Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Fylgst með ævintýraferð íslenska landsliðsins til Brasilíu
Guðimir
voru góðir
knattspymumenn
LANDIA
pra vocé
iRE
Mikið skrifað
ARNÓR Guðjohnsen veitir ungum
aðdáendum eiginhandaráritanir.
Á minni myndinni eru ungar upprenn-
andi knattspyrnuhetjur að fylgjast
með æfingu íslenska liðsins af áhuga.
ÞAÐ hefur oft verið sagt að knattspyrnan sé fólki í Suður-Amer-
íku sem trúarbrögð. Fyrir íslendinga hefur þetta ef til vill ekki
mikla merkingu, en eftir að hafa fylgt íslenska landsliðinu til
Brasilíu hefur þessi setning öðlast aðra og dýpri merkingu. Knatt
spyrnan er Brasilíumönnum allt. Það var hreint ótrúlegt að fylgj-
ast með móttökunum sem brasilísku guðirnir fengu við komuna
til Florianópolis, þar sem leikurinn fór fram.
aðrir leikmenn tóku í sama streng.
En þetta var bara byrjunin því það
var sama hvert farið var þá daga
sem dvalið var í Florianópolis, alls
staðar var fólk að fylgjast með og
algengustu köllin voru „Sorte Bras-
il“ sem útleggja má: „Áfram Brasil-
ía“.
íslenska liðið fór á æfingu á leik-
vanginum sama kvöld og komið var
til Florianópolis. Á leikvanginum,
sem tekur 25 þúsund manns, voru
um 1.500 áhorfendur að fylgjast
með. Óvenjulegt fyrir íslenska liðið
en alvanalegt fyrir það brasilíska
enda voru 15.000 manns á vellinum
egar sagt er að knattspyrnan
sé Brasilíumönnum sem trúar-
brögð gerum við íslendingar okkur
ekki grein fyrir hvað
SkúliUnnar átt er við. Trúar-
Sveinsson brogð eru alls ekki
skrifar eins stór þáttur af
lífi okkar og þeirra,
þannig að við skiljum varla hvað
við er átt. En íslenska landsliðið
veit það núna. Trúarbrögð eru stór
þáttur í lífi fólks, en svei mér þá
ef knattspyman er fólkinu ekki enn
mikilvægari, enda sagði einn ör-
yggisvarða íslenska liðsins að guð-
imir hafí verið góðir knattspyrnu-
menn. Þrátt fyrir mikla fátækt fylg-
ist fólk gífurlega vel með þegar
'knattspyman er annars vegar.
Knattspyrnumenn era sem guðir
og alla unga pilta dreymir um að
ná langt, enda er framtíð fjölskyld-
unnar trygg, fjárhagslega að
minnsta kosti, nái einhver úr henni
að verða háttskrifaður knattspyrnu-
maður.
Leikur íslands og Brasilíu var
fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu
sem fram fer í Florianópolis, en
borgin er á lítilli eyju skammt frá
meginlandinu, í um 800 kílómetra
loftlínu suður af Rio de Janeiro. Á
eynni búa um 230 þúsund manns,
heldur færri en á Islandi, og þar
með líkur samanburði á eyjunum
tveimur, Florianópolis og íslandi.
Það ríkti greinilega mikil spenna
vegna leiksins meðal eyjaskeggja
enda haðfí ein af sjónvarsstöðvum
Santa Catarina héraðsins, þar sem
Florianópolis er, keypt leikinn til
eyjarinnar til að minnast 15 ára
afmælis síns og allir vissu af leikn-
um.
Ótrúlegar móttökur
íslenska liðið flaug frá Amster-
dam til Rio de Janeiro og þaðan
eftir nokkurra klukkustunda hvíld
með leiguflugi til Florianópolis með
viðkomu í Sao Paulo til að sækja
nokkra brasilíska leikmenn. Þegar
komið var til Florianópolis byijaði
ballið. Flugstöðin var troðfull af
fólki, bæði inni og einnig utan á
henni og allt um kring. Auðvitað
voru eyjaskeggjar að taka á móti
guðunum sínum, brasilíska landslið-
inu, en fslendingarnir fóru ekki
varhluta af mótttökunum.
