Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 35 Við flytjum þakkarkveðju þjóð- kirkjunnar og lýsum friði Guðs yfir minningu hennar. Guð gefi góða ferð og góða heimkomu í himneskar tjaldbúðir. Ingólfur Guðmundsson og Þorvaldur Karl Helgason, fyrrverandi æskulýðsfulltrúar. Hún var alltaf fremst í flokki. Það kom af sjálfu sér. Öðrum fannst sjálfsagt að leita til hennar. Allir vissu að málefnum sem hún tók að sér var borgið. Hrefna var ennþá stelpan hennar Amalíu og hans Samúels á Súðavík þegar hún tók að sér að stjóma krökkunum í plássinu við að hreinsa drasl og úrgang úr fjörunni meira en hálfri öld áður en það komst í tísku að gera slíkt „átak í umhverf- ismálum". Félagar hennar fundu fljótt að hún var hugmyndarík, ósérhlífin og fylgin sér og þess vegna kjörin til forystu en tíminn til félagsstarfs var ekki alltaf eins mikill og hún hefði kosið þegar hún var unglingur. Nokkru eftir að for- eldrar Hrefnu fluttust til ísafjarðar hófst þar skátastarf. Hún hafði haft spumir af skátahreyfmgunni og þráði að fá að_ taka þátt í kven- skátastarfinu á ísafirði en ekkert varð úr því. Hrefna var í vist á Hesteyri og síðan bauðst henni framtíðarstarf fjarri heimahögun- um. Hrefnu hafði ævinlega gengið vel í skóla og hana langaði til þess að fara í Menntaskólann á Akureyri en þá var ógerlegt fyrir efnalitla foreldra að senda dóttur sína til framhaldsnáms. Hrefna beit á jaxl- inn og gerði gott úr öllu eins og hún átti eftir að gera svo mörgum sinnum síðar á lífsleiðinni. Sextán ára gömul hélt hún til Siglufjarðar þar sem starf beið hennar á bæjar- fógetaskrifstofunni. Þar kunni vel við sig. Hún bjó heima hjá bæjar- fógetahjónunum sem tóku henni eins og dóttur sinni og starfið á skrifstofunni var fjölbreytt og lær- dómsríkt þótt það væri fyrir tíma kalkipappírs og ritvéla! Hrefna skrifaði afar fallega og læsilega rithönd og var því kjörin til þess að sjá um alls konar færslur og afritun. Hrefna hafði verið einn vetur á Siglufírði þegar yngri systir hennar kom þangað. Hún hafði tekið þátt í skátastarfi á ísafirði og hafði með sér skátabúninginn og stílabók þar sem ýmis skátafræði voru skrifuð. Bubba systir vakti heldur betur at- hygli ungu stúlknanna á Siglufirði þegar hún spásséraði þar um í skátabúningnum og það leið ekki á löngu þangað til nokkrar þeirra sném sér til Hrefnu og báðu hana um að taka að sér að stofna kven- skátafélag á Siglufirði og vera for- ingi þess. Eftir nokkra umhugsun tók hún það að sér. Skátahreyfingin á íslandi var enn mjög ung og eng- ar bækur á íslensku fáanlegar um skátastarf. Hrefna fékk stílabók systur sinnar lánaða og lærði allt vandlega sem í henni stóð. Drengja- skátafélag hafði þá verið stofnað á Siglufirði og Hrefna gekk á fund foringja þess, Kristjáns Dýrfjörð, til að taka hjá honum nýliðaprófið. Þá kom heldur en ekki babb íbátinn. Skátalögin kunni Hrefna og skáta- heitið og íslensku fánareglurnar en hún hafði ekki hugmynd um hver hafði stofnað skátahreyfínguna. Það stóð ekkert um þennan Baden-Pow- ell í stílabókinni hennar Bubbu syst- ur! En Kristján færði Hrefnu í allan sannleikann um þann mæta mann, prófið fékk hún og gat tekið til við að kenna stallsystrum sínum fræðin. Hana grunaði ekki þá að mörgum árum síðar ætti hún eftir að kynn- ast konu Baden-Powells náið, skrif- ast á við hana og skiptast á heim- sóknum. Hrefna sagði reyndar lafði Baden-Powell söguna af því þegar hún gataði á nýliðaprófinu vegna þess að hún vissi ekki hver stofnand- inn var. Þá skellihló lafðin og sagði: „Well, now you know!