Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 23
22 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 23 .J 4 M- Fyrirmenn ó ferd Elísabet Bretadrottning og Francois Mit- terrand Frakklandsforseti í bíl hennar hátignar er ekið var inn í einn flutninga- vagnanna sem flytja munu ökutæki undir Sundið. Ermarsunds- göngin eru eitt mesta tækni- affrek þessarar aldar og meó opnun þeirra heffur tveggja- alda óra gamall draumur Napó- leons keisara ræst ÞAÐ er einkennileg tilfinning að sitja á sama stað og vera samt að ferð- ast, á 160 kílómetra hraða í járn- brautarlest allt að 80 metra undir sjávarmáli. Við vorum að „keyra undir sjónum" eins og krakkarnir myndu segja en slíkt ferðalag er ímyndunarafli þeirra ekki ofviða. Ýmsum fullorðnum kann þó að þykja það ónotalegt að fara á milli landa með þessum hætti en framtíð Ermarsundsganganna mun ráðast af því hvort forráðamönnum þeirra tekst að sannfæra alþýðu manna um ágæti þessa einstaka ferðamáta. Með opnun ganganna þann 6. þessa mánað- ar hefur nokkur hundruð ára gamall draumur ræst. Þegar árið 1802 fékk Napóleon Bona- parte mikinn áhuga á að byggja göng undir Ermarsund sem einn af verkfræðingum hans teiknaði. Síðan þá hafa margar svipaðar hug- myndir verið settar fram. Franskur verkfræð- ingur að nafni Aime Thome de Gamond hefur oft verið kallaður faðir Ermarsundsganganna. Hann kom fram með hugmynd um gerð undir- ganga undir sjávarmáli með þrettán loft- göngum árið 1856 og studdist hann við frem- ur þróaðar jarðfræðiathuganir. Hugmyndir Thome de Gaumond komust aldrei af teikni- borðinu frekar en margar aðrar brúar- og gangahugmyndir sem urðu til á þessari og síðustu öld. Þrefaldur naflastrengur Bygging ganganna undir Ermarsund er án efa stærsta iðnaðar- og fjármálaævintýri 20. aldarinnar og var ákveðið í upphafi að göngin yrðu eingöngu fjármögnuð af einkaaðilum. Arið 1986 gerðu ríkisstjómir Bretlaiids, Frakklands og fyrirtækið Eurotunnel með sér samning, rikisstjórnir þessara tveggja landa fengu fyrirtækinu sérleyfi til byggingar gang- anna, 216 bankar veittu lán til verksins en hærra lán hefur aldrei verið veitt til byggingar- framkvæmda. Göngin undir Ermarsund eru þrískipt, tvenn jámbrautargöng og ein miðjugöng fyrir flutn- ingavagna sem flytja munu ökutæki. Göngin voru boruð með risastórum borum og fór sá fyrsti af stað 28. febrúar 1988. Boraðir voru 152 km. á þremur og hálfu ári. Víst er að tengingin við meginlandið með hinum þrefalda naflastreng er mikið tæknilegt afrek. Náttúmnni hefur að vissu Ieyti verið gefið langt nef og snúið hefur verið fjórar milljónir ára aftur í tímann þegar Bretland og meginland Evrópu voru eitt. Ákveðið Var að einstefna yrði á umferð í öllum göngunum til að koma í veg fyrir árekstra. Ókutæki munu verða flutt í sérstök- um tveggja hæða flutningavögnum sem er lokað með eldvörðum hurðum, sem hafa 30 mín. eldþol. Þannig er komið í veg fyrir alla mengun sem yrði annars af útblæstri bíla og umferðarteppu. Farþegar einkabíla og lang- ferðabifreiða munu verða kyrrir um borð í Igöngunum Ermarsundsgöngin eru mikið tækniafrek. Göngin voru boruð með risastórum borum og fór sá fyrsti af stað 28. febrúar 1988. Bor- aðir voru 152 km. á þremur og hálfu ári. ..