Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
TISKA
MORGUNBLAÐIÐ
okkaskinn, hreindýra-
skinn, selskinn, fiskroð
og ullarflóki. Flíkurnar
eru þjóðlegar en sígild-
ar.Þær eru islenskar
og þær eru hátísku-
vara. Fatahönnuður-
inn Sigríður Sunneva
Vigfúsdóttir stefnir á
útflutning og segir
flíkurnar samkeppnis-
færar við erlendan markað. Hún hefur nú opnað
gallerí Kiðagil í Listagilinu á Akureyri og með
hverjum deginum sem líður bætast við flíkur
þar, fatnaður sem seldur er undir nafninu Sigríð-
ur Sunneva. Hún er að leggja lokahönd á hönn-
un tveggja fatalína.
ÍSLENSK
HÁTÍSKUVARA
Austurlensk
áhrif
á tískuföt
Á KYNNINGUM helstu tískufrömuða
í Evrópu á vörum upp á síðkastið
hefur vakið eftirtekt að þeir hafa
beint sjónum til Austurlanda fjær og
eru augljós áhrif þaðan í fatnaði á
Evrópumarkaði.
Þetta á einkum við um kvenfatnað
enda ekki víst að evrópskir karlar
væru fúsir að klæðast pilsum og
stökkum eins og karlar gera víða í
Austurlöndum.
Ýmsir tískuhönnuðir sem eru að
brjóta sér leið í Evrópu og Bandaríkj-
unum eru ættaðir að austan
og hafa vakið athygli og
Tiiykja sumir hafa sýnt
dirfsku og smekkvísi í nýj-
um flíkum og hika ekki við
að fara ótroðnar leiðir. Þar
í hópi er Rifat Ozbek sem
er höfundur þessa klæðnað-
ar. Þar tvinnast saman
tyrkneskar hefðir í höfuð-
búnaði og úzbekistönsk
áhrif í efnislítilli dýrindis
„blússu".
„Þegar ég kom frá Ítalíu á sínum tíma var
tilgangurinn að athuga hvort ekki væri hægt að
gera hér heima það sem ítalir voru að gera úr
okkar hráefni, gæðaflíkur úr mokkaskinni sem
mikil eftirspurn er eftir. Þetta tók allt tíma og
það voru ýmis ljón á veginum en nú er ég búin
að stofna eigin fyrirtæki og ætla að sýna fram
á að þetta er hægt.“
Hún hælir íslensku hráefni, segir nýtt hrá-
efni, ullarflóka, mjög skemmtilegt efni að vinna
með og talar um að íslenskt leður sé mjúkt og
gott og sútun og litun á selskinni til fyrirmynd-
ar. Þá segir hún að á Akureyri fáist fiskroð sút-
að þannig að það verði eins og silki og mokka-
skinnið telur hún að sé orðið eitt það besta í
heimi.
„Okkur er ekkert að vanbúnaði hér á Akur-
eyri að keppa við stærri þjóðir á þessu sviði.
Við byggjum á sérþekkingu og
verkkunnáttu hér fyrir norðan
og við getum þetta. Þetta verður
hæf útflutningsvara,“ segir hún.
Sigríður Sunneva ætlar að
hanna fatalínu með íslenskum
einkennum en um leið heims-
borgaralega. í þetta skipti eru
það tvær fatalínur, önnur er fyr-
ir ungt fólk, nýstárlegur tísku-
fatnaður, en hin línan er dýrari,
fötin vönduð og framleidd í tak-
mörkuðu magni. Sá fatnaður
verður með þjóðlegum einkenn-
um en engu að síður sígildur og
vandaður.
Sigríður Sunneva hefur fengið
styrki til að koma rekstrinum
af stað, atvinnumálanefnd Akur-
eyrar hefur lagt henni lið og svo
fékk hún styrk úr sérstökum
sjóði sem heyrir undir Félags-
málastofnun og ætlað er að örva
atvinnuskapandi verkefni fyrir
konur.
í galleríi Kiðagili hanga sýnis-
horn af fatnaði Sigríðar Sunnevu
og hér á myndunum eru nokkrar
af flíkunum. Tískufatnaðurinn
verður seldur í Frikka og dýrinu
hér í Reykjavík en í Centro á
Akureyri og sá vandaðri verður
seldur hjá íslenskum heimilis-
iðnaði.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Mokkaskinn - hreindýraskinn - selskinn - fiskroð - ullarflóki
grg