Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. MAÍ1994 39
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hvað hefur orðið af
peningunum ?
Frá Auðunni Braga Sveinssyni:
GJALDÞROT, gjaldþrot. Þetta
orð heyrist býsna oft á öldum
ljósvakans, svo og í blöðum.
Bankar og lánastofnanir tapa
gífurlegum íjárhæðum. Reynt
er að klóra í bakkann, að von-
um, ráðið er einfalt: innláns-
vextir eru lækkaðir, en útláns-
vextir haldast himinháir, þó að
þeir hafi að vísu lækkað tals-
vert. Sem dæmi tek ég yfirlit
frá Morgunblaðinu um banka
og sparisjóði, dagsett 6. maí
1994. Þar eru innlánsvextir í
öllum bönkum á almennum
bankabókum, sem eru lausar
til inn- og útborgana, 0,5%.
Almenn víxillán eru 8,25%, og
hæstu forvextir 12,25%. Hér
er átt við Landsbankann.
Þarna er gífurlegur mismunur.
En hvernig er hann til kominn,
mætti spyija. Því er til að
svara, að glötuð útlán eru mik-
il, og þeim mætt með því að
hafa vaxtamuninn þetta mik-
inn. Almennir sparifjáreigend-
ur verða að súpa seyðið af
því, sem gjaldþrotin og vanskil-
in valda.
En einhvers staðar lenda að lok-
um allir þeir peningar sem tapast.
Ekki gufa þeir upp; það er alveg
víst. Öll þau vinnulaun, sem greidd
hafa verið vegna bygginga, er ris-
ið hafa á undanförnum árum og
það, er vektakarnir hafa fengið
í hendur, hafa hins vegar tapað
þessu fé, og jafna nú mismun
innlána og útlána með gífur-
legum vaxtamun, eins og fram
hefur komið.
Segjum nú, að hið opinbera
hafi fengið sinn.skerf af inn-
greiðslum verktakanna með
skattgreiðslum, svo að þar hafi
þó eitthvað komið inn, til að
bæta þjóðarhag, verður að
setja spurningarmerki. Sagt er,
að mikið af verktakagreiðslum
komi hvergi fram, og sleppi
þær þannig við skattgreiðslur.
Þetta mun raunar ekki vera
séríslenskt fyrirbrigði. Og tak-
ið eftir: Fé, sem upphaflega
var fengið að láni í bankastofn-
un og greiddist ekki til baka,
hafnaði í vasa verktakans eða
verslunarmannsins að fullu,
þegar tekið er tillit til þess, að
skattgreiðslur voru hvergi upp-
fylltar.
Hvað þýðir það að eiga
heima í réttarríki eða þjóðfé-
lagi? það þýðir, að þar eru lög
virt og hinn almenni borgari
er verndaður gegn ævintýra-
mönnum, sem nota bankakerf-
ið eins og þeim sýnist. Hverjir
bera ábyrgðina?
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28,
Reykjavík.
ÚTLANSVEXTIR »>> Gllda frá 1. maí
GREINARHÖFUNDUR telur mismun
inn- og útlánsvaxta óeðlilega mikinn.
ekki reynst raunhæf fjárfesting,
hafa rannið til þeirra sem unnið
hafa að þeim. Þar eru verktarkar
margs konar í aðalhlutveki. Þeir
hafa fengið sitt, með góðum skil-
um. Bankarnir, sem lánað hafa fé
STANGAVEIÐIMESSA
Í PERLUNNI 12.-15. MAÍ
OPNUNARTÍMI: 15. maí frá kl. 13.00-18.00:
Kynning í máli og myndum á laxveiðiám og
vötnum ífundarsal Perlunnar.
í dag, sunnudag, kl. 15.00:
Sveinn Snæland segirfrá: Langá, Fjallið.
Myndbandið „Ástarlíf í Þingvallavatni"
sýntalla daga.
Viðurkenningarstytta Orra Vigfússonar, sem
Karl prins af Wales gaf Orra, er til sýnis.
Aðgangur ókeypis.
Frá Mývatni
Leiðrétting til Mývetninga
og annarra landsmanna
Frá Ásgerði Jónsdóttur:
í HÁDEGISFRÉTTUM Ríkisútvarps
þ. 30. apríl síðastliðinn heyrði ég
svohljóðandi frétt: „Mývetningar
halda vorhátíð í fyrsta sinn“.
