Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAfJIÐ
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 11
i
Mánaðarlaun 100.000 150.000 200.000 250.000 300.000
Greiðsla í lífeyrissjóö 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000
Skattur (41,84% 17.925 38.845 59.765 80.685 101.605
Ráðstöfunartekjur 78.075 105.155 132.235 159.315 186.395
Greiðslugetan er 20% af brúttólaunum 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000
Eftir er: 58.075 75.155 92.235 109.315 126.395
OH-
H----h
H----1---h
H----1---1----h
1980 ’81 '82 ’83 ’84 ’85 ’86 '87 ’88 ’89 '90 ’91 ’92
5,0 millj. kr.
4,5
og2y°ngrri ^ ** ^ ^ ^ ^ o7g6eldri
u
Greiðslubyröí lana hjá RS3
Húsnæðisstofnun ríkisins O
Afborganir og vextir af láni að upphæð kr. 1 milljón á 3ja mánaða fresti
Afborganir lána hjá Byggingarsjóði verkamanna
Félagslegar eignaríbúðir, lánstími 43 ár
1,0% vextir HHHHH 7.297
2,4%vextir HHHHHH 9.464
Afborganir iána hjá Byggingarsjóði ríkisins
Lánstími allt að 40 ár
4,9% vextir
Afborganir vegna húsbréfaviðskipta
Fasteignaveðbréf, lánstími 25 ár
5,0% vextir
5,75% vextir
6,0% vextir
15.534
milljón króna í tekjur greiða að
meðaltali 20% af tekjunum í vexti,
en hjón sem eru með að meðaltali 5
milljónir króna í árstekjur og þar
yfir greiða 5% sinna tekna í vexti.
Skuldir heimilanna hafa vaxið
jafnt og þétt frá því verðtrygging
var tekin upp. Bara á síðasta ári
hækkuðu skuldimar um 18 milljarða
króna milli ára en árlegur vöxtur
skulda heimilanna hefur verið í
kringum 15% að meðaltali á þessu
árabili. Mest var aukningin milli ár-
anna 1982 og 1983 eða 102%. Þessi
þróun endurspeglast í því að útlán
Íánastofnana til heimila tvöfaldast
hlutfallslega á þessu árabili. Þau
voru 18-19% af heildinni 1980 en
voru í fyrra 35-36%. Skuldir í hlut-
falli af ráðstöfunartekjum hafa vax-
ið úr 25% árið 1980 í 116% í fyrra.
Til samanburðar þá skiptir mjög í
tvo horn hvað þetta hlutfall varðar
hjá öðrum þjóðum. Á Ítalíu og í
Þýskalandi er þetta hlutfall í kring-
um fimmtungur ráðstöfunartekna
en í Bandaríkjunum og Japan er
hlutfallið 100-120%. Ef við lítum
okkur nær og til Norðurlandanna
þá er það um 70% í Finnlandi, 80%
í Svíþjóð og um 130% í Noregi. Þetta
hlutfall hefur hins vegar farið lækk-
andi í þessum löndum frá árinu 1988
á sama tíma og það hefur stöðugt
farið hækkandi hér á landi ár frá ári.
Fyrir þessari þróun eru ýmsar
eðlilegar ástæður og alls ekki ein-
göngu um að kenna skuldagleði ís-
lensks almennings. Þar má meðal
annars nefna að með verðtrygging-
unni hættu skuldir að rýrna sjálf-
krafa í verðbólgunni, eins og þær
höfðu gert áður. Mjög stórir árgang-
ar stofnuðu heimili á síðasta áratug
og er talið að 20% af skuldaaukning-
unni megi rekja til aldursdreifingar-
innar og þess mikla fjölda ungs fólks
sem stofnaði heimili á síðasta ára-
tug. Frelsi í vaxtaákvörðunum kom
til framkvæmda á miðju þessu tíma-
bili og lántökumöguleikar voru stór-
auknir, enda mjög litlar skuldir
áhvílandi á húsnæði í landinu. Fyrst
var Húsnæðislánakerfið frá 1986
sett á laggirnar en þá tvöfölduðust
ián til nýbygginga miðað við það sem
áður hafði verið og lán til kaupa á
notuðu húsnæði þrefölduðust. Hús-
bréfakerfið var síðan sett á fót 1989
í stað húsnæðislánakerfisins frá
1986 og með því voru, einkum í
byijun, stórauknir möguleikar á lán-
töku vegna húsnæðiskaupa, þar sem
greiðsluþol viðkomandi og veðhæfni
eignar var í raun og veru eina viðm-
iðunin á heimild til lántöku. Þar með
voru biðraðirnar sem fylgdu 1986
kerfinu einnig afnumdar en um átta
þúsund umsóknir biðu afgreiðslu þar
þegar húsbréfakerfið tók gildi, enda
var útgáfa húsbréfa mjög mikil fljót-
lega eftir að farið var að lána úr
því og afföll jukust hratt vegna mik-
ils framboðs.
