Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 6
6 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Föðurlandshyggja og aukinn stöðugleiki
einkenna rússnesk sljórnmál
Valdabaráttan snýst
um tilkall til sögunnar
og arfleifðarinnar
svo sem sigrum í stríðum eða
hverskyns velgengni á alþjóðavett-
vangi, fyrr og síðar, er ekki við
miklum undirtektum að búast.
Það hefur verið hamrað á því
hvað eftir annað síðustu árin að
sagan endurtaki sig. Þetta hafa
menn viljað nota til að styðja þá
spádóma um að Rússland stefni
beint í einræði og svipi því mjög
til Þýskalands eins og það var á
árunum milli stríða. Það er raunar
búið að bergmála þessa skoðun svo
oft og lengi að margir eru farnir
að hugsa um framvindu atburða
nú, eins og þeir séu ekkert annað
en endurtekning sögunnar. En
þessi túlkun er í mikilli andstöðu
við það sem þó ætti að vera öllum
Astand mála í Rússlandi um þessar mund-
ir á sér enga hliðstæðu í sögunni og tómt
mál að tala um endurtekningu í þeim
efnum segir Jón Olafsson í þessari grein
sinni frá Moskvu.
Um síðustu helgi héldu
rússar upp á sigurinn
yfir Þjóðverjum 1945,
eins og gert er 9. maí
ár hvert. Hátíðahöldin voru að
þessu sinni með óvenju miklum
glæsibrag og þótti mörgum sem
ekkert vantaði nema hersýninguna
til þess að allt væri fullkomnað.
Aðalviðburður sigurdagsins var
opnun safns um föðurlandsstríðið
mikla, eins og Rússar kalla sinn
þátt í síðari heimstyijöldinni, stað-
sett í námunda við sigurbogann
sem reistur var á síðustu öld, til
að marka sigurinn á Napóleon.
Innrásum Napóleons og Hitlers
hefur jafnan verið líkt hvorri við
aðra einsog best sést á nafnagift-
unum. Stríðið við Napóleon er kall-
að föðurlandsstríðið, en við Hitler
föðurlandsstríðið mikla.
Níunda maí hátíðahöldin hafa
verið hálf vandræðaleg í
Moskvu frá því að tilvist Sovétríkj-
anna lauk, því einhvemveginn
vissu menn ekki hvemig ætti að
endurskoða sögulegan skilning á
aðdraganda og atburðum seinni
heimstyrjaldarinnar. Nú virðist
ráðið hafa verið fundið og fullkom-
in sátt ríkja um það að endurskoða
þennan skilning alls ekki. Það var
því nokkuð sérkennilegt að fylgjast
með hátíðahöldunum í ár. Þar var
allt á sömu bókina lært, dögum
saman upphófu fjölmiðlar kjark og
hreysti rússnesku þjóðarinnar, á
meðan stjórnvöld reyndu einsog
þau gátu að sýna styrk sinn, jafnt
innanlands sem utan og koma í
veg fyrir að stjómarandstaðan
stæli senunni, og tækist að brigsla
stjóminni um alþjóðahyggju og
landssölu. Engar gagnrýnisraddir
heyrðust, engar tilraunir voru
gerðar til að velta vöngum yfír því
hvort Rússar ættu kannski að sjá
sinn þátt í heimstyijöldinni í dálít-
ið öðm Ijósi en gert var á Sovéttím-
anum.
Kraftmikið sjónarspil
Hátíðahöldin voru í stuttu máli
kraftmikið útspil stjórnvalda, sem
vildu bæta ímynd sína í augum
almennings og reyna að gera
stjórnarandstöðuna hjákátlega.
Ferðalag Jeltsíns forseta til Þýska-
lands strax að hátíðahöldunum
loknum þar sem hann samdi tafar-
laust við vin sinn Helmut (einsog
hann komst að orði við rússneska
sjónvarpsmenn) um að fresta
brottkvaðningu síðasta rússneska
hermannsins frá Þýskalandi og
fleiri mikilvæg mál, var enn einn
liðurinn í þessari velheppnuðu her-
ferð. Það er óhætt að segja að
stjórnin hefur styrkt stöðu sína
síðustu daga; allt í einu er einsog
stjórnarandstæðingar til vinstri og
hægri, að ógleymdum hinum
Fijálsíyndu demókrötum, séu al-
Bráðhress með Helmut
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, í hópi aðdáenda sinna. Heimsókn Jeltsíns til
Þýskalands þykir hafa tekist vel. Vel fór með þeim tveimur
og höfðu menn til marks um það að Jeltsín kallaði kanslar-
ann Helmut. Báðir hafa þeir styrkt stöðu sína að undan-
förnu, stjórn Jeltsíns hefur sótt í sig veðrið og fylgi við Kohl
kanslara hefur farið vaxandi að undanförnu.
veg orðnir máttlausir. Þótt stjórn-
arandstöðunni tækist að halda fjöl-
menna fundi á sigurdaginn, var
alveg ljóst að Jeltsín forseti og
hans lið hafði tögl og hagldir.
