Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 27.04.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 45 Norrænar konur leggjast á eitt til að skapa Nordisk Forum Yfir 1.300 íslensk- ir þátttakendur JAFNT í nyrstu byggðum sem í stærstu norrænu stórborgum eru hnefastórir steinar tíndir af jörð- inni. Hver þeirra tilheyrir einni norrænni konu og áfangastaður þeirra er einn og hinn sami eða norræna kvennaráðstefnan í Ábo í Finnlandi 1.-6. ágúst nk. Á ráð- stefnunni verður steinunum safn- að saman og enda þótt þeir virð- ist smáir hver fyrir sig verður fjallið hátt því steinarnir verða jafn margir þátttakendunum, a.m.k. 10.000. Reyndar er erfitt að geta sér til um þátttökuna nú og talan að ofan aðeins fengin með tilvísun til þátt- tökunnar í Osló árið 1988. Hana sóttu um 10.000 manns og komu hlutfallslega langflestir frá íslandi eða 800. Flest bendir til að sagan endurtaki sig í ár og má því til stuðnings geta þess að af um sex þúsund skráðum þátttakendum eru rúmlega 1.300 íslenskar konur. Með í þeirri tölu eru íslenskar konur búsettar á Norðurlöndunum, annars staðar í Evrópu og Ameríku. Allt frá Kína Mikill undirbúningur hefur farið fram fyrir ráðstefnuna og hefur sérstök áhersla verið lögð á framlög og þátttöku nýbúakvenna og kvenna í afskekktari byggðarlög- um. Hér á landi hefur áberandi mikill áhugi verið á ráðstefnunni fyrir norðan og austan land og hef- ur vakið mikla athygli í Finnlandi að stór hluti kvenna á Djúpavogi sækri ráðstefnuna. Beint leiguflug verður frá Akureyri og Egilsstöðum til Ábo. Frá öðrum svæðum má nefna að búist er við fjölda þátttak- enda frá Eystrasaltslöndunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Lit- háen, og mikill áhugi er meðal sama í Norður-Finnlandi. Von er á hópum frá Rússlandi, Þýskalandi og Pól- landi og hópur kínverskra kvenna sækir ráðstefnuna í boði sænsku framkvæmdanefndarinnar. Ástæð- an er sú að eitt hlutverk ráðstefn- unnar er að undirbúa stóra kvenna- ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Kína árið 1995. Ráðstefnan ber yfirskriftina Líf og störf kvenna — gleði og frelsi Nordisk Forum MERKI ráðstefnunnar endur- speglar yfirskrift hennar Líf og störf kvenna — gléði og frelsi. og hefst hún eins og áður sagði 1. ágúst nk. Opnunarathöfnin verður afar mikilfengleg og felst hún m.a. í því að vestnorrænn kvennakór og norræn stórsveit koma siglandi á fleka eftir Aura-ánni í miðri Ábo. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir og þátttakendurnir eru 34 listakonur frá íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Æfingar hafa farið fram í löndunum þremur og um síðustu helgi var sameiginleg æfing á íslandi. Gestirnir fóru af landi brott í gær, þriðjudag. 2.000 uppákomur Eftir opnunarhátíðina tekur við skemmti- og fræðsludagskrá með yfír 2.000 uppákomum. Hægt verð- ur að hlýða á yfir 900 fyrirlestra og 180 styttri erindi. Boðið verður upp á um 520 menningaratriði, 430 kynningar og tæplega 40 atriði tengd íþróttum. Meðal sex þema- húsa eru Hús andanna, þar sem m.a. verður fjallað um heimspeki, trúarbrögð og kvennafræði, Fram- tíðarhúsið, þar sem m.a. verður fjallað um stjórnmál, jafnrétti, um- hverfismál og uppeldi og Velferðar- húsið, þar sem m.a. verður fjallað um velferðarsamfélagið, atvinnu og launakjör. Af öðrum dagskráratriðum má nefna að boðið verður upp á kvik- myndahátíð, rokktónleika, leiksýn- ingar, myndlistasýningar, sýningar á handverki ýmiss konar, morgun- leikfimi, hlaup og golf að ógleymdri Nótt listanna, aðfaranótt 5. ágúst. Menningardagskrá verður í mið- borginni fram á morgun. Reyndar fer mesti hluti dagskrárinnar fram á þessum slóðum að því undanskildu að stór hópur ísler.skra kvenna not- ar tækifærið og fer til Pétursborg- ar. Hvað varðar dagskráratriði frá Íslandi má geta þess að þau verða á annað hundrað og má sem dæmi nefna dagskráratriði