Greiðslubyrði má nema 20%
af heildarlaunum
Fljótlega voru sett ýmis takmörk
á lántökur í húsbréfakerfinu og há-
markslán nú eru rúmlega 5,2 millj-
ónir til kaupa á notuðu húsnæði og
tæpar 6,3 miiljónir til nýbygginga.
Hafa ber í huga að um jafngreiðslu-
lán er að ræða, þannig að sama
greiðslubyrði er af láninu allan láns-
tímann. Til að fá húsbréfalán þurfa
umsækjendur að fá svonefnt
greiðslumat sem er í raun og veru
nokkurs konar vottorð um getu við-
komandi til að kaupa húsnæði miðað
við eignir og tekjur. í byijun var
greiðslumatið framkvæmt á vegum
Húsnæðisstofnunar en síðan var það
sett í hendur innlánsstofnana. Sig-
urður Geirsson, forstöðumaður hús-
bréfadeildar Húsnæðismálastofnun-
ar, segir að innlánsstofnunum sé
fyrirlagt að miða við að greiðslu-
byrði hemi ekki hærri upphæð en
20% af heildarlaunum, það er áður
en skattar, lífeyrisiðgjöld og annað
hefur verið dregið af launum. Það
sé að áliti margra orðið hátt hlut-
fall, enda sé fólk þá farið að greiða
meira en helming heildarlauna í
húsnæði, skatta og lífeyrisjóð og það
reynisl mörgum þungt í skauti. Þó
heimili reglugerð um húsbréfalán að
greiðslumat sé miðað við allt að 30%
af heildarlaunum að teknu tilliti til
vaxtabóta. Það sé alltof mikil
greiðslubyrði, því fólk standi ekki
undir slíkum greiðslum til lang-
frama. Miðað hafi verið við svo háa
greiðslubyrði þegar greiðsluerfið-
leikalánin voru veitt í húsbréfakerf-
inu og það hafi sýnt sig að fólk hafi
í mörgum tilvikum kiknað undan
henni.
Til að fá greiðslumat upp á að
geta tekið hámarkslán samkvæmt
núgildandi reglum þarf fólk að hafa
200-220 þúsund króna mánaðar-
tekjur. Sigurður segir aðspurður að
reynslan sýni að fólk nýti ekki
greiðslumatið að fullu, að meðaltali
kaupi það sér eign fyrir um 85%
þess sem greiðslumatið segði fyrir
um að hægt væri að kaupa. Greiðslu-
byrði af hverri milljón með 5% vöxt-
um er 5.900 krónur og rneð 6% vöxt-
um 6.500 krónur á mánuði. Greiðslu-
byrði af hámarksláni 5.240.000 kr.
er 30.900 krónur á mánuði miðað
við 5% vexti eins og hafa verið á
síðustu tveimur flokkum húsbréfa,
en vextirnir lækkuðu úr 6 í 5% síðla
á síðasta ári. Greiðslubyrði á há-
marksláni með 6% vöxtum er um 3
þúsundum hærra eða um 34 þúsund
krónur á mánuði. Á ári nemur
greiðslubyrði 5 milljón króna hús-
bréfaláns með 5% vöxtum 354 þús-
und krónum og láns með 6% vöxtum
390 þúsund.
660 umsóknir vegna
greiðsluerfiðleika
Samtals fengu um 1.200 manns
greiðsluerfiðleikalán í húsbréfakerf-
inu að upphæð 2,9 milljarðar króna,
en heimildin var tímabundin og rann
sitt skeið um áramótin 1991/92.
Slíkur lánaflokkur hefur ekki verið
opnaður eftir það, en stofnuninni er
heimilt að aðstoða þá sem eru í
greiðsluerfiðleikum með því að
skuldbreyta lánum til að létta
greiðslubyrði í samvinnu innláns-
stofnanir og lífeyrissjóði þar sem
samsvarandi endurskipulagning á
íjármálum umsækjanda fer fram og
einnig til þess að fresta greiðslum á
afborgunum og vöxtum af hús-
næðislánum í allt að þrjú ár ef viðko-
amndi hefur orðið fyrir tekjurýrnun
eða á við veikindi eða atvinnuleysi
að stríða. Vigdís Hreinsdóttir, for-
stöðumaður ráðgjafastöðvar Hús-
næðisstofnunar, segir að frá 1; októ-
ber síðastliðnum þegar samstarfið
byijaði hafi borist samtals 660 um-
sóknir og búið sé að afgreiða 356.
