Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 1

Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 1
96 SÍÐUR B/C/D 108. TBL. 82.ÁRG. SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vilja njósna- kubba í síma Morgunblaðið/RAX Sundfólk í Landmannalaugum VIKAN sem leið var sóirík og kjörið tækifæri gafst til að njóta náttúrunnar, enda hafa ferðamenn sett æ meiri svip á mannlíf- ið. Myndin var tekin í Landmannalaugum þar sem Annica Kihlstrom, Hjörtur Kolsoe og Benedikt Bragason syntu í vatninu. Verkamannaflokkurinn og frjálslyndir í sókn í Bretlandi Ihaldsmenn eru komn- ir niður í þriðja sætið Lundúnum. The Daily Telcgraph. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hef- ur valdið miklu uppnámi í Bandaríkjunum með því að beita sér fyrir lögum um að tölvukubbar verði verði settir í alla síma, myndrita og tölvumótöld sem seld verða í landinu. Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna hannaði tölvukubbana, svonefnda Clip- pers, sem eru á stærð við nögl þumalfing- urs. Þeir breyta tölvugögnum í dulmál og í þeim eru faldir lyklar sem gera lögregl- unni kleift að ráða það. Þannig vonast lögreglan til að geta haft aðgang að skila- boðum frá glæpamönnum. Margir hafa gagnrýnt áformin á þeirri forsendu að þau geri yfirvöldunum kleift að njósna um borgarana. Nokkur stórfyrirtæki hafa einnig hótað að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi vegna tölvukubbanna og það gæti kostað ríkið milljarða dala í skattfé. Þau óttast að þau missi erlenda viðskipta- vini vegna kubbanna. Vandræðaung- lingar flengdir? REPÚBLIKANINN Mickey Conroy, full- trúi á þingi Kalifomíu, hyggst leggja fram frumvarp um að unglingum, sem gerast sekir um skemmdarverk, verði refsað með hýðingum. Hann sagði að þessi aðferð hefði gefist vel í Singapore, þar sem bandarískur unglingur var hýddur fyrir skemmdarverk nýlega. „Menn geta ekki beðið aðgerðalausir þar til vandræðaung- lingar enda sem morðingjar 14 ára,“ seg- ir hann. „Ég tel að nokkur högg á rassinn geti haft varanleg áhrif.“ Refsingin, sem Conroy leggur til, er þó ekki eins sársauka- full og hýðingarnar í Singapore. Hann vill að unglingarnir verði rassskelltir með flötu áhaldi, sem veldur ekki sárum, en í Singapore er beitt svipum úr spanskreyr, sem valda örum, og flengingin er svo sárs- aukafull að fangarnir fá oft lost. Hjólreiðarnar takmarkaðar? BRESKA stjórnin íhugar nú hvort nauð- synlegt sé að takmarka notkun fjallahjóla vegna spjalla af þeirra völdum í mörg- um af helstu náttúru- perlum Bretlands. Pjallahjól njóta æ meiri vinsælda, eru nú um 60% af öllum hjólum í landinu. Breiðir og hijúfir hjól- barðarnir hafa valdið skemmdum á gróðri og skilja oft eftir djúp för. ÍHALDSFLOKKURINN er orðinn minnstur stóru flokkanna þriggja í Bretlandi, ef marka má Gallupkönnun sem dagblaðið The Daily Telegraph birti í gær. Fylgi Verkamannaflokksins er 45,5% sam- kvæmt könnuninni, og Fijálslyndra demó- krata 25%. Þar á eftir kemur íhaldsflokkur- inn, með 24,5%. Tæpur helmingur aðspurðra, eða 49%, taldi að Verkamannaflokkurinn myndi bera sigur úr býtum í næstu þingkosningum, sem verða að öllum líkindum ekki fyrr en árið 1996. Aðeins 31% taldi að íhaldsmenn gætu farið með sigur af hólmi. Meirihluti aðspurðra kvaðst ekki-telja að John Major forsætisráðherra bæri einn ábyrgð á vandræðum íhaldsflokksins. Mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokkanna var þeirrar skoðunar að allri stjóminni væri um að kenna. Major nýtur þó enn lítils trausts á meðal breskra kjósenda, ef marka má könnunina. Aðeins 13% aðspurðra sögðust telja að for- sætisráðherrann væri sterkur leiðtogi. Blair sterkastur miðjumanna Könnunin var gerð áður en John Smith, leiðtogi Verkamannaflokksins, lést. Forystu- menn flokkanna hafa ákveðið að fresta kosn- ingabaráttunni vegna kosninganna til Evr- ópuþingsins í júní þar til eftir útför Smiths á föstudag. Tveir af hugsanlegum eftirmönnum Smiths, Gordon Brown og Tony Blair, þreifa nú fyrir sér um hvor þeirra eigi að vera leið- togaefni miðjumanna innan flokksins. Talið er að Blair, 41 árs talsmaður Verka- mannaflokksins í innanríkismálum, njóti meiri stuðnings en Brown, 43 ára talsmaður flokksins í fjármálum. Þeir eru vinir og hafa verið bandamenn í stjórnmálunum frá því þeir voru kjörnir á þing árið 1983. Afar ólík- legt er því að þeir gefí báðir kost á sér í leiðtogaembættið og dreifi þannig atkvæðum miðjumanna. Ljóst er þó að Brown er að svo stöddu ekki reiðubúinn að víkja fyrir vini sínum. Líklegt er að annar hvor þeirra verði í framboði gegn John Prescott, 55 ára tals- manni flokksins í atvinnumálum og helsta leiðtogaefni vinstriarmsins. SKULDIRNAR VAXA OG VAXA Sérhver fjölskykla skuldar að meðaltali um 3,9 milljónir króna. SÉRHÆFING OG SJÁLFVIRKNI göngin eru eitt mesta tækniaf- rek þessarar aldar ofsahraða um Ermarsund Ermarsunds- Sumir segja mig safna drasii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.