Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
Úti:
West Ham 27. apríl
Coventry 30. apríl
Heima:
Ipswich 8. maí
Staðan nú: Leikir Sigrar Jafnt Töp Markahl. Stig
Manchester United 38 24 10 4 74:37 82
Blackburn Rovers 39 24 8 7 59:32 80
Endaspreítúrinn að meistaratitlinum
Blackburn^
Manchestern
TLABORE
Uti:
Leeds 27. apríl
Ipswich l.maí
Heima:
Southampton 4. maí
Coventry 8. maí
■ ENSKI kylfingurinn David Gil-
ford verður væntanlega sektaður í
vikunni. Hann mætti ekki á teig á
þriðja degi á móti í Katalóníu á
Spáni á laugardaginn. Eftir fyrstu
tvo dagana hafði hann leikið á 147
höggum og taldi sig þar með úr leik.
En vindur jókst mjög er leið á annan
daginn og skorið versnaði verulega
þannig að Gilford slapp í gegnum
niðurskurðinn. Gallinn var bara sá
að hann var kominn til Englands
og vissi ekkert af því.
■ JUAN Antonio Samaranch for-
seti alþjóðaólympíunefndarinnar,
IOC, var á dögunum á ferðinni í
nokkrum ríkjum fyrrum Sovétríkj-
anna og sagði þar að hann ætlaði
að beita sér fyrir því að stofnað yrði
samband fyrrum íþróttamanna sem
keppt hafa á Ólympíuleikum og er
áætlað að um 50.000 íþróttamenn
verði í samtökunum.
ÍpfémR
FOI_K
■ SAMARANCH ætlar að verða
formaður þeirra, þó svo hann hafi
aldrei keppt á Olmpíuleikum og
varaformaður verður valinn af
íþróttamönnunum.
■ STEPHEN Hendry snókerspil-
arinn snjalli tekur nú þátt í heims-
meistaramótinu sem fram fer í
Sheffield. Hendry hefur fjórum
sinnum orðið heimsmeistari síðustu
fimm árin og eygir möguleika á titl-
inum nú, þrátt fyrir að hann hafi
brákað á sér vinstri olnbogann.
■ HETVDffF hrasaði á baðherberg-
inu á hóteli sínu á fimmtudaginn en
vann þó Dave Harold 13-2 á föstu-
daginn. Hann tók síðan létta æfingu
á laugardaginn og sagði að olnbog-
inn væri í þokkalegu lagi og að hann
hefði sofið vel um nóttina. Hann
mætir Nigel Bond í kvöld.
■ SKAPTI Hallgrímsson á Morg-
unblaðinu var endurkjörinn formað-
ur Samtaka íþróttafréttamanna á
aðalfundi þeirra á miðvikudaginn.
Með honum í stjórn voru endurkjörn-
ir Arnar Björnsson frá RÚV og Jón
Kristján Sigurðsson á DV. Vara-
menn eru Skúli Unnar Sveinsson,
Morgunblaðinu og Heimir Karlsson
á Stöð 2.
■ REYKJA VÍKURBORG ætlar
að láta gera 5-6 púttflatir víða um
borgina í sumar og einnig aðstöðu
til að vippa inná flatir. Þetta er
kærkomin aðstaða fyrir kylfinga og
hefur Sigurður Hafsteinsson verið
ráðinn til verksins í samráði við
starfsmenn Laugardalsvallar.
■ STJÓRN GSÍ hefur skipað Ólaf
Jónsson, Arnar Má Ólafsson og
Jóhönnu Ingólfsdóttur í iandsliðs-
nefnd í golfi, til að sjá um öll mál
landsliðanna, nema að velja þau, en
það er í verkahring landsliðsein-
valda. -
VEISLUHÖLD
Það hefur verið nóg við að
vera fyrir íþróttaáhuga-
menn hérlendis að undanförnu.
Á tímum fermingarveisla hefur
landsmönnum einnig verið boðið
upp á hveija íþrótta-
veisluna af annarri.
