Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994
HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN
„Axel vissi ná-
kvæmlega hvað
hann átti að gera“
Eg er ánægður, enda búinn að spá
þretnur leikjum og okkur sigri.
Ég stóð við það,“ sagði Þorbjöm Jens-
son, þjálfari Valsmanna. „Það tók
okkur nokkuð langan tíma til að
bijóta Stjönumenn að baki aftur, enda
eru liðin mjög áþekk. Ef við berum
saman leikmennma í heild sinni, þá
höfum við betri leikmenn á nokkrum
stöðum, en þeir á öðrum. Þannig fell-
ur getan á jöfnu, eins og sást í þrem-
ur leikjum liðanna, voru þeir í jámum
allan tímann — og svo réði heppnin
því í lokin, hveijir fögnuðu sigri.
Ég hugsa að Gunnar Einarsson,
þjálfari Stjörnunnar, myndi segja það
þannig: „Við leyfum þeim að halda
í við okkur í fimmtíu mínútur, en svo
keyrum við yfir þá úthaldinu,“ eins
og hann sagði eitt sinn,“ sagði Þor-
bjöm.
- Þú lést Axel Stefánsson inná á
réttum tíma?
„Já, vil meina það. Ég vildi virki-
lega láta reyna á Guðmund sem
lengst, en síðan að koma með frí-
skann leikmann inn undir lokin. Axel
er mjög góður markvörður, sem und-
irbýr sig vel fyrir átökin. Hann vissi
því nákvæmléga hvað hann átti að
gera þegar hann kom inná.“
- Herbragð þitt að láta horna-
mennina skjótasi inn á línuna heppn-
aðist vel?
„Já, enda var það tilvalið gegn
eins framliggjandi vörn og hjá
Stjörnunni. Það var lykilatriði að
koma meiri hreyfingu inn á línuna
og við hefðum mátt gera meira af
því, þannig að við hefðum getað brot-
ið vörnina meira niður.“
„Við náðum ekki
að klára dæmið“
„Við getum sjálfum okkur um
kennt — við vorum tveimur mörkum
yfir þegar ellefu mínútur voru til
leiksloka. Það var þá sem við vorum
of bráðir í sókn — skutum of fljótt.
Þá misstum við mann útaf og þar
með fór okkar forusta — Valsmenn
náðu að jafna og voru síðan alltaf á
undan til að skora. Við vorum tvisv-
ar sinnum með tveggja marka for-
skot — í upphafi seinni hálfleiksins
og síðan um miðjan hálfleikinn, en
náðum ekki að klára dæmið. Við
náðum ekki að halda höfði á þýðing-
armiklum augnarblikum — hleyptum
Valsmönnum inn i leikinn aftur. Það
verður að segja eins og að Valsmenn
voru klókari en við síðustu fimmtán
mínútur leiksins, það er svo einfalt.
Strákar eins og Dagur Sigurðsson
og Ólafur Stefánsson héldu út leikinn
og gera það mjög skynsamlega,"
sagði Gunnar Éinarsson, þjálfari
Stjörnunnar.
Valur Stjarnai
Víkingur FH
S
Selfoss
Hvatning
Ungu strákarnir hjá Val í hita leiksins. Ólafur Stefánsson
hrópar hvatningar að Degi Slgurðssyni — um að nú væri að
duga eða drepast. Þessir tveir landsliðsmenn hafa verið lykil-
menn sóknarleiks Valsliðsins í vetur.
