Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og systir, HREFNA TYNES fyrrverandi skátahöfðingi, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á kvenfélag Neskirkju, styrktarsjóð St. Georgs- skáta eða líknarfélög. Börn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Norðurgarði 17, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriöjudaginn 17. maí kl. 14.00. Sigrfður Gróa Jakobsdóttir, Ingunn Kristín Jakobsdóttir, Guðmundur Páll Ólafsson, Elín Jónina Jakobsdóttir, ingimundur Jakobsson, Helga Jakobsdóttir, Ólafur Ingi Jónsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HANSSON, Seljahlíð, Hjallaseli 55, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. maí kl. 13.30. Hans Sigurjónsson, Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Samúel Guðnason, Þráinn Sigurjónsson, Ruth Fjeldsted, Sveinn Scheving Sigurjónsson, Kristín Björk Pálsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, SIGURÐAR VALS HALLDÓRSSONAR, Espigerði 4. Kristrún Jóhannsdóttir, Sigrun C. Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhann Halldórsson, Guðrún Siguróladóttir, Halldór Halldórsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Valgerður G. Halldórsdóttir, Sigurður Haraldsson og systkinabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför THEODÓRS KRISTJÁNSSONAR, Tjarnalandi, Eyjafjarðarsveit. Guðmunda Finnbogadóttir, Díana S. Helgadóttir, Ólafur H. Theodórsson, Fanney Theodórsdóttir, Kristján H. Theodórsson, Helga Theodórsdóttir, Finnbogi H. Theodórsson, Auður Theodórsdóttir, Theodór Theodórsson, Svava Theodórsdóttir, Gunnhildur F. Theodórsdóttir, Jóhann Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Helgi Sigfússon, Hrefna Hreiðarsdóttir, Hlöðver Hjálmarsson, Brynja H. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Logi Lárusson, Lilja Guðmundsdóttir, Jóhanna K. Júlíusdóttir, LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — slmi 681960 CARMEN MARÍA RÓBERTSDÓTTIR BRÚCKNER + Carmen María Róbertsdóttir- Briickner, fædd Thony, fæddist í borginni Nice í Suð- ur-Frakklandi 31.maí 1914. Hún lést í sjúkrahúsi í Reykjavík 4. maí síðastliðinn. Carm- en ólst upp til fjög- urra ára aldurs í Túnis í Afríku, þar sem faðir hennar, Robert Thony, var verkfræðingur. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar flutti fjöl- skyldan til fæðingarstaðar föð- ur hennar, Guebwiller í Elsafí, þar sem Carmen sótti barna- skóla. Eftir lát móður sinnar, Berthe barónsfrúar Le Roy, 1925, gekk Carmen í kaþólskan heimavistarskóla, þar sem hún lauk gagnfræðaprófi. Að því loknu nam hún klæðskeraiðn og tískuhönnun, lauk sveins- prófi í Colmar og í framhaldi af því hóf hún nám á sviði tís- kunnar „Haut couture" í París. Frá 1. apríl 1942 til 24. ágúst 1944 vann Carmen í vegabréfa- deild hjá Chambre des Deput- és. Síðar giftist hún fram- kvæmdastjóranum, dr. jur. Horst Altpeter, sem eftir stríðið varð prestur hjá Landeskirche í Hannover. Barnlaust hjóna- band þeirra endaði með skiln- aði. Er líða tók á síðari heims- styrjöklina gerðist Carmen sjálfboðaliði sem hjúkrunar- kona hjá Rauða krossinum til að hjúkra slösuðum. Meðal þeirra sem hún hjúkraði í sjúk- raskýlinu í Horserad í Dan- mörku var þýski höfuðsmaður- inn og dýralæknirinn dr. Karl Helmut Briickner, síðar Korts- son. Þeirra kynni áttu eftir að verða lengri því þau