Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Evrópsku leikskáldaverðlaunin
Rússar hreppa
fyrstu verðlaun
íslenskt leikrit meðal 12 bestu verkanna
EVRÓPSKU leikskáldaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn við hátíðlega
athöfn í ríkisleikhúsinu í Kassel, sunnudaginn 8. maí. 12 leikrit höfðu
verið valin úr hópi 69 tilnefndra verka frá 23 Evrópulöndum.
Dómnefndin sem skipuð var
leikhúsfólki víðs vegar úr Evrópu
valdi tvö leikrit til fyrstu verð-
launa. Það var Kirsubeijagarðhol-
an eftir Alexej Slapovsky frá Rúss-
landi og Eftirlæti örlaganna eftir
Elenu Popowu frá Hvíta-Rúss-
landi. Leikritið Óvinir eftir Aðal-
stein Ásberg Sigurðsson var eitt
af 12 bestu verkunum. Var hann
eina leikskáldið frá Norðurlöndun-
um sem átti verk í þeim hópi.
Til evrópsku leikskáldaverð-
launanna er efnt af hálfu leiklist-
arforlagsins Bemd Bauer í Berlín
í samvinnu við ríkisleikhúsið í
Kassel. Keppnin fór fyrst fram á
heimavelli. Hér á landi bárust 13
verk til keppninnar, þar af voru
þijú tilnefnd til verðlaunanna og
í framhaldi af því þýdd á þýsku.
Þau Bríet Héðinsdóttir og Hafliði
Amgrímsson sátu í dómnefndinni
hér heima. Skilyrði fýrir þátttöku
í keppninni var að verkið hefði
ekki verið leikið eða gefíð út.
Leikfélag Reykjavíkur
Síðasta
sýning
áEvu
Lunu
SÍÐASTA sýning hjá Leikfélagi
Reykjavíkur á Evu Lunu, verður
á föstudaginn, 20. maí nk. Leik-
ritið sem er eftir Kjartan Ragn-
arsson og Óskar Jónasson, er
byggt á samnefndri sögu Isabel
Allende. Egill Ólafsson samdi
tónlist og söngtexta og var tón-
listin jafnframt gefin út á geisla-
diski.
Tónlist Egils Ólafssonar er í
sýningunni flutt af átta manna
hljómsveit undir stjórn Árna
Scheving. Ríkharður Öm Páls-
son skrifaði útsetningar fyrir
hljómsveit og söngvara, en alls
koma um þijátíu leikarar og
söngvarar fram í sýningunni.
Michaela von Gegerfelt samdi
dansa, Óskar Jónasson hannar
leikmynd og Láras Björnsson
lýsingu. Búninga gerðu þær
Þórann E. Sveinsdóttir og Guð-
Sólveig Amarsdóttir í hlut-
verki Evu Lunu.
rún S. Haraldsdóttir og era nær
þijú hundrað búningar í sýning-
unni.
Hlutverk Evu Lunu er leikið
af Sólveigu Amarsdóttur, en í
öðram helstu hlutverkum í sýn-
ingunni era Edda Heiðrún Back-
man, Egill Ólafsson og Pétur
Einarsson.
Myndlistaklúbbur
Hvassaleitis
MYNDLISTAKLÚBBUR Hvas-
saleitis heldur sýningu á verkum
félagsmanna í íþróttasal Hvas-
saleitisskóla.
Sýningin verður opnuð laug-
ardaginn 21. maí kl. 14 og
stendur í þijá daga, laugardag,
sunnudag og mánudag. Sýning-
in verður opin frá kl. 14 til 22
alla dagana. Klúbburinn var
stofnaður árið 1978 og hefur
verið starfandi síðan.
ÞRÁINN Karlsson og Sunna Borg í hlutverkum sínum.
BarPar á
Listahátíð
í Reylgavík
MEÐAL listviðburða á Listahá-
tíð í júní verður sýning Leikfé-
lags Akureyrar á leikritinu
BarPar eftir Jim Cartwright,
sem hefur slegið í gegn á Akur-
eyri í vetur. Sýningarnar á
Listahátíð verða í Lindarbæ,
þar sem Nemendaleikhús Leik-
listarskóla Islands hefur að
jafnaði haft sýningar sínar. í
fréttatilkynningu segir: „Bar-
Par var frumsýnt í janúar sl. í
annexíu LA, „Þorpinu“, sem
sérstaklega var innréttað fyrir
þessa sýningu. Hefur þessi ný-
breytni í starfsemi leikfélagsins
vakið mikla athygli. Sýningar
eru orðnar 45 og hefur verið
uppselt á þær allar. Sýningum
á Akureyri fer óðum að ljúka,
þar sem BarParið er að flytja
barinn sinn til Reykjavíkur.
