interpretation, some clerical support and support in general for the am- bassador and consul. The successful applicant will have a full com- mand of both English and lcelandic and an interest in and ability to analyse the political situation in lceland. Computer friendliness will be an asset as will a willingness to get on with and work well with a small team in a busy embassy. Previous work experience is preferable. Applications should be in writing with curriculum vitae to: British Embassy, Laufásvegur49, 101 Reykjavík. Starf íbreska sendiráðinu er laust til umsóknar: Um er að ræða heils- dagsstarf f móttöku og við upplýs- ingamiðlun. Starfið er fjölþætt og felst m.a. í: Afgreiðslu gesta og símtala, þýðingu og túlkun á og af íslensku/ensku, almennum skrifstofustörf- um, og aðstoð við sendiherra og ræðismann. Sá sem ráðinn verður þarf að hafa fullt vald á bæði ensku og íslensku og hafa þekkingu og áhuga á að greina stjórnmálaástandið á íslandi. Æskilegt er að hann/hún sé laus við tölvu- fælni og sé tilbúinn til að vinna af atorku og lipurð í fámennum hópi á erilsömum vinnu- stað. Reynsla á vinnumarkaði er æskileg. Skriflegar umsóknir á ensku, ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist til: British embassy, Laufásvegi 49, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.