Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 15

Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 15 lagðist gegn því að fjallað yrði um viðkvæmar niðurstöður eins og stöðu barna heimavinnandi mæðra í fjöl- miðlum og þeir sem vildu kynna sér skýrsluna áttu í erfiðleikum með að nálgast hana, þar sem hún var aldr- ei gefin út. í umfjöllun um niðurstöð- ur í skýrslu yfir rannsóknina segir m.a.:„Athyglisvert er að geðheilsa barna, sem eru heima, virðist vera alvarlegri, en hjá þeim sem eru í gæslu utan heimilis. Margir myndu eflaust álíta að þessu væri öfugt varið. Málið er hins vegar flóknara en svo, að hægt sé að bera þessa hluti einhliða saman.“ Síðar segir: „Sum börn geta t.d. verið heima af því að þau hafa átt við líkamlega sjúkdóma að stríða eða eru fötluð að einhveiju leyti. Geðrænir erfíð- leikar geta einnig valdið því að böm- in eru höfð heima. Einnig geta ýms- ar ástæður foreldra - persónulegar og/eða félagslegar valdið því að börn eru heima“ og það var raunar svo í mörgum tilvikum," segir Guðfinna. „Hvað snertir kenningar Penelope Leach þá tel ég að hún reyni að koma með ögrandi skoðanir á börn- um og barnauppeldi til þess að fá fram umræður í samfélaginu, hvetja til umfjöllunar til að meira tillit sé tekið til þarfa barna af foreldrunum sjálfum og samféiaginu í heild. Hins vegar er hægt að nota ýmis sjónar- mið sem hún setur fram gegn henni sjálfri. Umræður um þessi mál eiga hins vegar ekki að fara út í karp um atriði sem litlu máli skipta, þannig að meginmarkmiðið, líðan og aðbún- aður barna, gleymist. Uppeldisað- ferðir eiga heldur ekki að vera meg- inmál í sjálfu sér heldur hitt að ala upp fólk sem verður að nýtum borgurum. Til þess tel ég nauðsyn- legast af öllu að börnum séu sett mörk í uppeldinu. Ég álít að agaieys- ið, sem hér er mikið vandamal í sam- bandi við börn, stafi af því að börnum sé ekki sett nógu skýr mörk af upp- alendum sínum. Agi og að setja mörk er ekki eitthvað neikvætt held- ur eru meiri líkur á að sjálfsstjórn eflist og gildismat þroskist þar sem slíkt er fyrir hendi. Gildismat barna þroskast betur hjá börnum ef foreldr- um þeirra tekst að setja mörk og beita kærieiksríkum aga. Líkamsr- efsingar virðast hins vegar ekki væn- legar til árangurs og hér á íslandi hafa þær ekki verið notaðar sem við- urkenndar uppeldisaðferðir - þó svo þeim sé beitt í meiri mæli en opinber- lega er vitað um. Mjög varhugavert er að gefa al- gild ráð um barnauppeldi. Börn eru mjög mismunandi að upplagi og þroskast mismunandi vegna uppeld- isáhrifa. Uppeldi ber að líta á sem þróun sem tekur mjög langan tíma en ekki sem röð af einstökum skammtímaáhrifum. Það er fráleitt að gefa einhveija eina línu um að svona skuli uppeldi vera og svona alls ekki. Börn geta þroskast'eðlilega við mismunandi, ólíkar aðstæður. Það væri hins vegar æskilegt að for- eldrar og aðrir sem hafa með börn að gera hefðu grundvallarþekkingu á bömum og hvernig þau þróast á ólíkum aldursskeiðum. Slíkt gæti hjálpað uppalendunum til að átta sig sjálfir á hvenær á að grípa inn í og hvað á að gera þegar vandi kemur upp. Ég tek undir kenningu Penelope Leach um þörf ungbarns fyrir skjóta aðhlynningu. Ungabarnið er algjör- lega háð öðrum og á því skilyrðis- lausan rétt á að komið sé til móts við þarfir þess eins og mögulegt er, kröfur barna í þessum efnum eru hins vegar mismunandi og því þarf að sýna sveigjanleika. Aldrei er hægt