Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994 WtÆKOAUGL YSINGAR 3ja-4ra herbergja íbúð óskast Ertu á förum út á land eða erlendis og átt góða 3ja-4ra herbergja íbúð á höfuðborgar- svæðinu og vantar góðan leigjanda í minnst eitt ár? Hafðu þá samband við Heiðu f síma 642522. íbúð óskast til leigu ímiðborginni Ábyggilega fjölskyldu, sem er að flytja heim til íslands eftir dvöl erlendis, bráðvantar góða 4ra herbergja íbúð til leigu strax. Ákjós- anlegasta staðsetningin er gamli miðbærinn í Reykjavík eða nærliggjandi hverfi. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 10333, frá og með nk. mánudegi, eftir hádegi. Tískuverslun Af sérstökum ástæðum er til sölu þekkt tískuverslun í ca. 140 fm. húsn. á 2 hæðum við Laugaveg. Hagstætt verð. Mjög sanngjörn leiga. Afh<- strax. Upplýsingar í síma 19461 og 642001. Fyrirtæki til sölu á Vesturlandi Fiskimjölsverksmiðja m/tækjum. Afkasta- geta 100 tn á sólarhring. Hausaþurrkun: Þrír 3ja tn klefar. ísverksmiðja: Afkastageta 60 tn á sólarhring. Einnig eru til söiu: Scania vörubifreið 92, árg. ’88. Scania vörubifreið 80, árg. ’80. MFB grafa 2ja drifa, árg. '88. Einnig geta fylgt: Einbýlishús ca 145 fm. Sérhæð ca 110 fm. Fyrirtækin eru öll í fullum rekstri og seljast öll saman eða hvert í sínu lagi. Nánari upplýsingar í símum 93-61522 og 93-61509. Lagertil sölu - verslunarhúsnæði til leigu Allur lager í verslun Þrotabús Kaupfélags Saurbæinga, Skriðdal, Dalasýslu, er til sölu. í kaupfélaginu var verslað með matvörur, byggingarvörur, gosdrykki, tóbak og sæl- gæti, ritföng, vefnaðarvöru, fatnað og skó, handverkfæri, búsáhöld, varahluti í heyvinnu- vélar, smurolíusíur, bílavörur og ýmislegt fleira. Óskað er tilboða í lagerinn í heilu lagi, en þó kemur til greina að selja hann í hlutum ef það reynist búinu hagstæðara. Einnig er verslunarhúsnæði þrotabúsins til leigu. Húsnæðið og lagerinn er til sýnis fyrir þá sem áhuga kunna að hafa, þriðjudaginn 19. apríl 1994, frá kl. 11.00 til 17.00. Tilboðum þarf að koma til skiptastjóra fyrir 21. apríl 1994. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu skiptastjóra, Smiðjustíg 3, Stykkishólmi. Sími 93-81199. Fax 93-81152. Skiptastjóri, Daði Jóhannesson, hdl. Sumardvalarheimilið Kjarnholtum, Bisk. Til sölu þetta glæsilega hús ásamt um 20 ha lands. Fylgt getur 20 hesta hesthús. Aðstaða þessi hentar margvíslegum rekstri eða sem aðstaða fyrir samhenta aðila eða félagasamtök. Til greina kemur leiga m.a. fyrir sumardvalarheimili barna. Upplýsingar í símum 98-33401 og 98-33635. Gistihústil sölu Mjög vel staðsett gistihús í Reykjavík til sölu. Sér húseign, 17 gistiherbergi. Stækkunar- möguleikar. Rótgróinn rekstur. Góð fjárfest- ing og atvinnumöguleikar. Vagn Jónsson, fasteignasala, Skúlagötu 30, Atli Vagnsson hdl., sími 614433, fax 614450. Veitingastofa - kaffihús í miðbæ Reykjavíkur til sölu vegna sérstakra ástæðna. Gott tækifæri fyrir samhenta fjöl- skyldu. Lysthafendur leggi nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. apríl merkt: „Veitigastofa - 12175“. Sólstofur Seljum mjög vandaðar sólstofur. Fást með sérstöku gleri með háu einangrunargildi, með vörn gegn ofhitun inni vegna sólarorku. Sýning í dag, sunnudag, kl. 13.00-17.00, að Kirkjulundi 13, Garðabæ, ekið inn frá Vífils- staðavegi. Tæknisalan, sími 656900. Læknaskrá 1994 Læknaskrá 1994 er komin út og kostar kr. 1.000,- Til sölu á skrifstofu landlæknis Laugavegi 116, sími 627555 og faxnúmer 623716. Landlæknisembættið. Rafiðnaðarsamband íslands Orlofshús Rafiðnaðarmanna Raðiðnaðarmenn athugið Umsóknarfrestur vegna orlofshúsa sumarið 1994 rennur út 22. apríl nk. Umsóknareyðublöð hafa verið send til allra félagsmanna. Hafi þau ekki borist er hægt að fá þau á skrifstofunni Háaleitisbraut 68, sími 91-681433, en þangað ber jafnframt að skila umsóknum. T rölladeigsnámskeið Vinsælu trölladeigsnámskeiðin halda áfram. Mótum og málum - úrval hugmynda. Örfá námskeið eftir. Aldís, sími 650829. Rockford College Amerískur háskóli í miðvestur-ríkjunum, staðsettur í friðsælli borg u.þ.b. 90 mílur vestur af Chicago, lllinois, býður upp á há- skólanám í rekstrarstjórnun (MBA) og kennslu (MAT). Rockford College býður einnig háskólanám á BA- og BS-stigi með meira en 40 náms- brautum. Hæfir háskólastúdentar geta sótt um námsstyrk, allt frá US $2000-$7000 á ári. Fáið nánari upplýsingar hjá: Mrs. Nancy Rostowsky, Director of International Student Programs. Sími: 90 1 815 226-4045 eða Mr. Richard Wilcox, Director of the MBA Program. Sími: 90 1 815 226-4093 Rockford College, 5050 East State Street, Rockford, IL 61108-2393, USA. Símbréf: 90 1 815 226-4119 KENNARA- HÁSKÓU ÍSLANDS Framhaldsnám til M.Ed.- prófs í uppeldis- og kennslufræði Fyrirhugað er að hefja síðari hluta framhalds- náms til M.Ed.-prófs í uppeldis- og kennslu- fræði við Kennaraháskóla íslands á haust- misseri 1994. Meistaranámið er skipulagt sem 60 eininga nám í heild. Síðari hluti þess er 30 eininga nám sem byggist á viðamiklu rannsóknar- eða þróunarverkefni. Umsækjendur verða að hafa lokið 30 eininga framhaldsnámi á sviði uppeldis- og kennslu- fræða. Þeir sem hafa lokið t.d. 30 eininga framhaldsnámi í sérkennslufræðum geta sótt um að hefja síðari hluta náms til M.Ed.- prófs í uppeldis- og kennslufræði. Þeir sem hafa lokið 60 eininga framhaldsnámi í sér- kennslufræðum geta lokið M.Ed.-prófi með 15 eininga meistaraprófsverkefni. Umsóknarfrestur er til 10. maí 1994. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í Kennaraháskóla Islands. Rektor. Hvöt - Kornhlaðan Fundur með borgarfulltrúunum í Kornhlöðunni mánudaginn 18. apríl. kl. 17.30. Gestir: Inga Jóna Þórðardóttir, Guðrún Zoega og Jóna Gróa Siguröar- dóttir. Takið með ykkur gesti. Stjórn Hvatar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.