Morgunblaðið - 27.04.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 27.04.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994 7 Sigrún Magnúsdóttir um fund R-listans 1 Réttarholtsskóla Ekki séð reglur um bann við fundum í grunnskóluni SIGRÚN Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segist ekki hafa séð neinar reglur um að sijórnmálaflokkum sé óheimilt að halda fundi í grunnskólum borgarinnar. Sigrún sagði að ef slíkar reglur væru til þá væri sjálfsagt að virða þær, en fulltrúar meirihlutans í Skólamálaráði hafa lagt fram fyrirspurn vegna sljórnmálafundar sem R-listinn hélt í Réttarholtsskóla fyrir skömmu. Sagði Sigrún að einn maður á skrifstofu R-listans sæi um allan undirbúning að fundaherferð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hann hafi talið eðlilegt að fundur um skólamál yrði haldinn í skólum borgarinnar. Fyrst var haft sam- band við Hvassaleitisskóla, þar sem þær upplýsingar fengust, að skólinn væri upptekinn þetta kvöld. Bent var á að Réttarholts- skóli væri heppilegur fundarstaður og þegar haft var samband við skólann fengust þau svör hjá starfsmanni skólans að salurinn væri laus þetta umrædda kvöld. Engar hindranir „Þarna talaði starfsmaður okk- ar við tvo skólastjórnendur og hvorugum þeirra var kunnugt um að fyrir utan skólatíma barna mætti ekki leigja salina út,“ sagði Sigrún. „Starfsmaður okkar rak sig ekki á neinar hindranir og spurði því hvorki mig né aðra um hvort þetta væri leyfilegt. Þetta er það sem snýr að R-listanum.“ Sigrún sagðist ekki vita hvar sú regla væri skráð að ekki mætti halda stjórnmálafundi í skólum. „Ég hef aldrei heyrt um þessa reglu,“ sagði hún. „Auðvitað á ekki að vera með pólitík á skóla- tíma barna, en í grunnskólalögun- um nýju hefur skólastjórnin tals- vert um húsnæðið að segja.“ Sig- rún sagðist hafa átt sæti í undir- nefnd Skólamálaráðs, sem fjallaði um nýju grunnskólalögin. Þar hafi komið fram og þá ekki síst frá sjálfstæðismönnum í nefndinni að rýmka ætti frekar heimild til að leigja út skólahúsnæði til hinna ýmsu félagasamtaka og fá þannig betri nýtingu á oft vönduðu hús- næði. „Svo má spyija hvort opnir stjórnmálafundir flokkist undir félagsstarf, en það er annarra að skilgreina það,“ sagði hún. í þess- ari nefnd hafi verið unnið að efl- ingu sjálfstæðis í skólum og væri þetta einn liður í því. „Svo má benda á að skólar eru nýttir á kjördegi, þannig að þeir eru opnir almenningi." Loks sagði Sigrún að það væri ekki nýtt að fundað væri um skóla- mál í skólum borgarinnar. Minnti hún á fund með aðstoðarmanni menntamálaráðherra á sínum tíma um grunnskólalögin, sem haldinn var í Hvassaleitisskóla. Þar hafi Árni Sigfússon borgarstjóri verið meðal frummælanda. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Bjarg hrundi úr Vogastapa Fjögurra til fimm tonna steinn féll úr Eggjunum í Vogastapa um helgina og hafnaði niður í fjöru á milli Halatúns og Kerlingar- búða. Djúp rás er í hlíðinni næst berginu þar sem steinninn hefur fallið fram og skriðið niður hlíðina. Á myndinni eru ungir Voga- menn að virða fyrir sér steininn í fjörunni. AÐSTAÐA TIL SKÖPUNAR: Myndlistarálma meS tilheyrandi verkfærum. Ljósmyndaver og framköllunaraðstaSa. Klippiherbergi fyrir myndbandagerð auk 2ja S-VHS myndavéla. Útvarpsstöð til æfinga og leiks. Tvö tölvuver; bæði Macintosh og í «2 »2 & ■8 £ &m Skólinn er kjörinn, fyrir nemendur sem hafa ákveðið hvab þeir ætla að verða þegar þeir „verða stórír" og velja því ákveðnar brautir sem skólinn hefur í boði. im sem eru óákvebnir sem nýtist þeim í öllu Bóknám fyrir allar brautir (fjórar annir). Fomám, listnám, fjölmiðlanam, matartæknanám (1. árib), sjúkraliðanám, vibskiptanám og uppeldisnám. Eldrí nemendur velkomnir. Spyrjió um bækiinginn í næsta grunn- eba framhaids- skola eóa fáið hann sendann. Umsóknarfrestur er Hl 4. júní. FRAMHALDSSKOLINN REYKHOLTI 320 REYKHOLT • BORGARFJÖRÐUR SÍMI 93-51200* 93-51201 FAX 93-51209 KJARNAFÆDIHF. Akureyri /^BÚNAÐARBANKI v/yisu GEVALIA J.G.R. Umboðs- og heildverslun LITNIR % Borgarnesi VIRNET Borgarnesi n SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU 'ÍSIANDS Borgarnesi Disatj i (Budjy ^SNVIOXS VQVÍSÖ3S 6° su|s§o|C]D|9>|s tugltstp '§DjsdiDA(n 'jnqqn|s|s6u|u§nj 'jnqc|n|)|a|DJD)j '(gjoq otoj Ql) ■in<I(19|)|„-la)|9us" 'Jncjcjnj)|DpuXuu)||A>| 'jncjcjn|)jDpuXuisoþ :opD|s jgDJDpuauiau j|pupi -DBainjiiA nja (J|punjsncj) Kaupttlao Borsllrðlnga BÚnBulsXiBné QiúuXag"-*?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.