-+++* Listahútió i Calais Listamenn létu mjög að sér kveða þá viku sem hátíðarhöldin stóðu yfir í Calais og gengust fyrir margvíslegum uppákomum á götum borgarinnar. ^....... bílunum en bílstjórar vöruflutningabíla sem og ökumenn bif- og reiðhjóla fá sæti í sérstök- um farþegavögnum. Margir hafa gagnrýnt þetta og haldið því fram að það valdi innilokun- arkennd að vera lokaður inni í flutningavögn- um sem minni á vissan hátt á flutningavagn- ana sem Þjóðverjar notuðu í seinni heimstyij- öldinni til að flytja gyðinga. Einnig telja marg- ir óvíst að bílstjórar vöruflutningabifreiða velji sér þennan fararmáta þar sem þeir nota oft tilskylinn hvfldartíma til að hvíla sig á feijum þeim sem fara yfir Ermarsund. Ef þeir nota göngin 'munu þeir þurfa að hvíla sig á bílastæð- um í staðinn en það er ólíkt ókræsilegri kostur. Risavoxió verkefni Efnt var til viku langra há- tíðarhalda í Calais í tilefni opnunar Ermarsundsgang- anna. Þessi risi, tveggja tonna ferlíki, gekk um götur borgarinnar með aðstoð hóps af rauðklæddum mönn- um, puttalingum sem kveiktu líkama hans lífi og gerðu ævintýrið þannig að veruleika. 'imimd Mikið hefur verið lagt í öryggisatriði gang- anna. Þau hafa verið-kynnt ítarlega í fjölmiðl- um sennilega meðal annars til að auka áhuga almennings á þessum ferðamáta en um hann hefur alþýða manna miklar efasemdir. Ýmsar raddir hafa verið uppi um vandamál sem upp hafa komið við hönnun ganganna. Forsvarsmenn Eurotunnel-fyrirtækisins hafa aldrei staðfest þessar vandamálasögur og reynt að þagga þær niður eftir fremsta megni. Starfsmenn sem unnu við gerð ganganna hafa sagj, frá því að þegar hraðlestir fóru reynsluferðir um göngin á fullum hraða, 160 km. á klst., myndaðist það mikill loftþrýsting- ur að gluggar lestanna sprungu hreinlega. Þegar lestirnar koma út úr, göngunum á fullri ferð er loftmótstaða mikil. Til að vinna upp loftþrýstingsmismun voru byggðir sérstakir veggir til að halda jafnvægi lestanna. Það tókst ekki í byijun og fór lestimar oft úr skorð- um þegar þær komu út úr göngunum. Einnig verður mikil hitamyndun við ferðir lestanna í gegnum göngin og mun það hafa orsakað skammhlaup í rafmagnskerfinu til að byija með. Talið er að lausn hafí fundist á þessum atriðum. Það hefur reynst erfiðara að leysa annað vandamál sem var ófyrirsjáanlegt í upphafi, rakamyndun er mun meiri S göngun- um en áætlað var og ryðmyndun er þegar hafín. Af þessum sökum m.a. er talið að töf hafi orðið á opnun ganganna. Vöruflutningar áttu að hefjast í mars en munu ekki hefjast fyrr en í sumar. Farþegaflutninga átti að hefja 7. þessa mánaðar en tefjast fram á haust. Útvaldir undir Ermarsund Þangað til fá aðeins fáir útvaldir að ferðast um göngin í boði Eurotunnel-fyrirtækisins. Þannig var það eftir að opnunarathöfn gang- anna var iokið föstudaginn 6. maí. Elisabet Bretadrottning bauð Francois Mitterrand Frakklandsforseta að sitja í einkabifreið sinni sem flutt var ásamt rútubifreiðum annarra merkismanna í flutningavögnum yfir sundið. Síðan var blaðamönnum og ýmsum gestum boðið til lestarferðar sömu leið. Ekki var laust við nokkrar áhyggjur þegar sest var í þægi- legt sæti hraðlestarinnar. Hugsanir flugu í gegnum