Oft hefur verið
haft á orði að fram-
boð á menningarefni
lega kom í ljós hve framboð á
„skemmtilegum“ áhorféndum er
orðið mikið hérlendis, auk þess
sem dómararnir — og þeim má
vitaskuld ekki gleyma í þessu
Framboð mikið á vett-
vangi íþrótta hérlendis
Lkt™ °f ÞábetS °9 9*ðin sömuleiðis
Reykjavík sé ótrúlegt
miðað við stærð — eða kannski
ætti frekar að segja smæð —
þjóðarinnar, og það sama má
segja um íþróttirnar. Ein af
nýju íþróttunum er þolfimi, sem
nýlega skaut upp kollinum sem
keppnisgrein hérlendis, og frá-
bær frammistaða Magnúsar
Seheving á heimsmeistaramót-
inu um helgina er líklega kunn-
ari en frá þurfi að segja. Hann
gerði sér lítið fyrir og varð í
öðru sæti, aðeins hársbreidd á
eftir Japananum sem varði titii
sinn frá fyrra ári. Þeir tveir
voru langefstir og því langbestir
í heiminum.
Oft hefur manni þótt íslend-
ingurinn ótrúlegur; trúin á sjálf-
an sig, krafturinn og þorið eru
með ólíkindum, og Magnús
Scheving er gott dæmi um slíkt.
Hann þorir, vill og getur og
uppsker eftir því. Ástæða er til
að óska honum sérstaklega til
hamingju með frábæran árang-
ur í Japan.
Það sem Grindvíkingar og
Njarðvíkingar sýndu í úrslitavið-
ureignunum í körfuboltanum á
dögunum sannar svo ekki verður
um villst að framfarir hafa orðið
miklar í íþróttinni, og breiddin
aukist. Keppni stúlknanna í ÍBK
og KR var einnig afbragð. Einn-
ig var mjög ánægjulegt að ber-
samhengi — geta borið höfuðið
hátt. Það kom í ljós í úrslita-
keppninni í körfuknattleik, að
okkar bestu dómarar voru frá-
bærir. Þarna voru þeir við störf
undir mikilli pressu, en varla var
hægt að gagnrýna nokkum
skapaðan hlut. Um úrslita-
keppnina er hægt að segja að
hún var samspil frábærrar
frammistöðu leikmanna, dóm-
ara og stuðningsmanna.
íslenskir handknattleikskarl-
ar hafa löngum verið á meðal
þeirra bestu og eru enn. Leikir
Víkings og Stjörnunnar í úrslita-
keppni kvenna á dögunum voru
mjög góðir og viðureignirnar hjá
körlunum hafa til þessa margar
hveijar verið stórgóðar og
spennan mikil. Hér á þessum
stað var hávaðamengun á hand-
boltaleikjum gagnrýnd fyrir
viku, sérstaklega mikil trommu-
notkun. Sannarlega tímabær
ábending og viðbrögðin létu ekki
á sér standa. Sum félög a.m.k.
ákváðu að fækka trommum
snarlega á leikjum sínum og það
kom auðvitað í ljós að sú ákvörð-
un var til góðs. Þessari ákvörðun
forystumanna í handknattleiks-
hreyfingunni ber því að fagna.
Skapti
Hallgrímsson
Hvers vegna tók kúabóndinn SIGMAR GUMMARSSON upp á þvíað æfa hlaup?
Finnst ég vera
rétt að byrja
SIGMAR Gunnarsson UMSB, pípulagningamaður og kúabóndi
í Rauðanesi í Borgarhreppi, sigraði með yfirburðum annað
árið í röð í Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. Sigmar
er kvæntur Ingveldi Ingibergsdóttur sem keppti ífrjálsum á
unglingsárum og eiga þau tvær dætur. Hefur sú eldri fetað í
fótspor foreldranna og þegar sigrað i barnahlaupum.
Víðavangshlaup ÍR var fjórða
sigurhlaup Sigmars í röð í
vetur. En var sigurinn jafn auð-
veldul' og hann
Eflir VÍrtÍSt?
