Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ Útsýnisflug í Boeingþotu Eitt af því sem íslenski hópurinn mun trúlega seint gleyma var flugferðin frá Rio de Janeiro til Florianópolis með viðkomu í Sao Paulo. Brasilíska knattspyrnusam- bandið tók Boeing 737-300 á leigu hjá brasilíska flugfélaginu Varig til að flytja íslenska liðið og það brasilíska á áfangastað. Vel rúmt var um alla enda að- eins um 50 manns í vélinni sem tekur 130 farþega. Lagt var af stað frá Rio kl. 16 að staðartíma og flogið sem leið lá til Sao Paulo, eða það héldum við, en flugstjórinn var á öðru máli. Hann ákvað að fara í útsýnisflug yfir Rio. Veður var fallegt og ef ský voru á leið okkar stakk flugstjórinn vélinni niður fyrir þau og hallaði henni fram og til baka til að menn misstu ekki af neinu. Og þvílíkt útsýni. Bæjarstæðið í Rio er einstaklega fagurt og þessi flugferð mun ekki gleymast. Flogið var með sömu vél til baka eftir leikinn og þá hafði var- ið samið við brasilíumenn um að Arnheiður Elísa, önnur íslenska stúlkan sem aðstoðaði íslenska lið- ið í Florianópolis, fengi að koma með til Sao Paulo þar sem hún býr. Hún hafði komið með rútu til Florianópolis og tók það ferða- lag 11 klukkustundir, eða jafn langan tíma og að fljúga frá Amst- erdam til Rio. Það gekk ekki átakalaust að fá leyfi fyrir Arnheiði Elísu að koma með. Brasilíumenn sögðu að það væri regla að kvenfólk fengi ekki að ferðast með brasilíska liðinu. En eftir samningaviðræður féllust þeir á að gera undantekningu að þessu sinni. íslenska stúlkan Arn- heiður Elísa Ingjaldsdóttir er því fyrsti kvenmaðurinn sem f&r að fljúga með brasilíska landsliðinu í knattspymu. Raufarhöfn Stórglæsilegt einbýlishús við Aðalbraut 31 er til sölu. Veðbandalaust. Verðtilboð óskast. Fæst jafnvel í maka- skiptum fyrir íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar gefur Jón Egilsson hdl., Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík, sími 683737. V Hef opnað aftur læknastof u mína í Læknastöðinni hf Álfheimum 74. Jóhann Ragnarsson, læknir. Sérgrein: Lyflækningar og nýrnasjúkdómar. Tímapantanir í síma 686311. Glerlistanómskeið Nokkur sæti laus á glerlistanámskeið sem Jónas Bragi Jónasson, glerlistamaðurheldur. Nánari upplýsingar 7 síma 15054. SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 47 BÍLAVERKSTÆDI MÓTORLYFTUR á hagstæðu verði. Höíum einnig fyrirliggjandi: Rafstöövar Rafmagnstalíur Sambyggöarafstöð og rafsuöuvél Brettalyftur Flísasagir SALA - SALA- SALA - SALA LEIGA - LEIGA - LEIGA - LEIGA Fallar hi. Vesturvör 6, Kópavogi, símar 641020 og 42322. Mikið öryggi Brasilíumenn taka það greini- lega alvarlega þegar erlendir knattspyrnumenn koma í heim- sókn. Oryggisgæslan var gríðarleg og áttu Islendingarnir bágt með að sætta sig alveg við hana, enda ekki vanir slíku. Á hótelinu voru alltaf tveir til þrír öryggisverðir í anddyrinu auk þess sem lögreglan var aldrei langt undan. Öryggisvörður var við lyftudyrnar á öllum hæðunum þar sem Islendingar voru og ef ein- hver vildi fara eitthvað þá var gjör- samlega útilokað að gera það án þess að fá lögreglufylgd og/eða fylgd öryggisvarða. I rútunni voru alltaf þrír ör- yggisverðir og sáu þeir meðal ann- ars um að allt væri í lagi áður en leikmenn fíru úr rútunni. Þegar farið var á æfingar voru lögreglu- menn á mótorhjólum með í för og stöðvuðu alla umferð þannig að rútan þyrfti ekki að stoppa á leið- inni. Gott dæmi um hversu hart þeir gengu fram í starfí sínu var að einu sinni á leið á æfíngu stöðv- uðu þeir umferð í hringtorgi þann- ig að við kæmumst leiðar okkar og þurfti sjúkrabíll með blikkandi ljós að bíða á meðan íslenska liðið hélt óhindrað áfram. Eitt kvöldið voru nokkrir úr ís- lensku fararstjórninni að hugsa um að bregað sér á öldurhús en þegar ljóst var að ekki var hægt að fara nema í lögrelgufylgd hættu menn hið snarasta við, enda ís- lendingar