Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 48

Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 48
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki fslands FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 MORGUNBLAfílD, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍM! 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 8S SUNNUDAGUR17. APRIL1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Nýir bankastjórar Seðlabanka Islands Steingrímur og Æiríkur skipaðir STEINGRIMUR Hermannsson, alþingismaður og formaður Framsókn- arflokksins, og Eiríkur Guðnason aðstoðarseðlabankastjóri, voru skip- aðir seðlabankastjórar í gær kl. 18.30, af Sighvati Björgvinssyni banka- málaráðherra. Eiríkur fékk þrjú atkvæði í atkvæðagreiðslu bankaráðs Seðlabankans í fyrradag og Steingrímur tvö. Sighvatur Björgvinsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði kosið að reynsla þeirra er hann skipaði, væri fjölbreytileg. Guðmundur Magnússon, prófessor við Háskóla Islands fékk þtjú at- kvæði eins og Eiríkur. Viðskiptaráð- herra var spurður hverju það sætti, að hann gengi framhjá Guðmundi: „Ég er að skipa, ekki einn seðla- bankastjóra, heldur þriggja manna hóp. Þar þurfa, að mínu áliti, að vera jTnenn með misjafna reynslu. Ég skipa annan af þeim tveimur hagfræðing- um, sem fá flest atkvæði. Það er skýringin á því að ég vel Eirík. Ég vildi fremur velja mann með reynslu úr bankanum, en utan hans. Guð- mundur Magnússon er afskaplega hæfur maður, mjög vel menntaður og hefði mætavel ráðið við þetta starf, en mín niðurstaða varð sú að velja hagfræðinginn úr bankanum," sagði Sighvatur. Vel valin forystusveit Sighvatur sagði jafnframt: „Síðan vel ég Steingrím Hermannsson. Hann Á203km hraða á Reykja- nesbraut TVEIR ungir bifhjólaökumenn óku um Reykjanesbraut með 203 km hraða á klukkustund í fyrrinótt þegar löjgregla mældi hraða þeirra. A eftir fylgdi þriðja bifhjólið á 166 km hraða. Sá sem hægast fór stöðvaði strax og lögregla gaf merki, en hinir tveir reyndu að stinga lögreglu af. Mennimir voru á leið á Suður- nes. Annar þeirra komst heim til sín í Garðinn áður en hann var handtekinn en hinn hafði skilið hjól sitt eftir í hesthúsa-, hverfi Keflvíkinga og látið sig hverfa þaðan. Talið er vitað um hvem er að ræða. Bifhjólamenn- irnir tveir, sem lögregla náði til, voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í fyrrinótt. Það er afar fátítt, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, og nánast einsdæmi, að mældur sé hér á landi ökuhraði yfir 200 km/klst. er með góða háskólamenntun, mast- ersgráðu í rafmagnsverkfærði, þó svo að hann sé ekki hagfræðimenntaður. Hann hefur mikla og langa reynslu af stjómmálum, verið forsætisráð- herra í sjö ár og er vel þekktur erlend- is. Hann kemur með reynslu sína og þekkingu inn í Seðlabanka íslands til viðbótar þeirri sem aðrir hafa. Þannig tel ég, að forystusveit bank- ans sé vel samvalin." Sighvatur kvaðst ekki telja rétt, að bankastjórn Seðlabankans væri skipuð mönnum „úr sömu skúffu", eða þremur mönnum með samskonar reynslu að baki. Því hefði hann valið f stóla seðlabankastjóra með þessum hætti. „Sá á kvölina, sem á völina," sagði ráðherra og kvað það alveg ljóst, að ef stjórnmálamaður hlyti starf, sama