Ágýst „Það kom mér
Ásgeirsson eiginlega á óvart
hvað ég fékk litla
keppni. Ég bjóst við að hún yrði
meiri og hélt þess vegna aftur af
mér til að byija með, ákvað að
leggja ekki of hratt af stað til
þess að eiga eftir krafta þegar
baráttan hæfíst á lokaspretti.
Ertu þá í miklu betri æfíngu en
aðrir hlauparar?
„Það veit ég ekki, tók mér hvíld
í haust og hef einungis æft vel frá
áramótum. Reyndar æfi ég minna
en fyrir ári, hleyp einungis 5-6
sinnum í viku. Ætli gæði æfíng-
anna séu bara ekki betri.“
Hefurðu einhveija tii að æfa
með og reka þig áfram í sveitinni?
„Það er stutt í Borgarnes og þar
hef ég tekið spretti og æfingar
með strákum sem eru að koma
upp og eiga eftir að láta að sér
kveða. Þeir halda mér við efnið.
Það er talsverður áhugi á hlaupum
í UMSB, einkum Borgarnesi og
nágrenni."
Ætiiði þá að endurreisa það
veldi sem Borgfirðingar voru í
Víðavangshlaupinu á fjórða ára-
tugnum?
„Það er aldrei að vita. Við gátum
ekki teflt fram okkar sterkasta liði
nú en hefði svo verið er ekki að
vita nema við hefðum unnið 3ja
manna sveitina."
En þú ert ekki sá eini í fjölskyid-
unni sem sigrar í hlaupinu?
„Nei, nei. Afi konunnar minnar,
Viggó Jónsson, vann hlaupið 1930
undir merkjum Glímufélags
Reykjavíkur en hann gekk síðan í
ÍR áður en hann keypti jörðina hér
í Rauðanesi og hóf búskap.“
Þú ert þá væntanlega betri
maður í hans huga?
„Það gladdi hann að ég skyldi
sigra í hlaupinu. Hann fylgist vel
með og lætur sig aldrei vanta á
sum mót, kominn á níræðisaldur."
Hvernig fer það saman að æfa
Morgunblaðið/Theodór
Sigmar Gunnarsson, bóndi í Rauðanesi í Borgarhreppi, sem sigraði
Víðavangshlaupi ÍR, segir kúabúskap og langhlaup fara vel saman.
hlaup og stunda búskap?
„Það hafa engir árekstrar orðið.
Það þarf ekki að sinna skepnunum
nema á kvöldin og morgnana svo
maður getur hagrætt æfingunum
út frá því.“
Þú byijaðir frekar seint að æfa
hiaup, kominn á þrítugsaidur?
„Já ég fór ekki að æfa fyrr en
1988 er ég var 23 ára en þá hætti
ég rallíakstri. Hlaupaáhuginn
blundaði alltaf í mér, ég þótti
sprettharður unglingur en fijálsar
var ekki hægt að stunda á Akra-
nesi þar sem ég bjó. Og það var
eiginlega konunni að kenna að ég
fór að hlaupa. Hún dró mig út að
skokka með sér og skráði mig svo
til keppni á héraðsmóti í Borg-
amesi. Þetta hefur þróast síðan.
Hafði góðan þjálfara í Svíþjóð en
legg nú æfingarnar meira og
minna upp sjálfur."
Og þú heldur ótrauður áfram?
„Já, mér finnst ég vera rétt að
byija og stefni að því að bæta
árangurinn í lengri hlaupunum.
Ég þykist vita að ég eigi meira
inni en spurningin er hvort ég næ
því út. Það veltur talsvert á því
hvort ég kemst í góð hlaup.“
Verður ekki að fara til útlanda
til þess?
„Ég gæti alveg hugsað mér að
fara út aftur. Það vill reyndar svo
til að ég fékk tilboð á dögunum
frá sænsku félagi sem vantaði liðs-
auka. Miðað við okkar aðstæður
buðu þeir nánast gull og græna
skóga. Það kom þó of seint því ég
hefði þurft að dvelja í landinu í tvo
mánuði áður en ég fengi að keppa.
Annars segir þetta mikið um þann
mun sem er á aðstöðu hlaupara
hér og ytra.“