Þetta er í annað sinn sem LA
er boðið með sýningu á Listahá-
tíð. Árið 1980 vakti mikla at-
hygli sýning þess á „Beðið eftir
Godot“ eftir Samuel Beckett,
sem síðan hlaut Menningarverð-
laun DV.“ Fjórar sýningar
verða í Lindarbæ á Listahátíð,
þann 6., 7., 8. og 9. júní og hefj-
ast þær kl. 20.30. Forsala er
hafin í miðasölu Listahátíðar í
íslensku Óperunni.
GUNNAR Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir, Lenka Mátéová og
Peter Máté leika á tónleikunum í Fella- og Hólakirkju.
Frá Barrokk til okkar tíma
GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari, Gunnar Kvaran sellóleik-
ari, Lenka Mátéová organisti í
Fella- og Hólakirkju og Peter
Máté píanóleikari efna til tón-
leika í Fella- og Hólakirkju á
morgun miðvikudaginn 18. maí
kl. 20. Lenka Mátéová mun leika
á Marcusen orgel kirkjunnar sem
var sérsmíðað í Danmörku og
sett upp í kirkjunni fyrir 2 árum
og Peter Máté leikur á nýjan
Steinway flygil sem vígður var
í kirkjunni á pálmasunnudag. Á
dagskránni verða verk eftir
Bach, Handel, Tsjajkovskíj,
Liszt, Reger og Herbert H. Ág-
ústsson. Aðgangur er ókeypis.
Reiðhjól
frá alda-
mótum
Sýning um upphaf
hjólreiða í
Reykjavík
í GEYSISHÚSINU hefur verið
opnuð sýning tengd hjólreiðum
frá fyrri tíð. Sýningin gefur
innsýn í þá hjólreiðamenningu
sem ríkti um aldamótin og ára-
tugina þar á eftir. í fljótu
bragði líta hjól eins út í dag
en bylting hefur átt sér stað í
öllum hjólaútbúnaði.
Áður fyrr hjóluðu menn á
malarvegum á þungum gíra-
lausum hjólum. Hjól voru dýr
svo fáir gátu veitt sér það að
eignast þau. Þær konur sem
áttu hjól hjóluðu í sínum þykku
pilsum, segir í fréttatilkynn-
ingu. Kaupmenn voru fyrstir
til að nýta sér hjólið sem at-
vinnutæki og farartæki. Versl-
arnir höfðu snemma nokkra
sendla sem ferðuðust um á
sendlahjólum til að þjónusta
viðskiptavinina.
Á sýningunni gefur að líta
sögulegt myndasafn og er elsta
hjól landsins á sýningunni.
Sömuleiðis fjölskylduhjól ára-
tugina eftir aldamótin, sér-
hannað hjól fyrir fatlaða og
yngsta hjól dagsins sem er
skíðahjól hannað af ungum
hugvitsmanni. Hefðbundið
„sendlahjól" er á sýningunni,
smíðað eftir 70 ára eftirmynd.
Það hjól er aðeins sex ára og
mikið notað af miðbæjarversl-
uninni sem lét smíða það.
Nýjar bækur
■KOMIN er út ljóðabókin
„Hafið brennur" með þýðing-
um Hrafns A. Harðarsonar
á ljóðum lettnesku skáldkon-
unnar Vizmu Belsevicu.
Vizma Belsevica er eitt kunn-
asta ljóðskáld Lettlands eftir
stríð og hafa ljóð hennar kom-
ið út í mörgum löndum í þýð-
ingum. í kynningu útgefanda
segir: „Vizma Belsevica er
ástsælt skáld í heimalandi
sínu; hún yrkir um ástina,
milli manns og konu, foreldra
og barna, en umfram allt um
ástina til föðurlandsins, fóst-
uijarðarinnar, trúnaðinn og
traustið á tímum upplausnar,
ófrelsis og hörmunga. Tryggð
hennar við land sitt og þjóð
leiddi m.a. til þess að hún var
sett í útgáfubann um árabil,
meðan vinir hennar í skálda-
stétt voru sendir [ útlegð.“
Útgefandi er Óðr. I bók-
inni eru 60 ljóð. Hún er 74
bls. prentuð í Prentsmiðju
Árna Valdimarssonar. Bók-
in kostar 1200 krónur.