Morgunblaðið - 27.04.1994, Page 19

Morgunblaðið - 27.04.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 19 Bankar og sparisjóðir ákveða gjaldskrá fyrir debetkort Allt að 178% dýrara að nota tékka en debetkort Kr. 7.770 Árskostnaður við mismunandi greiösluform BANKAR og sparisjóðir ákváðu gjaldskrá yfir þjónustugjöld af debetkortum fyrr í þessum mán- uði, og tekur hún gildi að mestu í júní og júlí. Árgjald verður á bilinu 250-270 kr. til að byrja með en gjald á hveija færslu verður á bilinu 9-9,50 krónur. Færslu- gjöld fyrir hvern tékka verður um 19 krónur og verð á 25 blaða tékkahefti kostar 250-275 krón- ur, þannig að kostnaður á hvert blað verður um 30 krónur fyrir notendur. Forsvarsmenn banka segja að kostnaður þeirra nemi um 50 krónum á hvern útgefinn tékka, og hafi mismuninum verið mætt með vaxtamun. Með lægri vaxtamun á seinustu árum aukist þörfin á því að verðleggja þjón- ustu til samræmis við kostnað henni samfara. Aðili A sem fær sér tékkhefti 1. júlí og notar 10 hefti á ári, eða 250 blöð, greiðir um 7.500 krónur fyrir. Notfæri hann sér að fá sex útskrift- ir á stöðu reiknings síns á ári, sem - kostar 45 krónur í hvert skipti, greiðir hann 270 krónur til viðbót- ar, eða alls 7.770 krónur á ári. Hægt er að fækka útskriftum eða fá sömu upplýsingar með öðrum hætti. Aðili B sem fær sér debetkort 1. júií og notar það 250 sinnum á ári, greiðir 2.250 krónur fyrir. Fái hann sex útskriftir greiðir hann sömuleið- is 270 krónur. Lægsta árgjald er 250 kr., eða alls 2.770 krónur. Aðili C sem fær sér almennt krít- artkort, greiðir 1.750 kr í árgjald og 1.000 kr. í stofnkostnað fyrsta árið. Útskriftargjöld hjá þeim sem láta millifæra greiðslu af reikningi sínum er 60 kr. en 135 kr. hjá þeim sem fær útskrifarseðil sendan heim. Kostnaður fyrsta árið er því á biiinu 3.470 til 4.370 kr., en 1.000 kr. lægri upphæð uppfrá því, eða 2.470- 3.370 á ári. I öllum tilvikum er gert ráð fyrir því að einstaklingarn- ir standi í fullum skilum. Krítarkort 11% lægri til 57,8% hærri Ef miðað -er við kostnað af debet- korti, verður 178% dýrara að nota tékka en debetkort. Miðað við stofn- kostnað og lægri útskriftargjöld krítarkorta, sem um 40% korthafa greiða, er kostnaður við krítarkort 25,3% hærri en við debetkort fyrsta árið. Miðað við stofnkostnað og hærri útskriftargjöld, er kostnaður við krítarkort 57,8% hærri en við debetkort fyrsta árið. Miðað við lægri útskriftargjöld eftir fyrsta ár, er kostnaður 11% hærri við debet- kort en krítarkort en debetkort. Miðað við hærri útskriftargjöld eftir fyrsta ár, er kostnaður 21,7% hærri við krítarkort en debetkort. 3.470 Heildarviðskipti með Visa-greiðslukortum úr 40 milljónum í 42 milljarða Hafa 285-faldast á níu árum HEILDARVIÐSKIPTI með Visa-greiðslukortum hafa aukist úr 40 millj- ónum króna árið 1984, eða um 150 milljónir króna á núvirði, í 42,7 milljarða árið 1993, sem er u.þ.b. 285-földun á níu árum. „Umfang viðskiptanna hefur orðið miklu meira en menn áttu von á og hag- kvæmni í rekstrinum þar af leiðandi einnig,“ segir Leifur Steinn Elis- son, aðstoðarframkvæmdastjóri. Aðspurður um hugmyndir um færslu- gjöld á kreditkort, sem upplýst var um sl. laugardag, segir Leifur að engar ákvarðanir hafa verið teknar í því máli. „Ég er sjálfur efins um að það verði gert í nánustu framtíð. Ef gjöldin verða tekin upp, sýnist mér hins vegar að verið sé að færa viðskiptin í þann búning sem Neyt- endasamtökin og ýmsir aðrir hafa beitt sér fyrir, þ.e. að sá sem notar kortin beri af þeim kostnað en ekki kortafyrirtækin eða þjónustuaðilar." Visa-ísland hefur aldrei birt árs- skýrslur sínar opinberlega, en Morg- unbiaðið hefur á undanfömum árum gert grein fyrir afkomu fýrirtækisins. Heildarviðskipti með Visa-greiðslu- kort voru 12,6 milljarðar