Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ í'' HJÁLPGEGN SÁLRJENUM ÁFÖLLUM eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur/ljósmyndir: Jón Svavarsson FYRIR nokkur hélt Rauði krossinn á íslandi námskeið varðandi áfallastreitu og áfallahjálp fyrir sendifulltrúa sína. Þar veittu leiðsögn þau Borghildur Einarsdóttir geð- læknir og Rudolf Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur. I máli þeirra kom fram að nauðsynlegt er oft á tíðum að veita þeim sem verða fyrir sálrænum áföllum í starfi sínu faglega hjálp til þess að vinna úr erfiðri reynslu. Sendifull- trúar Rauða krossins, sem um þessar mundir eru ellefu að störfum í sex löndum, eru iðulega sendir á átakasvæði og verða því oft vitni að ýmiskonar ofbeldi og stríðsátök- um. Starfsfólk þetta tengist gjarnan samstarfsfólki sínu mjög nánum böndum en þegar verulega sverfur að duga trúnaðarsamtöl milli vina ekki alltaf til sálausorgunar, þá þarf faglega aðstoð til að koma í veg fyrir að hugarstríð nái að grafa um sig og verða að sálarmeini. að eru ekki aðeins sendifull- trúar Rauða krossins sem hafa gagn af leiðeiningum þeirra Borghildar og Rudolfs. Flest verðum við einhvemtíma fyrir sál- rænu áfalli eða einhver í námunda við okkur. Oft tengist þetta starfi fólks. Þau Borghildur og Rudolf lögðu enda áherslu á að góður til- finningalegur aðbúnaður í starfi sé hagkvæmur fyrir vinnuveit- anda. Ef fólk get- ur nýtt sér erfiða reynslu til aukins þroska, kemur það því til góða í starfi. Fram kom að jafnvel reynd- asta* fólk sýnir streitueinkenni við mikið álag, fær kvíðaköst eða martraðir. Öll al- varleg áföll valda streituviðbrögð- um, svo sem al- varleg hætta sem ógnar lífí eða limum, hætta sem steðjar að vinum og fjölskyldu, náttúruhamfarir og eyðilegging umhverfís, sömuleiðis nauðganir, sjálfsvíg nákomins fólks og það að verða vitni að of- beldi eða dauða fólks. Slík áföll valda streituviðbrögðum hjá hverj- um sem er. Ef ekki er að gert getur áfallið leitt til hugsýki. Hætta á slíku ræðst m.a. af eðli og styrk áfalls og gerð einstakl- ingsins. Fyrri reynsla getur t.d. valdið því að einhverjir hlutir fá mjög mikið á fólk, einnig getur ósveigjanleiki orðið til vandræða. Tilfínningalegt ójafnvægi getur einnig valdið miklu um hvemig áföllum er tekið. Viðbrögð við áfalli eru í ákveðnu samhengi við gerð þess. Ef áfallið er fólgið í hættu eða ógnun eru viðbrögðin yfírleitt kvíði, ef um missi er að ræða er sorgin mest áberandi. Ef togstreita er á milli tveggja kosta, velja þarf kannski á milli sjálfs sín og lífs vinar, þá verður sektarkenndin yfirþyrm- andi. Þetta eru eðlileg viðbrögð venjulegs fólks við óeðlilegum kringumstæðum. Bróö streilu- viöbrögó Bráð streituviðbrögð standa stutt. í stöku tilvika eru þau hömlulaus skelfing og jafnvel sturlun samfara minnistruflun. Lang oftast eru viðbrögðin annaðhvort of- virkni eða sinnu- leysi. Ofvirknin veldur því að fólk á erfítt með að vera kyrrt, ofvirkni er vörn gegn innri spennu og óró- leika. Sinnuleysi er annars konar vörn, tilfinninga- leg viðbrögð virðast þá í litlu samræmi við áfall- ið. Mikilvægt er að fólk sé vakandi fyrir báðum þessum þáttum. Oraunveruleikatilfinning kemur stundum fram við þessar aðstæð- ur, þá finnst fólki hlutimir ekki vera að gerast í raunvemleikanum. Algengt er líka að atferli virðist lítið afbrigðilegt - á yfirborðinu sýnist allt vera í Iagi - en einstakl- ingurinn er eigi að síður í sjokki. Þegar bráð streituviðbrögð eru gengin yfír tekur viðbragðsskeiðið