Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 24
24 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Laugarásbíó og Stjörnubíó hafa tekið til sýninga kvikmyndina The Chase,
eða EftirfÓrina, með Charlie Sheen og Kristy Swanson í aðalhlutverkum. Þetta er spennu-
mynd með gamansömu ívafi og er níutíu mínútna eltingarleikur á bílum aðaluppistaða.
Gísl
HINN seinheppni Jack Hammond (Charlie Sheen) tekur Natalie Voss (Kristy
Swanson) sem gísl þegar hann leggur á flótta undan laganna vörðum.
Á flótta til frelsis
á 160 km hraða
Ólíkt mörgum hasar-
myndum þá byggir The
Chase ekki á klassískum
myndum af svipaðri gerð. í
myndum eins og Bullit, The
French Connection og To
Live and Die in L.A. eru
æsilegir eltingaleikir á bíl-
um, en í þessum myndum
spanna þeir aðeins lítinn
hluta af sýningartímanum.
í The Chase er meðalhrað-
inn hins vegar um 160
km/klst. nánast alla mynd-
ina frá byijun til enda.
Þekkt andlit
Þrátt fyrir alla þá áherslu
sem varð að leggja á tækni-
lega hlið myndarinnar var
samt aðaláherslan lögð á
að velja leikarana í helstu
hlutverkin. Þegar Charlie
Sheen hafði gefið kost á sér
var Kristy Swanson valin í
hlutverk Natalie Voss, far-
þegans sem í fyrstu er
þvingaður til fararinnar en
fyllist síðan virðingu og ást
í garð þess sem hefur fang-
að hana. Hin 24 ára gamla
Swanson er væntanlega
þekktust fyrir hlutverk sitt
í Buffy the Vampire Slayer,
en nýlega lék hún í dra-
manu The Program á móti
James Caan og Craig Shef-
fer. Hún var aðeins 9 ára
gömul þegar hún byijaði
að koma fram í sjónvarps-
auglýsingum, en í kjölfarið
fylgdu margvísleg hlutverk
í sjónvarpsþáttum. Fyrsta
kvikmyndahlutverk Swan-
son var í spennumyndinni
Deadly Friend, en alls hefur
hún leikið í 9 kvikmyndum.
Rokkstjarnan Henry
Rollins og gamanleikarinn
Josh Mostel leika lögreglu-
menninna tvo sem fyrstir
hefja eftirförina á eftir
skötuhjúunum. Rollins, sem
áður var söngvari hljóm-
sveitarinnar Black Flag en
er nú með eigin hljómsveit,
The Rollins Band, er í The
Chase í fyrsta kvikmynda-
hlutverki sínu. Josh Mostel
er sonur hins þekkta gam-
anleikara Zero Mostel, en
hann hefur leikið í kvik-
myndum undanfarin 20 ár.
Meðal mynda sem hann
hefur leikið í eru Sophie’s
Choise, Hannah and her
Sisters, Wall Street og City
Slickers.
í The Chase eru fjöl-
margir aðilar úr kvik-
myndaheiminum, tónlistar-
lífi og fréttamennsku í
gestahlutverkum. Þannig
er Bree Walker, sem er
ÞAÐ hefur svo sannarlega ekki allt gengið í haginn
hjá Jack Hammond (Charlie Sheen), en hann hefur
verið sakfelldur fyrir bankarán sem hann framdi
ekki. Honum tekst samt sem áður að flýja skömmu
áður en það á að handtaka hann. En þegar hann
gerir stuttan stans í verslun á flóttanum gengur hann
beint í flasið á tveimur lögreglumönnum. Flóttamað-
urinn lánlausi á þvi ekki annarra kosta völ en að
taka gísl og verður Natalie Voss (Kristy Swanson)
fyrir valinu. Hann stelur síðan glæsilega rauða BMW-
inum hennar, og æðisgenginn eltingaleikur um suður-
Kaliforníuhraðbrautina er þar með hafinn.
A
Ameðan bíllinn þeytist
eftir hraðbrautinni
þróast samband Jack og
Natalie úr þvi að vera fullt
tortryggni í að verða ástar-
samband sem vex í réttu
hlutfalli við sívaxandi skar-
ann sem veitir þeim eftir-
för. Þau er nefnilega ekki
aðeins orðin þátttakendur í
æðisgengnu kappi við lag-
anna verði heldur eru þau
jafnframt orðin fjölmiðla-
fóður af bestu gerð og heill
skari sjónvarpsfréttamanna
hefur slegist í för með sí-
fjölgandi lögreglubílum við
eftirförina.
Þrátt fyrir alla lestina
sem fylgir þeim fast á hæla,
og reyndar svífur líka yfir
þeim, eru Jack og Natalie
einbeitt á flóttanum til
frelsis. Mexíkó er áfanga-
staður þeirra, en hið eina
sem getur stoppað þau í
ætlun sinni að ná þangað
er milljarðamæringurinn
faðir hennar, tveir ökuníð-
ingar, sægur lögreglu-
manna, þyrlur, slökkviliðs-
bílar og hungraðir frétta-
haukar.
Fréttamyndirnar
fyrirmynd
Leikstjóri The Chase ér
Adam Rifkin, sem einnig
samdi kvikmyndahandritið.
Þetta er þriðja myndin sem
Rifkin gerir, en hann var
aðeins 19 ára þegar hann
gerði fyrstu myndina, Ne-
ver on Tuesday, en í henni
kom Charlie Sheen fram í
gestahlutverki. Aðra mynd
sína gerði Rifkin 1991; en
það var The Dark Backw-
ard, en í henni voru Judd
Nelson, Bill Paxton, James
Caan og Rob Lowe meðal
leikenda.
