Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITASTJÓRNARKOSIMIIMGAR 28. MAÍ Iþróttabygging í Reykjavík - fjöl- skylduvæn stefna Sjálfstæðisflokksins! EUen Ingvadóttir UMRÆÐAN fyrir væntanlegar borgar- stjórnarkosningar beinist í miklum mæli að fjölskyldunni og hagsmunum hennar og ef dæma má af málflutningi vinstri- manna, sem fylkja liði undir samkrulli R-list- ans, mætti halda að meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hafi setið auðum hönd- um á kjörtímabilinu. Því fer fjarri og eru kjósendur hvattir til þess að kynna sér vandlega hve fjölskylduvæn stefna flokksins er og hefur alltaf verið. Uppbygging íþróttamannvirkja og fólkvanga er talandi dæmi um það. Vanlíðan yfir íþróttamálum Fáir, ef nokkrir, velkjast í vafa um gildi íþrótta og útiveru fyrir -unga sem aldna enda hefur Sjálf- stæðisflokkurinn unnið mikið starf til þess að stuðla að aukinni útiveru og hollri hreyfingu sem flestra. Eitt- hvað virðist framsóknarmanninum Alfreð Þorsteinssyni líða illa yfir ötulu starfí Sjálfstæðisflokksins í íþróttamálum því í grein í Morgun- blaðinu 12. maí leyfir hann sér að halda því fram að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi „sofið í íþróttamálum". Þessi yfirlýsing er nánast hlægileg þegar skoðað er hvað borgarstjórn hefur framkvæmt í íþróttamálum á undanfömum árum. Sjálfstæðis- fiokkurinn tjaldar ekki til einnar nætur eins og vinstriflokkar R-list- ans virðast gera heldur byggir hann starf sitt á langtímamarkmiðum. Ekki þarf að íjölyrða um þann fjölda sundlauga sem stór hópur borgarbúa nýtur á hveijum degi. Ekki þarf að fjölyrða um þá hröðu uppbygg- ingu sem hefur átt sér stað í nýjum borgar- hverfum en þar koma íþróttamannvirki fljótt í kjölfar íbúðabygginga. Ekki þarf að fjölyrða um hið vinsæla skauta- svell í Laugardalnum, né þarf að hafa mörg orð um allar þær göngubrautir sem lagð- ar hafa verið um borg- ina. Ástæðulaust er að fjölyrða um þá stórkostlegu aðstöðu sem skíða- fjölskyldum, almenningi, hefur verið sköpuð í Bláfjöllum. í grein sinni fjallar Alfreð um aðstöðu fyrir keppnisíþróttir og auðvitað verður hún að vera góð. Alfreð sneiðir hins vegar hjá-því að tala um þá áherslu sem borgarstjóm hefur lagt á upp- byggingu íþróttaaðstöðu sem nýtist almenningi. Það er mjög skiljanlegt að hann forðist að ræða það því Sjálfstæðisflokkurinn hefur beint sjónum sínum í auknum mæli að almenningsíþróttum. Gegn Bláfjallauppbyggingu Fjölskyldugarðurinn í Laugardal, ný og betri aðstaða til golfiðkunar, Eitthvað virðist fram- sóknarmanninum Al- freð Þorsteinssyni, segir Ellen Ingvadóttir, líða illa yfir ötulu starfí Sjálfstæðisflokksins í íþróttamálum. ný íþróttahús, göngubrautir, sund- laugar o.fl. Ef Alfreð kallar þetta að „sofa í íþróttamálum“ þá væri Reykjavíkurborg í vanda stödd ef hans listi, samkrull vinstrimanna, kæmist til valda. Það er samt eng- in hætta á því að við Reykvíkingar yrðum nokkru sinni „ofhlaðnir“ íþróttamannvirkjum með R-listann við stjómvölinn því borgarstjóra- efni fjögurra flokka listans, Íngi- björg Sólrún, barðist á sínum tíma gegn Bláfjallauppbyggingunni og grasvellinum í Laugardal svo dæmi séu nefnd. Uppbygging íþróttamannvirkja, sem og annarra mannvirkja, verður að halda áfram og það mun Sjálf- stæðisflokkurinn gera. Borg- arstjórn hefur átt gott samstarf við íþróttafélögin í borginni — sam- starf sem byggist á því að heil- brigð sál í hraustum iíkama táknar góða borg! Höfundur er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Ég hef ekkert vit á pólitík ÉG VEIT ekki hvort fleiri en ég hafa tekið eftir sérstökum þjóðfé- lagshópi sem stundum lætur á sér kræla í kringum skoðanakann- anir en lyftir sér þó fyrst á kreik í kringum kosn- ingar. Þessi lýður sem gengur jafnan undir nafninu „Öánægjufylgi" þykir ekki hafa mikið vit á pólitík og af samsetn- ingu orðsins, ó-ánægju- fylgi, má helst ráða að um sé að ræða hóp öfga- snúinna fylupúk'a sem selji atkvæði sitt hæst- bjóðenda hverju sinni. Óánægjan sem slík er aldrei skil- greind heldur látin hanga í loftinu eins og hver önnur leiðindi og á með- an hafa farandkjósendumir verið á sífelldum þeytingi með x-ið sitt á milli flokka. Ög þeim sem hafa hreiðr- að um sig í flokkakerfínu hefur hing- að til ekki þótt það ómaksins vert að vera að eltast við lýð sem ekki gleyp- Linda Vilhjálmsdóttir ir við flokkslínunni í heilu lagi. Flokkakerfið gerir nefnilega ráð fyrir því að fólk aðlagi sig flokkum en ekki öfugt. Og með því einfaldlega að hunsa þá óánægðu nógu rækilega hefur kerfinu tekist að telja stórum hluta kjósenda trú um að þeir hafi ekk- ert