Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 10

Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 10
10 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐÍÐ SKULDIRNAR YAXA OG VAXA eftir Hjólmor Jónsson ÞAÐ ERU ekki nema fimmtán ár síðan það hafði ýmsa kosti að skulda á íslandi og raunar gat aðgangur að lánsfé haft mikið að segja varðandi fjárhagslega afkomu manna, það er að segja hvaða möguleika þeir áttu á að eignast meira en hin- ir sem ekki skulduðu og ekki tóku lán til að kaupa sér íbúð, bíl eða jafnvel ísskáp áður en gengisfellingin reið yfir, sem var væntanleg og allir vissu um sem vita vildu. Ennþá, fimmtán árum síðar, skiptir höfuðmáli um afkomu fólks hvort og hversu mikið það skuldar, en nú á hinn veginn. Þeir sem mikið skulda og þurfa að verja stórum hluta af ráðstöfunartekjum sínum til greiðslu vaxta- og verðbótakostnaðar í þjóðfélagi verðtrygging- ar, hafa minna til ráðstöfunar heldur en hinir sem lítið eða ekkert skulda. Þegar efnahagskreppa með minni atvinnutekjum og jafnvel atvinnumissi siglir í kjölfarið verður hart í búi á mikið skuldsettum heimilum og við mörgum blasir ekki annað en eignamissir. Lengi vel var hægt að bjarga sér með því að bæta við sig vinnu og auka þannig tekjurnar. Þegar það er ekki hægt er næst hendi að minnka útgjöldin og kröfurnar til lífsgæðanna og það er það sem margir hafa gert á síðustu misserum. Samt hafa skuldir heimilanna vaxið ár frá ári. Einhvern tímann á óverð- tryggða verðbólgutím- anum glötuðust gömlu sannindin um grædda eyrinn geymda, sem sannarlega voru öfugmæli á þeim tíma, og þrátt fyrir verðtryggingu og raunvexti í einn og hálfan áratug virðast þau sannindi ekki hafa náð að festa rætur aftur enda hefur skuldabyrði hverrar fjölskyldu rúm- lega sexíaldast að raungildi á þessu tímabili. Samkvæmt skýrslu félags- málaráðherra sem lögð var fram á Alþingi nýlega og unnin var af Þjóð- hagsstofnun skulduðu heimilin í landinu 256 milljarða króna um síð- ustu áramót. Það jafngildir því að hvert mannsbarn skuldi um 970 þúsund krónur og hver fjögurra manna fjölskylda í landinu því að meðaltali um 3,9 milljónir króna. Hlutfall húsnæðisskulda er um 70% og því eru um 30% þessarar upphæð- ar tilkomnar vegna annarra skulda heidur en vegna öflunar eigin hús- næðis. Námslán eru talin hafa num- ið 31 milljarði um áramótin og hefur upphæð þeirra vaxið verulega á þessu tímabili eða ell- efufaldast að raur gildi frá árinu 1980. Athyglisvert er að árið 1980 var hlutfall húsnæðis- skulda miklu hærra en nú og má ætla að um 90% af skuldum heimilanna hafi þá verið tilkomnar vegna ' öflunar eigin húsnæðis. í skýrslunni kemur fram mjög mismunandi skuldabyrði eftir kynslóðum, þar sem fram kem- ur að fólk í kringum 35 ára aldur skuldar mest en síðan dregur jafnt og þétt úr skuldunum. Að stórum hluta er þetta vegna þess að fólk á þessum aldri þarf mest að fjárfesta og þarf því að taka meiri lán en aðrir, en að hluta til er þetta vegna þess að eldri kynslóðir höfðu aðgang að óverðtryggðu lánsfé, sem rýrnaði hratt á síðasta áratug einkum í upp- hafi hans. Þá kemur fram í skýrsl- unni að skuldir eru hlutfallslega mestar hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Hjón sem eru með undir einni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.