Charlie Sheen segir The
Chase vera „90 mínútna
ofsafenginn eltingaleiks-
hasar ásamt sérkennilegri
ástarsögu sem þróast innan
um allan gauraganginn“.
Sheen fékk handritið reynd-
ar fyrst í hendur frá leik-
stjóranum einungis til um-
sagnar; en eftir að hafa les-
ið það tilkynnti hann hinum
himinlifandi Rifkin að hann
hefði sjálfur hug á að leika
aðalhlutverkið. „Mér fannst
handritið frumlegt og einn-
ig líkaði mér hvemig í því
er deilt á fjölmiðlana," sagði
hann um þessa ákvörðun
sína.
í myndinni er stuðst við
rauntíma, en tíminn sem
eltingaleikurinn tekur er sá
sami og sýningartími
myndarinnar. Þetta höfðaði
líka til Sheen, og Rifkin
segir að með þessu hafi
hann viljað ná fram áhrifum
eins og í heimildamyndum,
og láta líta út fyrir eins og
um fréttamynd væri að
ræða, en þær eru að mörgu
leyti fyrirmyndir hans í
gerð myndarinnar. Annar
framleiðandi myndarinnar,
Cassian Elwes (Men at
Work), segir að þó það séu
hraðakstursatriði á tjaldinu
nánast á þriggja til fjögurra
mínútna fresti, eigi hin hug-
Ijúfa ástarsaga í myndinni
ekki síst að vekja athygli
áhorfenda.
Atgangur
MIKILL atgangur er á hvíta tjaldinu meðan á hinum 90 mínútna eltingarleik stendur.
Leikstjóriim
LEIKSTJÓRI The Chase, Adam Rifkin, sem einnig
samdi kvikmyndahandritið, var 19 ára þegar hann
gerði sína fyrstu mynd.
einn þekktasti fréttaþul-
urinn í Los Angeles, í sínu
fyrsta kvikmyndahlut-
verki, og framleiðendur
The Chase, Brad Wyman
og Cassian Elwes, fara
með hlutverk fréttaþular
og lögfræðings í myndinni.
Þá koma meðlimir tveggja
þekktustu rokkhljómsveita
samtímans fram í mynd-
inni í hlutverkum tveggja
ökuníðinga.
Lykilhlutverkið í kvik-
myndinni er samt sem áður
hraðbrautin þar sem hinn
æðisgengni eltingaleikur á
sér stað. Þrátt fyrir að
sögusviðið sé sunnanverð
Kalifomía var myndin tekin
{ Houston í Texas síðastlið-
ið sumar. Þar fékkst greið-
ari aðgangur að hrað-
brautunum en, í Kalifomíu,
og einnig kom hin nýja
Houston-hraðbraut að góð-
um notum, en hún hafði þá
ekki verið tekin í notkun
fyrir almenning. Til að gera
sögusviðið trúverðugt voru
svo sett upp gervipálmatré
og vegvísar og skilti til að
láta líta út fyrir að akstur-
inn ætti sér stað á hrað-
brautinni í Kalifomíu.
Frægur
HINN fjölhæfi
Charlie Sheen.
Fræg-
ur og
fjölhæfur
CHARLIE Sheen er einn
af toppleikurum sam-
tímans í Bandaríkjun-
um, en verulega frægð
öðlaðist hann fyrir leik
sinn í óskarsverðlauna-
mynd Olivers Stones,
Platoon, árið 1986. She-
en hefur leikið í fjölda
kvikmynda sem öðlast
hafa vinsældir bæði
meðal almennings og
eins hjá gagnrýnendum.
Fyrsta kvikmyndahlut-
verkið lék hann aðeins 9
ára gamall, en það var
í myndinni The Executi-
on of Private Slovik",
en í henni lék faðir hans,
Martin Sheen, aðalhlut-
verkið. Hann dvaldi um
skeið á Filippseyjum á
meðan á tökum Apoc-
alypse Now stóð, en í
henni lék faðir hans að-
alhiutverk, og þessi inn-
sýn í heim kvikmynda-
leikarans varð til þess
að Sheen ákvað að gera
kvikmyndaleik að ævi-
starfi.
Charlie Sheen byijaði á
því að gera 16 mm
stuttmyndir, en síðan
framleiddi hann, leikstýrði
og skrifaði handritið að
sinni fyrstu breiðtjalds-
mynd sem heitir R.P G II.
Hann hefur leikið í fjölda
mynda og má þar t.d.
nefna Ferris Bueller’s day
Off, Eight Men Out, Yo-
ung Guns og Major Le-
ague. Aðeins á árinu 1990
lék hann I fjórum kvik-
myndum, en það voru
Navy Seals, Men at Work,
The Rookie og Cadence.
Árið 1991 lék Sheen í
gamanmyndinni Hot
Shots!, sem var ein vinsæl-
asta mynd ársins, og 1993
lék hann svo í framhald-
mynd sem nefndist Hot
Shots! Part Deux. Fyrir
skömmu lék Sheen í The
Three Musketeers og Maj-
or League II og þá kom
hann fram í gestahlutverki
í sálfræðiþrillinum Dead-
fall, sem Chris Coppola
leikstýrði. Væntanlegar
myndir eru svo ævintýra-
mýndin Terminal Velocity
og dramað Fixing the
'Shadow, en í henni leikur
Shenn óeinkennisklæddan
lögreglumann.
Hfnn fjölhæfí Charlie
Sheen hefur einnig lagt
stund á ritstörf og innan
skamms er væntanleg eft-
ir hann ljóðabók með
myndskreytingum eftir
Adam Rifkin, leikstjóra
The Chase.