“ Hrefna hafði ekki verið lengi á Siglufirði þegar fundum hennar og ungs Norðmanns bar saman. Hann hét Sverre Tynes og var úrskrifaður frá tækniskólanum í Björgvin en hafði verið um nokkurn tíma á Siglufirði. Þau giftu sig og þá hætti Hrefna að vinna á bæjarfógetaskrif- stofunni en skátastarfi hélt hún áfram og hafði fundina heima hjá sér. Á Siglufirði fæddust tvö börn Hrefnu og Sverres, Ásta og Ottó, en Jón, sem er yngstur, fæddist í Noregi. í tíu ár stjómaði Hrefna fjölbreyttu skátastarfi á Siglufírði. Þá fluttust þau Sverre til Noregs. Þau settust að á fögrum stað, í Sykkylven skammt frá Álasundi, og voru ekki fyrr komin þangað en Hrefna tók að sér að stofna kven- skátafélag. Norsku kunni hún ágæt- lega. Henni hafði leiðst svo I vist- inni forðum vestur á Hesteyri að það hvarflaði að henni að strjúka en seinna þakkaði hún fyrir að ekk- ert hafði orðið úr því, bæði af því að norska húsfreyjan þar reyndist henni vel og af því að hjá henni lærði hún að tala norsku reiprenn- andi. Hrefnu og Sverre þótti ánægjulegt að vera komin til Noregs en það stóð stutt. Þau höfðu verið þar einn vetur þegar Þjóðverjar hertóku landið og þá hófst erfiður tími fyrir þau eins og alla aðra. Þegar norska skátahreyfingin neitaði að sameinast Hitlersæskunni var hún bönnuð. Hrefna varð að koma fýrir rétt og undirskrifa að hún lofaði að standa ekki fyrir skátastarfi. Hún hélt samt áfram að starfa með skátastúlkunum en þess var vandlega gætt að á yfir- borðinu minnti ekkert á skáta. Söngtextum var breytt lítillega, engin skátapróf tekin og engin fé- lagsgjöld innheimt. Þannig var reynt að gera gott úr öllu og áranna í Noregi minntist Hrefna ævinlega með mikilli hlýju þrátt fyrir hörm- ungamar sem hemáminu fylgdu. Eftir stríðið vildi Sverre ekki vera lengur í Noregi og þau Hrefna héldu heim til íslands. Þá var hún staðráð- in í að hella sér ekki út í skátastarf- ið og helga sig börnum og búi. En hún var ekki fyrr komin heim en dr. Helgi Tómasson skátahöfðingi hringdi dyrabjöllunni. Erindið var auðvitað að biðja hana um að taka við stjóm Kvenskátafélags Reykja- víkur. Hrefna varð við bón hans en ekki fyrr en hún hafði haldið fund með allri fjölskyldunni. Amalía, móðir hennar, hafði þá bæst í hóp- inn, og allir vildu leggja sitt af mörkum svo að Hrefna gæti starfað með skátunum. í Reykjavík tóku við afar fjölbreytt skátastörf. Það var eins og öllum þætti sjálfsagt að Hrefna bætti alltaf einhveiju á sig. Öll þessi störf vom henni afar kær en trúlega er ekki ofsagt að Kvenskátaskólinn á Ulfljótsvatni hafi átt mest í henni. Hrefna tók líka þátt í alþjóðlegu skátastarfi. Þrautseigja hennar við að koma ís- lenskum skátastúlkum inn í Al- þjóðasamband kvenskáta er ógleymanleg öllum sem til þekktu. Hingað voru sendir „njósnarar“ frá alþjóðasambandinu til þess að kanna hvort nokkurt vit væri í starfi þess- ara íslensku kvenskáta sem voru í samkrulli við strákana. Eitt sinn sem oftar var von á fulltrúa sam- bandsins belgískri konu, og þá kytj- uðum við litlu stelpurnar meðan við æfðum okkur í skátafræðum: „Þeirri belgísku skal það besta sýna, svo berist vor hróður um framandi lönd.