Allir þeir aðilar sem hafi yfirsýn
yfir fiármál fólks hafi lagst á eitt
um að láta þetta ganga vel fyrir sig
og það hafi gengið vonum framar
að lagfæra skuldastöðuna hjá fólki.
Auðvitað fái ekki allir óskir sínar
uppfylltar eins og þeir helst vildu,
enda sé nauðsynlegt að óskirnar séu
raunhæfar. Umsóknum hafi fjölgað
frá áramótum. Um 100 'umsóknir
berist stofnuninni í hveijum mánuði
og aðeins um 10% umsókna til við-
bótar komi frá bönkunum.
Greiðslubyrði er fall af þrennu,
upphæð láns, vöxtum og endur-
greiðslutíma. Best er auðvitað að
skulda sem minnst og þurfa ekki
að hafa áhyggjur af slíkum hlutum.
Ef það er haft að reglu að afla fjár-
ins áður en því er eytt hefur fólk
meira á milli handanna þegar upp
er staðið. En það reynist mörgum
torvelt. Til skamms tíma hefur það
ekki verið óalgengt hér á landi að
fólk taki neyslulán til skamms tíma
og ýti á undan sér talsverðu af
skammtímalánum, eins og til dæmis
yfirdráttarlánum, greiðslukortalán-
um eða skuldabréfalánum sem bera
hlutfallslega háa vexti miðað við
aðra lánamöguleika til lengri tíma.
Oft er sá möguleiki fyrir hendi að
gera áætlun til lengri tíma og leysa
sig þannig undan miklum fjár-
magnskostnaði af skammtímalán-
um, en þá þarf að vanda vel til allra
áætlana og standa við þær. Fyrir-
greiðslu til lengri tíma er hægt að fá
í bönkum og einnig hafa þeir sem
eru í lífeyrissjóðum möguleika á líf-
eyrissjóðslánum. Til dæmis geta fé-
lagar í Lífeyrissjóði verslunarmanna
til fengið lán á íjögurra ára fresti
úr sjóðnum en hámarkslán er nú
1.300 þúsund krónur og bera lánin
6% vexti. Lán til sjóðfélaga í Lífeyr-
issjóði verslunarmanna sem er
stærsti lífeyrissjóður Iandsins nema
um 23% af heildareignum sjóðsins
og um 18% af ráðstöfun fjár síðasta
árs voru lán til sjóðfélaga. Saman-
lögð skuld heimilanna í landinu við
lífeyrissjóðakerfið nam 35 milljörð-
um á síðasta ári.
Ráðgjöf og greiðsluþjónusta
Þá hafa innlánsstofnanir að und-
anförnu verið að taka upp þjónustu
fyrir fólk við að endurskipuleggja
fjármál þess. Þjónustan felst í því
að farið er yfir fjármálin og fólki
veitt ráðgjöf um það hvernig hag-
kvæmast sé að standa að útgjalda-
jöfnun, en útgjöld geta verið mjög
mismunandi milli mánaða.
Greiðsluáætlun er útbúin, greiðslun-
um jafnað á alla mánuði ársins og
skuldfærð af launareikningi viðkom-
andi sú upphæð sem þarf til að
standa undir greiðslum á föstum
útgjöldum. Bankinn tekur að sér að
greiða reikninga og jafna út sveiflum
á útgjöldum..
lngólfur Guðmundsson, forstöðu-
maður markaðsdeildar Landsbank-
ans, segir að mjög erfitt sé að gefa
einhveija þumalputtareglu um það
hve fólki sé óhætt að skulda mikið.
Húsnæðisstofnun miði við að
greiðslubyrði sé ekki meiri en sem
nemi 20% af heildarlaunum, en það
hafi sýnt sig að vera ekki einhlít
regla. Burtséð frá launum sé það
mjög mismunandi hvaða greiðslu-
byrði fólk ráði við. Reynslan sé sú
að það sé mjög einstaklingsbundið
og þarfnist skoðunar í hveiju tilviki.