hvað það væri, yrði slíkt alltaf vaki ákveðinnar gagnrýni. „Ég tel ekki, að það eigi að vera hæfum mönnum fjötur um fót, þó að þeir hafí gegnt æðstu forystustörf- um, sem þjóðkjömir fulltrúar geta gegnt fyrir íslendinga. Maður sem hefur gegnt ráðherraemþætti á ann- an áratug og verið forsætisráðherra í sjö ár og verið oftlega valinn vinsæl- asti og virtasti stjórnmálamaður þjóð- arinnar, ef hann telst ekki hæfur til þess að gegna svona starfí, þá er eitthvað athugavert, ekki endilega við hann, heldur fyrst og fremst við þjóðina, sem valdi hann,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson. - • I Morgunblaðið/Árni Sæberg Vetur á Vestfjörðum I þessari viku kveður veturinn, sumar gengur í garð og harpa byrj- ar. Enn er vetrarlegt víða á landinu, líkt og í Ónundarfirði þegar þessi mynd var tekin. * VSI um húsaleignbætur Leigamun hækka og fleiri falsa samninga HÆTT er við að fyrirhugaðar húsa- leigubætur leiði til hærri húsaleigu ogumtalsverðrarfjölgunarfalsaðra húsaleigusamninga eftir því sem Guðni N. Aðalsteinsson, hagfræð- ingur VSÍ, segir. Hann varar við að tekjutenging bóta leiði til þess að hvati til að afla tekna minnki. Ákjósanlegri leið að sama markmiði sé að gera leigutekjur skattf rjálsar. Með því móti sé stuðlað að auknu framboði á leigumarkaði og lægri leig- u. Guðni sagði, að undrun vekti að jafn stórt mál virtist vera að fara í gegnum þingið án almennrar umfjöll- unar. Vanda yrði til verka enda erf- itt að stíga skrefíð til baka þegar bætumar yrðu einu sinni komnar á. „Breytingin hefur þær afleiðingar að húseigendur heimta hærri leigu til að hafa upp í skattinn eða draga húsnæðið af markaðinum sem einnig hækkar leiguverð. Þannig lenda húsaleigubætumar í vösum leigusal- ans eða ríkisins í stað þeirra sem bótakerfíð ætlaði að þjóna,“ sagði Guðni. Falsaðir leigusamningar Jafnframt sagði hann, að grund- völlur skapaðist fyrir fjölgun falsaðra leigusamninga. Ekki skipti máli í þessu sambandi skilyrði þess efnis, að ekki mætti leigja hjá venslafólki, auðvelt yrði að leita til annarra, gera samning og fá bætur. „Bæturnar hafa væntanlega líka þær afleiðing- ar, að fleiri fara út á leigumarkað- inn, ungt fólk í foreldrahúsnæði fer t.d. að leita að húsnæði. Eftirspurnin eykst, en það á ekki að vera tilgang- ur frumvarpsins," sagði Guðni. Kristján Gíslason hjá Radíómiðun hf. kærir Póst og síma fyrir brot á samkeppnislögum Telur söludeild misnota tölvugögn þjónustudeilda FRAMKVÆMDASTJÓRI Radíómiðunar hf. lagði í gær fram kæru til Samkeppnisstofnunar á hendur Pósti og síma (P&S) vegna meintra brota gegn ákvæðum samkeppnislaga. Kristján Gíslason framkvæmda- stjóri krefst þess að söludeild P&S verði algerlega aðskilin frá þjónustu- deildum fyrirtækisins. Segir Kristján óeðlileg hagsmunatengsl milli deilda og að gögn frá þjónustudeildum hafi verið notuð af söludeild. Þá selji P&S búnað sem ekki hafi verið prófaður af fjarskiptaeftirliti. Radíómiðun hf. hefur selt farsíma í samkeppni við Póst og síma síðan 1986 þegar handvirka kerfíð var tek- ið í notkun. Um síðustu áramót var því lokað og NMT sjálfvirka farsíma- kerfið eitt í boði. Ákvað gjaldskrár- Fyrsta tímabil foreldragreiðslna vegna dagvistar í Reykjavík 538 uinsóknir bárust UMSÓKNARFRESTUR fyrsta greiðslutímabils vegna greiðslna Reykjavíkurborgar til foreldra rann út 7. apríl. 