Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skinku-Brynka og Kalkúnlærin stinga upp á því að landbúnaðarrevían verði endurflutt. Ný lög um Lífeyrissjóð sjómanna samþykkt Reglugerð verði bor- in undir þingnefnd í NÝJUM lögum um Lífeyrissjóð sjómanna, sem samþykkt voru á Alþingi á miðvikudag, er bráðabirgðaákvæði um að fjármálaráð- herra skuli leita álits efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis áður en hann staðfestir reglugerð fyrir sjóðinn. Var þetta ákvæði sett í lögin að tillögu nefndarinnar. Lögin eru einskonar rammalög en stjóm sjóðsins á að semja reglu- gerð starfsemina, meðal annars til að bæta fjárhagsstöðu sjóðsins. Samkvæmt lögunum þurfa Alþýðu- sambandið, Farmanna- og fiski- mannasambandið, Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda, Landssam- band íslenskra útvegsmanna, Sjó- mannasambandið, Vinnuveitenda- sambandið og fjármálaráðherra að staðfesta reglugerðina. Lífeyrisréttindi skert Þegar þriðja og síðasta umræða hófst um frumvarpið á Alþingi fyrir þremur vikum óskaði Svavar Gests- son þingmaður Alþýðubandalags eftir frestun þar sem fulltrúar sjó- mannasambanda óskuðu eftir að ræða við efnahags- og viðskipta- nefnd. Þá lágu fyrir drög að reglu- gerð sjóðsstjórnarinnar og sam- kvæmt þeim var gert ráð fyrir að Álit umboðsmanns Alþingis Ekki taldir vanhæfir til setu í örorkunefnd UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Gaukur Jörundsson, hefur komist að þeirri niðurstöðu að læknarnir Brynjólfur Mogensen og Gísli Einarsson séu ekki vanhæfir til setu í örorkunefnd þrátt fyrir trúnaðarstörf sem þeir hafí innt af hendi fyrir tryggingarfé- lög. Fimm hæstaréttarlögmenn báru í haust fram kvörtun til umboðs- manns Alþingis vegna skipunar læknanna í örorkunefnd. Hæstaréttarlögmennirnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Viðar Már Matthí- asson, Atli Gíslason og Sigurður G. Guðjónsson báru fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna skip- unar þeirra Brynjólfs og Gísla í ör- orkunefnd samkvæmt 10. grein skaðabótalaga nr. 50/1993. Töldu þeir að læknarnir uppfylltu ekki al- menn hæfísskilyrði tii setu í um- ræddri nefnd vegna starfa sinna í þágu tryggingarfélaga. I áliti um- boðsmanns Alþingis kemur fram að einungis kvörtun þeirra Jóns Stein- ars og Vilhjálms uppfyllti lagaskil- yrði um kvartanir til embættisins, og var hún því tekin til efnismeðferð- ar. í niðurstöðu umboðsmanns Al- þingis segir að með tilliti til þeirra gagna sem fyrir hann hafi verið lögð verði ekki séð að læknarnir Brynjólf- ur Mogensen og Gísli Einarsson verði fyrirsjáanlega vanhæfír til meðferðar svo margra mála sem fyrir örorkunefnd muni koma að telja beri þá almennt vanhæfa til setu í nefndinni. skerða lífeyrisréttindi, þar á meðal lífeyri sjómanna undir 65 ára aldri. Nú geta sjómenn fengið ellilífeyri úr sjóðnum frá 60 ára aldri. Vilhjálmur Egilsson varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði á Alþingi á miðvikudag að samtök sjómanna styddu lagafrumvarpið þar sem þau vildu ekki lofa lífeyris- greiðslum úr sjóðnum sem ekki væri hægt að standa við vegna slæmrar íjárhagsstöðu. Hann vitnaði í bréf frá Farmanna- og fískimannasam- bandinu þar sem eindregið er lagt til að Alþingi samþykki lögin. Hár rekstrarkostnaður Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins gagnrýndi frumvarpið harðlega og samtök sjó- manna fyrir að styðja það. Hún benti á að þrátt fyrir slæma fjár- hagsstöðu hefði verið eytt 35 millj- ónum króna til byggja hús fyrir sjóð- inn og rekstrarkostnaður sjóðsins næmi 35 milljónum á ári. Svavar Gestsson lagði til að mál- inu yrði frestað til hausts þar sem fram hefðu komið ábendingar um að ríkissjóður eigi að standa undir kostnaði við 60 ára lífeyrisaldur sjó- manna. Guðmundur Hallvarðsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í þingræðu að þessu hefði verið heitið árið 1981. Tillaga Svavars var felld og lögin um sjóðinn síðan samþykkt með 24 atkvæðum gegn 7 atkvæðum þingmanna Alþýðu- bandalagsins en 7 greiddu ekki at- kvæði. Halldór Ásgrímsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði við Morgunblaðið að það væri ekki venjulegt að setja ákvæði í lög um að leita skuli álits þingnefnda. En málið í heild væri óvenjulegt því umrædd lífeyrisréttindi hefðu verið ákveðin á grundvelli laga, sem sett voru árið 1979 að undangengnum kjarasamningum. I próflestri í vorblíðunni Latína o g gríska erfiðust „Bærilegt og jafnvel