Neyslumunstrið ráði mestu um nið-
urstöðuna. Það sé greinilegt að
margir eigi mjög erfitt með að draga
úr neyslu þó þeir séu með góðar
tekjur. Það væri oft ekki fyrr en
fólk sæi svart á hvítu í hvað pening-
arnir færu þegar gerð væri
greiðsluáætlun vegna allra útgjalda
heimilisins á árinu að það gerði sér
grein fyrir hvar væri hægt að spara
og hvernig rétt væri að skipuleggja
heimilisreksturinn.
Ingólfur sagði að Landsbankinn
hefði fyrst byijað að feta sig inn á
þessa braut árið 1990. Þá hefði sýnt
sig að áhugi fyrir að skipuleggja
útgjöldin væri ekki sérstaklega mik-
ill meðal fólks. Nú væri áhuginn
mun meiri og það væri greinilegt
að átt hefði sér stað viss hugarfars-
breyting hjá fólki að þessu leyti.
Þegar ekki sé lengur vegna efna-
hagsástandsins hægt að bjarga sér
með því að auka tekjurnar sé eðli-
legt að fólk hugi að því hvernig
hægt sé að draga úr útgjöldunum.
Fólk sé margt hvert hætt að lifa
eins og happdrættisvinningur sé á
næsta leyti og vilji ekki lengur velta
á undan sér vandanum með dýrum
neyslulánum til skamms tíma. „Það
sýnir sig að margir á tiltölulega lág-
um launum ná að hreinsa upp svona
vandamál ekkert síður en þeir sem
hafa tiltölulega góðar tekjur. Öllu
skiptir að fá upp á borðið aliar skuld-
irnar og setja það vel niður fyrir sér
hvernig staðan sé í raun og veru.
Það verður að að taka fjármálin föst-
um tökum og skuldbreyta til nægi-
lega langs tíma miðað við greiðslu-
getu sé það nauðsynlegt," sagði Ing-
ólfur ennfremur.
50% til fastra útgjalda
Búnaðarbankinn er einnig með
greiðslu- og ráðgjafaþjónustu í fjár-
málum. Edda Svavarsdóttir, for-
stöðumaður markaðssviðs Búnaðar-
bankans, segir að í áætlanagerð séu
tekið tillit til allra tekna og útgjalda
heimilisins. Öll föst útgjöld heimilis-
ins séu tekin með í reikninginn og
sú regla sé höfð að leiðarljósi að
föst útgjöld megi ekki vera hærri
en 50% af nettótekjum. Meðal fastra
útgjalda séu taldar allar afborgarnir
af lánum, hvort sem um er að ræða
lán til húsnæðiskaupa, námslán eða
bankalán. Að auki sé tekið inn í hiti,
rafmagn, fasteignaskattar, afnota-
gjöld, sími, dagvistargjöld og annað
slíkt sem hægt sé að telja til fastra
útgjalda. Inni í þessu væru í raun-
inni öll önnur útgjöld en hefðbundin
neysluútgjöld svo sem vegna mat-
vöru og fatnaðar og greiðslukort
væri heldur ekki hægt að taka inn
í föstu útgjöldin, þar sem úttektir
með þeim væru óþekktar stærðir.
Ekki væri hægt að búast við að fólk
kæmist af með minna en helming
nettótekna vegna daglegrar neyslu.
Síðan væri bætt 5% ofan á til að
hafa upp á að hlaupa vegna mögu-
legra hækkana eða einhverra ófyrir-
séðra útgjalda.
Hún sagði að oft hefði fólk hlaðið
upp alls kyns skuldum, bæði til langs
tíma skamms tíma, vegna greiðslu-
korts og annars. Upphæð heilda-
skuldar viðkomandi segði ekki alla
söguna um fjármálin, heldur til hve
langs tíma skuldin væri og hvernig
greiðslubyrðin dreifðist. Yfir þetta
væri farið þegar áætlun væri gerð.
Greiðslubyrðin væri reiknuð út og
tillögur gerðar um hvaða skuldir sé
hagkvæmt að greiða upp og hvaða
lánsmöguleikar séu aðrir fyrir hendi.
Edda sagði að eftirspurnin eftir
þessari þjónustu væri nokkuð stöðug
og hún væri alls ekki bundin við þá
sem ættu í greiðsluerfiðleikum held-
ut' væri þetta mjög þægileg þjónusta
fyrir alla sem þyrftu að jafna sveifl-
ur í tekjum og útgjöldum. Fólk sem
hafi til dæmis verið í námi á Norður-
löndunum eða í Bretlandi þekki
þessa þjónustu þaðan og sæki tals-
vert í hana. „Það er engin spurning
að það er mjög mikil þörf fyrir svona
þjónustu,“ segir hún.
H