Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hugvitsmaður hannar búnað til að fylgjast með sundlaugargestum BÚNAÐUR sem ætlaður er til að fylgjast með fólki á sundstöðum, og þá sérstaklega ósyndum böm- um og veiku fólki, hefur verið hannaður af Guðmundi H. Guð- mundssyni rafeindavirkjameistari, starfsmanni á eðlisfræði- og tæknideild Landspítalans. Um er að ræða lítið mælitæki sem fólk ber á sér, en tækið skynjar ákveðn- ar fyrirfram uppgefnar forsendur og sendir boð um ástand á viðkom- andi laugargesti til laugarvarðar. Guðmundur segir að sig skorti um fjórar milljónir króna til að ljúka vinnu við að fullgera búnaðinn, sem hann kallar Lífvaka, en bæði Slysavarnafélag íslands og nefnd um öryggismál á sundstöðum hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði hugs- að búnaðinn þannig að fylgst yrði með dýpt, hreyfingu, öndun og jafnvel hjartariti, en hann sagði ekki liggja alveg ljóst fyrir hvern- ig best væri að fylgjast með laugargestum og væri það hluti af þróunarvinnunni sem ynna þyrfti af hendi. Styrkhæft en ekki í forgang „Ef þetta er t.d. haft um hálsinn á börnum er auðvelt að fylgjast með vatnsþrýstingnum og hreyf- ingunni, en það er flókinn raf- eindabúnaður sem ég lagði fram hjá Rannsóknaráði ríkisins í fyrra. Þar voru þessar hugmyndir sam- þykktar og verkið talið styrkhæft, en það var síðan fellt í forgangs- Ánægður ef líf bjargast Morgunblaðið/Sverrir GUÐMUNDUR H. Guðmundsson rafeindavirkjameistari á vinnu- stofu sinni á Landspítala íslands. röðun á verkefnum. Þetta er bún- aður sem þarf að vera eins örugg- ur og hægt er, því þetta er hjálpar- tæki til að fylgjast með fólki. Það þarf því að vinna alla forvinnu mjög vel og jafnframt prófa bún- aðinn mjög vel. Ég þarf að vera með verkfræðing með mér í vinnu en áætlun mín var að vera með frumgerðina tilbúna eftir eitt ár,“ sagði hann. Fjórar milljónir vantar Guðmundur sagðist áætla að fjórar milljónir skorti til að full- vinna hugmyndina, en þar væri aðallega um að ræða aðkeypta vinnu verkfræðings og læknis auk eigin launa. Hann kvaðst hafa lagt hugmyndina fyrir formann nefnd- ar sem sér um öryggisbúnað á sundstöðum og óskað álits Slysa- varnafélags íslands, og hefðu báð- ir þessir aðilar lýst áhuga sínum á verkefninu. Hann sagði ekki vit- að til þess að búnaður af þessu tagi væri til anfiars staðar í heim- inum. „Þeir sögðu mér hjá Slysavarna- félaginu að það kostaði um 30 milljónir að halda þeim börnum lifandi sem lent hafa í drukknun og hlotið heilaskaða af. Meðalald- ur þeirra er 30-40 ár en það kost- ar eina miíijón á ári að annast þau. Síðan má ekki gleyma sorg- inni sem þessu fylgir. Hugsunin hjá mér hefur fyrst og fremst ver- ið sú að maður væri ánægður ef hægt væri að bjarga einhveijum mannslífum með þessum búnaði,“ sagði Guðmundur H. Guðmunds- son. LIA Frey-Rabine hefur tekið við hlutverki Brynhildar í Nifl- ungahringnum. Hér æfir hún með Hauki Páli Haraldssyni. Niflungahringurinn sýndur 27. maí Ný söngkona tek- ur að sér hlut- verk Brynhildar RÁÐIN hefur verið ný söngkona til að fara með aðalsönghlut- verkið í Niflungahringnum eftir Richard Wagner. Ameríska söngkonan Anna Linden átti að syngja hlutverk Brynhildar, en nú hefur verið ákveðið að landa hennar Lia Frey-Rabine syngi þetta hlutverk. Óperan verður frumsýnd 27. maí. Að sögn Rutar Magnússon, framkvæmdastjóra Listahátiðar, eru persónulegar ástæður fyrir því að Anna Linden hættir við að syngja hlutverk. Hún sagði að þessi breyting myndi ekki hafa nein áhrif á áætlaðan frum- sýningardag. Lia Frey-Rabine væri komin til landsins og farin að æfa með hljómsveitinni. Rut sagði að Frey-Rabine hefði oft áður sungið hlutverk Brynhildar og því myndi þessi breyting ekki tefja æfingar. Listahátíð í Reykjavík, Sinf- óníuhljómsveit íslands, Þjóðleik- húsið og íslenska óperan standa sameiginlega að uppsetningu Niflungahringsins. Það er stjórn listahátíðar sem átti frumkvæði að uppsetningunni og hún tók þá ákvörðun að erlendir söngv- arar skyldu syngja þijú aðalhlut- verkin í sýningunni. Stjómin réð einnig í þessi hlutverk, en ís- lenska óperan sá um að velja íslenskásöngvara í hin sönghlut- verkin. Alls tekur á annað hundrað manns þátt í sýning- unni. Sveitarstjórn Neshrepps Vill yfirtaka húseignimar á Gufuskálum SVEITARSTJÓRN Neshrepps utan Ennis hefur samþykkt að óska eftir