ef til vill vanari því að fá „lögreglufylgd“ af öldurhúsum en á þau. Að sögn heimamanna taka Brasilíumenn alltaf svona á móti knattspymuliðum sem koma til landsins. Ástæðan er einföld. Þeir vilja hafa allt sitt á hreinu og koma í veg fyrir óhöpp. Sem dæmi um móttökumar voru alltaf tveir fólksbílar til taks fyrir hina ís- lensku gesti og bílstjórarnir ætið reiðubúnir ef menn þurftu að fara eitthvað, en öryggisverðirnir fylgdu alltaf í kjölfarið. Einn eftirmiðdaginn fóm nokkr- ir úr fararstjóminni í nýja „Kringlu" þeirra í Florianópolis. Þar fylgdust þrír öryggisverðir með ferðum okkar og það varð uppi fótur og fít þegar einn íslend- ingur varð viðskila við hópinn. Kallað var á öryggisverði verslun- armiðstöðvarinnar til hjálpar og það liðu ekki margar mínútur þar til maðurinn fannst. Hann hafði þá fengið sér ís í rólegheitunum og misst af hópnum á meðan. i Sorgoggleði að er oft stutt á milli hláturs og gráturs, segir máltækið og það eru orð að sönnu. í mikilli veislu sem sjónvarpsstöðin RBS hélt fyrir íþróttafréttamenn kvöld- ið fyrir leikinn í Florianópolis voru veitt fjölmörg verðlaun til þeirra blaða- og fréttamanna sem þóttu hafa staðið sig vel á síðasta ári. Mikil gleði ríkti meðal þeirra rúm- lega 200 gesta sem í veislunni vom en í miðri veislu kvaddi sjón- varpsstjórinn sér hljóðs og hélt magnþrungna minningarræðu um kappaksturhetjuna Ayrton Senna sem lést í kappakstri á Ítalíu tveimur dögum áður. Senna var vinsælasti íþróttamaður Brasilíu, Ísíðan knattpsyrnusnillingurinn Pele var og hét, og því mikill miss- ir fyrir Brasilíu þegar hann féll frá. I ræðu sinni minnstist sjón- varspsstjórinn kappaksturshetj- | unnar með grátstafinn í kverkun- um og viðstaddir hágrétu. Hann sagðist hafa snætt með Senna fyrir nokrum vikum og þá hefðu þeir rætt um að Brasilía yrði tvö- faldur heimsmeistari í ár. Senna ætlaði að sigra í Formula 1 og knattpsyrnumennirnir ætluðu að koma heim með heimsmeistaratit- ilinn frá Bandaríkjunum. „Nú er Senna fallinn frá og því bið ég landslið okkar í knattspymu að koma heim með styttuna góðu. Gerið það fyrir Senna. Gerið það fyrir fólkið í landinu. Lengi lifi minning Senna. Áfram Brasilía,“ sagði sjónvarpsstjórinn og grétu áhorfendur þá enn meir en áður. Um leið og hann hafði lokið ræðu sinni hóf hljómsveitin að leika íjör- ugt sambalag. Viðstaddir þurrkuðu sér um augun og tóku gleði sína á ný. Tími sorgar var liðinn og við tók tími gleði. Já, það er oft stutt á milli hláturs og gráturs. á Hótel Loftleiðum sunnuda?skvöld! Túnis er nýr og töfrandi áfangastaður Samvinnuferða - Landsýnar sem hefur svo sannarlega slegið í gegn. Til að íslendingar í ferðahug geti kynnt sér nánar þessa heillandi sumarleyfisparadís verður haldinn kynningar- fundur um Túnis á Hótel Loftleiðum sunnudagskvöldið 15. maí kl. 20:30. Khaled Cheikh og Mahmoud Chenikfrá Ferðamálaráði Túnis kynnafagurt land og gestrisna þjóð í máli og myndum. Þórdís Ágústsdóttir, fararstjóri okkar íTúnis í sumar, sýnir myndir og fjallar um allt það sem þar verður í boði. Næstu brottfarardagar 31. maí, 7., 14. og 21. júní. KYNNIÐ YKKUR ÞENNAN NÝJA 0G SPENNANDI MÖGULEIKA! Samvíniuifsrúií-L anúsýn Reykjavík: Auslurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandslerðir S. 91 - 6910 70 • Slmbrél 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Söqu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Halnarfjörður. Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Simbróf 91 - 655355 Keflavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Slmbróf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Slmbréf 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbrél 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar. Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Slmbrél 98 -1 27 92 OATLAS* VjS / QISQH VljAH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.