Morgunblaðið - 27.04.1994, Side 13

Morgunblaðið - 27.04.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 13 Árnesingakórinn Tónlist Jón Ásgeirsson Átthagakóramir hafa um nokk- urt skeið starfað hér á höfuðborg- arsvæðinu með miklum blóma og haldið tónleika í sumarbyijun. í ár beinist athyglin að Árnesingakórn- um sem Sigurður P. Bragason hef- ur stjómað í nokkur ár. Að þessu sinni hélt kórinn tónleika sl. sunnu- dag í Langholtskirkju en kallaði til samstarfs Kór Kvennaskólans í Reykjavík, sem Sigurður hefur stjórnað síðan í haust, og einsöngv- arana Ingunni Osk Sturludóttur, Þorgeir Andrésson, Árna Sighvats- son, Stefán Arngrímsson og Ingvar Kristinsson, en sá síðastnefndi er félagi í kómum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir lék einleik á flautu en undirleikari á píanó var Bjami Þ. Jónatansson. Efnisskráin var að mestu byggð upp af íslenskum ættjarðarlögum, fjórum lögum eftir söngstjórann óg af 20 viðfangsefnum voru að- eins 4 lög eftir erlend tónskáld og einn negrasálmur. Íslensku höfund- arnir voru Sigfús Einarsson (Nú er glatt í borg og bæ og Kvölds í blíða blænum), ísólfur Pálsson (Eg stóð um nótt), Emil Thoroddsen (Hver á sér fegra föðurland), Sig- urður Þórðarson (Sjá dagar koma), Sigvaldi Kaldalóns (Ásareiðin og Hér skal boðað) og Sveinbjörn Sveinbjörnsson (Sprettur og Sverr- ir konungur). Lögin eftir söngstjórann voru Manvísa, Ég elskaði lífið (sungið af kór Kvennaskólans), Söngvar loftin fylla og Fagra veröld. Lög þessi em einföld að gerð og best hljómandi voru Ég elskaði lífið og lagið við Fagra veröld, kvæði Tóm- asar. Hlutur einsöngvara var þokkalegur framfærður en sá eini, sem nokkuð hvað að, var Þorgeir Andrésson, er söng með miklum ágætum lag Sigurðar Þórðarsonar, Sjá dagar. 1 lögum þeim sem Ing- unn Ósk söng, reyndi ákaflega lítið á raddgetu hennar en söngur henn- ar í lagi ísólf Pálsson, Ég stóð um nótt, var gæddur þokka og þetta ágæta lag var í heild fallega flutt. Söngur Árnesingakórsins var í heild góður, látlaus og hreinn og bestur i lokalaginu, Þýtur í skógum, úr Finnlandíu eftir Sibelius. Sigurð- ur er á góðri leið með að gera Árnesingakórinn að góðum kór. Nemendakór Kvennaskólans fer vel af stað og þar hefur Sigurður mikil- vægt verk að vinna, varðandi söng- mennt unga fólksins. Undirritaður vill gera smá at- hugasemd varðandi notkun orðsins útsetning, sem fróðir menn telja, að eigi að gilda um algjöra umsköp- um lags, bæði hvað snertir form- mótun, raddfærslu og hljómskipan. Smá breytingar á raddskipan eins og í Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thoroddsen, ættu ein- faldlega að nefnast breyting á raddskipan og breytingar á lagi Sigurðar Þórðarsonar, Sjá dagar koma, er rétt að kalla umritun, þar sem bæði undirleikur, einsöngs- línan og hljómskipan kórsins er sú sama og hjá höfundi. Umritun karlaradda fyrir blandaðan kór og smá tilfærslur radda, er ekki rétt að kalla raddsetningu, jafnvel þó faglega sé staðið að umrituninni. Þetta er ekki tekið fram hér, sér- staklega vegna tónleika Árnesinga- kórsins, heldur vegna þess að um- ritanir, bæði fyrir hljóðfæri og söng, eru oft ranglega sagðar vera raddsetningar og eða útsetningar. Tónleikar voru haldnir í Gerðarsafni Samkór Kópavogs, nemendur og kennarar við Tónlistarskóla Kópa- vogs og aðrir listamenn, stóðu fyrir tónleikum í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, um síðustu helgi, undir yfirheitinu Menningardagar. Lista- safn Kópavogs er glæsilegt hús og á áreiðanlega eftir að verða Kópa- vogsbúum álíka lyftistöng og menn- ingarmiðstöðvamar í Gerðubergi og í Hafnarborg, þar sem fitjað hefur verið upp á ýmsum nýjungum, er íbúar Stór-Reykjavíkur hafa sannar- lega metið mikils og svarað með góðri aðsókn. Að þessu sinni voru tónleikamir haldnir á neðri hæð hússins en þar er of lágt undir loft til tónleika- halds. Stærri salurinn á efri hæð- inni er