krónar árið 1987 og hagnaður fyrirtækisins eftir skatta nam 62 milljónum króna. Heildarvelta í Visa-viðskiptum á árinu 1991 nam 35,7 milljörðum króna og jókst um 3,8 milljarða frá árinu 1990, þegar veltan var um 31,9 milljarðar. Aukningin frá 1989 til 1990 nam hins vegar um 5,4 milljörðum kr., en viðskiptin árið 1989 voru um 26 millj- arðar kr. Heildarviðskipti með Visa- greiðslukortum námu alls 42,7 millj- örðum á árinu 1993 og jukust um 2,3 milljarða frá 1992 þegar veltan var um 40,4 milljarðar. Hagnaður eftir skatta jókst úr 65 milljónum árið 1991 í 164 milljónir árið 1992, þar af nam hagnaður af reglulegri starfsemi 124 milljónum króna, en við hann bætist lækkun tekjuskatts- skuldbindinga að ijárhæð 39 milljónir króna. Hagnaður lækkaði aftur í 57 milljónir árið 1993. Minnkandi hagn- aður milli áranna 1992 og 1993 var einkum skýrður með kostnaði við upptöku og markaðssétningu debet- korta. Eiginfé í árslok 1992 var 530 milljónir króna og jókst um 163 millj- ónir milli ára. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa-íslands, greindi frá því í samtali við Morgun- blaðið í seinustu viku að tekjustofnar greiðslukortafyrirtækjanna myndu skerðast um 100 milljónir króna í ár vegna samkomulagsins við kaupmenn um skiptingu kostnaðar við debet- kortakerfið. Ef miðað er við markaðs- hlutdeild fýrirtækisins má áætla að tekjutap Visa-íslands vegna sam- komulagsins nemi um 75 milljónum króna af þeirri upphæð. Heimsmet í kortanotkun Visa-korthafar voru í fyrra fyrir utan deberkorthafa um 95 þúsund talsins. Markaðshlutdeild Visa nemur nú um 76%. Um 80% íslendinga á aldrinum 18-67 ára eru handhafar greiðslukorta, þar af þrír af hverjum fjórum með Visa-kort. Islendingar eiga heimsmet í notkun greiðslukorta, en hún er allt að fjórfalt meiri hér- lends en meðalnotkun á heimsvísu. Samstarfshópur andæfir sjávarútvegsfrumvörpum Aðalheiður Bjarn freðsdóttir látin AÐALHEIÐUR Bjarnfreðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og for- maður Starfsmannafélagsins Sóknar, lést í gær á Vífilsstaða- spítala 72 ára að aldri. Aðalheiður var fædd á Efri-Stein- smýri í Meðallandi í Vestur-Skafta- fellssýslu 8. ágúst 1921. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurbergs- dóttir og Bjamfreður Ingimundar- son. Aðalheiður ólst upp í Meðallandi í hópi 19 systkina. Hún lauk barna- skólanámi árið 1934 og fór snemma að vinna fyrir sér. Hún var vinnu- kona í Reykjavík 1937-41, vann í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum 1941-44 og starfaði á Sjúkrahúsi Vestamannaeyja 1944-1949. Aðai- heiður starfaði sem verkakona í Reykjavík 1958-59 og aftur 1974-76. Hún vann við póstburð 1960-63 og vann við bústörf í Köldukinn í Holtum 1963-74. Eru þá ótalin húsmóðurstörf hennar sam- hliða almennri vinnu og vinnu að félagsmálum. Aðalheiður var formaður Verka- kvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum 1944-49 og Starfs- mannafélagsins Sóknar 1976-87. Hún var kjörin alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn árið 1987 og sat á Alþingi til ársins 1991. Aðalheiður HÓPUR rekstraraðila í útgerð og fiskvinnslu hefur tekið höndum sam- an um andóf gegn frumvörpum um sjávarútvegsmál, sem nú eru til afgreiðslu á Alþingi. Hópurinn hefur tekið saman greinargerð þar sem fram koma ýmsar ábendingar til alþingismanna og segjast talsmenn hans treysta því að frumvörpin verði ekki afgreidd í óbreyttri mynd, alþingismenn hljóti að taka tillit til þeirra raka sem fram koma í grein- argerðinni, auk þess sem þeir lýsa sig reiðubúna til samstarfs og ráð- legginga, sé þess óskað. Talsmenn hópsins segja frumvörp- in tvímælalaust vera atlögu að kvóta- kerfinu í núverandi mynd og að þeir sem vilji að það verði aflagt muni helst fagna þeim. Ljóst sé að