giftust síðar og eign- uðust fjögur börn. Þau eru: Hans Karls- son, fæddur 4. febr- úar 1946, verkfræð- ingur, búsettur í Riisselsheim í Þýska- landi; Haraldur Karlsson, fæddur 23. mars 1947, verkfræð- ingur, kvæntur Món- iku Röpke, og eru þau búsett í Houston í Texas, USA; Helgi Karlsson; fæddur 6. nóvember 1950, sölu- sijóri hjá Saudia-flugfélaginu í Þýskalandi, en kona hans er Hella Ziehe og eru þau búsett í Viersen þar í landi og loks Kristjana Karlsdóttir, fædd 24. nóvember 1951, sem lauk námi í hótelrekstri í Sviss, en leggur nú stund á þýsku og frönsku í Háskóla Islands. Hún er ásamt eiginmanni sínum, dr. Magnusi Sigurðssyni lækni, búsett í Ölf- usinu. Barnabörnin eru orðin níu í þremur þjóðlöndum. Jarð- arför Carmenar fór fram í kyrrþey. ÞAU Carmen og Karl bjuggu fyrst eftir stríðið í héraðinu Slésvík- Holtsetalandi en þar átti Carmen sæti i hjálpamefnd Rauða krossins sem fulltrúi Frakklands ásamt full- trúa Englands, Eleanor Ponsonby. Þátttaka í þessu hjálparstarfi varð til þess að Carmen kynntist hinum hjálpfúsa ræðismanni íslands í Liibeck, Ám Siemsen. Þeirra kynni leiddu aftur til þess að þau hjónin Carmen og Karl fluttust til íslands árið 1950 og settust að á Hellu á Rangárvöllum, en Karl var skipað- ur í embætti héraðsdýralæknis í Rangárvallaumdæmi, sem þá markaðist af Þjórsá í vestri og Lómagnúp í austri. Við þær fmm- stæðu aðstæður sem héraðsdýra- læknirinn varð oft að starfa við var það honum ómetanleg hjálp að hafa Carmen sér við hlið, t.d. ef gera þurfti erfiða uppskurði á húsdýrum. Einnig gat hún afgreitt úr apótekinu og gefið góð ráð ef Karl var fjarverandi. Á þeim áram, sem Helgi Jónasson alþingismaður var héraðslæknir í Rangárþingi, hjálpaði Carmen oft 'sjúklingum í héraðinu að beiðni hans og munu þeir enn vera til, sem nutu aðhlynn- ingar hennar hér á landi. Eftir að Þýsk-íslenska vinafé- lagið á Suðurlandi var stofnað 1954 og maður hennar síðar gerð- ur að ræðismanni Sambandslýð- veldisins Þýskalands var Carmen vakin og sofin í því ásamt manni sínum að hlúa að félaginu. Þrátt fyrir bamahópinn hlífði Carmen sér ekki við að fæða tíu skáta frá Gelsenkirchen í Þýskalandi í heila viku 1959, en þeir höfðu lent hér í íjárhagskröggum. Sem þakklæt- isvott fyrir góðverkið gerðu þeir hana að heiðursskáta sveitar sinnar. Síðasta hálfan annan áratug átti Carmen við sjúkdóm að stríða sem orsakaði sykursýki. Þrátt fyr- ir þessi veikindi reyndi hún eftir mætti að sækja samkomur Þýsk- íslenska vinafélagsins en þau hjón voru einu heiðursfélagar þess. Eig- inmaður hennar, sem hún hafði farið um líknandi höndum fyrir hartnær hálfri öld, endurgalt henni umönnunina hin síðustu ár, þegar hún þurfti hjúkrunar við. Þýsk-íslenska vinafélagið á Suð- urlandi sá á bak dyggum stuðn- ingsmanni, þegar Carmen var kvödd hinstu kveðju. Eftirlifandi aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sljórn Þýsk-íslenska vina- félagsins á Suðurlandi. VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR + Valgerður Magnúsdóttir í Hamravík var fædd 28. febrúar 1905 að Ásbjamarstöðum á Vatnsnesi. Hún andaðist á Sjúkra- húsinu á Hólmavík 9. maí 1994. For- eldrar hennar voru Magnús _ Jóhanns- son og Ögn Eiríks- dóttir. Eiginmaður Valgerðar var Guð- mundur Þ. Sigur- geirsson, fæddur 28. október 1894, en hann andaðist 6. apríl 1977; foreldrar Guðmundar voru