vit á pólitík. Þetta er ósköp lítil en áhrifa- rík pólitísk brella sem er þannig framin að það fólk sem ekki sér ástæðu til að binda sig í flokka er sagt vera ópólitískt. Að þagga niðrí fólki með þessu móti og sú árátta margra pólitíkusa að upphefja sjálfa sig á því að láta eins og pólitík sé ákaflega flókið fyrirbæri er mikill ábyrgðarhluti. Enda hlýtur það að teljast ábyrgð- arlaust flokkakerfi sem lætur sig það engu varða þó að stór hluti þess grunns sem lýðræðisríki byggir á Ingibjörgu Sólrúnu hef- ur tekist, að mati Lindu Vilhjálmsdóttur, að ná til fólksins í landinu. segist annað hvort ekki hafa áhuga eða vit á pólitík. Auðvitað hefur fólk bæði vit og áhuga á pólitík - það bara kemst ekki hjá - lífið morar allt í pólitík. Tökum eitt lítið en stórpólitískt dæmi úr samgöngumálum: Það er pólitík að mæta alltaf pirraður úr umferðar- hnútnum í vinnuna á morgnana - hafi maður á annað borð vinnu, sem er líka pólitík - nú eða það að hanga heilu og hálfu dagana hér og þar um bæinn bíðandi eftir strætó, sem eins og alkunna er, kemur aldrei! - það er léleg pólitík! En það kemur dagur eftir þennan - og loksins hefur óánægðum kjós- endum í Reykjavík tekist að smala þeim, sem stritað hafa í minnihluta í borgarstjórn síðustu kjörtímabil, saman á einn framboðslista. Hóið - um einn sterkan lista sem væri raun- hæfur valkostur gegn Sjálfstæðis- flokknum í borginni - kom frá borg- arbúum sjálfum. Þannig er Reykja- víkurlistinn orðinn til og ef einhver einstakur á þar sérstakan hlut að máli þá er það tvímælalaust Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sem með því að taka áskorun borgarbúa hefur gert þennan draum mögulegan. Ingibjörgu Sólrúnu hefur nefni- lega tekist það sem sumum stjórn- málamönnum tekst aldrei - að ná til fólksins í landinu. Til þess hefur hún ekki beitt flóknari meðulum en skörulegum og heiðarlegum mál- flutningi. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að þótt það hafi sýnt sig að fólk kann að meta þann eiginleika Ingibjargar Sólrúnar að vera umfram allt málefnaleg, þá eru þeir ekki margir stjórnmálamennirnir sem kjósa að beita þeirri baráttuað- ferð nú til dags. Höfundur er sjúkraliði. Sannleikskorn um skóladagheimili FYRIR skömmu var haldinn fundur í Iðn- skólanum þar sem rædd voru málefni borgarinn- ar. Þar sátu fyrir svör- um þau Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgar- stjóraefni Reykjavíkur- listans, og Árni Sigfús- son, borgarstjóri. Ein af þeim spumingum sem beint var til Áma varðaði skóladagheimili í borginni og er það ein- mitt hún eða réttara sagt svar borgarstjóra sem gefur mér tilefni til að skrifa þessar lín- ur. Árni var spurður hvort til stæði að loka einhveijum skóladagheimil- um og svaraði hann afdráttarlaust að svo væri ekki. Ingibjörg Sólrún sagði hins vegar að til stæði að loka Kristín Blöndal. tveimur skóladagheim- ilum. Fyrir það þrætti Árni. Hið rétta í málinu er að til stendur að Ioka skóladagheimilinu Seljakoti þann 15. júli nk. og mun Öldusels- skóli fá yfirráð yfír hús- næðinu 16. ágúst. Þá er ákveðið að skóladag- heimilinu Hólakoti verði breytt í leikskóla þann 1. september 1994 og gefur augaleið að þá fellur starfsemi skóla- dagheimilisins niður. Á lokun þessara tveggja skóladgheimila eru komnar dagsetningar og er það fremur ólíklegt að það hafi farið fram hjá Árna þar sem hann er formaður skólamálaráðs, en þangað er einmitt nýverið búið að flytja málefni skóla- Það eru komnar dag- setningar á lokun þess- ara tveggja skóladag- heimila, segir Kristín Blöndal, og það er fremur ólíklegt að það hafí farið fram hjá borg- arstjóra, formanni skólamálaráðs. dagheimila sem áður tilheyrðu Dag- vist barna. Það er stefna sjálfstæðismanna að starfsemi skóladagheimila „ijari út“ eftir því sem þörfin fyrir þau minnkar. Sums staðar hefur eftir- sókn eftir plássum minnkað vegna tilkomu gæslu í skólunum þannig að ekki hefur verið hægt að halda uppi fullri starfsemi. En viljinn til að halda skóladagheimilunum opnum er ekki fyrir hendi sem lýsir sér best í því að tillaga mín í stjórn Dagvistar barna um að opna biðlista skólada- geimilanna fyrir börn allra foreldra var felld. Með því að samþykkja hana hefði verið hægt að sjá hver raun- verulegur vilji foreldra væri. Hver þörfin væri. Það er mikill ábyrgðar- hluti að leggja þessa þjónustu niður á meðan engin sambærileg þjónusta fyrir skóladagheimilisbörn tekur við en hún er ekki í sjónmáli í því sem gengið hefur undir nafninu heils- dagsskóli. Reykjavíkurlistans. Höfundur er myndlistarmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.