Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 33 MINNINGAR SIGURÐUR VALUR HALLDÓRSSON + Sigurður Valur Halldórsson fæddist 3. febrúar 1954 og lést 26. apríl 1994. Útför hans var gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. maí. LÁTINN er, langt um aldur fram, einn af félögum vorum, Sigurður Valur Halldórsson. Það var um miðjan febrúar síð- astliðinn sem við dómarar komum saman og héldum okkar árlega þorrablót. Þar á meðal var Sigurður Valur, sem þá var alkominn heim frá Brussel, þar sem hann hafði verið búsettur undanfarin misseri. Það var okkur gleðiefni að Sigurður Valur var hress í andanum, leit vel út og virtist sem sár hans vegna föðurmissisins fyrr í vetur væru nú að gróa. En skjótt skipast veður í lofti. Skyndilega komu upp á yfirborðið mikil og alvarleg veikindi og nú, aðeins um tveimur mánuðum síðar, er Sigurður Valur allur. Upphaf dómgæslustarfa Sigurð- ar Vals má rekja allt aftur til upp- hafs áttunda áratugarins og ná þau því yfir um 20 ár samfleytt. Leið hans inn í dómgæsluna, eins og svo margra annarra, var í gegn um félagið sitt, ÍR, en hann var fyrrum leikmaður félagsins og síðar mikill og gallharður stuðningsmaður. Allt fram til ársins 1992 naut íslenskur körfuknattleikur krafta hans á leik- vellinum í því oft mjög svo óvin- sæla hlutverki dómarans. í gegnum tíðina dæmdi hann marga stórleiki en vert er að geta eins af hápunkt- um ferils Sigurðar Vals, sem var þegar hann öðlaðist alþjóðleg dóm- araréttindi fyrir FIBA, Alþjóða- körfuknattleikssambandið. Sem slíkur dæmdi hann fjölda leikja bæði hér á landi og erlendis. Sigurður Valur sat i dómara- nefnd KKÍ og starfaði á þeim vett- vangi ötullega að útbreiðslumálum Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningar- greinar til birtingar endur- gjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði að berast síðdeg- is á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá grein- arnar sendar á disklingi. Fnófinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öllkvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m innan hreyfíngarinnar, hélt fjölda dómaranámskeiða og sá meðal ann- ars um þýðingu leikreglnanna á ís- lensku enda kom enginn að tómum kofunum þegar leikreglur eða túlk- un þeirra var annars vegar. Margir þeirra dómara sem í dag eru í eldlín- unni stigu sín fyrstu skref með Sig- urð Val sér við hlið. Sigurður Valur var skarpgreind- ur og hæfileikaríkur maður en tókst ekki á stundum að halda þeim tök- um á lífi sínu, sem hann og fleiri hefðu kosið. Við dómarar áttum mest og best samskipti við Sigurð Val innan leikvallar þar sem hann var réttsýnn og skildi leikinn til fullnustu. Utan leikvallar voru sam- skiptin minni, en þó var ljóst að hann átti fáa en trausta vini. Þá voru honum hugstæð náin tengsl sín við foreldra sína og sér móðir hans nú á eftir mætum dreng. Dómarar vilja að lokum þakka Sigurði Val samfylgdina. Við vitum að krafta hans nýtur nú við í því sem hann hafði hvað mest dálæti á, körfuknattleiknum, á körfuknatt- leiksvelli eilífðarinnar. Og að sjálf- sögðu hefur hann eins og alltaf góð tök á leiknum. Móður hans, systkinum og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði. Körfuknattleiksdómarar. Fyrir hönd Körfuknattleikssam- bands íslands langar mig til að minnast Sigurðar Vals nokkrum orðum. Sigurður Valur, eins