því að fá að yfirtaka eignir Lóranstöðvarinnar á Gufuskálum. Eignirnar eru í eigu vamarliðsins sem mun hætta rekstri stöðvarinnar um næstu áramót. Gunnar Már Kristófersson, sveitarstjóri í Nes- hreppi, sagði að ýmsar hugmyndir séu innan sveitarfélagsins um nýt- ingu húseignanna á Gufuskálum, en sagði að eining væri um það að fela nýrri sveitarstjóm að taka ákvörðun um það. Samþykki utanríkisráðherra ósk sveitarstjómar Neshrepps verður hún lögð fyrir viðræðunefnd bandarísku strandgæslunnar sem kemur til fundar við íslensk stjórn- völd í næsta mánuði. Það mun ráðast á þeim fundi hver niðurstað- an verður. Vamarliðið hefur lýst því yfir að það vilji rífa húseignim- ar og koma þannig í veg fyrir að þær grotni niður sem aftur gæti þýtt að varnarliðið yrði gert ábyrgt fyrir þeim skaða sem húsin valda á umhverfinu. Varnarliðið hefur jafnframt lýsti sig tilbúið til við- ræðna ef hugmyndir koma fram um einhvers konar nýtingu á mannvirkjunum. Andstaða hefur verið við það meðal heimamanna að húseignimar verði rifnar, en um er að ræða þijár blokkir með 18 íbúðum og tvö einbýlishús. Fimm manna nefnd Gunnar Már sagði að þessi sam- þykkt sveitarstjómar Neshrepps feli í sér að sveitarstjórnin sé reiðu- búin til að taka að sér viðhald húseignanna og ábyrgð á um- hverfi og hugsanlegum umhverfis- spjöllum vegna þeirra. Fyrir liggja erindi frá nokkrum félagasamtökum og einstakling- um um afnot af húseignunum á Gufuskálum. Gunnar Már vildi ekki greina frá því hvað fælist í þessum erindum. Hann sagði að skipuð hefði verið fimm manna nefnd fulltrúa úr Neshreppi og Ólafsvík til að fara yfir allar hug- myndir um nýtingu á mannvirkj- unum. Það kæmi síðan í hlut nýrr- ar sveitarstjórn í nýju sameigin- legu sveitarfélagi á vestanverðu Snæfellsnesi að taka ákvörðun í málinu. Ráðherra vill að RÚV fái mastrið RARIK hefur óskað eftir því að fá að nýta díselrafstöðvar á Gufu- skálum og hefur verið fallist á það erindi. Þá hefur menntamálaráð- herra lagt fram tillögu í ríkisstjóm- inni um að mastur Lóranstöðvar- innar verði nýtt fyrir langbylgju- sendingar Ríkisútvarpsins. Af- staða hefur ekki verið tekin til ti- lögunnar ennþá, en afstaða verður að liggja fyrir eigi síðar en um mánaðamót þegar viðræðurnefnd bandaríksu strandgæslunnar kem- ur hingað til lands. Áætlað er að nauðsynlegar breytingar á mastr- inu svo að það geti þjónað RÚV kosti 390 milljónir, en kostnaður við byggingu nýs mastur hefur verið áætlaður 800 milljónir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tregt við Torfunefíð VINKONURN AR Kristbjörg og Sigurbjörg hafa síðustu daga rennt fyrir fisk á Torfu- nefsbryggju á Akureyri með misjöfnum árangri. I gær- morgun höfðu þær ekkert orðið varar en ætluðu ekki að gefast upp því skammt var síðan þær höfðu farið heim með ágætis afla að loknum veiðidegi. Keflavíkurflug-- völlur Utanríkis- ráðherra ræðir um at- vinnumál JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra mun í dag halda fundi um vamarliðið og atvinnumál með íslenskum starfsmönnum á Keflavíkur- flugvelli. Að sögn Bjama Vest- mann hjá upplýsingadeild utan- ríkisráðuneytisins eru fundimir haldnir að beiðni viðkomandi stéttarfélaga á suðumesjum og starfsfólks á Keflavíkurflug- velli. Utanríkisráðherra heldur fund með starfsmönnum ís- lenskra aðalverktaka og Kefla- víkurverktaka í mötuneyti ís- lenskra aðalverktaka og hefst hann kl. 12, og fundur með íslensku starfsfólki varnarliðs- ins verður haldinn í Andrews Theater kl. 16.15. Reiðhjólin hverfa ÞJÓFNUÐUM á reiðhjólum fer nú ört fjölgandi með hveijum deginum, eins og venja er á þessum árstíma. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar eru reiðhjóla- þjófnaðir algengastir í maí og júní. Nú er bylgja þessara þjófnaða enn skollin yfir og lögreglan bendir reiðhjólaeig- endum á að skilja hjólin ekki eftir ólæst. Hreindýr naga golf- völlinn Egilsstöðum, Morgunblaðið. NOKKRAR geldkýr og tarfar hafa undanfarið haldið til á golfvellinum á Ekkjufelli í Fellabæ . Að sögn Skafphéðins Þórissonar líffræðings má gera ráð fyrir að dýrin geti ílengst hér eitthvað fram á sumar. Þá munu þau að öllum líkindum fara upp á heiðar. Vart þarf að taka fram að hreindýr eða önnur klaufdýr eru ekki vel- komin á viðkvæmar flatir golf- valla, hvorki á Ekkjufelli né annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.