Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vinnuhópur um nýtingu einstakra fiskstofna við Isiandsstrendur
132.000 tonna þorskafli
verði farið að tillögomum
í SKÝRSLU nefndar Hafrann-
sóknastofnunar og Þjóðhagsstofn-
unar um nýtingu einstakra fisk-
stofna er lagt til að þorskveiðar
verði skertar sem mest á næstu
árum í því skyni að efla stofninn
sem hraðast. Mælt er með að tek-
in verði upp sérstök veiðiregla sem
kveði á um að ekki megi veiða
meira en sem svarar 22% úr veiði-
stofninum árlega, þó þannig að
hámarksþorskaflinn verði ávallt
undir hættumörkum sem nú eru
metin í námunda við 175 þúsund
tonn. Verði þessari veiðireglu beitt
þýðir það að aflaheimildir miðað
við núverandi ástand veiðistofnsins
yrðu 132 þúsund tonn.
Skýrsluhöfundar, Brynjólfur
Morgunblaðið
Samkeppni
ummynd
á forsíðu
í TILEFNI 50 ára lýðveldisaf-
mælis efnir Morgunblaðið til
samkeppni um forsíðumynd á
sérstakt blað sem gefíð verður
út 17. júní. Þátttakendum er
í sjálfsvald sett úr hvaða efni
verkið er unnið en þemað er
„Lýðveldið 50 ára“. Skilafrest-
ur er til 10. júní.
Verkin geta verið vatnslita-
myndir, olíumyndir, krítar-
myndir, klippimyndir, Ijós-
myndir o.s.frv. Eina skilyrðið
er að verkið hafí ekki komið
fýrir sjónir almennings.
Verkunum skal skilað í mót-
töku Morgunblaðshússins,
Kringlunni 1, innpökkuðum,
ásamt áföstu iokuðu umslagi,
þar sem fram kemur nafn
listamanns, heimilisfang og
símanúmer. Ef fjöldi verka
berst, gefur það hugsanlega
tækifæri til að setja upp sýn-
ingu. Allir þeir, sem senda inn
verk, fá þau til baka að sam-
keppni lokinni.
Dómnefnd er skipuð þremur
aðilum, þeim Árna Jörgensen,
Braga Asgeirssyni og Sjöfn
Haraldsdóttur. Hún áskilur sér
rétt til að hafna öllum verkun-
um.
Verðlaun fyrir mynd, sem
birt verður á forsíðu, er
200.000 kr.
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Bílvelta við
Ananaust
UM FIMMLEYTIÐ á laugardags-
morgun valt sendibíll á hringtorgi
við Ánanaust. Maður og kona voru
í bílnum og hlupust þau á brott
frá slysstað.
Lögregla hljóp fólkið uþpi, öku-
maður er grunaður um ölvun við
akstur. Fólkið slapp án meiðsla.
Bjarnason, Jakob Jakobsson,
Gunnar Stefánsson, Þórður Frið-
jónsson, Friðrik Már Baldursson,
Ásgeir Daníelsson og Kristján Þór-
arinsson, segja ljóst að þorskstofn-
inn sé langt undir þeim mörkum
að skila hámarksafrakstri. Hag-
kvæmt sé að stefna að því að
hrygningarstofn þorsks verði að
jafnaði 700-800 þúsund tonn og
veiðistofn þorsks 1,4-1,6 milljónir
tonna. Hrygningarstofninn er nú
um 220 þúsund tonn og veiðistofn-
inn 600 þúsund tonn. I skýrslunni
segir að afrakstur slíks stofns
gæti verið 350 þúsund tonn á ári
og útflutningsverðmæti þorska-
furða yrði 19 milljörðum kr. meiri
á ári en miðað við óbreyttan afla.
