Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 39 FRETTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum færði Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, ljósmynd frá Eyjum í tilefni afmælisins. Afmælisveisla Eimskips í Heijólfi Námskeið í viðtals- meðferð ÞERAPEIA hf. gengst fyrir tveimur námskeiðum í viðtalsmeðferð dag- ana 24.-26. maí nk. Kennari verður Torben Marner, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild í Hilleröd í Danmörku. Á fyrra námskeiðinu sem fer fram 24.-25. maí kl. 13.00-17.00 verður farið í meðferð á hegðunar- vandkvæðum taugaveiklaðra bama, unglinga og fjölskyldna þeirra. Námskeiðið er ætlað öllu fagfólki í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu sem starfar á þessu sviði. Síðara námskeiðið sem er haldið 26. maí kl. 13.00-18.30 fjallar um viðtalstækni í meðferð sálvefrænna vandamála og er m.a. ætlað geð- læknum, heimilislæknum svo og öllum meðferðaraðilum sem fást við sálvefræn einkenni í starfi sínu. Námskeiðin verða haldin í Lög- bergi, stofu 102 og verður kennsla í formi fyrirlestra og umræðna. ----------♦ ♦ ♦ Færeyskur silfursmiður í Kringlunni í GÆR hófst í Kringlunni sölusýn- ing færeyskrar konu, Torgerð Suð- uroy, sem er silfursmiður að mennt og stendur sýningin til föstudagsins 20. maí. Torgerð mun smíða gripi sína í göngugötu Kringlunnar og verða þeir til sýnis og sölu. Hún er ein örfárra sérmenntaðra silfursmiða á Norðurlöndunum og nokkuð þekkt fyrir sérstæða list sína. Torgerð vinnur úr gömlum silfur- munum eins og göfflum og skeiðum sem hún beygir til og fléttar og gefur þeim nýtt líf sem skartgrip- um, hringum og armböndum. Hún hefur haldið margar sýningar í heimalandi sínu og í Danmörku sem hafa verið mjög vel heppnaðar og vinsælar. ♦ ♦ ■♦--- F egurðar- dísir sýna sundfatnað FEGURAÐRSAMKEPPNI íslands fer fram á Hótel íslandi á föstudag- inn. í dag gefst almenningi kostur á að sjá stúlkurnar sem taka þátt í keppninni, því þær ætla að vera í Kringlunni síðdegis og sýna þar vor- og sumartískuna. Sýningarnar verða tvær kl. 16.30 sýna þær sumarkjóla, hatta, skó og sportfatnað frá Haugkaup og kl. 17.30 munu þær sýna í stóra gosbrunninum í Kringlunni, nýjustu baðfatatískuna frá Triumph, sem fæst í versluninni Sportkringlunni. Ennfremur verða sýnd garðhús- gögn og grill frá Heimasmiðj- unni/Húsasmiðjunni. -----♦ ♦ ♦---- ■ HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN stendur fyrir göngu og kynnis- ferð suður í Skeijafjörð í kvöld, miðvikudagskvöld 18. maí, kl. 21 frá Hafnarhúsinu. Byrjað verður á að skoða sýninguna Reykjavík við stýrið, í Geysishúsinu. Þar og í ferð- inni verður fjallað um þátt flugbáta í flugsamgöngum. Síðan verður gengið með Tjörninni um Hljómská- lagarðinn og Vatnsmýrina og út að Sundskálavík. Þaðan með strönd- inni að birgðastöð Skeljungs og sólarlagsins notið við Skerjafjörð- inn. Val verður um að ganga til baka eða taka SVR. Ferð við allra hæfi. Vestmannaeyjum - Eimskipafé- lagið bauð viðskiptavinum sínum og velunnurum í Eyjum til afmælis- veislu fyrir skömmu í tilefni af 80 ára afmæli félagsins á árinu. Af- mælisveislan var haldin um borð í Heijólfi sem lá við bryggju í Vest- mannaeyjum og mættu á þriðja hundrað Eyjamanna til veislunnar. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, flutti ávarp í veislunni og í því kom fram að Eimskip hefur frá stofnun félagsins verið mjög tengt Vestmannaeyjum. Vest- mannaeyjar voru fyrsti viðkomu- staður Gullfoss, fyrsta skips félags- ins hér á landi en hann kom til Eyja 15. apríl 1915. Hörður sagði að frá þeim tíma hefðu félagið og Þorlákshöfn - 39. Lionsþing var haldið í Þorlákshöfn og Hveragerði 13. - 14. maí. Fyrri dagur þingsins fór fram á Hótel Örk í Hveragerði þar sem allir þingfulltrúar gistu. Síðari dagurinn og lokahófið var í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Alls sóttu um 300 fulltrúar fjöl- dæmaþing Lionsumdæmis 109 þar á meðal fulltrúar frá Noregi, Sví- þjóð, Danmörku og frá alþjóða- stjóminni. Á lokahófinu sem haldið var í íþróttamiðstöðinni í Þorláks- höfn vora um 450 gestir. Það vora Lionsklúbbar þessara staða sem sáu að mestu leyti um undirbúning og framkvæmd þingsins. Að sögn Tómasar Jónssonar, sem var í framkvæmdastjórn ásamt Sigurgísla Skúlasyni og Kristni ■ HÁRGREIÐSL U- og snyrti- stofnn Gresika hefur flutt starfsemi sína frá Rauðarárstíg 27 í