“ Inn í sambandið sluppum við og nú þykir það sjálfsagt um víða veröld að drengir og stúlkur starfi saman í skátahreyfingunni. Það var Hrefnu þungt áfall þegar hún missti Sverre sinn langt um aldur fram. En hún missti ekki kjarkinn, fór að vinna úti og hélt áfram að taka þátt í félagsstörfum Hún var trúuð kona á einlægan hátt en það hvarflaði ekki að henni að biðja forsjónina um að hlífa sér við erfiðleikunum heldur að styðja sig í gegnum þá. Hún var ákaflega glaðlynd þótt hún væri föst fyrir og var sísyngjandi og yrkjandi skátasöngva. En öllu hennar langa og mikla lífsstarfi verður þó best lýst með kjörorði skáta. Hún var „ávallt viðbúin." Margrét E. Jónsdóttir Fleiri ininningargreinar um Hrefnu Tynes bíða birtingar og múnú birtast á næstu dögmn. ÞORLEIFUR SIGURÐSSON + Þorleifur Sig- urðsson fisksali var fæddur að Rift- úni í Olfusi 6. sept- ember 1910. Hann lést í Borgarspítal- anum 4. maí siðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason frá Þurá í Ölfusi og Pálína Guðmundsdóttir _ frá Gímslæk í Ölf- usi. Systkinin voru 13, komust átta til fullorðinsára og er nú eitt eftirlifandi. Þorleifur kvæntist Nikulásdóttur frá Stokkseyri árið 1935 en hún lést 1966. Ingibjörg og Þorleif- ur eignuðust þrjú börn, Jónu Ingibjörgu, Sigurð Fossan og Hiimar Nikulás. Ingibjörgu Söndu á HINSTA lega Þorleifs Sigurðssonar tengdaföður míns var löng eða frá síðustu jólum, en áður hafði hann gengist undir tvær stórar skurð- aðgerðir vegna illkynja sjúkdóms. Þorleifur tókst á við sjúkdóm sinn af miklu æðruleysi. Þegar ljóst var að einföld og lítt ágeng meðferð var ekki líkleg til árangurs var Þorleifur ekki í neinum vafa um að hann vildi gangast undir þær skurð- aðgerðir sem taldar vóru líklegar til hjálpar, en sló jafnframt alltaf á léttari strengi: „Gætuð þið ekki komið því þannig fyrir að ég missti ekki af gömlu dönsunum nema um eina helgi?“ Þorleifur var glaðvær maður, léttur í spori, hafði mikið yndi af að dansa og eignaðist marga góða vini og dansfélaga, sem sýndu honum vinarhug í veikindum hans. Þorleifur ólst upp í Ölfusinu við almenn sveitastörf en fluttist til Reykjavíkur þegar hann kvæntist 25 ára gamall og bjó lengst af á Baldursgötu 22 a. Það þurfti þó oft að fara austur yfir Fjall á æsku- stöðvamar, hitta menn og fýlgjast með búskap í Ölfusinu, en Þorleifur átti alla tíð nokkrar kindur og vom margar ferðir sem þurti að fara þeirra vegna. Það veitti einnig tæki- færi til þess að hitta æskufélaga og ef til vill hjálpa til við heyskap eða annað. Þegar Þorleifur flutti til Reykja- víkur byijaði hann strax fisksölu, sem hann gerði að sínu ævistarfi, fyrst með handvagn, en fékk fljót- lega húsnæði til fisksölu á Mána- götu. Síðan byggði hann fiskbúð í Starmýri 2 þar sem hann starfaði þar til hann hætti vinnu 