hugann; skyldi lestarþjónnmn vera svona sveittur af taugaveiklun, voðalega voru öryggisverðirnir alvarlegir. Þremur mínútum eftir að lestin mjakaðist af stað var hún kom- in inn í göngin og farþegar vora þar með boðnir velkomnir og tilkynnt að hraðinn væri 160km. á klst. Við tók kolsvart „útsýni“ og fullkomið tilbreytingarleysi. Suðs varð ekki vart fyrir eyrunum né hellu, gluggarnir héld- ust á sínum stað og loftræsting var góð. Ekki var laust við að innilokunarkennd gerði vart við sig, tilhugsunin um að vera allt að 80 metrum undir sjávarmáli var áhrifamikil. Tímasetning stóðst nákvæmlega, eftir 35 mín. sást til Englands og breskur lestarþjónn birt- ist. Engin viðkoma var höfð á eyjunni góðu heldur snúið við og stefnt beint ofan i jörðina á ný. Á leiðinni stoppaði lestin þrisvar og var sú skýring gefin að þetta væri vegna tækni- legra atriða. Þrátt fyrir það hélst tímasetning fullkomiega. Það var undarlegt að finna ekki fyrir hraðanum, hreyfingin greindist ekki þar sem „útsýnið" var ailtaf það sama. Þetta er ef til vill ekki svo ósvipað því að sitja í þotu í þijátíu þúsund feta hæð. Eftir á að hyggja var ferðin frekar tilbreytingarsnauð en þægileg, undarlegt að fara upp í lest i Frakklandi og vera svo á örskammri stund komin til Bretlands. Verkamönnum sem stóðu að byggingu ganganna, öðrum starfsmönnum þeirra og íbúum í nágrenni þeirra Frakklandsmegin var Texfi og myndir: Þórdís Erla Ágústsdóttir Eldvaróír fflutningavagnar Ökutæki munu verða flutt í sérstökum tveggja hæða flutningavögnum sem er lokað með eldvörð- um hurðum, sem hafa 30 mín. eldþol. Þannig er komið í veg fyrir alla mengun sem yrði annars af utblæstri bíla og umferðarteppu. Farþegar einkabíla og langferðabifreiða munu verða kyrrir um borð í bílunum en bílstjórar vöruflutningabíla sem og ökunienn bif- og reiðhjóla fá sæti í sérstökum farþegavögnum. ekki boðið til opnunarinnar eða í ferð í gegn- um göngin. íbúar Calais sem er næsta borg við göngin efndu til mikillar opnunarhátíðar þar sem allir gátu tekið þátt. Hátíðin stóð í viku en undirbúningur hafði staðið í ár. Hópur listamanna byggði sín eigin göng í miðborginni og sýndu lifandi skúlptúra og leik- þætti á lestarteinum á hveiju kvöldi. Sagan um risann Gúlliver er eitt af þessum ævintýr- um sem allir hrífast af og láta sig dreyma um að verði veraleiki eins og göng undir haf- ið. Og risinn kom í tilefni af opnun ganganna í heimsókn til Calais. Tveggja tonna ferlíki sem gekk um götur borgarinnar með aðstoð hóps af rauðklæddum mönnum, puttalingum sem kveiktu líkama hans lífi og gerðu ævintýr- ið þannig að veruleika. Vatnstumar bæjarins voru lýstir upp í fjölmörgum litum, þannig breyttist útlit bæjarins og hann skrýddist há- tíðarklæðum. Vatnsturnarnir voru orðnir að marglitum risum sem stóðu vörð um hátíðar- höld bæjarbúa. íbúar héraðsins glöddust þannig yfir opnun Ermarsundsganganna en afleiðingar þessara framkvæmda verða bæði góðar og slæmar fyrir þá. Á árunum 1987-1993 unnu að meðal- tali 5.000 manns við gerð Ermarsundsgang- anna. Er henni var lokið stóð stór hluti þessa fólks uppi atvinnulaus. Nú eru í byggingu ýmsar þjónustustöðvar í tengslum við Ermar- sundsgöngin s.s. veitingastaðir, bifreiðaverk- stæði, bensínstöðvar