Morgunblaðið - 27.04.1994, Side 18

Morgunblaðið - 27.04.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson Tíminn og vatnið flutt á Listahátíð TÍMINN og vatnið, verk fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara eftir Atla Heimi Sveinsson, verð- ur frumflutt í Langholtskirkju á Listahátíð í Reykjavík 12. júní nk. Atli Heimir samdi verkið þegar hann hafði lokið við fyrstu óperu sína, Silkitrommuna, fyrir u.þ.b. 10 árum. Hann segir að lengi hafi stað- ið til að flytja verkið en af því hafi ekki orðið fyrr en nú. „Þetta er við ljóðabálk Steins Steinarrs, sem er 21 kvæði, og svo er umfangsmikið hljóðfæraspil á milli. Mismunandi hljóðfæri eru not- uð í hverjum kafla og skiptist á kórsöngur, einsöngur, tvísöngur, þrísöngur og hljóðfæraleikur. Text- inn er allur sunginn og svo eru textalausir kafla á milli, einskonar hugleiðing um kvæðið," segir Atli Heimir. Atli segir að einungis hafi tveir textalausir kórþættir verið fluttir áður. Það gerði Hamrahlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdótt- ur. Að öðru Leyti er um frumflutning á verkinu að ræða. Verkið verður flutt undir stjórn Pauls Zukofskys. Flytjendur verða auk kórs Kammersveit Reykjavíkur með Rut Ingólfsdóttur konsert- meistara og einsöngvaramir Marta Halldórsdóttir, Bergþór Pálsson og Sverrir Guðjónsson. Alls em flytj- endur rúmlega 50 talsins. Erindi um Búalög og Alþingisdóm himnaranns FÉLAG íslenskra fræða boð- ar til fundar með sr. Kolbeini Þorleifssyni í Skólabæ við Suðurgötu, í kvöld, miðviku- dagskvöld, 27. apríl, kl. 20.30. Þar mun sr. Kolbeinn segja frá rannsóknum sínum á ævi og kveðskap eins mikilvirkasta skálds 17. aldar, sr. Jóns Magn- ússonar í Laufási (1601-1676), og nefnist erindi hans: Hin fyrstu Búalög og Alþingisdóm- ur himnaranns. Eftir sr. Jón liggja rúmlega 17 þúsund vísur í ýmsum stór- um ljóðabálkum en af þeim hafa einkum verið prentuð ýmis fræðsluljóð um rétta stétta- skiptingu þjóðfélagsins og und- irbúning fyrir dauðann. Sr. Kolbeinn mun þó einkum fjalla um óprentað efni eftir sr. Jón og m.a. sýna hvemig hann hag- nýtti sér dæmisögur Snorra- Eddu og setti frásagnir Bibl- íunnar um hinn fyrsta mann í íslenskt samhengi. Eftir framsögu sr. Kolbeins gefst mönnum kostur á léttum veitingum áður en umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn. GJÖF sem gleður... | BUXNAPRESSA Morgunblaðið/Kristinn Tíminn og vatnið TÍMINN og vatnið, verk eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara, verður frumflutt á Listahátíð í sumar. Myndin var tekin á fyrstu kóræfingunni sem haldin var á heimili Atla Heimis sl. sunnudag. Ríkisendurskoðun skilar skýrslu um sölu á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli Söluverð of lágt en hvorugt til- boðanna fullnægði skilyrðum RÍKISENDURSKOÐUN telur að sú ráðgjöf sem stjórnvöld fengu við sölu hlutabréfa rikisins í SR-mjöli hafi ekki verið eins vönduð og æskilegt hefði verið. Þá hafi verðmæti fyrirtækisins verið hærra en kaupverð. Skýrsla ríkisendurskoðunar um söluna var kynnt alþingis- mönnum í gær. Þar er í ýmsum öðrum atriðum fundið að undirbún- ingi og meðferð málsins og m.a. komist að þeirri niðurstöðu að hvorki tilboð Haralds Haraldssonar né tilboð Jónasar A. Aðalsteinssonar og Benedikts Sveinssonar hafi uppfyllt þau skilyrði sem sett höfðu verið í útboðsskilmálum. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vildi ekki tjá sig um málið í gær og vísaði að öllu leyti til skýrslunnar. Bene- dikt Sveinsson, annar forsvarsmanna kaupenda SR-mjöls, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann hefði fengið skýrsluna í hendur en ekki lesið hana og vildi því ekki að svo stöddu tjá sig um efni hennar. Hvítar - svartar - brúnar. Verð frá kr. I 1.300,- stgr. JBMg Einar Jmm Farestveit & Co hf Borgartúni 28 fS 622901 og 622900 í upphafi skýrslunnar er aðdrag- andi og undirbúningur sölunnar rak- inn og kemur þar m.a. fram að Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hafi lagt til í samræmi við Verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar að verðbréfafyrir- tæki sæi um úttekt, ráðgjöf og um- sjón með sölu og yrði sú vinna boð- in út á meðal allra verðbréfafyrir- tækja. Sjávarútvegsráðuneytið hafí óskað eftir að leitað yrði tilboða hjá VÍB og Handsali en sjónarmið Fram- kvæmdanefndarinnar hafí að lokum verið viðurkennt eftir að hún hugð- ist senda málið til ráðherranefndar um einkavæðingu til umfjöllunar. „Af fundargerðum Framkvæmda- nefndar um einkavæðingu má ráða að nefndin taldi sig sniðgengna með því að sjávarútvegsráðuneytið fól sérstökum söluhóp að sjá um söluna á SR-mjöli hf.,“ segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar og einnig að ekki verði þó dregið í efa að lög um stofn- un SR-mjöls hf. veiti sjávarútvegs- ráðherra vald til að annast undirbún- ing og sölu fyrirtækisins. Tilboð Landsbréfa 9,4 milljónum ódýrara en VÍB Ríkisendurskoðun telur að kapp- kosta beri að nýta sem best þá þekk- ingu sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur aflað sér; henni hafí verið falið af ríkisstjóm að hafa yfírumsjón og eftirlit með sölu ríkis- fyrirtækja og því hefði verið eðlilegt að fela henni yfírumsjón og eftirlit með sölu SR-mjöls. Við útboð meðal verðbréfafyrir- tækja á vinnu við verðmat og sölu hlutabréfa í SR-mjöli bárust tilboð frá öllum verðbréfafyrirtækjum í landinu. Landsbréf buðu 'ægst, 1,9 milljónir króna, 9,5 milljónum króna lægra en næsta tilboð, sem var frá VÍB, en því var tekið. Sjónarmið sölu- hópsins og Framkvæmdanefndar um einkavæðingu voru þau að þátttaka Landsbréfa gæti orkað tvímælis vegna tengsla við Landsbankann, aðal lánveitanda SR-mjöls. Ríkisend- urskoðun telur hins vegar í ljósi laga um verðbréfaviðskipti að litlar líkur hafí verið á að Landsbréf yrði talið vanhæft og að eðlilegt hefði verið að láta reyna formlega á tilboð fyrir- tækisíns, í ljósi þess að það var 9,5 milljónum lægra en tilboð VIB, auk þess sem Landsbréf hefðu áður sinnt sambærilegri þjónustu hnökralaust. Samningur við VÍB ekki í samræmi við ákvæði laga Þá rekur Ríkisendurskoðun að formaður Framkvæmdanefndar um einkavæðingu hafi gert munnlegan samning við VÍB um vinnuna, en ekki skriflegan, sem virðist í ósam- ræmi við ákvæði laga um verðbréfa- viðskipti, sem áskilji skriflega samn- inga um þjónustu af þessu tagi. Um mat á verðmæti og eðlilegu söluverði SR-mjöls hf. segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að