Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 16

Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 16
16 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Eyðni og ábyrgð Kaupmannahafnarbréf Er takmarkið að refsa fólki, eða að koma í veg fyrir að eyðni breiðist út? Sigrún Davíðsdóttir veltir þeirri spurningu fyrir sér í kjölfar máls sem upp kom í Danmörku á dögunum. Eeyðnismitaður Haítíbúi, búsettur í Danmörku, var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa sængað hjá 23 konum, án þess að segja þeim frá ástandi sínu, hvein í mörgum Dönum að það væri nú ekki nema réttlátt. Enginn kvennanna smitaðist af honum. Þegar Hæstiréttur Dana sýknaði hann af brotinu gaus upp almenn reiði. Margir þingmenn lýstu strax yfir að breyta þyrfti lögunum, svo hægt verði að refsa fyrir þessa yfirsjón og þar þurfa þeir ekki að efast um stuðning þorra almennings. Hins vegar fá þeir engan stuðning frá þeim, sem vinna að eyðnimálum. Þvert á móti geti svona refsingar aukið útbreiðslu eyðni. Og ýmsir lögfræðingar vara við að setja lög gegn því sem sé siðferðilega rangt, því seint verði séð fyrir endann á slíkri laga- setningu. Um leið gleymist kannski líka ábyrgð, sem hver og einn hlýtur að bera á sjálfum sér. í Frakklandi, sem á Evrópu- met í §ölda eyðnismitaðra, er svipað mál uppi og um leið hliðstæðar deilur um hvort refsa eigi eyðnismituðu fólki fyrir að þegja yfir smitinu. En kannski eru eyðniumræður tilfinningaþrungnari en ýmsar aðrar um- ræður er snerta heilbrigðismál, því hér stöndum við frammi fyrir einu af fáum fyrirbærum, sem við kunnum engin ráð við. Eitt er siðferði, annað lögfræði Veijandi Haítíbúans fylgdi honum óhikað alla leið til Hæstaréttar, eftir að hann hafði verið dæmdur á tveimur lægri dómstigum. Inntakið í vörninni var að málið væri ein- stakt dæmi um átökin á milli þeirrar skoð- unar að illt skuli með illu út reka og svo þess að komast hjá óæskilegum hlutum með viðeigandi aðferðum. Það var einmitt síðastnefnda sjónarmiðið, sem gerði að verkum að þingmenn samþykktu 1987 að fella úr gildi lög um kynsjúkdóma til að tryggja að ekki yrði á einhvern hátt sak- næmt að vera eyðnismitaður. Ekki svo að skilja að verjandinn verði atferli skjólstæð- ings síns. Það stangast á við siðferðiskennd hans að nokkur eyðnismitaður skuli geta fengið af sér kynmök við aðra manneskju, með eða án smokks, án þess að segja henni frá. En eitt er siðferði og annað er lög- fræði. Svona hegðun hefur ekkert með lög- fræði að gera, segir hann. Það á ekki að vera hægt að refsa fólki fyrir það sem ekki er refsivert samkvæmt lögum. Fyrri dómar byggðust á siðferðiskennd, ekki lög- fræði. En á þá samfélagið að horfa upp á svona hegðun, án þess að gera nokkuð? Þeir, sem vinna að eyðnimálum, segja að það sé eftir því hvert markmiðið sé. Er takmarkið að refsa fólki, eða að koma í veg fyrir að eyðni breiðist út? Þetta tvennt getur nefnilega ekki farið saman, hvað snertir refsingu gegn eyðni. Þeir sem veikjast af einhveijum sjúkdómum sjá sér venjulega hag í að fá sjúkdóminn greindan og freista þess svo að leita lækningar. Hvað eyðni viðvíkur stendur engin lækning til boða. Og ef þar við bætist að sá eyðnismitaði getur átt á hættu að verða sóttur til saka fyrir að smita einhvern að yfirlögðu ráði, er kannski betra að láta vera að greina sjúkdóminn, lifa eins og ekkert hafí í skorist meðan það er hægt og sænga hjá þegar tækifæri býðst. Þetta óttast þeir, sem sinna forvarnarstarfi gegn eyðni og eru mótfallnir því að refsa eyðnismituðum í tilvikum eins og máli Haítíbúans. Mál Haítíbúans segir kannski einnig of- urlitla sögu um hvernig lagasetning getur stundum verið notuð til að friðþægja í stundaræsing. Þegar þingið ákvað að gera eyðni ekki saknæma 1987 hafði svona mál ekki komið upp. Þegar tilfinningarnar kom- ast á kreik gleymist fyrri ásetningur og látið er undan lönguninni til að refsa og kannski líka löngun til að falla kjósendum í geð. Góð áform og langtíma forvarnar- starf gleymist. Stuðningur í stað dómfellingar í