Úrslitakeppnin i
handknattleik 1994
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
11 19 58 F.h 11 18 61 13 28 46 F.h 13 27 48 12 19 63 F.h 9 19 47
13 19 68 S.h 11 20 55 12 24 50 S.h 11 25 44 15 24 63 S.h 15 23 65
24 38 63 Alls 22 38 58 25 52 48 Alls 24 52 46 27 43 63 Alls 24 42 57
8 Langskot 13 6 Langskot 10 11 Langskot 4
6 Gegnumbrot 3 3 Gegnumbrot 1 4 Gegnumbrot 4
0 Hraðaupphlaup 0 4 Hraðaupphlaup 3 1 Hraðaupphlaup 5
2 Horn 3 2 Horn 3 2 Horn 1
3 Lína 0 5 Lína 3 6 Lína 5
5 Viti 3 5 Víti 4 3 Víti 5
Axel leynivopnið
AXEL Stefánsson átti stóran þátt í að Valsmenn tryggðu sér
rétt til að leika gegn Selfyssingum í undanúrslitum — hann varði
hvað eftir annað mjög vel þegar Valsmenn náðu að snúa leiknum
sér íhag, eftir að þeir voru undir 17:19 og ellefu mín. til leiks-
loka. Axel tók stöðu landsliðsmarkvarðarins Guðmundar Hrafn-
kelssonar, sem fann sig ekki í leiknum. Patrekur Jóhannesson
og Sigurður Bjarnason sáu til þess, með því að senda knöttinn
hvað eftir annað framhjá Guðmundi. Það var hornamaðurinn
Valgarð Thorodsen sem innsiglaði sigur Valsmanna, 24:22, með
því að skora þrjú síðustu mörk þeirra og einu mörk sfn í leiknum.
Það hafði mikið að segja fyrir
Stjörnumenn að fyrirliðinn
Skúli Gunnsteinsson var rekinn af
leikvelli í tvær mín-
Sigmundur Ó. útur- er staðan var
Steinarsson 17:19. Það var
skrifar strangur dómur.
Valsmenn nýttu sér
það og Dagur Sigurðsson og Frosti
Guðlaugsson jöfnuðu, 19:19. Axel
varði þá glæsilega skot frá Patreki
Jóhannessyni, eftir gegnumbrot, og
Valsmenn komust yfir, 20:19. Axel
varði síðan langskot frá Sigurði
Bjarnasyni, þegar staðan var 21:20,
og 4,43 mín. til leiksloka. Valgarð
skoraði 22:20 og lagði grunninn að
sætum sigri Valsmanna.
„Það var mjög spennandi að
koma inní leikinn undir lokin. Eg
var búinn að bíða eftir þessu tæki-
færi og var ákveðinn að standa
mig. Ég vissi að það var stutt i að
bijóta leikmenn Stjörnunnar á bak
aftur — og þá kom það fram í leikn-
um, að við erum með miklu meiri
leikmannabreidd en þeir. Við gátum
hvílt leikmenn, en sömu leikmenn
Stjörnunnar léku inná nær alla þijá
leikina,“ sagði Axel Stefánsson.
Spennan var mikil á lokasprettin-
um. Patrekur átti skot sem hafnaði
á þverslánni á marki Valsmanna.
Skúli Gunnsteinsson fór fram í hlut-
verk „Indíána" í vörninni. Þegar
1,55 mín. var til leiksloka skorar
Sigurður Bjarnason með glæsilegu
undirhandarskoti, 22:21, en Val-
garð svarar fyrir Valsmenn er hann
stakk sér inn á línuna, fékk send-
ingu frá Jóni Kristjánssyni, og skor-
ar - 23:21. Magnús Sigurðsson
svarar fyrir Stjörnumenn með lang-
skoti, 23:22. 56 sek. til leiksloka
og Stjörnumenn reyna að leika
maður gegn manni. Það gekk ekki
og Valgarð gulltryggði sigur Vals,
eftir skemmtilegan samleik við Ólaf
Stefánsson.
Valsmenn fögnuðu, en Stjörnu-
menn sátu eftir með sárt ennið.
Þeir byijuðu leikinn betur — skor-
uðu þijú fyrstu mörk leiksins, en
það tók Valsmenn fimm sóknarlot-
ur, 9 mín., að skora sitt fyrsta
mark. Ólafur Stefánsson skoraði
það með gegnumbroti. Leikmenn
Vals gáfust ekki upp þrátt fyrir
mótlætin — þeir áttu í miklum erfið-
Þannig vörðu þeir
Markvarslan í leikjum helgarinnar (innan sviga varið, en knötturinn aftur til mót-
heija):
Reynir Reynisson, Víkingi - 14(3) 7(1) langskot, 2 hraðaupphlaup, 4(2) af iínu, 1
úr homi.
Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 12(3) 5 langskot, 3(1) úr horni, 3(1) af línu og
1(1) hraðaupphlaup.
