Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 18
18 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Fegurðarsamkeppni íslands 1994 fer fram á Hótel íslandi nk. föstudagskvöld 20. maí. Að þessu sinni tekur 21
stúlka þátt í keppninni og koma þær víða af landinu. Boðið verður upp á skemmtidagskrá með dansi, söng, gríni
og gleði, byggð á Stuðmannaverkinu Með allt á hreinu, sem Helen Jónsdóttir dansari hefur haft veg og vanda
af. Battu dansflokkurinn leikur aðalhlutverk ásamt fegurðardísunum. Borin verður fram fjórréttuð veislumáltíð.
Stúlkurnar koma fjórum sinnum fram á kvöldinu; í pels, sundbol, tískufatnaði og síðkjól. Hápunktur kvöldsins
verður á miðnætti, þegar Fegurðardrottning íslands 1994 verður krýnd. Sjö manna dómnefnd velur hana, en
dómnefndin er þannig skipuð: Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, formaður, Bryndís Ólafsdóttir fyrirsæta, Krist-
ín Stefánsdóttir förðunarmeistari, Sigrún Sævarsdóttir framkvæmdastjóri, Sigurður Kolbeinsson framkvæmda-
stjóri, Þórarinn J. Magnússon ritstjóri og Þórunn Lárusdóttir Fegurðardrottning Norðurlanda 1992. Hér á eftir
verða 10 stúlkur kynntar, hinar 11 verða kynntar nk. þriðjudag.
Ljósmyndimar tók Þorkell Þorkelsson. Hárgreiðslu annaðist starfsfólk á hárgreiðslustofunni Kompaníinu, Ármúla 17. Förðun önnuðust Gréta Boða, Þórunn Jónsdóttir, Guðrún Harðardóttir
og Svanhvít Valgeirsdóttir með Yves Saint Laurent snyrtivörum. Skartgripir eru frá Jens í Kringlunni, smíðaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni, Hansínu Jensdóttur og Jens Guðjónssyni.
Alda Jóna Nóadóttir
er 17 ára gömul, frá Hellu. Hún býr í
höfuðborginni í vetur og stundar nám í MH.
Foreldrar hennar eru Nói Sigurðsson og
Kristborg Hafsteinsdóttir. Kjóll Öldu er úr
koparlituðu pallíettuefni. Alda hannaði
kjólinn ásamt móður sinni, Kristborgu, sem
saumaði kjólinn. Alda er 1,74 cm á hæð.
Anna Karen Xristjánsdóttir
er Fegurðardrottning Norðurlands og einnig
Ljósmyndafyrirsæta Norðurlands. Hún er 19
ára gömul frá Akureyri og vinnur í
tískuvöruverslun þar í bæ. Foreldrar hennar
eru Kristján Halldórsson og Olga
Guðnadóttir. Kjóll Önnu Karenar er
kremlitaður úr polyestercrepe-efni og blúndu
með perluskrauti. Filippía Elísdóttir hannaði
og saumaði kjólinn. Anna er 1,73 cm á hæð.
Arnfríður Kristfn Arnardóttir
er 19 ára gömul og frá Hafnarfirði. Hún
stundar nám í MR og starfar jafnframt fyrir
Icelandic Models. Foreldrar hennar eru Örn
S. Jónsson og Friðbjörg Haraldsdóttir. Kjóll
Arnfríðar er úr grænu tafti og blúnduefni,
skreyttur pallíettum og perlum. Lára Jens
hannaði og saumaði kjólinn. Arnfríður er
1,70 cm áhæð.
Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir
er 19 ára gömul og kemur frá Akureyri.
Hún stundar nám við Verkmenntaskólann
á Akureyri. Foreldrar hennar eru
Rögnvaldur Jónsson og Freygerður
Friðriksdóttir. Kjóll Ásdísar er kremlitaður
úr útsaumuðu, perluskreyttu silki.
Freygerður móðir Ásdísar hannaði og
saumaði kjólinn. Ásdís er 1,74 cm á hæð.