við, það helst þegar hættan er lið- in hjá. Líkamleg einkenni hjaðna á þessu skeiði en tilfínningar taka að bæra á sér. Fólk endurupplifir þá hið erfíða áfall með tilfinningum sem lita áfallið. Á fyrsta mánuðin- um helmingast styrkur þessara til- finninga. Eftir nokkrar vikur frá áfalli tekur við endumýjunarskeið og í kjölfar þess kemur batinn. Ef bati tekst ekki tekur áfallahug- sýkin völdin. Hún einkennist t.d. af ofurviðbrögðum við áreiti, kvíða, hræðslu við vettvang, svefntmfl- Rauöi krossinn heldur námskeiö fyrir sendifulltrúa sina i áfallahiálp. Rétt viöbrögö koma öllum þeim aö gagni sem veröa ffyrir sálræn- um áföllum i leik eöa starfi, heima eöa heiman F.h.: Sigríður Guðmundsdóttir skrifstofusljóri alþjóðaskrifstofu Rauða krossins, Borghildur Einarsdóttir geðlæknir og Rudolf Adolfs- son geðhjúkrunarfræðingur. unum og martröðum. Einnig geta komið fram þunglyndiseinkenni og einangrun, sjálfsásakanir og sekt- arkennd, vöðvaspenna og pirring- ur. Hættulegt er að reyna að hundsa þær tilfinningar sem vakna við sálræn áföll. Sé það gert geta þær grafið um sig og komið fram með endurnýjuðum styrk löngu seinna. Þá getur verið erfitt að vinna úr þeim. Hætt er við að slíkt gerist ef umhverfið sýnir lítið um- burðarlyndi gagnvart þeim sem verða fyrir áföllum. Fólk reynir þá að láta sem allt sé komið í lag til þess að koma til móts við þessa kröfu umhverfísins. Hvaó er haegt aó gera Það sem hægt er að gera til þess að aðstoða þá sem verða fyr- ir sálrænum áföllum er að veita þeim líkamlega og andlega að- hlynningu. Mikilvægt er þá að þekkja einkenni bráðra streituvið- bragða. Seinna má beita aðstoð við tilfinningalega úrvinnslu. Slík aðstoð krefst reynds stjórnanda, er kerfisbundin og fer oft fram í hóp sem samanstendur af þeim sem að atburði þeim kom sem áfall- inu olli. Áfallahugsýki er hins veg- ar aðeins á færi sérfræðinga að meðhöndla og hún krefst yfirleitt einstaklingsmeðferðar. Afstaða hjálparaðila á að mótast af bjartsýni og vera jákvæð. Mikil- vægt er að fá til liðs nána ætt- ingja og vini og forðast skyldi að sundra fjölskyldum sem lent hafa í hremmingum saman. Sálræn skyndihjálp á vettvangi getur fyrir- byggt alvarleg og langvinn eftir- köst. Hjálparaðilar skulu sýna ró- semi, reyna að skapa öryggi. Lík- amleg snerting er mikilvæg og er oft hægt að koma henni að t.d. þegar líkamlegt ástand hins hrjáða er athugað. Einnig er nauðsynlegt að gefa gaum að frumþörfum, svo sem mat, klæðnaði og skjóli. Mikil- vægt er að gefa sér tíma og hvetja viðkomandi til þess að segja frá reynslu sinni, hugsunum og við- brögðum. Útvega ætti lyf við alvar- legum svefntruflunum og martröð- um. Að öðru leyti ber að forðast lyfjagjafir sem mest því þær trufla eðlilega úrvinnslu tilfinninga eftir áföll. Þeir sem koma til aðstoðar fólki sem orðið hefur fyrir sálrænu áfalli ættu að varast að tala um sjálfa sig, þeir eiga að hlusta í stað þess að tala. Þeir eiga að hafa að leiðarljósi að „vera fremur en að gera.