Morgunblaðið - 17.04.1994, Page 36
36
MORGUNBLADID ATVINNA/ftAÐ/StVlA;PfflTOV' H:1 ' - APJttL 1994
ATVIN N UaÖGL YSÍNGAR
Matsmaður
Kerfisfræðingar
Laus staða læknis
á frystitogara
Matsmaður með fiskvinnsluskólaréttindi
óskast til starfa á frystitogara á landsbyggðinni.
Stjórnunarreynsla nauðsynleg.
Hægt verður að bfða eftir réttum aðila.
Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið
með sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir
eða Torfi Markússon.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs,
merktar „Matsmaður - Frystitogari11, fyrir
27. apríl nk.
RÁÐGARÐlJRhf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688
Okkar ágæta eldhús leitar að
faglærðum kokki
Starfið felst í:
★ Samvinnu við rekstur á veitingastað,
matsal og veislusal.
★ Umsjón með lærlingum, starfsþjálfun og
starfstilhögun.
★ Umsjón með sölu í deildinni.
Við leggjum áherslu á vinnusemi, heiðar-
leika, samstarfsvilja, þjónustulund og frum-
kvæði. Meðmæli óskast frá fyrri vinnuveit-
endum. Við höfum yfir góðu og starfsömu
fólki að ráða. Góður aðbúnaður og laun sam-
kvæmt samkomulagi. Ráðningartími eftir
samkomulagi. Utvegum húsnæði.
Upplýsingar veitir yfirmatreiðslumaður Bent
Larsen, sími 90 47 536 61100, símbréf 90
47 536 61520. Skriflegar umsóknir berist
fyrir 27. apríl 1994.
V
N-5774 Lofthus - Hardanger - Noregi
Hotel Ullensvang er eitt af stærstu fjarðahótelum Noregs. Þar er
aðstaða til ráðstefnuhalds. Innanhússtennis, squash, keilusalur og
baðaðstaða. Nýr veitingastaður 1990 og ’92, nýtt eldhús 1991, nýr
móttökusalur 1992. 157 herbergi, 312 rúm.
Frá
Háskóla íslands
Sérstök, tímabundin lektorsstaða við félags-
vísindadeild Háskóla íslands er laus til um-
sóknar. Staðan verður innan sálfræði en fel-
ur einnig í sér kennslu í öðrum greinum.
Kennsla lektorsins verður einkum á sviði
námssálarfræði og felur í sér umfjöllun um
námsörðugleika, prófagerð og greiningu og
mótun atferlis. Æskilegt er að umsækjend-
ur hafi reynslu af sálfræðilegu mati í skóla-
starfi. Áætlað er að ráða í stöðuna frá
1. ágúst 1994 til þriggja ára, en um stöðuna
gilda reglur um ráðningar í sérstakar
kennarastöður við Háskóla íslands.
Umsækjendur um stöðuna skulu láta fylgja
umsóknum sínum rækilega skýrslu um vís-
indastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar
og rannsóknir, svo og námsferil og störf.
Með umsóknunum skulu send eintök af vís-
indalegum ritum og ritgerðum umsækjenda,
prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er
óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem
umsækjandi hyggst stunda, verði honum
veitt staðan.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðuneytis.
Umsóknarfrestur er til 10. maí 1994 og skal
umsóknum skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suður-
götu, 101 Reykjavík.
Traust hugbúnaðarfyrirtæki óskar eftir að
ráða starfsmenn í eftirtalin störf:
1. Umsjón og forritun kringum handtölvur
og tengingar við önnur kerfi.
Kröfur um hæfni:
Geti unnið sjálfstætt.
Hafi undirstöðuþekkingu í tölvunarfræðum.
Hafi reynslu af C-forritun.
Grunnþekking á vélbúnaði.
2. Forritun í 4GL máli og uppsetning á
gagnagrunnskerfum.
Kröfur um hæfni:
Geti unnið sjálfstætt.
Hafi undirstöðuþekkingu í tölvunarfræðum.
Þekking á Unix stýrikerfinu.
Þekking á gagnagrunnum.
Áhugasamir vinsamlega sendið umsóknir til
auglýsingadeildar Mbl., fyrir 28. apríl merktar:
„Hugbúnaður-Handtölvur - 10396“.
„Hugbúnaður-Unix - 14778“.
Atvinnu- og ferða-
málafulltrúi
Laus er til umsóknar ný staða atvinnu- og
ferðamálafulltrúa Vestmannaeyja. Hlutverk
hans er að vinna að atvinnuþróun og mótun
ferðamálaþjónustu. Leitað er dugmikils ein-
staklings með frumkvæði, áræði og hæfileika
til samskipta. Við mat umsókna varðar mestu
menntun og reynsla á sviði markaðs- og
þróunarmála, tungumálakunnátta og almenn
þekking á ferðaþjónustu og atvinnumálum.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst eftir 1. maí nk.