Suður- götu 7 í nýtt húsnæði. Á myndinni eru f.v. Þorgerður Bj. Pálsdóttir, Vestmannaeyingar átt gott og mik- ið samstarf. Hann rakti starfsemi félagsins og sagði einnig frá aukn- um umsvifum félagsins í Eyjum. Guðjón Hjörieifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, færði félaginu ám- aðaróskir frá Eyjamönnum og sagði samstarf bæjaryfirvalda og Eim- skipafélagsins hafa verið gott og far- sælt og félagið hafa lagt sitt af mörk- um við uppbyggingu hafnarinnar með því að þrýsta á stjómvöld um nauð- syn framkvæmda við höfnina. Veislugestir áttu góða eftirmið- dagsstund um borð í Heijólfi þar sem bornar vora fram myndarlegar veitingar og hljómsveitin Hálft í hvoru sá um hljóðfæraslátt og söng og tóku gestir vel undir í lokin. Kristmundssyni, voru þingfulltrúar nyög ánægðir með alla framkvæmd þingsins og sagði hann að heima- menn ættu hrós skilið fyrir frammi- stöðuna. Allur matur og skemmtiatriði voru í höndum heimamanna. Hótel Örk sá um gistingu og mat nema í lokahófinu, þá var matargerðin í umsjá Duggunnar í Þorlákshöfn. Farið var í makaferð með þá rúm- lega 100 sem ekki sátu þingið og var m.a. farið í Þorlákskirkju og nágrenni og aðstaða Heijólfs skoðuð og þar voru þegnar veitingar í boði Mjólkurbús Flóamanna og Lions- kvenna heimamanna. Einnig var farinn Eyrarbakkahringurinn og stoppað í'Heilsuhælinu í Hveragerði og þegnar veitingar í boði þess. hárgreiðslumeistari, Erna Guð- mundsdóttir, hárgreiðslumeistari, Elísabet Matthíasdóttir, snyrti- fræðingur, Kristín Krisljánsdóttir og Áslaug Stefánsdóttir, nemi. ■ FÉLAG bókngerðarmanna hefur fært bpkagerðardeild Iðn- skólans í Reykjavík að gjöf tæki til kennslu að andvirði 250.000 kr. Tækið er litaútkeyrslutæki af gerð- inni Hewlett Packard DeskJet 1200 C/PS. Tækið gerir skólanum kleift að koma til móts við síauknar kröf- ur um fjöllitaprentun. Á myndinni eru Ingvar Ásmundsson skóla- meistari og Sæmundur Árnason frá Félagi bókagerðarmanna. Við leysum málin (Serta^ 65 ár við dýnuframleiðslu hafa kennt SERTA heilmikið um það hvemig dýna verður gerð fullkomlega góð. Þar sem þeir hafa lagt sérstaka áherslu á að leysa þau atriði sem fólk kvartar yfirleitt undan þarf kaupandi SERTA dýnu ekki að hafa áhyggjur af þeim. Algengt umkvortimarefni er að brúnimar á flestum dýnum linist með tímanum. Hin sérstaka lausn SERTA felst í viðbótar undirstöðubindingu, sérstakri tœkni sem nefnd er SERTA LOK, sem kemur í veg fyrir að brúnir dýnumiar iinist. Algengt umkvörtunarefni er aö með tímanum getur þungi líkamans myndað far í sjálft bólstur dýnunnar. Hin sérstaka lausn SERTA, er að blanda saman á sérstakan hátt svampi og trefjum og bólstri og spunnum vefjaþráðum sem veita hámarksfjöðrun og þœgindi. Algengt umkvörtunarefni er að eftir nokkur ár fara venjulegar dýnur að síga, láta undan, á þeim stað sem bak þitt þarf mcstan stuðning. Hin sérstaka lausn SERTA, er að styrkja þetta svœði fullkomlega og nota 33% meiri styrk sem tryggir þér sömu þœgindi ár eftir ár. Algengt umkvörtunarefni er að sumar breiðar dýnur leggjast meira saman undan þyngri aðilanum en þeim léttari þannig að par sem sefur á þeim sígur saman inn að miðju þeirra. Hin sérstaka lausn SERTA, sem er einstök fyrir SERTA línuna, er að nota samtengda þolgorma, Contionuous Power Spiral, sem tryggja jafnt viðnám og stöðugleika yfir alla dýnuna. Aigengt umkvörtunarefni á dýnum ýmissa íramleiðanda, jafnvel dýrra gerða frá þeim, er að þær séu óþægilegar að liggja á. Hin sérstaka lausn SERTA, til fullkomnunar þœginda er að nota t réttri samsetningu bylgjusvamp, trefjafyllingu og viðnámsbólstun, tœkni sem mun gefa eigenda SERTA dýnu hollan nœtursvefn um ókomin ár. Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm, þá skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar hörð, mjúk eða millistíf dýna. Starfsfólk okkar tekur vel á móti þér og við eigum Serta dýnumar alltaf til á lager og þeim fylgir margra ára ábyrgð. VHS höftim þaö allt saman Húsgagnahöllin Bfl.DSHÖFDA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI »1-081111» ...blahih - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víhara samhengi! Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Á LOKAHÓFINU sem haldið var í íþróttamiðstöðinni í Þorláks- höfn voru um 450 gestir. 300 fulltrúar á fjöl- umdæmisþingi Lions

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.