og verslanir og mun hluti þessa fólks fá vinnu við þær. Jarðvegstilflutn- ingar voru það miklir við borun ganganna að talin er hætta á röskun á lífríki héraðsins og mengun drykkjarvatns. Þá telja íbúar í ná- grenninu að tilkoma ganganna hafi haft áhrif á veðurfar á þessum slóðum, rok hafi aukist og hitastigið lækkað. Tollgæsla og eftirlil En skyldi svo fólk ætla að notfæra sér þenn- an ferðamáta eða var öll þessi fvrirhöfn til einskis? Þessari spurningu hefur reynst erfitt að svara. Ferðin yfir sjálft sundið mun taka 35 mín. Farþegar munu greiða vegaskatt og fara í gegnum toll og öryggisskoðun áður en þeir fara inn í göngin. Állt í allt mun það þannig taka farþega um 60 mínútur að komast frá einni endastöð til annarrar. Ferðir fyrir öku- tæki og farþega þeirra eru áætlaðar að verði á 20 mín. fresti á daginn en á klukkutíma fresti að næturlagi. Hraðlestir munu fara á milli Parísar, Bruss- el og London. Lestir munu einnig fara frá Lille og Calais í norður Frakklandi og Ashford í Kent í Englandi. Lestarfyrirtækin áætla 40 ferðir í hvora átt daglega. Ferðin milli Parísar og London mun taka þijá tíma en milli Bruss- el og London þtjá tíma og tíu mínútur. Ef borin eru saman mismunandi kostir á ferðum á milli Parísar og London í tíma og peningum er útkoman sú að verðlag er svipað svo og sá tími sem ferðin tekur. Fyrir utan hefðbundin fargjöld bjóða flugfélög og ferjur mismunandi tilboðsverð og mörgum þykir sá ferðamáti skemmtilegri. Sennilegt þykir að forsvarsmenn Ei-masundsganganna neyðist til að lækka fargjöld sín, sérstaklega til að byija með, til að vekja áhuga almennings sem talinn er vera frekar lítill. Sumir hræðast stórslys í göngunum, sprengjutilræði, flóð eða hrun veggja. Aðrir hafa áhyggjur af því að björgunaraðgerðir muni taka alltof langan tíma eða að fólk muni lokast inni í flutningavögnum. Eurotunnel-fyrirtækið verður að sanna áður en göngin verða tekin í notkun að hægt sé að tæma göngin á innan við 90 mínútum. Haldnar hafa verið björgunaræfmgar í þessu skyni og svo mun verða reglulega í framtíð- inni. Forsvarsmenn Eurotunnel hafa freistað þess að sefa áhyggjur almennings. Allir far- þegar sem fara um Ermarsundsgöngin fara í gegnum lögregluskoðun og þar með minnka líkur á að hryðjuverkamenn komist inn í göng- in með vopn eða sprengjuefni. Ef 300 kílóg- ramma sprengja springur inn í göngunum eyðileggjast þau ekki og lestir sem væru í þeim göngum gætu farið inn í næstu göng. Þegar fólk tekur neðanjarðarlestir í stór- borgum era engar öryggisskoðanir þannig að hver sem er getur gengið út og inn með sprengiefni sem er aftur erfiðara í Ermar- sundsgöngunum. Fyrir utan gott eldvarnar- og kælikerfi inn í göngunum eru myndbands- upptökutæki víða sem gefa eftirlitsfólki mögu- leika á að fylgjast með því sem er að gerast í flutningavögnum og inni í göngunum. Óllum tilvonandi farþegum Ermasundsganganna verða kynnt öryggisatriði og björgunarmögu- leikar á neyðarstund í upphafi ferðar. Sennilega verður reynslan að skera úr um hvort almenningur vill nýta þennan kost og trevstir sér til að æða undir sjávarmáli á ofsa- hraða á milli Fi’akklands og Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.