Ford fær
uppreisn
æru
FORD Galaxy Sævars Péturssonar
bifvélavirkja er sannkölluð borg-
arprýði, enda hefur eigandinn
lagt ómælda vinnu í að endurnýja
bílinn undanfarið 2Vi ár. Bíllinn,
sem er af árgerð 1959, mun vera
sá eini gangfæri af þeim bilum
sömu tegundar sem fluttir voru
tii landsins á sínum tíma, en Ga-
laxy-bíll var fluttur hingað frá
Bandaríkjunum í fyrra. „Þegar
bíllinn kom til landsins var hann
svartur og fyrsti eigandinn var
Eyþór Tómasson, forstjóri Lindu
á Akureyri,“ sagði Sævar. „Þegar
ég fékk bílinn var hann enn gang-
fær, en ég breytti honum tölu-
vert. Hann var til dæmis með
gluggapósta i hliðum, en er nú
hardtop-útgáfa. Þá var í honum 6
strokka vél, en ég fékk réttu 8
strokka vélina í hann að utan. Það
er ekki að finna í honum eina
skrúfu, sem ekki hefur verið átt
við. Ég hef ekki reynt að taka
saman hvað billinn hefur kostað
mig, enda reyndi meira á þolin-
mæðina en pyngjuna við þessa
vinnu." Þeir sem hafa áhuga á að
beija bíl Sævars augum geta gert
það á sýningu Fornbílaklúbbsins
i Laugardalshöll um hvítasunn-
una.
Afraksturinn á þessu ári var áætl-
aður um 180 þúsund tonn en
skýrsluhöfundar óttast að hann
verði um eða yfír 200 þúsund tonn
þegar fiskveiðaárinu lýkur.
13 ár þar til þorskafli fer yfir
300.000 tonn
Helstu niðurstöðumar eru að
miklar líkur séu á eflingu þorsk-
stofnins með aflareglunni (22% af
veiðistofninum) en líkur á hruni í
þorskstofninum sé 175 þúsund
tonna afla haldið til streitu séu 7%.
Gera megi ráð fyrir að 13 ár líði
þar til þorskafli fer yfir 300 þús-
und tonn en það gæti þó gerst
fyrr. 7% líkur séu á því að það
gerist árið 2002 eða fyrr en einnig
EDWARD Derwinski, fyrsti aðstoð-
arutanríkisráðherra Bandaríkjanna í
stjórnartíð George Bush, hefur verið
tilefndur aðalræðismaður íslands í
Chicago, Illinois í Bandaríkjunum.
Eftir er að fá viðurkenningu Banda-
ríkjastjórnar fyrir tilnefningunni en
að sögn Harðar H. Bjarnasonar
sendiherra, sem sér um ráðningu
ræðismanna fyrir utanríkisráðuneyt-
ið, er nánast um formsatriði að ræða.
Hörður kvað mjög mikilvægt að fá
Derwinski til starfans, hann væri
áhrifamaður í Bandaríkjunum og
hefði verið mjög hliðhollur íslending-
um.
Edward Derwinski var ráðunaut-
ur Reagans Bandaríkjaforseta og
einn af þeim stjórnmálamönnum í
utanríkisráðuneytinu sem héldu
áfram eftir að Bush varð forseti.
Hann er repúblikani og hefur verið
viðriðin stjórnmál allan sinn starfs-
aldur og átt sæti í þinginu í 23 ár.
Hann var sá aðili sem fjallaði um
deilumálið um flutninga varnarliðs-
ins, er Rainbow Navigation bauð í
flutningana gegn Eimskipafélagi ís-
eru 15% líkur á að það gerist ekki
fyrr en árið 2014 eða síðar. Miðað
við að aflareglunni yrði beitt ykist
árlegur hagnaður af veiðunum
hratt samhliða aukinni stofnstærð
þorsks og minnkandi tilkostnaði
við veiðamar. Þess má geta að
árið 1980 þegar þorskafli hér við
land varð hvað mestur var talið
að veitt hefði verið um 30% af
veiðistofninum.
Yrði lágmarksaflinn hins vegar
ákveðinn 225 þúsund tonn væru
52,5% líkur á hruni í þorskstofnin-
um strax árið 2000. Hrun er skil-
greint sem varanlegt fall hrygning-
arstofnsins niður fyrir 100 þúsund
tonn.
lands, og und-
irritaði sam-
komulag við
Matthías Á.