enginn hagsmunaaðila í sjávarútvegi og -vinnslu verði ánægður með frum- vörpin en enn sé tími til að breyta þeim í þá veru að sem flestir verði minna óánægðir, eins og það var orðað. Hópurinn gerir helst athuga- semdir við þijú atriði í nýjum frum- vörpum. Varað er við umtalsverðu verðmætatapi og óhagræðingu vegna heftingar á fijálsum viðskipt- um með veiðiheimildir, sem i senn geti leitt til minnkandi úthafssóknar, aukinnar sjófiystingar og útflutnings óunnins afla, aukinna fjárfestinga og stóraukins atvinnuleysis í lahdi. Þá er bent á vaxandi hlutdeild smá- báta í heildarafla landsmanna og varað við ýmsum hættum og vank- öntum sem því eru samfara. I þriðja lagi er í greinargerðinni bent á það ranglæti sem felist í hinu svokallaða auðlindagjaldi, sem í raun sé sérstak- ur landsbyggðarskattur, lagður á áður en verðmæti myndast, á sama tíma og svigrúm til nauðsynlegrar hagræðingar sé stórlega skert. Útgerðaraðilum mismunað Andófsmenn Morgunblaðið/Kristinn TALSMENN þeirra sem hafa tekið höndum saman um andóf gegn fyrirliggjandi sjávarútvegsfrumvörpum kynntu hugmyndir sínar fyrir blaðamönnum í gær. Hópurinn kallar sig Atvinnumenn! Samstarfshóp um hagkvæma sljórn fiskveiða. Frá vinstri: Arnar Sigurmundsson, Einar Svansson, Eiríkur Ólafsson, Eiríkur Tómasson, Halldór Árnason og Sighvatur Bjarnason. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sat í fjölmörgum nefndum og ráðum á starfsævi sinni. Hún sat m.a. í bankaráði Búnaðarbanka, stjórn At- vinnutryggingarsjóðs og í miðstjórn Alþýðusambands Islands. Eiginmaður Aðalheiðar var Guð- steinn Þorsteinsson verkamaður og fyrrverandi bóndi. Aðalheiður eign- aðist fimm börn og lifa fjögur móður sína. Hópurinn kynnti athugasemdir sínar fyrir blaða- og fréttamönnum í gær og rakti auk þess dæmi um afleiðingar sem nýju frumvörpin gætu haft verði þau samþykkt í óbreyttri mynd. Þar kom m.a. fram að með takmörkun á veiðiskiptum með veiðiheimildir verði útgerðar- aðilum mismunað verulega. Heimild- ir til þess að færa veiðiheimildir á milli báta og skipa innan sömu út- gerðar geri stærri aðilum kleift að hagræða langt umfram það sem „ei- nyrkjum" bjóðist að gera. Þá sagði að nýja kerfið hvetti til sjófrystingar sem myndi leiða til minnkandi at- vinnu landverkafólks auk þess sem þjóðarbúið í heild fengi minni verð- mæti fyrir sjávarafla sinn. Gámaútflutningur mun aukast „Tonn á móti tonni“-viðskiptin seg- ir hópurinn að sé beittasta vopnið gegn gámaútflutningi á óunnum fiski. Vertíðarbátar sem að undanförnu hafí veitt fyrir aðra muni væntanlega aftur snúa sér að gámaútflutningi verði nýju reglurnar að lögum. Fyrir vertíðarbáta séu viðskipti þar sem einn útgerðarmaður veiðir kvóta ann- ars afar mikilvæg. Nái lögin fram að ganga blasi gjaldþrot margra bátaút- gerða við. Stóru fyrirtækin stækki þá enn frekar og stórhættulegt gat á milli „dverga og risa“ myndist í ís- lenska útgerðarflotann. Meiri kostnaður, minni verðmæti Samstarfshópurinn segir að með skertum heimildum til hagræðingar verði útgerð víða um land þvinguð til að fjárfesta i fiskiskipum. Hvatn- ing til hagræðingar með fækkun skipa hafi þannig breyst í andhverfu sína. Nýju reglurnar komi verst við þá sem mest hafí hagrætt, þeim sem hafí selt skip og eigi umframkvóta sé refsað. Um verðmætatap segir í greinar- gerðinni: „Minni úthafsveiðar, aukin sjófrysting, minni atvinna í landi, meiri útflutningur á óunnunl afla, aukin fjárfesting í fiskiskipum, kostnaður samfélagsins vegna at- vinnuleysis, óstöðugleiki gagnvart atvinnu og viðskiptasamböndum, gjaldþrot bátaútgerðar o.m.fl. veldur augljósu verðmætatapi. Engum dylst að hefting á framsali hefur í för með sér meiri kostnað og minni verð- mæti fyrir alla aðila.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.