Sig- urgeir Bjarnason og Helga Magnúsdóttir, oftast kennd við bæinn Katadal á Vatnsnesi. Synir Valgerðar og Guðmund- ar eru Magnús vegaverkstjóri á Drangsnesi, eiginkona hans var Sigurmunda Guðmunds- dóttir, en hún lést 21. janúar 1993, og eignuðust þau þrjú böm; Sigurgeir bifreiðastjóri og sjómaður á Drangsnesi ókvæntur og barnlaus. Utför hennar var gerð frá Drangsne- skapellu 14. maí. Amma dvaldist í foreldrahúsum fram að tvítugsaldri, en þá hóf hún búskap með afa og stofnuðu þau heimili sitt á Hvammstanga og byggðu þar lítið hjús og nefndu Bjarmaland. Haustið 1934 fluttu þau til Hafnarfjarðar, en dvöl þeirra þar var ekki löng. Árið 1936 fluttu þau á Drangsnes og bjuggu þar til æviloka. Amma var dugleg og ósérhlífin kona sem lét sér aldrei verk úr hendi falla, meðan heilsa og kraftar ent- ust. Hún kærði sig lítt um tækni sem létt gæti henni störfin og fram yfir sjötíu og fimm ára aldur var þvotturinn í Hamravík þveginn á þvottabretti og vatnið hitað með kolum og spreki í þvottapotti, ekki vegna fátæktar, nei, ömmu fannst ekkert sjálfsagðra en að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Margar af mínum bernskuminningum eru tengdar heimsóknum og veru hjá ömmu og afa í Hamravík og á fullorðinsá- ram skynjar maður hlutina öður- vísi en sem barn, því þá var ekk- ert eðlilega en að amma væri all- staðar, í búðinni, úti í fjósi, úti á mýram að heyja, við heimilisstörf, prjónaskap og handavinnu. Ekki var hendinni kastað til nokkurs verks og mörg voru listaverkin sem hún sagaði og skar í tré, bæði á sínum yngri áram og eins eftir að hún var komin á efri ár. Ömmu þótti vænt um dýrin sín og fór vel með þau, margar vökunætumar átti hún yfir kusunni sinni ef eitt- hvað útaf bar og ekki skipti máli þótt nytjamar væru litlar, nei bara að kusu liði vel. Mér er eftirminni- legt hvað amma var alltaf glöð þegar heyið var komið inn í hlöðu, þá var tryggt að kusa hennar hefði nóg að bíta og brenna næsta vet- ur. Heyskapinn sá hún að mestu um sjálf og notaði til þess stuttar frístundir og oft hljóp hún út á mýrar í hádeginu til að rifja ef þurrkur var. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu og hafði yndi af því að sjá afkomendahópinn sinn stækka og dafna. Eflaust hefur það verið ætlunarverk ömmu og afa, þegar þau fyrir tæpum sextíu árum héldu yfir flóann á opnum trillubát með drengina sína tvo og fátt eitt af veraldlegum auði, að leggja sig fram af öllum mætti til þess að fjölskyldunni vegnaði vel. Amma var þessu ætlunarverki trú, því vinnudagurinn hjá henni var oft langur. Hún var mikill vinur vina sinna og ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd, en vildi þó fátt af öðram þiggja. Það var því erfitt fyrir þessa duglegu konu sem hafði verið heilsuhraust til efri ára að finna þrek og heilsu dvína og verða með flest upp á aðra komin. Hún var ekki kvíðin því sem koma skyldi. Síðustu sex árin dvaldist amma að mestu á Sjúkrahúsinu á Hólma- vík og naut þar einstakrar umönn- unar og skilnings starfsfólks. Fyrir það var hún þakklát og fann ég hve vænt henni þótti orðið um þá sem önnuðust hana. Mig langar að þakka starfsfólki Sjúkrahússins á Hólmavík nærgætni og hlýhug í hennar garð. Ég kveð ömmu mína með sökn- uði og þakklæti fyrir allt. Megi Guð blessa minningu hennar. Guðmundur B. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.