samanburð- ur á mati tilboðsgjafa á framtíðar- tekjuvirði SR-mjöls hf. og mati VÍB bendi til að verðmæti fyrirtækisins hafí verið hærra en endanlegt verð. Hafí báðir bjóðendur, hópur Haralds annars vegar og Jónasar og Bene- dikts hins vegar, gert rekstraráætl- anir til fimm til tíu ára fram í tím- ann þar sem afkomumöguleikar voru metnir. Séu rekstraráætlanir bjóð- enda metnar á sama hátt og VÍB gerði við mat á framtíðarafkomu- möguleikum SR-mjöls megi ætla að verðmæti fyrirtækisins hafí verið nokkru hærra en endanlegt kaup- verð og legtö nærri efri mörkum mats VÍB. VÍB hafi metið núvirt tekjuvirði miðað við 15% ávöxtun- arkröfu og 20% ávöxtunarkröfu. Niðurstaðan hafí verið tekjuvirði á bilinu 695-1.011 milljónir króna. í skýrslu Ríkisendurskoðunar seg- ir að mikilvægasti þátturinn og sá vandasamasti við sölu á ríkisfyrir- tæki sé að jafnaði mat á virði þess. Óviðunandi sé að fela eingöngu ein- um aðila að meta framtíðartekjuvirði fyrirtækis. Nauðsynlegt sé einnig að eigandinn sjálfur eða annar aðili á hans vegum geri til samanburðar slíka úttekt. Tilkynnt var að til stæði að selja öll hlutabréf ríkisins í SR-mjöli með auglýsingum sem birtust 17. og 19. nóvember sl., áður en VÍB hafði lok- ið vinnu við verðmat fyrirtækisins, sem að sögn Ríkisendurskoðunar er í ósamræmi við tiliögu stjómar SR- mjöls. Ríkisendurskoðun telur að bíða hefði átt með auglýsingar þar til grunnupplýsingar um SR-mjöl væru tilbúnar til afhendingar, enda hefði það verið í samræmi við verk- lagsreglur Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. „Þegar upplýsingar lágu fyrir hefði átt að bjóða hluta- bréfin út með formlegum hætti og setja í auglýsingu um slíkt útboð skilyrði það sem bjóðendur yrðu að uppfylla. Með þeim hætti hefði verið séð til þess að allir tilboðsgjafar sætu við sama borð og gagnrýni um hvernig staðið væri að málum síður komið upp,“ segir í skýrslunni. Síðan er rakið að þann 7. desem- ber hafí þeim 14 aðilum sem gefið höfðu sig fram við VÍB verið sent bréf þar sem tilkynnt var að upp- boðsgögn yrðu afhent 17. desember þeim sem fyrir 13. desember hefðu gert grein fyrir ýmsum atriðum er vörðuðu fjárhag tilboðsgjafa, fyrir- ætlanir um að fjármagna kaupin með eigin fé eða lánsfé og þurfi fram að koma að tilboðsgjafi hafí fjár- hagslegan styrk til að kaupa fyrir- tækið allt og tryggja rekstur þess áfram. Yrðu kaupin fjármögnuð með lántöku að einhverju leyti skyldi gerð grein fyrir lánveitanda og þeim tryggingum sem tilboðsgjafi hyggist setja fyrir lántöku sinni. Ríkisendurskoðun telur að fram- angreind skilyrði hafi verið óeðlileg að því leyti að þau feli í sér að aðil- ar skyldu sýna fram á að þeir hefðu fjárhagslegt bolmagn til að kaupa fyrirtækið áður en grundvallarupp- lýsingar um fyrirtækið voru veittar, en stofnefnahagsreikningur hafði ekki verið kynntur þegar bréfið var sent. Þó óeðlilegt sé að skilyrða af- hendingu grunngagna á þennan hátt telur Ríkisendurskoðun þó fullkom- lega eðlilegt að setja slík skilyrði fyrir þátttöku i útboðinu eða fyrir því að tilboð verði talið gilt. Annað ógilt, hitt a.m.k. umdeilanlegt Innan tilskilins frests skiluðu þrír aðilar, Jónas A. Aðalsteinsson' hrl, Akureyrarbær og Haraldur Haralds- son