frá konum í Félagi íslenskra hugvitsmanna, kvikmyndir eftir íslenskar konur og leiksýningar. Ráðstefna jafnréttis- málaráðherra fer fram í í leikhúsi borgarinnar 4. og 5. ágúst. Skemmtun og fræðsla Kvennaráðstefnan Nordisk For- um er öllum opin, konum og körl- um, og er aðgangseyrir aðeins 100 mörk (1.300 ísl. kr.). Börn innan 18 ára aldurs í fylgd með fullorðn- um fá hins vegar frían aðgang. Dagskráin fer fram á ýmsum tungumálum, m.a. finnsku, sænsku, norsku, ensku og íslensku og verður íslendingum veitt þýðingaraðstoð eins og við verður komið. Ekki er að efa að margir eiga eftir að skemmta sér vel og snúa heim reynslunni ríkari. Tilgangur ráð- Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir IJndirbúning’ur hafinn ÁBO-búar eru nú í óða önn að undirbúa ráðstefnuna enda von á mörgum gestum og vist að bakkar Aura-árinnar í miðri borginni fyllast af fólki. Stór hluti dagskrárinnar fer fram í háskólabygging- um i miðbænum. Morgunblaðið/Kristinn' Vestnorrænn kvennakór VESTNORRÆNI kvennakórinn hélt sameiginlega æfingu á Islandi um síðust helgi. Kórinn syngur á opnunarhátíð Nordisk Forum 1. ágúst. stefnunnar er einmitt tvíþættur; að hafa gaman af og fræðast. Umsóknarfrestur um þátttöku í ráðstefnunni rennur út 1. maí og fást allar upplýsingar á skrifstofu jafnréttismála. W? ÁTAK GE6N UMFRAMÞYNGD FYRIR BYRJENDUR r BURT MEÐ ÓÞARFA FITU! Öruggur árangur í baráttunni við aukakílóin Nýtt árangursríkt námskeið sniöið að þörfum þeirra sem vilja fræðast og ná markvissum árangri, Við leggjum áherslu á hreyfingu og rétt matarræði, það ásamt öruggri handleiðslu reyndra þjálfara tryggir góðan og varanlegan árangur. Framhaldsnamskeið: Atak gegn umframþyngd nr- Fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins í Mexíkó Deilt um tilvist leyni- legs samkomulags FULLYRT er að andstæðar fylkingar innan Alþjóða hvalveiðiráðsins hafi komist að leynilegu samkomulagi um veiðar í atvinnuskyni gegn hvalafriðun í Suðurhöfum í grein í breska blaðinu Observer á sunnudag. Nánast öruggt er talið á samkomulagið verði staðfest á ársfundi ráðsins í Mexíkó 23.-27. maí næstkomandi. Karsten Klep- svik, formaður norsku sendinefndarinnar, segist í samtali við Morg- unblaðið, hvorki vita til að efnt hafi verið til fundar eða komist að nokkurs konar samkomulagi þessa efnis. ar trú á að einhver árangur næðist varðandi breytingar á RMS-áætlun. Norðmenn hefðu þegar lagt fram nýja áætlun og færu fyrstu þrír lið- irnir varðandi kvóta, veiðar og rann- sóknir í einu og öllu eftir texta frá vísindanefnd ráðsins. Deilur gætu hins vegar hugsanlega skapast um fjórða liðinni um eftirlit og stjórnun. Greenpeace Greenpeace-samtökin leggja í fréttatilkynningu áherslu á að mik- ilvægasta markmið þeirra á árs- fundinum í Mexíkó sé að sett verði á stofn friðað svæði fyrir hvali í kringum Suðurskautið. Þau séu andsnúin hvalveiðum í ábataskyni hvar sem er í heiminum. Klepsvik sagðist hvorki vita til þess að haldinn hefði verið fundur um málið í London fyrir tveimur vikum, eins og haldið er fram í greininni, né gerður hafi verið samningur. Hins vegar bæri greinin keim af ríkjandi anda og blaðamað- urinn Polly Ghazi væri greinilega vel að sér. Hann hélt áfram og benti á að staðreyndin væri sú að ef ekki yrði komist að samkomulagi í ráðinu innan tveggja ára myndi það liðast í sundur. Þjóðir eins og Bretar, Hollendingar, Ástralir og trúlega Nýsjálendingar væru að átta sig á þessari staðreynd. Hvað ársfundinn varðaði sagist Klepsvik ekki eiga von á að hann skipti sköpum. Hann hefði hins veg- Vegna fjölda áskorana ánægðra viðskiptavina verður nú boðið upp á fram- haldsnámskeið í þessu árangursríka námskeiði. Fjölbreytt heyfing fimm sinnum í vilcu, þolfimi, tækjasalur, ganga eða skokk. Framlialdsnámskeiðið viðheldur árangri í baráttunni gegn óþarfa fitu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.