og hann var kallaður, var flestum inn- an körfuknattleikshreyfingarinanr að góðu kunnur. Hann var einn af betri körfuknattleiksdómurum landsins og var hann annar íslend- ingurinn til að fá alþjóðleg dómara- réttindi í körfuknattleik. Siggi Val- ur starfaði mikið fyrir körfuknatt- leiksdeild ÍR og var m.a. formaður deildarinnar um tíma. Hann sat í stjórn KKÍ í tvö ár ásamt því að starfa mikið fyrir sambandið alla tíð. Hann sat í nefndum og ráðum á vegum KKÍ og hann þýddi leik- reglur í körfuknattleik 1985. Hann hafði mikla þekkingu á öllu sem við kom körfuknattleik og oftar en ekki var hringt í Sigga Val þegar álitamál komu upp til að fá upplýs- ingar og úrlausn mála. Það var gott að leita til Sigga Vals. Hann var alltaf tilbúinn til starfa þegar eftir því var leitað, hvort heldur það var að dæma leik með stuttum fyrirvara eða starfa fyrir sambandið á öðrum vettvangi. Síðastliðin tvö ár dvaldist Siggi Valur í Belgíu, en það aftraði hon- um ekki frá að fylgjast með því sem var að gerast í körfuboltanum heima á íslandi. Fékk hann sendar fréttir frá KKÍ og þegar hann kom til landsins þá kom hann í heimsókn til að fylgjast með og ræða málin. Það var mikið áfall að frétta af alvarlegum veikindum Sigga. Það var þó lýsandi fyrir hann að þrátt fyrir veikindin lét hann sig ekki vanta í íþróttahús Seljaskóla til að fylgjast með er ÍR-ingar léku í úr- slitum 1. deildarinnar. Nærvera hans þar var hinum ungu leikmönn- um ÍR mikil hvatning og um leið lýsandi dæmi um þau heilindi sem Siggi Valur sýndi íþrótt sinni. Með Sigurði Val er genginn mað- ur sem starfaði mikið fyrir körfu- knattleikinn í landinu. Við hjá KKÍ minnumst hans með söknuði. Fyrir hönd Körfuknattleikssam- bands íslands vill undirritaður votta móður Sigurðar Vals og fjölskyldu samúð sína. Pétur Hrafn Sigurðsson. Fallinn er frá góður vinur og félagi langt um aldur fram. Ég kynntist Sigga Val fyrst sem fyrirferðarmiklum unglingi í yngri flokkum ÍR í körfuknattleik og leist mér, KR-ingnum, ekki meira en svo á piltinn. En mörgum árum síðar lágu leiðir okkar saman sem dóm- ara í körfuknattleik og fór mjög vel á með okkur og kynntist ég þar mjög góðum dreng sem ég sé mik- ið eftir. Við dæmdum ótal leiki sam- an, sérstaklega þótti mér gott að dæma með Sigga þar sem hann var manna best að sér í leikreglum og túlkunum á þeim og gott að ræða við hann eftir leiki um það sem vel fór eða miður. En nú er þessi góði drengur genginn, á guðs síns fund og allt er orðið hljótt. Og allir taka eins í sama strenginn, að allt of snemma kæmi þessi nótt. Því döggvast brár og hjörtun myrkvast harmi og hart er það, að ganga þessi spor. Vér hneigjum döpur höfuðið vor að barmi í heitri samúð, það er kveðja vor. (Jens Hannesson.) Ég sendi eftirlifandi móður og systkinum Sigurðar minar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Otti Ólafsson. „Jöfn dreifing útgjalda ... gjörið svo vel“ Þú gerir fjárhagsáætlun fyrir næstu 12 mánuöi og þjónustufulltrúinn sér um að dreifa útgjöldunum jafnt á áriö. Varðan vísar þér leiðina að fyrirhyggju ífjármálum. varða víðtæk f jármálaþ jónusta /W/ ~/(f ff/€ff Suðurlandsbraut 54 v/Faxafen - Sími 682866 Iðavellir 14 Keflavík Sími 92 11099 t)//(//// ttf/>o/Hjtf/i • (H'S'tr/<!)tf/,o /Htf}(//*&ti/t/tf/* f (f/// (t(J /iV ///(///.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.