Mathiesen, þá-
verandi utan-
ríkisráðherra,
um málið. Átti
hann mikinn
þátt í lausn
þess máls. Þá
hefur hann
einnig beitt sér
mjög gegn þvingunaraðgerðum
Bandaríkjastjórnar gegn íslending-
um í hvalamálum.
„Það er mjög jákvætt, að Edward
Derwinski skuli fást til þess að taka
að sér aðalræðismannsstarfið í
Chicago," sagði Hörður H. Bjarna-
son í samtali við Morgunblaðið í
gær. „Hann er sjálfur af pólskum
uppruna og tilheyrir þar af leiðandi
minnihlutahópi í Illinois, er mjög vel
kynntur og áhrifamikill innan stjóm-
kerfísins. Eftir er að fá samþykki
utanríkisráðuneytisins í Washing-
ton, en það er nánast formsatriði."
Skuldirnar vaxa og
vaxa
►Ný skýrsla félagsmálaráðherra
sýnir að skuldir fjögurra manna
fjölskyldu nema um 3.9 milljónum
króna og hafa vaxið ár frá ári./lO
Hjálp gegn sálrænum
áföllum
►Öll alvarlega áföll valda streitu-
viðbrögðum, oft í þeim mæli að
fagleg hjálp er nauðsynleg. /12
Er eitthvað að börnun-
um okkar?
►Uppeldismál á íslandi skoðuð
meðal annars í ljósi kenninga
Penelope Leach./14
Fegurðarsamkeppni
íslands
►Stúlkumar sem keppa til úrslita
í Fegurðarsamkeppni Islands
kynntar í máli og myndum./18
Sérhæfing og sjálf-
virkni
►Biynjólfur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Granda h.f., hefur
unnið við sjávarútveg í tíu ár. Þetta
hafa verið mikið breytingaskeið í
íslenskum sjávarútvegi./20
Á ofsahraða undir
Ermasund
►Ermasundsgöngin eru eitt
mesta tækniundur þessarar aldar
og með opnun þeirra hefur tæplega
tveggja alda gamall draumur
Napóleons keisara ræst./22
B
► 1-28
Sumir segja mig saf na
drasli
►Friðjón Árnason, bílstjóri í
Lundareykjadal, hefurþá köllun
að safna gömlum dráttarvélum og
gera þær upp. Hann hefur safnað
saman tæplega 40 gripum og vinn-
ur verk sitt við erfiðar aðstæður./l
Getur svartur maður
átt hvíta konu
►Litið inn á Umburðarlyndissafn-
ið í Los Angeles. /6
Til eru fræ
►Haukur Morthens var einn ást-
sælasti söngvari þjóðarinnr í yfir
40 ár. Hann hefði orðið sjötugur
næstkomandi þriðjudag./lO
Mekka fjölmlðlunar
►Hluti af námi fjölmiðlafræði-
nema er að kynna sér fjölmiðla-
flóru í öðrum löndum. Hér segir
af ferð þeirra til Bandaríkj-
anna./14
BÍLAR
► 1-4
Caclllac Fleetwood
Brougham
►Fyrsta alvörulímúsínan komin
til íslands. /2
Fornbílar
►Bugatti-safnið í Mulhouse i
Frakklandi skoðað. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Fólk f fréttum 42
Leiðari 26 Bíó/dans 43
Helgispjall 26 íþróttir 46
Reykjavíkurbréf 26 Útvarp/sjónvarp 48
Minningar 29 Dagbók/veður 51
Myndasögur 38 Gárur 8b
Brids 38 Mannlffsstr. 8b
Stjörnuspá 38 Dægurtónlist 12b
Skák 38 Kvikmyndir 13b
Bréftilblaðsins 38 Samsafnið 26b
Vfkvctji 40
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðalræðismaður Islands í Chicago
Fyrrum aðstoðar-
utanríkisráðherra
tilnefndur 1 starfið