Frakklandi geisar einnig tilfinninga- þrungin umræða um eyðnismit og ábyrgð og fyrsta dómsmálið hliðstætt danska mál- inu er fyrir dómi. Munurinn er þó að þar er um smit að ræða. Árið 1990 var þrítug- ur maður úrskurðaður með eyðni. Hann fór í eyðnipróf eftir að í ljós hafði komið að sambýliskona hans var smituð. Hún hafði misst fóstur um þetta leyti og hann hélt að smit hennar hefði uppgötvast vegna þess. Um tíma reyndu þau að hlúa hvort að öðru, en þegar hann komst að því að hún hafði vitað síðan 1984 að hún var smituð sleit hann samvistir við hana og stefndi henni fyrir að hafa eitrað fyrir sér og fyrir að láta vera að hjálpa nauðstöddum manni. Veijandi mannsins segir að þetta sé sambærilegt við að hún hefði gefið hon- um eitraðan brjóstsykur á hveiju kvöldi öll sambýlisárin. Veijandi stúlkunnar segir þetta fjarstæðu, því varla hefði hún viljað búa með honum og eignast með honum barn, ef hún hefði viljað hann feigan. Enn hefur ekki verið dæmt í málinu og erfitt að segja til um hver niðurstaðan verður. Líkt og í Danmörku eru áhyggjur um að verði stúlkan dæmd, muni það leiða til þess að fólk fari ekki í eyðnipróf, af ótta við að vera sótt til saka fyrir að smita aðra. Bent er á að hér eigi ekki við að leita eftir sökudólgum, heldur beri hver og einn ábyrgð á sjálfum sér. Allir viti að eyðni sé til og hvernig hægt sé að veijast henni. Þeir sem ekki gæta sín, geti ekki kennt öðrum um ef þeir smitast. Hér hafa einnig vaknað upp spurningar um ábyrgð lækna. Eiga þeir að bijóta þagn- arskyldu sína og segja aðstandendum frá, ef þeir fá vitneskju um einhvern eyðnismit- aðan? Franska læknafélagið hefur ráðlagt að læknar geti fengið undanþágu frá þagn- arskyldunni í svona málum og einnig að allir verði skyldaðir til að fara í eyðnipróf. Margir læknar eru þó eindregið á móti undanþágum frá þagnarskyldunni, því í eðli sínu sé þagnarskyldan með undanþág- um gagnslaus. í Bandaríkjunum hefur verið farið öðru vísi að. Þar hefur læknum verið ráðlagt að hjálpa eyðnismituðum við að segja fjöl- skyldu og nánum vinum frá smitinu og hjálpa þeim til að hafa uppi á fyrri bólfélög- um á skipulegan hátt. Þetta hefur gefið mun betri árangur en að láta hinum smit- uðu þetta eftir upp á eigin spýtur og ábyrgð. Á þennan hátt er hægt að leita skipulega að smitberum og stemma stigu við að þeir smiti aðra. Niðurstaðan er að um ijórtán prósent fyrri bólfélaga eru smitaðir, ekki endilega af því þeir hafi smitast af viðkom- andi, heldur af því þeir hrærast í áhættu- hópum. Eyðni: Áminning um mannlegan vanmátt Þegar tilfinningaöldurnar eftir mál Ha- ítíbúans lægir eru margir sem vonast til að stjórnmálamennirnir nái áttum og fari aftur inn á brautir, sem eru vænlegar til að koma í veg fyrir útbreiðslu eyðni fremur en að ýta undir Ieit að sökudólgum. En í heimi, þar sem við tökum sem gefið að allir sjúkdómar séu læknanlegir og líkams- starfsemin öll á okkar valdi, hvort sem er þungun eða nefstærð, er það nánast óbæri- legt að standa andspænis meini, sem engin lækning er til við. Orvæntingin sem af þvi hlýst leiðir kannski til þess að það er tekið öðruvísi á eyðni en öðrum sjúkdómum og freistingin til að leita sökudólga verður sterkari en áminning um að hver er sjálfum sér næstur, bæði í rúminu og utan þess. VILTU VERSLA V $ Krumpupils Iéi L990r wnt mgL i ,#| Jakkafót frá 5.000,- Herrahúsið jS Sumarjakkar l£l& Mikill afsláttur Jð XogZ Allt á 1.000 kr. Jakkarf skyrtur gallabuxur o.m.fl. 1.000 kr. horníð 50% afsl. af W&wíf blómapottum Blómcdist ■ | f 8” sknlfstykki í | m/snúning + steðja . kr. 4.900,- STÁLMÓTUN Peysuveisla Peysur kr.l.990, - ogkr Skór frá kr. 1.990,-Útvíðar gallab. 3.790,- Hitt og þetta Bolur + uesti + leggings kr. 2.495,- Barnakot Sundbolir fljfjlpk Gallabuxur 5^ Sólgleraugu Barna frá 590,- kr. 2.900,- frá kr. 590,- Dömu frá 1.290,- kr. Afabolir 1.800,- \ íþróttahornið Gallabuxnahornið Skart Kaffitería og barnahorn FAXAFENI Opið mán.-fös. kl. 13-18 Laugard. kl. 11-16 i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.