Fólksfjöldinn hrópaði hvatning-
aróp til sinna manna, sem fóra bein-
ustu leið upp í rútu sem flutti þá á
hótel. íslenska liðið fór ekki eins
hratt í gegnum flugstöðina og fólk-
ið tók lítið verr á móti því en guðun-
um frá Brasilíu. „Maður hefur lent
í ýmsu en svona mótttökum hef ég
aldrei upplifað," sagði Arnór Guðjó-
hnsen fyrirliði íslenska liðsins og
Morgunblaðið/Skúli U. Sveinsson
Rosaleg öryggisgæsla
FJÖLMENNI var á flugvellinum í Florianópolis þegar liðin komu þangað og mynduðu hermenn göng fyrir leikmenn í
gegnum þvöguna. Öryggisgæsla var mjög mikil allan tímann.
Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson
íslenska landsliðið á toppnum!
FARIÐ var á Sykurtoppinn heimsfræga í Rio og var þessi mynd tekin af íslenska lansliðinu ásamt fararstjórn, þjálfurum
og aðstoðarmönnum þeirra, lækni og nuddara.
kvöldið eftir þegar brasilíska lands-
liðið æfði þar.
Sigurður Jónsson var vinsælasti
maður íslenska liðsins á æfingunni.
Trúlega vegna þess að snemma á
æfingunni ætlaði hann að skjóta frá
vítateig en kiksaði illa og gerði
góðlátlegt grín af sjálfum sér með
því að veifa til áhorfenda og
hneygja sig. Eftir það átti hann hug
og hjörtu þeirra.
„Plís sör!“
„Plís sör, plís sör!“ hljómaði í
kringum rútuna þegar íslensku leik-
mennirnir höfðu lokið æfíngunni.
Ungir Brasilíumenn vildu endilega
fá eiginhandaráritanir og voru einn-
ig æstir í að skipta á treyjum. Strák-
arnir veittu eiginhandaráritanir en
vora tregir að skipta á peysum.
Þannig var ástandið fyrir og eftir
hveija einustu æfingu og eftir eina
náði einn ungur brasilískur knatt-
spyrnuáhujgamaður að næla í æfin-
gapeysu Asgeirs Elíassonar þjálf-
ara. Þegar liðð gekk í gegnum röð
lífvarða og hermanna stoppaði Ás-
geir og fleiri til að veita eiginhand-
aráritanir og Ásgeir var með peys-
una undir hendinni. Á meðan hann
skrifaði nafn sitt náði ungur aðdá-
andi í peysuna ojg var fljótur að
láta sig hverfa. „Eg hélt nú ekkert
rosalega fast,“ sagði Ásgeir og
hafði gaman af.
Best gæti ég trúað að íslensku
strákarnir hafi aldrei skrifað nafn
sitt eins oft á jafn skömmum tíma
og þessa daga í Brasilíu. Meira að
segja íslenska fararstjórnin og und-
irritaður komust ekki hjá því að
skrifa nafn sitt nokkur hundruð
sinnum, slíkur var ágangurinn.
Ágangur fjölmiðla var engu
minni. A hverri æfingu vora að
minnsta kosti menn frá þremur til
fjórum sjónvarpsstöðvum og mun
fleiri frá útvarpsstöðvum auk blaða-
manna. Á hótelinu, þar sem íslenska
liðið dvaldi, var ætíð fólk frá tveim-
ur sjónvarpsstöðvum og menn voru
óspart gripnir í viðtöl. Ella María
Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars Sig-
urðssonar formanns Knattspyrnu-
félags ÍA, hafði í nógu að snúast,
ásamt Arnheiði Elísu Ingjaldsdótt-
ur, en þær hafa verið skiptinemar
í Brasilíu í tæpt ár. Þær stöllur
þurftu oftar en ekki að túlka fyrir
fjölmiðlafólkið því fæstir töluð
nokkuð nema portúgölsku.
Ferðin til Brasilíu var sannkallað
ævintýri fyrir landsliðið, ævintýri
sem seint gleymist. Móttökurnar
voru frábærar og það að leika við
sjálfa Brasilíumenn í Brasilíu er
nokkuð sem íslensku strákarnir
munu ekki gleyma. Eitt er víst að
þegar flautað verður til leiks í
Heimsmeistarakeppninni í Banda-
ríkjunum á þjóðhátíðardaginn munu
íslensku ladsliðsmennirnir, margir
hveijir að minnsta kosti, klæðast
gulum peysum og halda með Brasil-
íumönnum, „þó ekki væri nema
vegna fólksins ílandiun. Það á svo
sannarlega skilið að liðið verði
heimsmeistari,“ eins og Sigurður
Jónsson orðaði það. Og hann ætlar
að vera í brasilíska búningum sín-
um.