Guðmundur Hrafnkelsson, Val - 6(2) 4(2) langskot, 1 úr horni, 1 af línu.
Axel Stefánsson, Val - 5(2) 2(1) langskot, 1 úr horni, 1(1) hraðaupphlaup, 1 gegn-
umbrot.
Gunnar Erlingsson, Stjörnunni - 10(2) 4(1) langskot, 3 úr horni, 2(1) vítaköst,
1 hraðaupphlaup.
Hallgrímur Jónasson, Selfossi - 16(4) 5(1) langskot, 7(3) úr homi, 4 af línu.
Sigmar Þröstur Óskarsson, KA - 13(8) 5(4) langskot, 2 úr horni, 5(4) af línu og
1 hraðaupphlaup.
Björn Björnsson, KA - 1 1 af línu.
leikum með Gunnar Erlingsson,
markvörð Stjörnunnar, í fyrri hálf-
leiknum, en Gunnar varði þá átta
skot og þar af eitt vítakast. Patrek-
ur Jóhannesson var í miklu víga-
móði — skoraði mörg gullfalleg
mörk og réði Guðmundur Hrafn-
kelsson ekkert við skot hans. Pat-
rekur, sem skoraði 9 mörk, skoraði
sjö mörk með langskotum. Sigurður
Bjarnason var einnig mjög ógn-
andi. Það vakti athygli, hvað
Stjörnumenn nýttu hornamenn sína
lítið — Konráð Olavson og Haf-
steinn Bragason . skoruðu ekkert
mark úr horni.
Eins og fyrr segir lék Axel stórt
hlutverk hjá Val, en það var liðs-
heildin sem færði Valsmönnum sig-
ur. Ólafur Stefánsson og Dagur
Sigurðsson leika stór hlutverk og
þá má ekki gleyma þætti Rúnars
Sigtryggssonar sem lék við hvern
sinn fingur þegar Valsmenn breyttu
stöðunni úr 11:13 og komust í
fyrsta skipti yfir í leiknum, 15:14.
Rúnar skoraði þá fjögur mörk í röð
— með gegnumbroti, af línu, eftir
að Gunnar Erlingsson hafði varið
vítakast hans, með Iangskoti og þá
gegnumbroti. Það var mikil hreyf-
ing á Valsmönnum í vörn sem sókn.
Oft mátti sjá hornamennina Val-
garð og Svein Sigfinnsson geysast
bak við varnarmenn Stjörnunnar á
línunni, til að riðla varnarleik þeirra.
ÍÞRÚmR
FOLK
■ DAGUR Sigvrðsson skoraði
jöfnunarmark Vals, 11:11, beint
úr aukakasti þegar 4,3 sek. voru
eftir af fyrri hálfleik. Eftir það
ætluðu leikmenn til búningsklefa,
en voru kallaðir inn á völlinn aftur
til að leika í þijár sekúntur.
■ RÚNAR Sigtryggsson kom
Valsmönnum yfir í fyrsta skipti
í leiknum, þegar 11,30 mín. voru
búnar af seinni hálfleik, 15:14.
Valsmenn komust síðan næst yfir,
20:19, þegar 6,55 mín. voru til
leiksloka.
■ LEIKMENN Stjörnunnar
skoruðu ekkert mark úr horni og
hraðaupphlaupi í leiknum gegn
Val. Valsmenn skoruðu heldur
ekki úr hraðaupphlaupi.
■ ÞAÐ sýnir best styrk Valsl-
iðsins, að leikmenn eins Rúnar
Sigtryggsson, Axel Stefánsson,
Ingi R. Jónsson, Frosti Guð-
laugsson og Júlíus Gunnarsson
eru ekki í byijunarliðinu, en allt
eru þetta vel liðtækir leikmenn.
■ ÁRNI Sigfússon borgarstjóri
í Reykjavík mætti í Víkina á
laugardaginn, á leik Víkings og
FH í átta liða úrslitum, ásamt
öðrum frambjóðanda í borgar-
stjórnarkosningunum í vor, Þor-
bergi Aðalsteinssyni landsliðs-
þjálfara í handknattleik.