75 ára gamall. Hér áður var oft erfitt fyrir fisk- sala að fá fisk og fór Þorleifur margar ferðir um miðja nótt til þess að vera kominn þar sem bát- amir voru væntanlegir með afla sem hann kom síðan á markað í sinni búð og oft nutu starfsfélagar hans fyrirhyggju hans og gátu fengið hjá honum fisk til sinnar verslunar. Þorleifur starfaði mikið að félagsmálum fisksala og var for- maður fisksalafélagsins í fjölda ára. Eitt sinn er Þorleifur var kominn á áttræðisaldur og hættur að starfa sátum við yfir kaffi og vorum eitt- hvað að ræða þessa þróun fisksölu hans frá handvagni til búðarrekst- urs. Ég spurði hann hvað honum þætti merkilegast nú þegar hann væri hættur að vinna og liti til baka. Þorleifur þagði smástund, en sagði svo eitthvað á þá leið að eiginlega þætti honum það markverðast að geta lifað nokkuð þægilegu lífi án þess að þurfa að vinna. Því hafði hann aldrei vanist né búist við. Þorleifí var mikil stoð að börnum sínum efri árum, en liann hafði sjálfur stutt vel við bakið á þeim þegar þurfti og hann gat. Minnis- stæð var Þorleifi ferð sem hann fór til Bandaríkjanna 1968, en þá bjuggum við Jóna í Minnesota. Við fórum í þriggja vikna ferðalag um þver Bandaríkin með tjaldvagn, gistum í þjóðgörðum og nutum fjallafegurðar. Við skoðuðum oft myndir frá þessu ferðalagi og staldra ég enn við eina sérstaka mynd sem tekin var af Þorleifí í Y ellowstone-þjóðgarð- inum, en þar er mikill jarðhiti og margir hverir og það þekkti Þorleifur vel frá Hvera- gerði. Einn hveranna er svo áreiðanlegur að gos úr honum eru tíma- sett nær upp á mínútu. Fyrir fram- an spjald með nafni þessa hvers stóð Þorleifur þannig að ég náði mynd af nafninu og Þorleifi. Hver- inn heitir „01d-faithful“ eða laus- lega þýtt „gamli áreiðanlegi". Þannig þekkti ég Þorleif og þannig vil ég minnast hans. Sigurður E. Þorvaldsson. Fallinn er í valinn Þorleifur Sig- urðsson. Með fáeinum línum vil ég minnast hans vegna vináttu hans og hjálpsemi við mig og fjölskyldu mína um margra ára bil. Á þessari stundu sækja minning- arnar á hugann og allar eru þær bjartar og góðar og það er af mörgu að taka. Ég minnist hans fyrst er ég var smá snáði og hann bauð okkur að vera á sumrin í sumarbústað er hann átti í Hveragerði. Þar var verið í leik og í sundi alla daga og þó að bústaðurinn væri lítill og sennilega þröngt um alla fannst mér hann eins og höll. Minningin um skemmtilega og góða tíma eru enn í fersku minni og enn í dag er staðurinn skoðaður þar sem bústað- urinn var þegar við eigum leið um. Þessa skemmtilega tíma var oft minnst þegar ljölskyldurnar hittust og riljuð voru upp hin skemmtileg- ustu atvik og prakkarastrik. Mig langar að minnast á atvik sem sýnir best trygglyndi hans og umhyggju fyrir öðrum og munum við þess vegna ávallt minnast hans með hlýhug og þakklæti. Fyrir nær 50 árum ráðgerðu for- eldrar mínir kaup á litlu húsi í Kópavogi. Á þessum árum var Kópavogur að byggjast upp. Aura- ráð voru ekki mikil en loforð um lán í banka átti að vera tryggt, en það loforð var svikið. Leifi frétti af þessum vandræðum og bauðst af fyrra bragði til að lána svo hægt væri að greiða umsamið verð og gerði hann þannig