Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
TORFÆRA / ISLANDSMOTIÐ
Margir eiga
möguleika
segirGísliG. Jónsson
Gísli G. Jónsson varð íslands-
meistari í flokki sérútbúinna
jeppa í torfæru í fyrra. Hann ekur
jeppa sem kaljast Kókómjólkin og
er í miklu uppáhaldi hjá ungum
krökkum, sem fylgjast með tor-
færunni. Þó hefur styrktaraðiia
hans ekki tekist að skapa sömu
ímynd og Coke gerði í kringum
Árna Kópsson, sem varð meistari
þijú ár í röð. Gísii vann keppnina
á Hellu og þótti sýna skemmtilega
takta.
Hann er ekki óvanur að kljást
við erfiða keppinauta, var glímu-
kappi mikill á árum áður, en Gísli
býr í Þorlákshöfn og rekur bif-
reiðaverkstæði. „Það kostar mikla
vinnu að keppa heilt keppnistíma-
bil í torfæru. Ég gæti trúað því
að rekstur jeppa kosti um eina
milljón, það er fyrir utan smíði
og hönnun. Ég gæti trúað því að
það kostaði á þriðju milljón að
smíða jeppa í dag, sem gæti keppt
við þá bestu," sagði Gísli í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann var
kjörinn akstursíþróttamaður árs-
ins í fyrra, náði góðum árangri
og þótti sýna íþróttamannslega
framkomu í hvívetna.
„Ég ætla að hanga á íslands-
meistaratitlinum þó keppnin sé
harðari og andstæðingarnir á
betri jeppum en í fyrra,“ sagði
Gísli. „Ég var ekkert orðinn óró-
legur þótt Einar hefði unnið mót
hér heima og tvö í Norðurlanda-
mótinu. Ég var óheppinn á Akur-
eyri, þá bilaði sjálfskipting í miðri
þraut og eftir það átti ég mér
ekki viðreisnar von, varð sjötti.
Sigurinn á Hellu kemur mér á
skrið. Þrautirnar í keppninni voru
mjög skemmtilegar, þó hraðinn
hefði mátt vera meiri á köflum,
þannig að við næðum að stökkva
upp erfið börð. Þá býður það upp
á meiri tilþrif að hafa ekki of
mörg dekk í þrautum, stundum
liggur við að betra sé að fara stutt,
því refsing fyrir að aka á dekk
er svo mikil."
„Ég prófaði að vera með skóflu-
dekk að framan, í stað þess að
hafa þau að aftan. Það virkaði
vel í börðunum, en kom verr út i
hliðarhalla. Þessi útfærsla skilaði
sér ágætlega í mýrinni, sem var
gaman að aka. Það gefur sérstaka
tilfinningu að ösla mýrina á 100
km hraða, æða áfram á mikilli
ferð, sjá lítið út fyrir drulluaustr-
inum og þræða á milli hliða. Þetta
gefur mikla útrás í lok keppni,
ekki sfst þegar fáir komast á leið-
arenda. Sitja fastir. Keppnistíma-
bilið á eftir að vera erfítt. Það
eiga margir góða möguleika, en
ég held að erfíðastir verði Þórir
Schiöth, Einar Gunnlaugsson og
Haraldur Pétursson. Svo er spurn-
ing hvemig Sigurður Axelsson,
Þorsteinn Einarsson og Helgi
Schiöth standa sig. Við erum aliir
á öflugum keppnistækjum,
reynsla og heppni mun ráða
miklu. Ég vona að heppnin lendi
mín rnegin," sagði Gísli.
Flotið á vatni
SIGURVEGARINN í sérútbúna flokknum, Þorlákshafnarbúinn Gísli G. Jónsson þeysir yfír á í tímaþraut. Hann vann keppr
tveggja keppenda til að ljúka þrautinni.
Meistarínn á s
Ragnar Skúlason frá Keflavík er efstur til íslandsmeistara í flokki götu-
jcppa og hefur unnið bæði mót ársins.
íslandsmeistarinn íflokki sérútbúinna jeppa ítorfæru, Þoriáks-
hafnarbúinn Gísli G Jónsson, vann langþráðan sigur þegar hann
fagnaði sigri ítorfærumóti Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu á
laugardaginn. Gísli hafði fyrir mótið ekið íþremur mótum án
þess að vinna sigur. Hann háði harða keppni við Reykvíkinginn
Harald Pétursson, sem varð annar. Með því að ná þriðja sæti
heldur Akureyringurinn Einar Gunnlaugsson forystu til íslands-
meistara. í fiokki götujeppa ók Keflvíkingurinn Ragnar Skúlason
geysilega vel, sigraði og hefur gott forskot til íslandsmeistara.
