Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 31 MINNINGAR ÞÓRHALLUR PÁLSSON + Þórhallur Páls- son, Hafnar- stræti 39 á Akur- eyri, var fæddur 27. apríl 1913. Hann lést 8. maí 1994. Útför hans verður gerð frá Akur- eyrarkirkju á mánudaginn. Kveðja frá íslenskum radíóamatörum HUÓÐNAÐUR er lykill Þórhalls Pálsson- ar, TF5TP. Svona taka radíóamat- örar til orða um þá félaga sína sem hverfa yfir móðuna miklu og aldrei fyrr hefur þögnin heyrst jafn langt né verið jafn sterk. Hátt á sjöunda áratug sló Þórhallur lykilinn og kom íslandi á blað í fjarlægustu heims- hornum, óslitið lengur en nokkur annar íslenskur amatör til þessa. Oft eru þeir sem nú eru hvað virk- astir í utanlandssamböndum spurðir frétta af „Thor“ og beðnir fyrir kveðjur, nú verða svörin með öðrum hljóm. Þórhallur ólst upp á Akureyri á fyrri hluta aldarinnar og gerðist ungur að árum sendill á ritsíman- um, mun það hvorki vera í fyrsta né síðasta sinn sem krókurinn beyg- ist snemma með þeim hætti. Theo- dór Lillendal var nágranni Þórhalls og kom honum í kynni við þráðlaus- an heim radíóamatöra. Stuttbylgju- tæknin var ávöxtur tilrauna þeirra um víða veröld og piltur var fljótur að tileinka sér fræðin. Þekkingu Þórhalls á því sviði var viðbrugðið alla tíð. Ekki sakaði heldur að vera hagur vel, því þá urðu amatörar að smíða tækin sín sjálfir og hélt Þórhallur lengi uppteknum hætti í því efni. Til er mynd eftir Vigfús Sigurgeirsson ljós- myndara sem sýnir Þórhali við haganlega smíðuð tæki 1927, árið sem hann hóf sending- ar. Hann kom til Kaup- mannahafnar sem léttadrengur á Lagar- fossi og þótti þá mest um vert að komast í firma M. Pedersen til að kaupa sér efni til tækjasmíða, íhluti eins og það heitir nú til dags. Þetta var 1930 og hann munstraði af til að komast á þjóðhátíðina á Þing- völlum. Upp úr því fékk hann starf hjá Ottó Arnar sem leigði út við- tæki, en fór fljótlega yfir til vinnu- stofu Ríkisútvarpsins þar sem smíð- uð voru næm útvarpstæki er hent- uðu dreifðum byggðum landsins og einnig talstöðvar fyrir fiskibáta. Eftir u.þ.b. tvö ár í Reykjavík var Þórhallur sendur til að annast viðgerðir og þjónustu á Akureyri. í þá daga hlustaði landið allt beint á langbylgjusendinn á Vatnsenda, sem þó var aðeins 16 kW. Viðtæki þeirra tíma voru líka opnari en nú gerist, og því voru það oft truflanir frá raftækjum sem takmörkuðu móttöku. Árið 1935 gerðist Þórhall- ur starfsmaður Rafmagnsveitu Ak- ureyrar í embætti truflanaeyðis. Sagðist honum sjálfum svo frá að það hefði verið erilsamt starf en fljótt borið góðan árangur. Síðan var hann við rafmagnseftirlit á Akureyri. Lönd sem eiga í stríði banna jafn- an radíósendingar aðrar en á vegum yfirvalda. Þegar Bretar hernámu Island gáfu þeir út tilskipun þessa efnis, en alkunna er hve Islending- um er ósýnt að taka hervald hátíð- lega. Ekki dró það úr áhyggjuleysi RAGNAR HJALMAR RAGNARSSON + Ragnar Hjáltn- ar Ragnarsson fæddist í Hafnar- firði 1. maí 1959. Hann starfaði við umönnunarstörf í húsi Sjálfsbjargar i Reykjavík. Hann lést 8. maí sl. Jarð- arför hans fór fram frá Víðistaðakirlgu þann 13. maí. Kveðja frá systkinum OKKUR systkinin langar til að minnast bróður okkar, sem kvaddi þennan heim ungur maður, 35 ára gamall. Við erum harmi slegin og eigum vart orð til að lýsa þeim tilfinning- um sem hrærast með okkur. Mikill er missir okkar og foreldra okkar en mestur er missir sonanna tveggja Birkis Freys 9 ára og Sindra Rafns 7 ára, sem svo ungir sjá á bak góðum föður. Við biðjum algóðan guð að styrkja þá í sinni miklu sorg. Kæri bróðir, með þitt viðkvæma lundarfar fékkst þú að reyna margt í lífinu, en við vonum svo innilega að þér líði vel núna. