Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norska strandgæslan við Svalbarða Þrír íslenskir togarar færð- ir í Smuguna ÞRÍR íslenskir togarar, Skúmur GK, Bliki EA og Drangey SK, ásamt þremur færeyskum togurum, eru nú að veiðum í Smugunni. Fyrir seinustu helgi sigldu skipin út af Smugusvæðinu í vestur í átt að hafsvæðinu umhverfís Svalbarða í leit að vænlegri miðum. Skip norsku strandgæslunnar kom þá strax á vettvang áður en þeim tókst að kasta veiðarfærum og fylgdi togurunum til baka í Smug- una, að sögn Eiríks Mikaelssonar, útgerðarmanns Skúms. Eiríkur sagði að strandgæslan virtist eiga auðvelt með að halda uppi eftirliti þegar svona fá skip væru á svæðinu. Varðskipin fylgdu togurunum eftir þegar þeir væru á siglingu út úr Smugunni en létu skipin alveg afskiptalaus á meðan þau stunduðu veiðar í Smugunni og áreittu þau ekki á neinn hátt. Að sögn Eiríks hefur ekki sést til skipa rússnesku strandgæslunnar á svæðinu en fregnir bárust af því fyrir nokkru að Rússar hygðust taka upp eftirlit í Smugunni í maí. Fyrirmæli gæslunnar mild Eiríkur sagðist ekki hafa neina trú á að Norðmenn ætluðu að skipta sér af veiðum í Smugunni og sam- skiptin við þá væru góð. „Þeir voru að selja mér olíu áðan, sem ég kaupi af tankskipi frá Tromsö. Það virð- ast því vera góð samskipti við þessa menn og ég held að fyrirmæli gæsl- unnar séu mjög mild.“ Eiríkur sagði veiði I Smugunni nokkuð trega en afraksturinn væri svipaður og ef skipinu hefði verið haldið við veiðar á miðunum við ísland. Skúmur kemur væntanlega ekki heim fyrr en á sjómannadag en Eiríkur kvaðst eiga von á að nokkuð mörg skip myndu stefna á veiðar í Smugunni eftir sjómanna- daginn. ■ Deilan harðnar/miðopna Fjarskiptabún- aður í smábátum Skoðun- argjald lækkar SKOÐUN á fjarskiptabúnaði í smábátum undir 10 tonnum verður hluti af almennri skoðun skipanna og framkvæmd af Siglingamálastofnun en ekki fjarskiptaeftirlitinu. Jafnframt verður gjald fyrir skoðunina lækkað verulega. Mjög mikil hækkun, hátt í 700%, varð á gjaldi vegna skoðunar á Fjarskiptabúnaði um borð í skipum þegar Pjar- skiptaeftirlitið varð sjálfstæð stofnun. Hækkaði gjaldið úr um 1.000 kr. í 6.500 kr. Sam- gönguráðherra hefur nú ákveð- ið að skoðun á fjarskiptabúnaði smábáta, sem er mjög einföld, verði færð yfír til Siglinga- málastofnunar og framkvæmd um leið og skoðun er gerð. Morgunblaðið/CTK - Jaroslav Hejzlar Boðið til sýningar SÝNING á verkum Errós var opnuð í Prag í gærdag að viðstöddum forsetum Tékklands og íslands, Václav Havel og Vigdísi Finnbogadóttur. Var létt yfir sýningargestum og brugðu forsetarnir meðal annars á spjall við listamanninn Erró. Í bakgrunni er Gunnar Kvaran forstöðumaður Kjarvalsstaða. Sýning á verkum Errós opnuð í Prag Prag. Morgunblaðið. VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands og Václav Havel forseti Tékklands voru viðstödd opnun sýningar á verkum Errós í sýning- arsal háskólans í Prag í gær. Sýn- ingin er haldin í boði borgaryfir- valda og eru sum verkanna í eigu Reykjavíkurborgar en önnur úr safni listamannsins. í ávarpi við opnunina sagði Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykja- víkur, það sérstaklega ánægjulegt fyrir borgaryfirvöld að fá tæki- færi til samskipta við Prag, sem setið hafi í öndvegi meðal menn- ingarborga Evrópu um aldaraðir og geymi mikla sögu um stórkost- leg afrek mannsandans. „I slíkum arfi eru fólgnar þær sterku stoðir sem þjóðum eru hvað mikilvægast- ar á þeim umbrotatímum sem nú ríkja víða um heim,“ sagði Hulda. Hún sagði íslenska listamenn sækja í ríkara mæli en fyrr út í hinn stóra heim til að kynnast straumum og stefnum á sviði lista og menningar og eiga náin sam- skipti við aðrar þjóðir. „íslenski listamaðurinn Erró er í þeirra hópi,“ sagði hún. „Hann hefur til- einkað sér yfirsýn heimsborgar- ans og honum hefur hlotnast al- þjóðleg viðurkenning fyrir verk sín. Það er mikils um vert fyrir fámenna þjóð að eignast slíka fulltrúa á vettvangi skapandi afla mannsandans." Spáð minnkandi atvinnuleysi víðast hvar á landinu í maí Búist ATVINNULEYSISDAGAR í apríl jafngilda því að 7.061 maður hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum, og jafngildir það 5,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt yfirliti vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins um at- vinnuástandið í apríl hefur at- vinnulausum fækkað í heild að meðaltali um 10,4% frá marsmán- uði, og minnkar atvinnuleysið hlutfallslega mest á Suðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og höf- uðborgarsvæðinu, en þar fækkar atvinnulausum mest að meðaltali. Búist er við að atvinnuleysi minnki eitthvað í maímánuði við- ast hvar á landinu og það geti orðið á bilinu 4,7% til 4,9% í mán- uðinum. Atvinnuleysið hefur minnkað úr 6,3% í 5,6% frá mars, en það var 4,4% í apríl í fyrra. Atvinnu- leysið á landsbyggðinni minnkar nú i heild um 8,7% milli mánaða, en hefur aukist um 7% frá apríl í fyrra. Atvinnuleysið er nú 5,7% af mannafla á landsbyggðinni, en í mars var það 6,3% og í apríl í fyrra var það 5,3%. Atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu minnkar um 11,5% milli mánaða, en hefur hins vegar aukist um 35% frá apríl 1993. Það er nú 5,5% af mannafla en var 6,3% í mars og 4,1% í apríl í fyrra. Að meðaltali eni um 58% atvinnulausra á höf- uðborgarsvæðinu og 42% á lands- byggðinni. Á Norðurlandi eystra eru 13% atvinnulausra að meðal- tali, 7% á Suðurlandi, 6% á Vestur- landi og á Suðurnesjum, 4% á Austurlandi og á Norðurlandi vestra og 3% eru á Vestfjörðum. í yfirliti vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar á fjölda at- vinnulausra í lok aprílmánaðar bendi til að verulega dragi úr atvinnuleysi í maí, enda megi gera ráð fyrir 10% árstíðarsveiflu. Ætti atvinnuástandið að batna nokkuð á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og víða annars staðar á landsbyggðinni, að minnsta kosti þar sem menn eru minna háðir sjávarfangi og kvótastaðan er viðunandi. Tollaf- greiddu sjö hesta TVEIMUR lögregluþjónum á Hornafirði, sem sjá um tollaf- greiðslu þegar þannig ber und- ir, var fengið það nýstárlega verkefni í gær að tollafgreiða sjö hesta. Lögreglumennina tvo, sem samanlagt hafa 26 ára starfs- reynslu að baki, rekur ekki minni til þess að hafa áður tollafgreitt hesta til útflutn- ings. Hestarnir sjö, sem nú eru á leið til Svíþjóðar, eru geymd- ir í opnum gámum sem búið er að hólfa niður, og væsir ekki um þá að sögn lögreglunnar. Eru ævintýrahestamir um borð í Ms Viking frá Færeyjum, sem annast áætlunarsiglingar fyrir Samskip. Þeir eru þó ekki einir um borð því auk áhafnarinnar er Ms Viking með talsvert magn af gámafiski til útflutn- ings um borð. Framboðs- fundur á Hamraborg- arrásinni ÍBÚAR í Hamraborg í Kópa- vogi fengu frambjóðendur til bæjarstjómar í heimsókn í gærkvöldi. Frambjóðendurnir þurftu ekki að ganga fyrir hvers manns dyr, heldur guð- uðu þeir á sjónvarpsglugga íbú- anna með hjálp sjónvarpsstöðv- arinnar Hamars í Hamraborg. Sjónvarpsstöðin Hamar er einkastöð fyrir húsasamstæð- una. Þessi rás nær til um 600 íbúa. Allir þessir aðilar eru tengdir sjónvarpskerfi sem dreifir efni innlendra og er- lendra sjónvarpsstöðva. íbúar Hamraborgar leggja yfirleitt sjálfír til dagskrárefni sjónvarps Hamars. Þar hafa verið sýndir leikþættir, upplest- ur, tónlistaratriði og fleira. Auk þess er rásin notuð fyrir hús- fundi. Þá reifa menn málin við sjónvarpsvélarnar og síðan hringja íbúarnir og tjá afstöðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.