að gera of mikið úr þýðingu mikillar samveru móður og ungbarns. Að halda því fram að börnum sé skað- legt að vera í umönnun á dagvistar- stofnunum eru hins vegar öfgar. Slíkt fer eftir gæðum stofnunarinnar og því hvemig hlúð er að börnunum heima hjá þeim. Börn hafa þörf fyr- ir að aðgreina sig smám saman frá foreldrunum og verða félagsverur. Dagvistarstofnanir gera þeim þetta kleift fyrir utan að aðstoða foreldr- ana við að fá smáhvíld frá barnaupp- eldinu eða vinna utan heimilis. Ég er svo að endingu hjartanlega sam- mála Penelope Leach þegar hún gagnrýnir vinnustaði, stjórnvöld, lög- gjafarvaldið og foreldra fyrir að setja ekki velferð barna í öndvegi. Þessum málaflokki þarf að sinna miklu meira og af meiri áhuga og heilindum en nú er gert. Það er ekkert að börnun- um okkar, það er framkoma okkar við þau sem er athugaverð. Það er ekki bara meðal barna sem agaleysi og skortur á sjálfsstjórn er vanda- mál, við sjáum þetta jafnt innan æðstu valdastofnana sem í daglegu lífi manna - jafnvel á Alþingi íslend- inga sjáum við stjórnmálamenn haga sér eins og þeir séu á mótþróaaldrin- um - oft án þess að þeir líði nokkuð fyrir það. Það má ekki gleyma að fyrirmýndir eru mikilvægar, þær valda miklu um hvers konar mann- eskjur við verðum." 27. MAI - 27.JUNI AGSKRÁ Lau 11. júní Forsala aðgöngumiða á eftirtalin atriði stendur yfir í íslensku óperunni opið virka daga kl. 16.00 -19.00 og frá 24. maí daglega kl. 15.00-19.00 -sími 11475 Forsala aðgöngumiða á eftirtalin atriði stendur yfir í Þjóðieikhúsinu sími 11200 opið alla daga nema mánudaga kl. 13.00 -18.00, sýningardaga til kl. 20.00. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá ki. 10.00 - Græna línan 996160 Mótettukórinn, stj. Hörður Askelsson m.a. frumfl. verk eftir Pál P. Pálsson Hallgrímskirkja kl. 17.00 Guido Pikal, tenor, Alfred Walter, píanó Sönglög eftir þekkta hljómsveitarstjóra í Bayreuth íslenska óperan kl. 20.00 Blásarakvintett Reykjavíkur og Vovka Ashkenazy, píanó Verk eftir Mozart, Poulenc og Rimsky-Korsakov íslenska óperan kl. 20.00 Barnaleikhúshátíð í IVIöguleikhúsinu við Hlemm Mið 1.6.Leikhópurinn Mariehonen - Den lille heks kl. Fim 2.6.Mókollur umferðarálfur kl. 17.00 Lau 4.6.Den lille heks kl. 15.00 Sun 5.6.Mókollur umferðarálfur kl. 15.00 mpiiierry Mulligan & The Gerry Mulligan Quartet Háskólabíó kl. 20.00 tz.oo Mán 6. júní Þri 7. júní Mið 8. júní Fim 9. júní Mið 8. júní Fim 9. júní Igor Oistrakh, fiðla, Natalia Zertsalova, píanó Verk eftir Beethoven (Vorsónatan), Brahms, Paganini/Schumann, Chausson, - Rimsky-Korsakov/Zimbalist íslenska óperan kl. 17.00. Barpar eftir Jim Cartwright Leikfélag Akureyrar Lindarbæ kl. 20.30. Macbeth eftir Shakespeare Frú Emilía Héðinshús, Seljavegi 2 kl. 20.00 Beethoven : Sinfónía nr. 9 Sinfóníuhljómsveit íslands Hamrahlíðarkórarnir og einsöngvarar, Stj. Osmo Vánská Hallgrímskirkja kl. 20.00 verk eftir Tómas R. Einarsson „Einslags stórt hrúgald af grjóti", tónleikur um ísland fyrir 5 einsöngvara og 6 manna jazzhljómsveit fslenska óperan kl. 21.00 Niflungahringurinn eftir Richard Wagner valin atriði sviðsett og skeytt saman með tengitextum Listræn yfirumsjón : Wolfgang Wagner ’ Hljómsveitarstjóri: Alfred Walter ■ Leikstjóri : Þórhildur Porleifsdóttir - Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Einsöngvarar - Kór íslensjcu ópewirriaR Sinfóníuhljómsveit íslands Þjóðleikhúsið kl. 18.00 IJlLu-■ /J '3 WÖá