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu samverustundim- ar og kveðjum þig með trega. Þú munt alltaf eiga samastað í hjört- um okkar. Blessuð sé minning þín. í einlægri trú við fetum okkur áfram á lífsins grýttu braut vonum eilíflega að um okkur sé farið mjúkum höndum í blindri trú þreyfum okkur áfram á lífsins bugðóttu leið treystum stöðugt að hver hrösun sé sú síðasta í hæfilegri trú tökumst á við duttlunga lífsins lærum að þekkja hvassa odda þýðar öldur vitum að ganga um stórbrotið landslag er margbrotin aldrei eins (Höf.: Anna María Jónsdóttir) Bella, Sonja, Aðalheiður, Konráð og Rúnar. Þórhalls að yfirmaður Breta á Ak- ureyri var sjálfur radíóamatör og góður kunningi. Hærra settir menn á fjarlægari stað kunnu ekki að meta merkin sem enn bárust úr fífil- brekku norður við íshaf og Þórhall- ur var tekinn fastur. Hann sat í kjallaradýflissu í Lundúnum þegar húsin umhverfis hrundu í sprengjuregni, en vistin varð bærilegri þegar út á eyna Mön kom. Þar var Þórhallur kominn til metorða í eldhúsi þegar herforingi kom í kynnisferð og spurði hvort Bretar væru virkilega komnir í stríð við íslendinga. Hann kannaði málið og stuttu síðar var Þórhallur laus, en þessi þolraun setti mark sitt á hann æ síðan. Gæfa Þórhalls hin mesta var öðlingskonan Hjördís Stefánsdóttir myndskera. Þau drógu sig saman á Reykjavíkurárum Þórhalls og lét hún þess eitt sinn getið með glampa í augum að hann hefði verið glæsi- legasti sjarmör bæjarins. Það var reyndar sérstakt heimsmannssnið á Þórhalli alla tíð. Þau hjón voru heiðursgestir á 30 ára afmæli félagsins íslenskir radíóamatörar 1976, og Þórhallur '■heiðursfélagi upp frá því. Bömin urðu þijú, Sigrún búsett í Banda- ríkjunum, Páll læknir og Stefán radíóvirki og amatör, báðir búsettir í Reykjavík. Hjördís lést fyrir nokkrum árum. Kveðjustundin er komin, loka- merkið hefur verið sent. Félagar Þórhalls þakka honum óteljandi ánægjustundir í loftinu og ávallt hlýjar móttökur á Akureyri. Við sendum honum alþjóðlegt kveðju- merki amatöra í síðasta sinn, „73“. TF3XDX. t Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON HÓLM LEIFSSON, bifreiðastjóri, Breiðagerði 31, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 18. maí kl. 14.00. Bílferð verður frá Seljakirkju sama dag kl. 12.00. Synir, tengdadætur ng barnabörn. t Ástkær faðir minn og tengdafaðir, MAGNÚS SIGURJÓNSSON húsgagnabólstrari, Ægisgötu 1, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 13.30. Lilja Magnúsdóttir, Birgir Sveinarsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMAR ÓLAFSSON frá Siglufirði, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 13.30. Kristfríður Kristmarsdóttir, Eyjólfur Ágústsson, Haraldur Kristmarsson, Anna Jóna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Skeljungur býður þér að sjá þáttinn í sjónvarpinu kl. 22:05 í kvöld Síöasti þátturinn af fimm um íslenska skóga og skógrækt er á dagskrá ( Ríkissjónvarpinu í kvöld í boði Skeljungs hf. í þessum þætti er fjallað um skógræktina í Haukadal í Biskupstungum. Pættirnir eru unnir í samvinnu viö Skógrækt ríkisins, sem leggur áherslu á að sem flestir landsmenn bætist í hóp þeirra sem vilja sinna skógrækt. Skeljungur hf. leggur Skógrækt rlkisins liö meö árlegu framlagi. Pegar þú verslar á bensínstöðvum Skeljungs leggur þú þitt af mörkum til skógræktar á íslandi. Saman getum við lyft grettistaki undir faglegri forystu Skógræktar ríkisins og í samvinnu viö alla sem eiga þá hugsjón aó klæöa landið skógi. Skeljungur leggur rœkt við land og þjóð w Skógrækt með Skeljungi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.