Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 42
42 SÚNNUDAGUR 15. MÁÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sjónuarpsstjörnur
Bruðkaupsfaraldur
í Beverly Hills
þess eins, en ef hlutverkið krefst þess
að ég sé kynþokkafull og brjóstin
verða að sjást þá finnst mér það í lagi.“
LUKE Épftist Minnie í fyrra.
Reuter
ROSIE PEREZ
►ROSIE Perez segist fram til
þessa ekki hafa þurft á leiðsögn
að halda varðandi leik sinn. Öðru
máli gegni um hlutverkið í mynd-
inni Ottalaus (Fearless), sem
sýnd er í kvikmyndahúsum um
þessar mundir. Aður hefur
hún leikið í myndunum „Do
the Right Thing“, „White
Men can’t jump“ og „Unt-
amed Heart“. „Eg geri það
sem leikstjórinn fer fram á
og treysti honum. Mér líka
vel áhrifamiklir leikstjór-
ar,“ sagði hún í nýlegu
viðtali við tímaritið Emp-
ire.
Hún segist jafnvel
sýna likama sinn beran
þurfi þess með — en ein-
ungis ef þarf. „Eg sýni
ekki á mér brjóstin bara
til þess eins, en ef hlutverk-
ið krefst þess að ég sé kyn-
þokkafull og brjóstin verða
að sjást þá finnst mér það í
lagi. Annars er leikstjórinn
að notfæra mann og það líkar
mér ekki. Því miður notfærði
Spike Lee mig þannig. Ég var
mjög ung þá,“ sagði hún.
Hún segist ekki vilja að aðrir
taki sér hana til fyrirmyndar,
„vegna þess að ég klúðra of
mörgu“, sagði hún og bætti við
að lestir hennar og veikleikar
væru of margir.
LEIKARARNIR í Beverly Hills 90210
ganga nú út hveijir á fætur öðrum. Sá
fyrsti sem gifti sig var Luke Perry sem
gekk í hjónaband með Minnie Sharp í fyrra.
I kjölfarið kom Shannen Doherty, sem gifti
sig eftir nokkurra vikna kynni, en nú er
hún fráskilin eftir fimm mánaða hjónband.
Fyrir skömmu giftst Jennie Garth, sem
leikur Kelly, tónlistarmanninum Dan Clark.
Þrátt fyrir að Jennie hafi verið ráðlagt frá
því að giftast Clark, þar sem hann er at-
vinnulaus, lét hún það eins og vind um
eyru þjóta. Þar sem hún er moðrík getur
hún farið illa út úr skilnaði ef til hans kem-
ur og þurft að láta af hendi helming af
eigum sínum. Hún heftur þó trú á að hjón-
bandið haldi og segir að nú vilji þau gjarn-
an eignast barn.
Brúðkaupið var hið glæsilegasta og með-
al 120 gesta voru meðleikarar Jennie úr
þáttaröðinni. Hafði brúðkaup-
ið þau áhrif að piparsveinn-
inn Ian Ziering, sem leikur
Steve, bað kærustu sinnar,
Nicole, á kirkjutröppunum.
Stefna þau á brúðkaup í
sumar.
Brian Austin Green, sem
er einungis 20 ára, lét einnig
rómantíkina ráða ferðinni og
bað leikkonunnar Tiffani
Amber-Thiessen, sem er jafn-
aldra hans. Er hún þegar flutt
inn til hans í San Femando-
dalnum.
BRIAN hefur beðið
Tiffani og Ian hefur
beðið Nicole.
Muhammed Ali
heimsækir
Víetnam
►FYRRVERANDI heimsmeist-
ari í boxi, Muhammad Ali, heim-
sótti Víetnam í vikunni. Hér ber
hann ýmsa minjagripi eins og
stuttermabol og hjálma sem hon-
um hafa verið gefnir. Mu-
hammad AIi, sem hét reyndar
Cassius Clay, var sviptur heims-
meistaratitiinum eftir að hann
neitaði árið 1967 að gegna her-
skyldu en þá stóð Víetnamstríðið
yfir.
„Ég sýni ekki á mér brjóstin bara til
JENNIE Garth
hefur gifst Dan
Clark.
FOLK
f, , • t y. ,
haskólabíó
SfMI 22140
Háskólabíó
Aðgöngumiði að Backbeat gildir sem 300 kr. afsláttur
af geislaplötunni með rokktónlistinni dúndrandi
úr myndinni í verslunum Skífunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæbcrg
Fegurðardrottningar njóta sín pelsklæddar
►STÚLKURNAR sem taka þátt í Fegurðarsam-
keppni íslands komu við hjá Eggert feldskera
fyrir helgi til að velja sér pels til að koma fram í
á úrslitakvöldinu næsta föstudag. Hér sést Ásdís
Elva Rögnvaldsdóttir frá Akureyri máta einn
pelsinn, en Særós Tómasdóttir frá Akranesi,
Margrét Skúladóttir, ungfrú Reykjavík, Bryndís
Fanney Guðmundsdóttir úr Hafnarfirði og fleiri
fylgjast með. Það er ekki á hveijum degi sem þeim
gefst kostur á að vera íklæddar fallegum pelsum
og skemmtu þær sér því konunglega.