En þetta sjónarspil sýndi líka
dálítið annað: Það er að verða
nokkuð skýrt hvaða sjónarmið
njóta vinsælda í landinu og hver
gera það ekki. Andstæðingum
Jeltsíns hefur tekist á síðustu
tveimur árum að skapa megna
tortryggni á öllum sleikjuhætti
gagnvart Vesturlöndum. Ta! um
vináttu við vestræn ríki, eða aðstoð
þeirra, fellur ekki í ftjóan jarðveg
í Rússlandi, nema jafnframt komi
fram að öllum sé ljóst innanlands
sem utan, að Rússland sé og verði
stórveldi. Sjálfsgagnrýni er tvíbent
líka. Um leið og hún beinist að
einhveiju sem Rússum er heilagt,
ljóst: Ástand mála í Rússlandi um
þessar mundir á sér alls enga hlið-
stæðu í sögunni. Þessvegna er líka
tómt mál að tala um endurtekn-
ingu sögunnar, jafnvel þó að allt
fari á versta veg.
Tilkall til sögunnar
Þótt atburðir sigurdagsins í
Moskvu hafi ekki farið hátt, né
verið alþjóðlegt fréttaefni, þá gáfu
þeir skýra mynd af því um hvað
valdabaráttan, baráttan um fram-
tíðina, snýst hér í Rússlandi. Hún
snýst um tilkall til sögunnar, að
hve miklu leyti þeir menn sem sitja
við stjórnvölinn geta gefið trúverð-
uga mynd af sér sem arftökum
keisaranna og flokksleiðtoganna,
sem vissulega voru harðstjórar, en
gerðu Rússland þó að stórveldi.
Það sem stjórn Jeltsíns hefur skort
hingað til er þessi trúverðugleiki
og af þeirri ástæðu hefur andstæð-
ingum forsetans tekist að ná mikl-
um áhrifum. Vissulega má til
sanns vegar færa að efnahags-
ástandið í landinu sé full ástæða
til pólitískrar ólgu, en á hitt ber
að líta, að mikill meirihluti rúss-
neskra kjósenda kveðst styðja
skársta kostinn af öllum illum
fremur en að hafa sérstaka trú á
einhveijum flokki eða stjórnmála-
manni. Efnahagsástandið minnkar
kannski varúð fólks gagnvart
lýðskrumurum, en það hefur ekki
gert almenning öfgasinnaðan.
Það er að sýna sig að rússneska
stjórnin tekst öðruvísi á við verk-
efni sín en dæmi eru um að stjórn-
völd hafi gert í Rússlandi og það
gefur út af fyrir sig ástæðu til
bjartsýni. Á hverri öld hafa verið
gerðar umbótatilraunir í Rússlandi
(enn eitt tilefnið til að halda því
fram að sagan endurtaki sig) og
jafnan hefur þeim lyktað með ein-
hverskonar afturhaldi, þó aldrei
nógu miklu til að gera umbæturn-
ar að engu. Eftir að Sovétríkin
hrundu benti margt tii þess að
afturhvarf til fyrri stjórnarhátta
væri yfirvofandi í mörgum þeirra
ríkja sem áður voru Sovétlýðveldi
og upp á síðkastið hefur mörgum
sýnst að í Rússlandi kynnu aftur-
haldsmenn að ná yfirhöndinni. En
nú er einsog stjórninni hafi tekist,
að minnsta kosti um stundarsakir,
að snúa öllu sér í vil með einföldum
hætti: Á meðan umbótastefnu er
að minnsta kosti haldið vakandi,
og ekki dregið úr vináttu við Vest-
urlönd, er allt kapp lagt á að halda
í heiðri venjur og hefðir, sovéskar
ekki síður en rússneskar.