“ Titraði og hágrét MEÐAL sendifulltrúa Rauða krossins sem sátu námskeið varðandi áfallastreitu og áfalla- hjálp var Maríanna Csillag. Hún kvað námskeið sem þetta geta komið að miklu gagni. Marianna var um tíma í Afganistan meðan þar geisuðu mikil stríðsátök. Við Elín Guðmundsdóttir vorum búnar að vera rúma þijá mánuði í Afganistan þegar Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur kom þangað til starfa,“ sagði Mar- íanna. „Þremur vikum seinna var Jón skotinn fyrir utan Kabúl. Ég var mjög ósátt við hvernig okkur Elínu vóru sögð þau tíðindi. Það var skyndilega boðaður fundur og ég kom á þann fund hress í bragði og bauð góðan dag. Þá stökk Elín á fætur og dró mig út og sagði mér hvað gerst hafði. Hún hafði þá fengið fréttirnar skömmu áður, þegar hún kom uppá spítala vegna fundarins. Mér finnst enn að stjórnendum- ir þar ytra hefðu átt að láta okkur vita strax þegar þetta gerðist. Við vorum þarna bara þrír Islendingar og urðum strax hvert öðru nákom- in. Þegar mér var sagt lát Jóns fékk ég hjartslátt, byijaði að titra og hágráta. Ég grét allan fundinn og eftir hann missti ég stjórn á skapi mínu, ég var svo óskaplega reið yfír að við Elín skyidum hafa fengið þessar sorgarfréttir svona. Ég jós úr skálum reiði minnar og fékk þannig mikla útrás. Svo var okkur boðið í hús til þess að ræða þetta mál og þar fékk ég enn meiri útrás fyrir sorg mína og reiði. Ég var lengi að jafna mig en Hjálparstarf - ekki sjálfsmorðsferðir „Ég hef víða farið til þess að vinna við þjálparstarf," sagði Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunar- fræðingur. „Árið 1985 fór ég til Eþíópíu á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar er hung- ursneyðin ríkti þar. Það var fyrir algera tilvi\jun að ég fór þangað, ég hafði aldrei ætlað mér að taka þátt í hjálparstarfi eins og sumir hjúkrunarfræð- ingar ætla sér frá upphafi, í augum margra stafar ævintýra- Ijóma frá slíku starfi. ♦ Eg er hins vegar ógift og bam- laus og slóst í hóp tveggja vinkvenna minna, sem vildu fara. í Eþíópíu fékk ég „bakteríuna“. Við hjálparstarf á ljarlægum slóð- um kynnist maður ókunnum siðum og menningu sem venjulegir ferða- menn fá sjaldnast tækifæri til að kynnast. Fólkið sem maður vinnur með kemur frá öllum löndum. En fyrst og fremst er þetta mikil og óvægin vinna. í hjálparstarfi á átakasvæðum kemst maður stund- um í aðstæður sem valda sálræn- um áfóllum. Aðstoð fagmanna við að vinna úr slíku er kærkomin. Hennar væri reyndar oft þörf hér heima en kannski á annan hátt. Ég vinn á Slysadeild Borgarspít- ala, þar gerast oft erfið atvik, en þar er ekki sú stöðuga ógnun sem ríkir á styijaldarsvæðum. Eftir að ég kom frá Eþíópíu fór ég til Thailands á vegum Rauða krossins og starfaði þar á spítala sem var við landamæri Kambódíu, en þar var þá stríðsástand. Til Sómalíu fór ég árið 1990 og var þar inni á átakasvæði og lenti í stríðinu þegar það byijaði. Við flúðum þaðan út. Síðan fór égtil Kenýa, þá var stríð í suður Súdan. Árið 1992 fór ég til Kabúl í Afgan- istan og þar lentum við aftur í miðju stríði og þurftum að yfir- gefa svæðið. Svo fór ég til Pakist- an skömmu síðar og var þar réttu megin við landamærin, þ.e. ekki á átakasvæðinu. í Sómalíu og Afganistan var ég inni á styijaldarsvæðinu ogþar var maður nánast í stöðugri lífs- hættu hvern einasta dag, ýmist vegna persónulegra ógnana manna með byssur og hnífa eða Pálina Ásgeirsdóttir að sprengjuhríðin dundi yfír okk- ur. Við urðum að flýja burt frá spítala fullum af sjúklingum og slíkt er ákaflega erfitt, eitt það versta sem ég upplifði í þessu starfi. Við vorum einu útlending- amir sem eftir voru, aðrir voru löngu farnir. Við fómm af því okkur var ekki vært lengur. Það er ekki meiningin með hjálpar- starí! að þetta séu sjálfsmorðsferð- ir. Öryggi starfsfólks Rauða kross- ins verður að vera tryggt. I Sómal- íu var hver og einn spurður: Viltu nokkuð vera að fara burtu. Þá leið manni mjög illa lengi á eftir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.