trúlega mun betur fallinn til tónleikahalds, sem var nú fullskip- aður standlistaverkum eftir Gerði Hjörleifsdóttur, í tilefni af opnun safnsins. Við venjulegar málverka- sýningar mætti halda þar kammer- tónleika, eins og tíðkað hefur verið á Kjarvalsstöðum og í Hafnarborg. Tónleikamir hófust á strengja- samleik ungra nemenda, með aðstoð kennara sinna og undir stjórn Svövu Bemharðsdóttur. Strengjasveitin flutti smá kafla úr ýmsum tónverk- um meðal annars einleiksþætti úr Árstíðunum og 1. þátt úr fíðlukon- sert í a-moll eftir Vivaldi. Einleikar- ar vom Sigrún Daníelsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir. Þá var frumflutt strengjaverk, sem nefnist Fimm kennileiti, er Þorkell Sigur- bjömsson samdi sérstaklega fyrir stengjasveitina og nefnast þættirnir Þingið, Lækurinn, Álfhóll, Kirkja og Víghólar. Svava Bernharðsdóttir hefur æft þessa litlu strengjasveit í vetur og fyrir utan elskulegan þokka, sem var yfir leik unga fólks- ins, er þama að frnna þau meiðar- brot, sem af kann að rísa hávaxinn og glæsilegur skógur. Þrír kennarar við Tónlistarskóla Kópavogs, Lin Wei, fiðluleikari, Araþór Jónsson, sellóleikari, og Jón Sigurðsson, píanóleikari, fluttu fyrsta þátt úr tríói í e-moll, eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson og gerðu það af þokka en flutningurinn bar þó þess merki að til þess leiks hafði verið stofnað án undangenginnar mikillar samvinnu flytjenda sem er nauðsynleg þegar um er að ræða flutning kammertónlistar. Meðal tónskálda í Kópavogi er Ámi Harðarson og söng Þórann Guðmundsdóttir við undirleik Krist- ins Arnar Kristinssonar, þijú lög eftir Áma sem trúlega era samin þegar hann var við nám í Eng- landi, enda samin við kvæði eftir Mervyn Peake. Þetta eru vel samin sönglög og vora þau prýðilega flutt en einmitt fyrir söng Þórannar var hljómrými salarins beinlínis and- stætt. Síðast á efnisskránni var Samkór Kópavogs, með Katrínu Sigurðar- dóttur sem einsöngvara, undir stjóm Stefáns Guðmundssonar og við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. Á undan söng kórsins las Róbert Arnfínnsson leikari upp tvö þjóð eftir Þorstein Valdimarsson og mátti glögglega heyra hversu hljómþurr þessi salur er fullskipaður fólki, því til hliðar heyrði undirritað- ur ekki einu sinni orðaskil. Samkór Kópavogs flutti nokkur íslensk sön- glög og söng Katrín Sigurðardóttir einsöng í lagi Inga T. Ég bið að heilsa og í mjög fallegu lagi eftir Fjölni Stefánsson, Litla barn með lokkinn bjarta. Katrín er góð söng- kona og flutti lag Fjölnis sérlega vel. Tónleikunum lauk með fjögurra laga syrpu eftir heiðursborgara Kópavogs, Sigfús Halldórsson, allt lög sem hvert mannsbarn kann og syngur sér til gleði og uppbygging- ar. Lögin voru Lítill fugl, Þín hvíta mynd, Við tvö og blómið og Dagný sem er aðeins brot af frábæru laga- safni þessa ágæta tónskálds. Það verður að segjast eins og er að söngur Samkórsins á lögum Sigfús- ar hefði mátt vera betur unninn en aftur var það salurinn sem gerði söngfólkinu þungt fyrir. Nú er að sjá hversu til tekst með að nýta salinn og fá til staðarins listamenn, alls staðar að, bæði til sýninga á myndlist og til flutnings á tónlist og töluðu máli. 140.000 kr. með notuðum bíl eða peningum, gera þér kleift að eignast glænýjan bíl. Þetta er sú upphæð sem greidd er við undirritun kaupsamnings á Lada Safír. Það sem upp á vantar bjóðum við þér að greiða með 14.232 kr. á mánuði í þrjú ár. Þessi fjárhæð samsvarar 468 kr. á dag. Sumir eyða þessum peningum í eitthvað, á hverjum einasta degi, sem þeir myndu ekki sakna þótt þeir slepptu því. Lada Safír er ekki með samlæsingu eða rafdrifnum rúðum, enda hefur það ekki áhrif á aksturinn og þú borgar heldur ekki fyrir það. Verð frá 558.000 kr. á götuna! ^X'"Ladaþe^ohefurW^' ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 ÓRKIN 3114-2-7-21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.