Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faöir okkar, PÉTUR EGGERZ, fyrrverandi sendiherra, Suðurgötu 29, andaðist að kvöldi uppstigningardags. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. maí kl. 13.30. Páll Ólafur Eggerz, Sólveig Eggerz. t Ástkœr kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, CARMEN MARÍA RÓBERTSDÓTTIR-BRUCKNER, er látin. Jarðarför hennar fór fram í. kyrrþey í viðurvist nánustu skyld- menna frá Selfosskirkju föstudaginn 13. maí 1994. ( minningu okkar er hún blóm, sem aldrei fölnar. Karl Helmut Kortsson-Bruckner, Hellu og aðstandendur. t Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT VALDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR, Langholtsvegi 169 A, lést á Vífilsstaðaspítala 11. maí. Jarðar- förin fer fram frá Langholtskirkju þriðju- daginn 17. maí kl. 13.30. Þórir Haraldsson, Hallfríður Skúladóttir, Magnús Björnsson, Halldóra Þórisdóttir, Ásgeir Ragnarsson, Benedikt Þórisson, Guðrún Guðjónsdóttir, Bjarni Brynjar Þórisson, Anna S. Jóhannsdóttir, Hafberg Þórisson, Ásmundur Ingimar Þórisson, Siguröur Helgi Þórisson, Þórir Þórisson og barnabörn. t Frænka okkar, JÓHANNA GUÐBJÖRG HANNESDÓTTIR, Furugerði 1, áður Hverfisgötu 86, lést í Borgarspítalanum 8. maí. Útför hennar verður gerð frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Hannes Bjarnason, Gerður Lúðvfksdóttir, Ása Þórðardóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN JÖKULL PÉTURSSON, húsasmiður, Kvisthaga 15, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 6. maí, verð- ur jarðsunginn frá Neskirkju mánudag- inn 16. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Anna Gi/ðrún Aðalsteinsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn biaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin,- að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eidra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það Iögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. KRISTJÁN JÖKULL PÉTURSSON + Kristján Jökull var fæddur á Hákonarstöðum í Jökuldal, Norður- Múlasýslu, fæddur 11. desember 1919. Hann lést 6. maí 1994. Foreldrar hans voru Pétur Kristjánsson og Guðný Torfadóttir sem bjuggu á Há- konarstöðum. Auk Jökuls eignuðust þau Hákon og Mar- gréti sem enn eru á lífi. Tveggja ára gamall missti Krist- ján föður sinn. Þegar hann var tíu ára gamall fluttist fjölskyld- an til Seyðisfjarðar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann hóf nám í húsasmíði að loknu gagn- fræðaprófi. Hann fór með læri- meistara sínum til Reykjavíkur og lauk námi þar 1945. Hann vann við húsasmíðar sem húsa- smíðameistari, en 1951 varð hann fyrir áfalli er hann slasað- ist við vinnu sína, en hélt áfram við smíðar eftir nokkurra mán- aða sjúkrahúslegu. Hann rak trésmíðaverkstæði ásamt vini sínum í nokkur ár. Við stofnun bifreiðastöðvarinnar Bæjarleiða hf. hóf hann akstur jafnframt því sem hann stundaði trésmíðar áfram. Aksturinn var hans aðal- starf síðustu árin þar til hann lét af störfum fyrir tæpu ári. Hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Onnu G. Aðalsteins- dóttur 1949. Þeim varð tveggja barna auðið, sem eru Guðný Aðalbjörg gift Þorgrími Guð- mundssyni, trésmíðameistara og Aðalsteinn Jökull, trésmíða- meistari, en kona hans er Kol- brún Valdimarsdóttir. Utför hans fer fram frá Neskirkju á morgun. LEIÐIR okkar Jökuls lágu fyrst saman árið 1952, þegar ég fluttist ásamt fjölskyldu minni á Kvisthaga 10, en konur okkar höfðu þekkst frá unga aldri. Sjö árum síðar hóf ég einnig akstur á Bæjarleiðum og tengdumst við eftir það bæði í leik og starfi. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra hjóna á Kvisthaga 15 því að gestrisni þeirra var einstök. Jökull var mjög traustur og góður maður og börn fundu það fljótt og hændust að honum. Við hjónin eig- um margar og góðar minningar frá ferðalögum með Jökli og Önnu. Ófá- ar eru samverustundirnar sem seint gleymast og oft var spjallað lengi saman eftir leikhúsferðirnar. Þrátt fyrir mikla vinnu hafði Jök- ull alltaf góðan tíma fyrir fjölskyld- una sína. Hann byggði sumarbústað í Grímsnesi til að njóta útiveru með börnum sínum og barnabörnum. Mér eru sérstaklega ferðir okkar hjóna í sumarbústaðinn minnisstæðar og alltaf var tekið jafn konunglega á móti okkur, og sérstaklega þótti Jökli vænt um ef barnabörn okkar voru einnig með í ferðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Anna mín, ég og fjölskylda mín vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og biðjum góð- an Guð að styrkja ykkur. Jón Kr. Bjarnason. MIG langar með nokkrum orðum að minnast pabba míns Kristjáns Jökuls Péturssonar, Kvisthaga 15. Það var mikið ástríki og hlýja á bernskuheimili hans á Hákonarstöð- um og aldrei þurftu börnin að líða skort þótt heimilisfaðirinn hafi fallið frá þegar Jökull var aðeins tveggja ára. Móðir hans bjó áfram á Hákon- arstöðum og hefur pabbi oft sagt okkur frá hve erfitt það var fyrir hana eina að stunda þar búskap. Á Siglufirði vann pabbi ýmis störf eins og títt var á þessum árum þar til hann hóf nám í húsasmíði hjá Sigurði Elíassyni. Dvöl- in á Siglufirði varð ekki löng og fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur þar sem pabbi lauk námi í húsasmíði. Húsasmíðar stundaði hann í mörg ár og með- al annars rak hann sitt eigið verk- stæði. Pabbi og mamma byggðu Kvisthaga 15 ásamt foreldrum henn- ár. Pabbi stundaði leigubílaakstur samhliða trésmíðinni í nokkur ár en síðustu áratugina var akstur hans aðalstarf eða þar til fyrir rúmu ári, að hann hætti sökum aldurs. Pabbi hafði hlakkað mikið til að eiga róleg- ar stundir með mömmu og öðrum í fjölskyldunni, sérstaklega upp í sum- arbústað en þar undi hann sér best. Að endingu vil ég kveðja pabba minn með þessum fallegu ljóðlínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Aðalsteinn og Kolbrún. Okkur barnabömum Kristjáns Jökuls Péturssonar langar að minn- ast afa okkar með nokkrum orðum. Þrátt fyrir að alltaf megi gera ráð fyrir að ástvinir okkar hverfi á braut þegar það eldist þá var afi nánast aldrei veikur og við óundirbúin ótímabæru fráfalli hans. Við höfðum ekki gert ráð fyrir að hann mundi hverfa svo fljótt frá okkur þar sem hann hafði aðeins verið veikur í stuttan tíma og er hans nú sárt sakn- að. Afi okkar átti alltaf til nóg af hlýju og tíma fyrir okkur og gott var að leita til hans þegar eitthvað á bjátaði. Það eru ófáar stundimar sem við afabörnin dvöldum vestur í bæ á Kvisthaganum og alltaf var nóg um góðgjörðir þegar við komum þangað. Afi og amma áttu sumarbú- stað í Grímsnesinu og öll sumur fór- um við með pabba og mömmu og dvöldum' þar flestar helgar. Þrátt fyrir að ekki væri bústaðurinn stór var alltaf pláss fyrir alla og allir undu sér þar vel. Afi vildi alltaf að við barnabörnin hefðum nóg fyrir starfi og aldrei varð hann uppstökk- ur þótt við krakkarnir lékum okkur á pallinum fyrir framan bústaðinn í fótbolta þrátt fyrir að boltinn buldi í bústaðnum og jafnvel rúður væru í hættu. Þegar við uxum úr grasi var auðvitað erfiðara að leika okkur á pallinum enda skotin orðin fastari. Tii þess að okkur leiddist ekki lét afi gera grasvöll þar sem við gátum leikið okkur að vild. Nú þegar afi er horfinn verður tómlegra að koma til ömmu vestur í bæ og upp í sum- arbústað en við eigum góðar minn- ingar um hann sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Við biðj- um góðan Guð að vera með honum og vernda ömmu okkar og styrkja hana. Valdimar, Krislján JökuII, íris Kolbrún, Anna Björg og Guðmundur Jökull. Látinn er í Reykjavík elskulegur móðurbróðir minn Kristján Jökull Pétursson. Foreldrar Jökuls bjuggu góðu búi og á heimili þeirra var jafnan margt vinnufólk og skyldmenni, m. a. tvær ömmur og afi Jökuls. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni þegar heimilisfaðirinn féll frá árið 1921. Ekkjan stóð þó áfram fyrir búinu í nær áratug og hafði þá ráðsmenn sér til aðstoðar. Mjög gestkvæmt var á heimilinu en þjóðbrautin yfir Jökul- dalsheiði að norðan lá um hlað bæj- arins í þá tíð. Oft var mikið á sig lagt við að fæða og hýsa kunnuga sem ókunnuga ferðalanga, enda gestrisni móður Jökuls í blóð borin. Marga nóttina sváfu Jökull og systk- ini hans í hlöðu yfir sumartímann þegar vantaði rúm fyrir gesti. Guðný flutti með börn sín að Mýrum í Skriðdal þegar hún brá búi, og var hún þar ráðskona á stóru heimili í eitt ár. Eftir það flutti hún til Seyðisfjarðar þar sem hún settist að og sá fyrir sér og sínum með saumaskap. Jökull og hin bömin reyndu að hjálpa móður sinni eftir bestu getu, en lítið var um atvinnu. Þegar Jökull var nálægt tvítugu fluttist fjölskyldan til Siglufjarðar þar sem betri atvinnutækifæri voru fyrir hendi, einkum vegna sfldar- vinnslu. Móðir mín hefur sagt mér að í æsku hafi Jökull verið sérlega elsku- legt og gott barn, alltaf glaður og ljúfur enda mikið eftirlæti allra. Hann var ekki mjög heilsuhraustur, fékk t. d. berkla í Iæri sex ára gam- all og varð að liggja í marga mánuði í rúminu til að ná fullri heilsu aftur. Móður minni var afar annt um litla bróður sinn og var hún sífellt hrædd um að eitthvað kæmi fyrir hann. Þeirra samband var því alla tíð mjög náið og mikil væntumþykja á báða bóga. Þegar Jökull var liðlega tvítugur að aldri hóf hann nám í trésmíði hjá Sigurði Elíassyni. Það starf átti vel við Jökul því að hann var bæði hand- laginn og vandvirkur. Hann starfaði við trésmíðar í mörg ár, byggði m. a. turninn við Hólakirkju og stofnaði verkstæði með félaga sínum, Guð- mundi Björnssyni sem nú er látinn. Árið 1953 unnu þeir félagar við húsbyggingu við Austurvöll. Þá varð frændi minn fyrir því óhappi að falla ofan af þaki og slasast illa á baki. Var hann óvinnufær í heilt ár á eft- ir, náði sér aldrei að fullu og gekk til að mynda ailtaf haltur upp frá því. Trésmíðin reyndist honum of erfitt starf eftir þetta. Hann gerðist því leigubílstjóri og var einn af þeim fyrstu sem óku hjá Bæjarleiðum. Hann ók leigubifreið þar til í fyrra er hann hætti sökum aldurs. Jökull var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist árið 1949 mikilli myndarkonu, Önnu Aðal- steinsdóttu, sem lifir mann sinn. Foreldrar hennar voru Björg Gunn- steinsdóttir og Aðalsteinn Björns- son, vélstjóri. Anna, sem er lærð hattadama, hætti starfi utan heimil- is þegar Guðný dóttir hennar fædd- ist og var heimavinnandi húsmóðir upp frá því. Bjó hún manni sínum og börnum ákaflega gott heimili. Samskipti Jökuls og barna hans og barnabama voru afar náin. Ég minnist frænda míns sem sér- staklega góðs og trausts manns, sem ekki mátti vamm sitt vita. Þyrfti ég eða mín fjölskylda á hans aðstoð að halda var hún fúslega veitt þegar í stað. Það var gott að eiga frænda sem vita mátti að réði manni ávallt heilt, hvort sem var í húsakaupum eða öðru. í tómstundum var Jökull mest með fjölskyldu sinni. Hann smíðaði sér upp úr 1970 sumarbústað í Grímsnesi rétt austan við Álftavatn. Þar dvöldu þau hjónin um flestar helgar á sumrin, og eftir að börnin gengu í hjónaband voru þeirra fjöl- skyldur þar einnig mjög oft. Sjaldan sá ég frænda minn glaðari en þegar hann var í sumarbústaðnum sínum umkringdur barnabörnum. Eftir að við hjónin eignuðumst bústað í næsta nágrenni við Jökul og Önnu, fyrir liðlega tíu árum, hitlust fjöl- skyldurnar oftar og áttu saman margar skemmtilegar stundir yfir kaffi í sveitakyrrðinni. Það er undarleg tilfinning að hugsa til þess að Jökull skuli vera farinn frá okkur, því að aðeins eru örfáar vikur síðan ég hitti hann hressan og kátan eins og jafnan. Hann var þá nýkominn úr stuttri utanlandsferð með þeim Önnu og Guðnýju. Um leið og við Rögnvaldur og börnin kveðjum Jökul frænda minn með sárum söknuði, vottum við íjöld- skyldu hans okkar dýpstu samúð. Góður maður er genginn. Edda Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.