skemmtilegt“ Sveinn Guðmarsson úsundir náms- manna hafa setið við próflestur undanfarnar vikur. Sveinn Guðmarsson er tvítugur menntaskólanemi sem stundar nám í fornmála- deild við Menntaskólann í Reykjavík og er að ljúka stúdentsprófi í vor. Hann þurfti að gangast undir 15 skrifleg og munnleg próf í vor og á nú aðeins eftir að þreyta tvö próf í munnlegri íslensku og ensku. „Þetta hefur geng- ið ágætlega," segir hann. „Þetta er bijáluð vinna en ég hef bara tekið hvert próf fyrir sig og ekki látið mér þetta vaxa neitt í augum. Þá hefur þetta verið bærilegt og jafnvel skemmtilegt," segir hann. „Það versta er yfirstað- ið og nú á ég bara tvö próf eftir. Það var erfiðast að Iæra fyrir próf í latínu og grísku en svo kom reyndar í ljós að hvorugt prófíð var mjög erf- itt,“ segir Sveinn. Hann segist vera nokkuð sáttur við hvernig til hafi tekist í prófunum í vor. „Ég hef stundað félagslífið grimmt í vetur þannig að ég hef ekki getað beitt mér eins mikið í náminu og þess vegna hef ég þurft að leggja aðeins harðar að mér í prófunum núna heldur en gengur og ger- ist,“ segir Sveinn en hann var inspector scholae í menntaskólan- um í vetur og var einnig í sigurl- iði MR í spurningakeppni fram- haldsskólanna, Gettu betur. „Það hefur því verið í nógu að snúast. Það er líka oft þannig, að þegar maður hefur mjög mikið að gera, þá er það meiri hvati til að standa sig vel á öðrum sviðum," segir hann. ► SVEINN Guðmarsson er að íjúka stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík í vor. Sveinn er fæddur 18. febrúar árið 1974. Hann er borinn og barnfæddur Seltirningur og býr á Barðaströnd 23 á Sel- tjarnarnesi. kann að virðast, þá gengur mér yfírleitt betur að læra þegar það er bjart úti heldur en þegar það er rigning og drungi. Við félag- arnir höfum líka skroppið út í fótbolta og slappað af á milli próf- anna. Veðurblíðan gerir þetta bara betra,“ sagði hann. Túnsláttur í sumar - landafræði í haust Betra að lær þegar bjart er utan dyra Frá átta á morgnana til ellefu á kvöldin Sveinn hefur stundað nám í svonefndr fornmáladeild 1 en í vetur lögðu óvenju margir eða átta nemendur stund á fornmálin í MR. „Þetta er eina deildin á land- inu sem kennir forngrísku. Við erum óvenjumörg núna en bæði í árgöngunum á undan og á eftir okkur hefur verið frekar lítill áhugi fyrir þessu. Þetta eru nátt- úrlega svínþungar greinar en þessi klassísku fræði eru mjög skemmtileg og áhugaverð," segir hann. _________ Fyrsta prófið var haldið 18. apríl en Sveinn segist fara í síðasta prófið 23. maí. Utskriftin fer svo fram ' ” 26. maí. „Það líða yfirleitt þrír eða fjórir dagar á milli prófa,“ segir hann þegar hann er spurður hvernig hann hagi próflestrinum. „Ég tek það yfirleitt rólega þegar ég er búinn í hveiju prófi framan- af degi en næstu daga þar á eftir og fram að næsta prófí vakna ég í síðasta lagi klukkan átta á morgnana og er svo að alveg fram undir klukkan ellefu á kvöldin. Ég tek mér náttúrlega pásu öðru hvoru og fer út í fótbolta," segir hann.“ Aðspurður hvort ekki hefði reynst erfitt að sitja daglangt við próflestur í veðurblíðunni að und- anförnu sagði Sveinn svo ekki vera. „Svo furðulegt sem það Sveinn hefur fengið vinnu í sumar í áhaldahúsi Seltjarnarnes- bæjar en þar hefur hann starfað yfír sumartímann undanfarin ár og segist einkum hafa það verk- efni með höndum að fást við tún- slátt. Hann kveðst þó ætla að fá sér vinnu með háskólanáminu sem hann er ákveðinn í að stunda næsta vetur. Sveinn ætlar að inn- rita sig í Háskóla íslands og hefja þar nám í landafræði í haust. „Frá því að ég man eftir mér, hef ég haft mikinn áhuga á landa- fræði, jarðfræði og náttúrufyrir- bærum, og hef legið yfir kortum ________ og svoleiðis," svarar Sveinn þegar hann er spurður hvað hafi ráðið því vali. Hann segir að flestum kunningjum sinum hafi gengið bæri- lega að fínna sér sumarvinnu að þessu sinni þó hann hafí líka orð- ið var við að ýmsir framhalds- skólanemar hafi fengið lítið að gera. „Þó virðist þetta nú blessast hjá flestum," segir hann. Eins og að framan segir sigr- aði lið Menntaskólans í Reykjavík í spurningakeppni framhalds- skólanna í vetur og unnu Sveinn og félagar hans í sigurliðinu til veglegra verðlauna, m.a. ferðar til Parísar og Amsterdam. „Við förum þó ekkert fyrr en í lok ágúst, þegar við erum komnir með peninga fyrir gjaldeyri. Þá förum við allir saman og tökum þjálfarann okkar með,“ segir hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.