Ernir og keisarafánar
Umbætur eru ekki nýjar í Rúss-
landi og þaðan af síður afturhald,
en það er nýtt að vinna að umbót-
um í nafni sögunnar, án þess að
gera greinarmun á stjórnum eða
tímabilum. Það var Rauði herinn
sem rak flótta Þjóðveija inn í miðja
Evrópu í lok síðustu heimsstyijald-
ar og festi upp rauða fána og
hamra og sigðir í höfuðsetrum
aðals- og borgarastéttar. En þegar
49 ára afmælis þessara sigra var
minnst á mánudaginn var, voru
önnur merki á lofti. Það voru tví-
höfða ernir og rússneskir keisaraf-
ánar sem settu svip sinn á daginn
og þótti engum mikið. Þegar við
vörnum föðurlandsins kemur eru
allir jafnir, herir, leiðtogar og aldir.
Það er hætt við að þeir sem
vonuðust eftir ennþá meiri upp-
Ijóstrunum og ennþá meira upp-
gjöri við Sovéttímann þurfi að bíða
enn um sinn. En í staðinn verður
kannski meiri stöðugleiki í pólitík
en menn hafa búist við, að minnsta
kosti ef framhald verður á sköru-
leik stjórnarinnar.
Líkur á hvala-
griðasvæði
á suðurslóðum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ALLT bendir til að á næsta fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem haldinn
verður í Mexíkó í lok mánaðarins, verði samþykkt að koma á griðasvæði
fyrir hvali á suðurslóðum. Að mati Grænfriðunga gæti griðasvæði mark-
að endalok hvalveiðiiðnaðarins. Einnig eru líkur á að hrefnukvóti Græn-
lendinga verði aukinn.
Áætlanir um griðasvæði hafa ver-
ið í deiglunni undanfarin ár, en fyrst
nú virðist sem meirihluti sé í ráðinu
fyrir hugmyndinni. Svæðið á að vera
fyrir sunnan 40. breiddargráðu.
Grænfriðungar hafa unnið að fram-
gangi áætlunarinnar og samkvæmt
þeim eru nú líkur á að hún nái fram
að ganga. Hún bitnar fyrst og fremst
á hvalveiðum Japana og Grænfrið-
ungar halda því fram að Japanir
hafi reynt að bera fé á smáríki til
að fá þau til að greiða atkvæði gegn
tillögunni. Grænfriðungar álíta að
griðasvæði geti orðið til að gera
endanlega út af við hvalveiðiiðnað-
inn. í febrúar voru greidd atkvæði
um áætlunina í ráðinu, en þá sátu
Danir hjá. Nú virðist svo sem þeir
muni greiða atkvæði með henni.
Búist er við að hrefnukvóti Græn-
lendinga verði aukinn, en þeir hafa
sérstakan kvóta, sem eingöngu er
veittur frumbýlisþjóðum. Kvóti
þeirra er þó lítill, nemur aðeins um
hundrað hrefnum á ári.
Reuter
Hreinlætið næst
guðdómnum
SKÓSMIÐUR situr á gangstétt í Bombay fyrir framan vegg
með myndum af Kristi og Sai Baba, kenniföður hindúa. Á veggn-
um er einnig vígorð á hindí: „Hreinlætið er næst guðdómnum".
Indverjar hafa tekið það til bragðs að mála myndir af guðlegum
verum og trúarleiðtogum á veggi til að koma í veg fyrir að
fólk skvetti úr skinnsokknum á þá.
Kínversk-
um andófs-
manni sleppt
Pekin^. Reuter.
STJORNVÖLD í Kína tilkynntu í
gær að þau hefðu leyst Chen Zim-
ing, einn af leiðtogum uppreisnar-
innar á Torgi hins himneska friðar
árið 1989, úr fangelsi.
Chen Ziming
er 41 árs
menntamaður og
var dæmdur í 13
ára fangelsi fyrir
gagnbyltingart.il-
raun árið 1991.
Systir hans sagði
að hann væri
veikur og hefði
verið sendur í læknismeðferð í
grennd við Peking í 20 daga, eða
þar til eftir 4. júní þegar fimm ár
verða liðin frá blóðbaðinu á Torgi
hins himneska friðar.
Fréttaskýrendur sögðu að þessi
ákvörðun kínverskra stjórnvalda
gæti stuðiað að því að Bill Clinton
Bandaríkjaforseti gæti veitt Kínveij-
um bestu viðskiptakjör.
I
\
l
I
-