Þessi yfirlýsing um „fyrsta sinn“
kom mér ókunnuglega fyrir svo ekki
sé meira sagt. Já, satt að segja trúði
ég vart mínum eigin eyrum. Ég veit
ekki hver hefur sent Ríkisútvarpinu
þessa frétt, en hann er óskiljanlega
fávís um Mýtvatnssveit og samfé-
lagslega fortíð Mývetninga - nema
þetta sé gert af ráðnum hug til þess
að gera lítið úr henni. Ég veit ekki
fyrir víst hvaða ár Mývetningar tóku
upp þann sið að fagna vori með vor-
hátíðum, er þeir nefndu sumarmála-
fundi. Þeirra er getið í sveitablöðum
á fyrstu tugum þessarar aldar. Þeir
voru haldnir á sumardaginn fyrsta,
ef veður leyfði. Þar fóru fram íþrótt-
ir, aðallega glímur í fyrstu, en síðar
margvíslegar íþróttir aðrar. Þar var
fram borin orðsins list í ræðum um
margháttuð málefni svo og skáld-
skapur af ýmsu tagi. Þá var tónlist
í hávegum höfð, s.s. söngur og hljóð-
færaleikur. Undirrituð minnist sum-
armálafundar frá miðjum þriðja ára-
tugnum, þar sem fimm fiðluleikarar
léku fyrir dansi. Gera menn betur
nú? Allt þetta hefði fyrmefndur frétt-
arhöfundur getað fengið að vita hjá
fjölmörgum Mývetningum, ef hann
hefði haft til þess vit og vilja. Mér
sýnist hann skulda öðrum Mývetn-
ingum afsökunarbeiðni á þessu frum-
hlaupi sínu.
Með þessu tilskrifi er ég að sjálf-
sögðu ekki að áfellast núverandi vor-
hátíð Mývetninga. Ég hef lesið dag-
skrá hennar í blöðum og lízt allvel
á. Mér virðist hún eiga ýmislegt sam-
eiginlegt með sumarmálafundunum
s.s. skáldskap og tónlist. Nýir þættir
koma þar fram til skemmtunar s.s.
hestamennska og dorgarveiði, sem
áður voru dagleg störf, en eru nú
dægradvöl. Þetta er eðlileg afleiðing
breyttra lífshátta _og ekkert frekar
um það að segja. í mínum huga og
ótal margra annarra eru vorhátíðir
Mývetninga - sumarmálafundirnir -
löng ómetanleg menningarhefð, sem
allir - ég endurtek og undirstrika
allir Mývetningar áttu hlut að og
töldu sér skylt að halda í heiðri. Að
minnsta kosti var það svo meðan ég
þekkti vel til í Mývatnssveit. Hér er
því ekki um frumkvæði að ræða,
þótt fyrirtækið sé gott að öðru leyti.
Með það í huga, er skrifað stendur,
að skylt er jafnan að hafa það, er
sannara reynist, sendi ég þessa fram-
anritaða leiðréttingu á áðurnefndri
frétt úr Mývatnssveit þ. 30. apríl sl.
og bið blaðið vinsamlegast að birta
hana sem allra fyrst.
ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Drápuhlíð 32,
Reykjavík.
Kveöjuhátíö í Kolaportinu um helgina.
Kolaportið kveður gðmlu bílageymsluna
Kolaportið kveður gömlu bílageymsluna við Kalkofnsveg þessa helgi og opnar í
Tollhúsinu næstu helgi. Margir fastagestir kunna að sakna bílageymslunnar en að-
standendur Kolaportsins eru í sjöunda himni og efast ekki um að nýja húsnæðið
verði til mikilla bóta fyrir markaðstorgið.
„Kolaportið hefur verið í bílageymslunni í fimm ár og þar má segja að við höfum
slitið bamsskónum,“ segir Jens Ingólfsson framkvæmdastjóri markaðstorgsins.
„Yið teljum þetta einmitt vera rétta tímann að flytjast í framtíðarhúsnæði þar sem
við fáum aukið olnbogarými og möguleika á að þróa Kolaportið áfram.“
Kolaportið aðeins um helgar
Kolaportið verður fyrst um sinn aðeins opið um helgar, laugardaga kl. 10-16 og
sunnudaga kl. 11-17. í framtíðinni eru áform um margvíslega nýtingu húsnæðisins
utan þess tíma og stefnan er að þarna verði í framtíðinni sem margbreytilegust
starfsemi alla daga. „Við erum sannfærð um að fólk sjái margvíslega möguleika á
að nota þetta 3.000 fermetra húsnæði á besta stað í miðbænum,“ segir Jens, „og
við gerum ráð fyrir útleigu húsnæðisins að hluta eða öllu fyrir sem fjölbreyttastar
uppákomur, s.s. leiksýningar, tónleika, íþróttir, fundi, sýningar og ótal fleira.“
Kveðjuathöfn og skrúðganga í dag
Þessa helgi verður sannkölluð kveðjuhátíð á gamla staðnum á léttu nótunum og í
dag, sunnudag, við lok markaðsdags kl. 16.00 verður sérstök athöfn þar sem and-
rúmsloftinu á gamla staðnum verður tappað á flösku, ryki safnað í poka og nágrönn-
um úr Arnarhólnum, huldufólki, álfum og öðrum góðum vættum, verður boðið að
flytja með í skrúðgöngu, sem vonast er til að sem flestir velunnarar Kolaportsins
taki þátt í.
Stórlækkað básaverð
„Eitt það albesta við flutninginn er að við getum lækkað básaverðið verulega,“
segir Jens. „Yegna betri nýtingar á nýja staðnum komum við bæði að fleiri seljend-
um og getum lækkað básaverðið verulega. Venjulegur sölubás mun í framtíðinni
kosta aðeins 2.500 kr. fyrir daginn, þannig að nú þarf enginn að hika við að selja
í Kolaportinu kostnaðarins vegna.“