Ifslenski dansflokkurinn - Lýðveldisdansar j Frumfl. verk eftir Hlíf Svavarsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur, ' Maríu Gísladóttur Borgarleikhúsið lau. kl.14.00 og sun. kl.14.00 og 20.00 Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi Sveinsson (frumfl.) Kammersveit Reykjavikur, kór og einsöngvararnir Marta G. Halldórsdóttir, Sverrir Guðjónsson og Bergþór Pálsson, Stj. Paul Zukofsky Langholtskirkja kl. 20.00 Kvennakórinn Dzintars frá Lettlandi Víðistaðakirkja kl. 17.00 Fella og Hólakirkja kl. 20.00 Vladimir Ashkenazy, píanó Verk eftir Beethoven og Prokofietf L - Háskólabíó kl 20 00 Dansk Saxofon Kvartet M.a. frumflutt verk eftir Per Norgárd Norræna húsið kl. 20.00 Erling Blöndal Bengtsson, selló Verk fyrir einleiksselló eftir J.S.Bach og Atla H. Sveinsson íslenska óperan kl. 20.00 Jóhannsson - Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveit fslands, stj. Rico Saccani Laugardalshöll kl. 19.00 Miðasalan hefst 17. maí Milska, oratorio eftir Kjell Mörk Karlsen, samið við samnefnt islenskt miðaldakvæði Asker Kirkekor og Tonsberg Domkantori, einsöngur og talrödd Hallgrímskirkja kl. 16.00 Björk Underworld - Bubbleflies Laugardalshöll kl. 20.00 Miðasalan hefst 17. maí The Street of Crocodiles eftir Bruno Schulz Theatre de Complicité frá Bretlandi Borgarleikhúsið kl. 20.00 Sannar sögur af sálarlífi systra eftir Guðberg Bergsson og Viðar Eggertsson Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði Tilraunin Island í 50 ár 12. júníkl. 16:00 Hringurinn lokast - Wagnerdagar í Reykjavík . 1. Niflungahringur Wagners og íslenskar bókmenntir. . . Málþing. . . Norræna húsið, 23. maí kl. 14:00- 2. Richard Wagner and Ring des Nibelungen - introduced by Barry Millington. • • • íslenska óperan kl. 20:30. 3. Wagner og ísland. Alþjóðlegt málþing á ensku. Meðal fyri.rlesara Barry Millington og .Vésteinn Ólason. , ; Norræna húsið. 29. maíkl. 13:30 4. Kynning á Niflungahringnum með tóndæmum Anna Magnúsdóttir og Reynir Axelsson • ■ Norræna húsið, 24. og 30.maí kl. 17:00 í£'€£SA ýníngar Frá Alþingishátíð til Lýðveldisstofnunar íslensk menning 1930-1944. Sögusýning Listasafn íslands - 3. júní - 30. okt. íslensk samtímalist Kjarvalsstaðir - 21. maí - 24. júlí Myndlistarsýning barna og -unglinga ísland sækjum það heim Ráðhús Reykjavikur - 27. maí - ö.júni llya Kabakov, teikningar og frumdrættir að ógeröum "innsetningum" Önnur hæð - 5. júní - 31. ágúst Dieter Roth hreyfilistaverk, grafíkmyndir, bókverk Nýlistasafnið -11. júní -10. júlí Helgi Þorgils Friðjónsson Vatnslitamyndir Listasafn ASÍ - 28. maí -12. jum Jón Engilberts FÍM-salur, Garðastræti 6 Norræna húsið - 4. júní-3. júlí John Greer kanadískur myndhöggvari Gallerí I111. júní- 26. júní Sigurjón Ólafsson Tilurð súlnamynda Sigurjóns Listasafn Sigurjóns Ólafssonar - 3. júní til ársloka Tryggvi Ólafsson Myndir fyrir börn Gallerí Borg -11. júní - 21. júní Leifur Kaldal Gull- og silfursmíði Stöðlakot - 3. júní - 3. júlí Rutiy Autio Bandarískur leirlistamaður Gallerí Úmbra - 2. júní - 22. júní Sigurður Guðmundsson Sólon íslandus - 28. maí - 27. júní Mannvirki - iandslag - rými Sýning Arkitektafélags íslands Ásmundarsalur 4. júní - 25. júní Handritasýning Stofnun Árna Magnússonar 27. maí - Joel - Peter Witkins Ijósmyndir Mokka 1. júní-15. júlí Sex gullsmiðir Anddyri Norræna hússins 4. iúní - 26. iúní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.