inn bréfum til VIB og var ákveð- ið að allir fengju útboðsgögn, þrátt fyrir að VÍB teldi bréf Haralds ekki fullnægja framangreindum skilyrð- um, m.a. vegna þess að yfírlýsingar um að Olís og Sjóvá-Almennar væru meðal þeirra sem stæðu að baki honum, fengust ekki staðfestar og Haraldi og Búnaðarbankanum hafði ekki borið saman um þátt banka í fjármögnun kaupanna. Ríkisendur- skoðun er sammála því mati að til- boð Haralds hafi ekki fullnægt skil- yrðum og telur að auki a.m.k. um- deilanlegt hvort bréf Jónasar Aðal- steinssonar hafi á þessu stigi upp- fyllt fyrrtalin skilyrði. Tilboðsfrestur var ákveðinn til 28. desember og innan þess frests bár- ust sem kunnugt er tilboð frá hópi Haralds, sem bauð 801 milljón króna staðgreiðslu auk uppgreiðslu á 932 milljóna króna langtímaskuldum SR-mjöls, og frá hópi Jónasar og Benedikts, sem lýstu sig reiðubúna að beita sér fyrir að kaupendahópur þeirra settist að samningaborði á þeim grundvelli að kaupverð yrði ekki lægra en nafnverð hlutabréfa fyrirtækisins, sem var 650 milljónir. Akureyrarbær lýsti yfir að hann sendi ekki tilboð vegna hins skamma frests sem gefínn hafði verið. Ríkisendurskoðun fínnur að því að bjóðendum hafí ekki gefist kostur á að vera viðstaddir opnun tilboða eins og almennt tíðkist við opnun tilboða. Ríkisendurskoðun fellst á það mat VÍB og söluhópsins að Haraldur Haraldsson hefði ekki sýnt fram á að hann fullnægði skilyrðum fyrr- greinds bréfs frá 7. desember um fjárhagslegan styrk og fjármögnun og hafí endanlegt tilboð hans ekki bætt úr fyrri ágöllum. Því var valið að ganga til samninga við Jónas og Benedikt, sem komu fram fyrir hönd 21 útgerðarfélags og 4 stofnanafjár- festa, en VÍB hafði við afhendingu útboðsgagna metið að sá hópur full- nægði skilyrðum um fjárhagslegan styrk til kaupa og áframhaldandi reksturs og þegar hér var komið var jafnframt litið til dreifíngar eignar- aðildar og þátttöku heimamanna og starfsmanna en í boðinu kom fram að gert væri ráð fyrir þátttöku heimamanna. Umsamið kaupverð varð 725 milljónir króna og var kaupsamningur undirritaður 29. desember. í skýrslunni segir að það sé mat Ríkisendurskoðunar að tilboð Jónas- ar og Benedikts verði ekki talið verðtilboð í skilyrði útboðsgagnanna heldur fremur staðfesting á áhuga þess hóps sem þeir fóru fyrir, til að kaupa hlutabréfin og setjast að samningaborði í því skyni að ráða kaupunum til lykta út frá tilteknum hugmyndum um lágmarksverð, greiðslutilhögun og greiðslutíma. Loks segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að við sölu á hlutabréfun- um megi ætla að væntanlegum kaupendum hafi verið veittur • full- skammur tími til að gera tilboð, með hliðsjón af reglum um útboð á vöru og þjónustu. Frá tilkynningu um sölu til bréfs, þar sem gerð var grein fyrir skilyrðum til að afmarka bjóð- endahópinn, hafi liðið 18 dagar og þaðan í frá 6 daga frestur til að uppfylla skilyrði. Tilboð hafí verið opnuð 11 dögum eftir afhendingu útboðsgagna. Ríkisendurskoðun álít- ur að ekki hafi verið veittur nægjan- legur frestur til að skila tilboðum og bendir á að mikilvægt sé að út- boðsskilmálar séu skilmerkilegir og í samræmi við almennar leikreglur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.