Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 35

Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 35
35 MORGUNBLAÐIÐ ATVININIA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 ATVINNUA YSINGAR Launaútreikningur Leitað er að starfsmanni í launaútreikninga hjá stóru fyrirtæki austarlega á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Nauðsynlegt er að umsækjendur þekki vel inn á kjarasamninga og hafi reynslu af launaútreikningum. Um er að ræða 80-100% starf. Reyklaus vinnustaður. Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Liósauki hf. Skólavörðustíg ia - 101 fíeykjavlk - Slmi 621355 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Lögfræðingur Ríkisskattstjóri óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa á Virðisaukaskattsskrifstofu embættisins. í starfinu felst einkum að rita lögfræðilegar álitsgerðir um framkvæmd virðisaukaskatts, rita umsagnir í málum, sem rekin eru fyrir yfirskattanefnd og fjalla um erindi sem ber- ast RSK og ýmsa skattframkvæmd virðis- aukaskatts. Launakjör taka mið af samningum BHMR. Umsóknir sendist embætti ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, eigi síðar en 29. apríl nk. Föst laun Viljum bæta við nokkrum sölumönnum í síma. Kvöld- og helgarvinna. Nýtt húsnæði og góð vinnuaðstaða. Föst laun eða prósent- ur. Framundan er söluátak í nýju áhugaverðu verkefni. Bjóðum sérstaklega velkomna vana bókasölumenn. Umsækjendur vinsamlega hringið í síma 677611 kl. 10-12 og 14-16 mánudag og þriðjudag. Fullum trúnaði heitið. MállMlog menning iL ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Á Landakotsspítala starfar fjölmennur hópur samhents starfsliðs. Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn, hafðu samband við hjúkrunar- forstjóra á: Augnlækningadeild 1B, Sigurborgu Sigurjónsdóttur, s. 604380. Augnskurðdeild, Sveinbjörgu Gunnarsdóttur, s. 604452. Hjúkrunardeild 1A, Bryndísi Gestsdóttur, s. 604312. Hjúkrunardeild Hafnarbúðum, Guðbjörgu Jónu Hermannsdóttur, s. 604300/472. Handlækningadeild og gjörgæsla 2B, Hjördísi Jóhannsdóttur, s. 604326. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 604311. £=£§/ Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar óskast til starfa á dagvaktir og kvöldvaktir (16-24, 17-23) virka daga og/eða helgar. Staða sjúkraliða í 100% vinnu er laus 1. maí. Starfsmaður óskast í 50% starf, vinnutímr 8-12. Um er að ræða framtíðarstörf og sumar- afleysingar. Höfum mjög góða vinnuaðstöðu og notalegan leikskóla á staðnum. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, og Jónína Nielsen, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í símum 35262 og 689500. Viðskiptablaðið óskar að ráða sölumenn til að annast sölu áskrifta. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af sölu- mennsku og hafa bifreið til umráða. Aldur 25-40 ár. Þekking á atvinnulífinu æskileg. Óskum jafnframt eftir að ráða sölumenn í þéttbýli fyrir utan Reykjavík. Getum einnig bætt við okkur sölumönnum fyrir Almenna bókafélagið. Umsóknir sendist Almenna bókafélaginu, Nýbýlavegi 16, 200 Kópavogi, fyrir 20. apríl, merkt: „Sölumenn - 395“. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Oskað er eftir að ráða á barnadeild: - Aðstoðardeildarstjóra frá 1. júlí nk., umsóknarfrestur er til 10. maí nk. - Hjúkrunarfræðinga í sumarafleysingar á sumri komanda. Barnadeild FSA er 10 rúma bráðadeild, þar sem veitt er einstaklingshæfð hjúkrun. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og framþróun í heilbrigðisþjónustu við börn. Húsnæði deildarinnar er nýuppgert. Upplýsingar um ofangreindar stöður veita Helga Bragadóttir, deildarstjóri barnadeildar, í síma 96-30163 og Rannveig Guðnadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar, í síma 96-30273. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Kennara vantar f eftirtaldar greinar: Eðlisfræði: Um 2/3 hlutar starfs og e.t.v. einhver efnafræði. Félagsfræði: Hálft starf á haustönn vegna fæðingarorlofs. Spænska: Stundakennsla eins hóps í byrjunaráfanga. Tölvufræði: Hálft starf við kennslu og hluta- starf til viðbótar við skipulagningu og umsjón með tölvukosti skólans. Þýska: Um það bil hálft starf. Þá eru auglýstar kennarastöður í stærð- fræði, efnafræði og li'ffræði. Umsóknarfrestur er til 13. maí 1994 og skal umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skilað á skrifstofu Kvennaskól- ans fyrir þann tíma Umsóknareyðublöð fást í skólanum, Frí- kirkjuvegi 9 eða í menntamálaráðuneytinu, Sölvhóli. Frekari upplýsingar gefur skólameistari eða aðstoðarskólameistari í síma 628077. Skólameistari. Garðyrkjufræðingur óskar eftir atvinnu í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 98-78598, eftir kl. 20.00. Skipstjórar/vél- stjórar Reykjavíkurhöfn óskar að ráða tvo skip- stjóra/vélstjóra til afleysinga á hafnsögu- og dráttarbáta hafnarinnar í sumar. Sumarleyfi hefjast í byrjun júní og lýkur í byrjun september. Krafist er að sami maður uppfylli bæði skipstjóra- og vélstjóraréttindi. 1. Skipstjóraréttindi á 43 tonna bát. 2. Vélstjóraréttindi á 750 kw eða 1019 ha vél. Upplýsingar um starfið veitir útgerðarstjóri Reykjavíkurhafnar, Hreinn Sveinsson. Reykjavíkurhöfn. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða fóstrur í fullt starf í leikskólana: Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748. Steinahlíð v/Suðurlandsbraut, s. 33280. Einnig óskum við eftir að ráða fóstrur og þroskaþjálfa í leikskólana: Vesturborg v/Hagamel, s. 22438. Ösp v/lðufell, s. 76989. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ AISAFIRÐI Röntgentæknir Röntgentæknir óskast til starfa við Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði. Um er að ræða 100% afleysingastarf í fæðingarorlofi. Æski- legt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. FSÍ er nýtt og mjög vel búið almennt sjúkra- hús með starfsemi í örum vexti. Starfsað- staða er til fyrirmyndar. Verið er að leggja lokahönd á 25 rúma legudeild sem tekin verður í notkun í janúar nk. Góður starfsandi er á FSÍ og góð fagleg samvinna einkennir starfsemina. Tekið skal fram að FSÍ er reyk- laus vinnustaður. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildar- röntgentæknir, Dóra Brynjarsdóttir (hs. 94-4663) og framkvæmdastjóri í vs. 94-4500. BORGARSPÍTALINN Lausar stöður - sumarafleysingar Á Hvítabandi, 19 rúma öldrunardeild, er laus 60% staða hjúkrunarfræðings á næturvaktir frá 1. maí. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema til sumarafleysinga á næturvaktir og allar vaktir, starfshlutfall samkomulag. Á endurhæfinga- og taugadeild EN-61 Grensás og E-63 Heilsuverndarstöð vantar hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema til sumarafleysinga. Ymsir vaktamöguleikar og starfshlutfall samkomulag. Möguleiki er á leikskólaplássi. Nánari upplýs- ingar veitir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í síma 696358 og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri starfsmannaþjónustu, í síma 696356.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.