Þrautirnar í keppninni voru
margar hinar skemmtilegustu
og lengri en oft áður. Þá vom tvær
tímaþrautir, sem
buðu upp á
RögnvJídsson skemmtileg tilþrif.
skrifar Hms vegar hefði
mótshaldið mátt
ganga hraðar fyrir sig. Einari
Gunnlaugsssyni, sem hefur verið
ósigrandi í mótum árins, fataðist
flugið í þessari keppni. Mistókst
strax í fyrstu þraut og fékk lága
stigagjöf í þeim þremur næstu,
þannig að þeim loknum var hann
aðeins með 400 stig af 1.200 mögu-
legum. En það vom fleiri í vandræð-
um. Vélin í endurbættum jeppa
Gunnars Egilssonar frá Selfossi
sprengdi blokkina fyrir keppni og
hann var úr leik. Sömuleiðis fór
Gísli G. Sigurðsson ekki langt, milli-
kassinn brotnaði í fyrstu þraut. Enn
vora heilladísirnar fjarri Egils-
staðabúanum Þóri Schiöth og Jaxl-
jeppi hans braut drifskaft í fjórðu
þraut. Bilanir plöguðu hann frá
byijun og ráku að lokum smiðshögg
á þátttöku hans. Dýrasta keppnis-
tæki landsins hefur ekki náð að
sanna sig á árinu og möguleiki á
meistaratitli ijarlægist með hverri
keppni.
Meistarinn Gísli G. Jónsson hélt
sínum möguleikum opnum og barð-
ist af hörku í titilvörninni, en fjögur
mót af sex sem gilda í íslandsmót-
inu gilda til lokastiga. Gísli skiptist
á við Harald Pétursson að hafa for-
ystu í þrautunum, en eftir íjórar
munaði aðeins fimm stigum á þeim,
Haraldi í vil. í fimmtu þraut seig
Gísli 35 stigum framúr, en Harald-
ur náði að bíta frá sér í næstu þraut
og bilið minnkaði um 15 stig. Tíma-
þraut í vatni reyndist síðan Haraldi
happadijúg, hann fékk mun fleiri
stig en Gísli og náði 40 stiga for-
skoti. Aðeins einni þraut var ólokið
þegar hér var komið sögu. Mýrin.
Uppáhaldsþraut margra keppenda,
akstur í mýrlendi um hlykkjótta
braut. Skemmtileg þraut en að
sama skapi viðsjárverð. I fyrra náði
aðeins Einar Gunnlaugsson að ljúka
henni og hann óð hana að nýju til
enda fyrstur keppenda. Hann átti
möguleika á sigri, ef Gísla og Har-
aidi mistækist hrapallega í mýr-
inni, hafði unnið sig upp hægt og
sígandi í lokaþrautunum.
Gísli setti allt á fullt, óð mýrina
á jeppanum eins og hann ætti lífið
að leysa, enda sigurinn í húfi. Hann
kláraði þrautina á betri tíma en
Einar. Haraldur varð því að ljúka
þrautinni og á góðum tíma.til að
eiga möguleika á sigri. Haraldur
fór hins vegar skammt, fór á bóla-
kaf í drullupytt og sömuleiðis mögu-
leikinn á gullinu. Hann hélt hins
vegar silfrinu, enginn annar náði
að ijúka þrautinni og reyndari kapp-
ar verða að vara sig á Haraldi í
komandi mótum. Hann er nú í þriðja
sæti til íslandsmeistara ásamt
Helga Schiöth, einu stigi á eftir
Gísla og síðan Einari í efsta sæt-
inu. Um tíma leit út fyrir að Sigurð-
ur Axelson léti að sér kveða, en
fjórða þrautin reyndist honum dýr-
keypt eins og mörgum. Hann er
vaxandi ökumaður, náði fimmta
sæti á Hellu á eftir Helga. íslands-
meistari síðasta árs í flokki götu-
jeppa, Grindvíkingurinn Þorsteinn
Einarsson, keppir nú í sérútbúna
flokknum. Hann fann ekki rétta
taktinn í þessari keppni vegna bil-
ana. Jón A. Gestsson slapp með
skrekkinn þegar jeppi hans tók
harkalegar kollsteypur í lok tíma-
þrautar, en jeppi hans skemmdist
talsvert í tveimur endastungum.
Hann hætti keppni.
Ragnar Skúlason hafði mikla
yfirburði í flokki götujeppa og virð-
ist fátt geta stöðvað það að hann
verði meistari. Bæði er jeppi hans
mjög vel útbúinn og ökulagni hans
slík að enn stendur honum enginn
að sporði. Hann hefur unnið bæði
mót ársins, en búnaður bestu jepp-
anna í flokki götujeppa er mjög
nálægt því sem gerist í sérútbúna
flokknum. Mesti munurinn liggur í
dekkjabúnaðinum. Næsta keppni til
íslandsmeistara verður á Egilsstöð-
um eftir hálfan mánuð. Eins og
staðan er í dag í sérútbúna flokkn-
um eiga sex ökumenn verulega
góða möguleika á titlinum.
.
r
r
Hi
Hí