538 umsóknir bárust 'Dagvist barna. Grciðslutímabil er þrír mánuðir og greitt er út mán- uði eftir að því lýkur, í fyrsta skipti í byijun maí. Rétt til að sækja um greiðslur höfðu foreldrar barna á aldrinum tveggja og hálfs árs til fjögurra og hálfs árs. Það eitt skilyrði var sett fyrir að barnið væri ekki í vistun sem niðurgreidd er af Reykjavíkurborg. Árni Sigfússon borgarstjóri sagði að af þessum 538 börnum, sem sótt hefði verið um fyrir, væru 383 á bið- lista eftir leikskóla í borginni. Greiðsl- urnar hafa engin áhrif á stöðu barn- anna á biðlistum eða rétt þeirra til að fá inni á leikskólum. Greiðslurnar verða skattskyldar en undanþegnar staðgreiðslu. Það þýðir að þeir sem þiggja greiðslurnar verða að gera grein fyrir þeim á skattfram- tali og skattur af þeim er gerður upp eftir á. Árni Sigfússon sagði áfram yrði reynt að heija á að fá skatt af þessum greiðslum felldan niður. „Það gefur augaleið að það verður reynt. Þegar sambærileg upphæð er greidd til einkarekinnajeikskóla er hún ekki skattskyld en þegar hún rennur beint til foreldra þá er hún það,“ sagði Árni. nefnd P&S í byijun ársins 1993 að gefa notendum handvirka kerfisins kost á að flytja sig yfír í hið sjálf- virka án þess að þurfa að greiða stofn- gjald. Gjaldskrámefnd sendi öðmm seljendum ekki tilkynningu um þessa ákvörðun en Kristján segir að yfír- menn P&S hafí sagt síðar að þeim hefði verið frjálst að bjóða viðskipta- vinum, sem áttu síma úr handvirka kerfínu, niðurfellingu stofngjalda. Segir Kristján að tilkynning um þessa ákvörðun hafi borist notendum og þeim bent á að leita til P&S eftir nánari upplýsingum. Einnig hafí verið fjallað um málið í júní- og nóvember- heftum Farsímafrétta, sem ætlað er að vera hlutlaust fréttabréf. í lok ársins hafi öllum farsímanotendum borist bréf frá P&S þar sem boðið var upp á niðurfellingu stofngjalds sem fyrr auk 15% afsláttar af tiltek- inni tegund búnaðar sem kosta átti 58.139 krónur. En síðari hluta árs 1993 voru á þriðja 'nundrað hand- virkra farsíma ennþá í notkun að sögn Kristjáns. Heimilisföng og vinnusími Skrá yfir notendur handvirkra far- síma var að sögn Kristjáns fengin þannig að deildarstjóri tiltekinnar söludeildar hafði samband við reikn- ingagerð og bað um útskrift yflr notendur handvirkra farsíma ásamt heimilisföngum og vinnusíma. Bendir hann á að yfírmaður reikningagerðar sé einnig yfírmaður umræddrar sölu- deildar og eigi hann jafnframt sæti í gjaldskrárnefnd. Hafi starfsmenn einnig nýtt sér upplýsingarnar með því að hringja heim til notenda eða í vinnu þeirra til að fylgja tilboðinu eftir. Búnaður ólöglegur? Loks segir Kristján að P&S hafi tekið að selja gjaldtökubúnað fyrir farsíma og hefðbundin símtæki nokkru á eftir Radíómiðun hf. í sam- keppni við fyrirtækið og samkvæmt upplýsingum frá fjarskiptaeftirliti sé búnaður P&S ekki prófaður og sam- þykktur, sem stangist á við lög. Seg- ir hann einnig að P&S hafí fjallað um gjaldtökubúnað sinn í Farsíma- fréttum. Hafi hann beðið um að fjal- lað yrði um búnað Radíómiðunar hf. en verið hafnað. Þá hafí hann falast eftir því að fá hann auglýstan gegn greiðslu og því einnig verið hafnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.