foreldrum mín- um kleift að festa kaup á þessu húsi. Ég er þess fullviss að ef hjálþ- semi hans hefði ekki komið til hefði líf okkar orðið öðruvísi og okkur. ekki liðið eins vel eins og raun ber vitni. Ég tel núna að það hafi verið forréttindi að fá að alast upp á þessu svæði, kynnast því fólki sem þar bjó og geta leikið sér á öllu því svæði sem við krakkarnir á Kárs- nesinu höfðum. Ef hjálpsemi hans hefði ekki komið til hefði mín æska og uppeldisár sennilega orðið á annan máta. Vinátta og hjálpsemi hans og konu hans við foreldra mína voru ætíð mikil og góð. Oft buðu þau okkur á Baldursgötuna, t.d. á jólum og við önnur tækifæri, einnig fitv boðið í skemmtiferðir. í þá daga átti Leifi vörubifreið sem hann not- aði við vinnu sína og þegar farið var í slíkar ferðir var öllum hópnum komið fyrir upp á palli í svokölluðu „boddíi“, sem hann sennilega smíð- aði sjálfur. Ekki man ég eftir öðru er við vorum með þeim á ferðalög- um en að þeim þætti það sjálfsagt og eðlilegt og aldrei sást annað en bros og þannig voru þau hjónin ætíð, glöð og elskuleg. Leifi var sérstaklega barngóður og ekki fór ég varhluta af því. Þeg- ar ég var lítill var ég oft tekinn með til að gá að kindunum. í þess- um ferðum var ævinlega boðið ufijp á hina bestu veislu, gos og sjálfsagt var að eitthvað væri með í poka til að maula. Síðar fengu dætur mínar einnig að njóta barnelsku hans á margan hátt. í seinni tíð er árin færðust yfir og ég keypti mína fýrstu íbúð var hann strax tilbúinn til aðstoðar. Kom hann oft í kaffi og ætíð kom hann færandi hendi. Ég minnist Leifa sem afar glað- lynds manns. Við sem vorum þeirr- ar ánægju aðnjótandi að kynnast. honum vitum að hann gat veffi mátulega stríðinn og skelfing fannst honum gaman þegar hann náði að plata einhvern með ein- hveiju uppátæki. En allt var þetta saklaust og skemmtilegt. Foreldrar Þorleifs voru Pálína Þorleifsdóttir og Sigurður Bjarna- son, Riftúni Ölfusi. Kona Þorleifs var Ingibjörg Nikulásdóttir, hún lést 1966, Ingibjörg og móðir mín voru systradætur. Börn Ingibjargar og Þorleifs eru Jóna Ingibjörg, gift Sigurði E. Þorvaldssyni, Sigurður Fossan kvæntur Kristínu S. Jóns- dóttur og Hilmar Nikulás kvæntur Borghildi Guðjónsdóttur. Með Þorleifír er genginn merkuf heiðursmaður, hjartahlýr, hjálpml og gestrisinn eins og best verður á kosið. Ég vil að lokum þakka sam- fylgdina við þennan heiðursmann og þakka allt það sem hann hefur gert fyrir okkur, þeir hlutir verða aldrei fullþakkaðir. Börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar Böðvarsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR GÍSLA GUÐMUNDSSONAR frá Sómastöðum, Fáskrúðsfirði. Oddný Þorvaldsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, HELGA SKÚLASONAR frá Guðlaugsvík, Fljótaseli 21, Reykjavík. Anna S. Sigurðardóttir, Ólöf Helgadóttir, Ólafía Helgadóttir, Skuli Helgason, ióna Guðmundsdóttir, Ragna Unnur Helgadóttir, Jóhann Gunnar Helgason, Maria Anna Gi'sladóttir, Kristján Helgason, Ása M. Finnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. III »*« • ( I » Iðl IIM 1 4 <1 »2 i «»||<£1« í II t «1 1» t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.