Skrifleg umsókn er greini frá aldri, menntun
og fyrri störfum sendist Bæjarstjórn Vest-
mannaeyja, pósthólf 60, 902 Vestmannaeyj-
um, fyrir 25. apríl nk. merkt: „Atvinnu- og
ferðamálafulltrúi".
Frekari upplýsingar veitir Guðjón Hjörleifs-
son, bæjarstjóri, í síma 11088.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Aðstoðarsérfræðingur
Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar
eftir að ráða aðstoðarsérfræðing. Starfið
felur í sér:
1. Umsjón með:
a. Veðurathugunarbúnaði í Gunnarsholti og
á tilraunastöðinni á Korpu.
b. Tækjabúnaði í Gunnarsholti til rannsókna
á áhrifum aukins koltvísýrings á vöxt og kol-
efnisjöfnuð aspartrjáa.
c. Búnaði til söfnunar á jarðvegsvatni með
sjálfvirkum sogdælum í Gunnarsholti.
2. Lífeðlisfræðilegar mælingar á Alaskaösp
í tilraunaskógi í Gunnarsholti.
3. Úrvinnsla gagna og gagnagrunnsvinnsla.
Viðkomandi verður ráðinn til fjögurra mán-
aða með möguleikum á framlengingu og
þarf að geta hafið störf 1. maí. Starfið yfir
sumarmánuðina (maí-september) fer fram í
Gunnarsholti og í Reykjavík aðra mánuði árs-
ins.
Rannsóknirnar eru liður í fjölþjóðlegu rann-
sóknasamstarfi og eru unnar í samvinnu við
Rannsóknastöð Skógræktarinnar Mógilsá,
Landgræðsluna og Veðurstofuna.
Krafist er háskólaprófs í líffræði og staðgóðr-
ar þekkingar á tölvum. Starfinu fylgja mögu-
leikar á framhaldsnámi við landbúnaðarhá-
skólann í Uppsölum.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
nám og fyrri störf berist RALÁ, Keldnaholti,
112 Reykjavík, fyrir kl. 16.00, 22. apríl.
Hotel
Ullensvang
Laus er staða heilsugæslulæknis við Heilsu-
gæslustöðina Patreksfirði. Stöðunni fylgir
hlutastarf á Sjúkrahúsinu Patreksfirði. Æski-
leg sérgrein heimilislækningar.
Staðan veitist frá 1. júlí 1994, eða eftir nán-
ara samkomulagi.
Umsóknir sendist stjórn Heilsugæslustöðv-
arinnar Patreksfirði fyrir 20. maí 1994.
Einnig vantar lækna til sumarafleysinga.
Nánari upplýsingar veita Jón B. G. Jónsson,
yfirlæknir og Símon Fr. Símonarson, fram-
kvæmdastjóri í síma 94-1110.
Forstöðumaður
tölvudeildar
Óskum eftir að ráða forstöðumann tölvu-
deildar fyrir opinbera stofnun í Reykjavík.
Starfsmenn deildarinnar eru níu og helstu
verkefni hennar eru:
1. Rekstur tölvubúnaðar (Unix, PC, Macintosh
á TCP/IP neti).
2. Rekstur gagnagrunns (Oracle).
3. Hugbúnaðargerð.
4. Þjónusta við notendur.
Forstöðumaðurinn hefur yfirumsjón með
ofangreindum þáttum. Auk þess sér hann
um áætlanagerð fyrir deildina og innkaup
tölvubúnaðar í samráði við yfirstjórn stofnun-
arinnar.
Við leitum að einstaklingi með háskóla-
menntun á sviði tölvunarfræði eða skyldra
greina og/eða mikla reynslu af hugbúnaðar-
gerð og stjórnun. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðar-
mál.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Tölvudeild 104“ fyrir 25. apríl nk.
Hagvaj tigurM 11
Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarráðgjðf Skoðanakannanir
Flutningasvið
Óskum eftir að ráða deildarstjóra flutninga-
sviðs hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, Reyðarfirði.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
1. Stjórnun skipaafgreiðslu, bifreiðaflutn-
inga og bifreiðaverkstæðis.
2. Afstemming farmskráa og reikninga.
3. Umsjón með vörum, vélum, tækjum og
bifreiðum.
4. Gerð rekstraráætlana.
5. Efling og endurskoðun þjónustu við nú-
verandi viðskiptavini og öflun nýrra.
Við leitum að starfsmanni með þekkingu á
flutningamálum, starfsreynsla á framan-
greindu starfssviði æskileg. Tæknimenntun
og/eða haldgóð tækniþekking nauðsynleg.
Viðkomandi þarf að vera áræðinn og atorku-
samur til að takast á við krefjandi stjórnunar-
starf.
Nánari upplýsingarveitir ÞórirÞorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar:
„Flutningasvið 109“, fyrir 25. apríl nk.
Hagvaneur M