Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SVALBARÐADEILAN Yfirmaður norsku strandgæslunnar Skipin neit- uðu að hífa veiðarfær- in um borð TORSTEIN Myre, yfirmaður strandgæslunnar, segir að ís- lensku togararnir, undir forystu Blika, hafi tekið saman ráð sín til að ögra strandgæslunni. Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, segir að þetta breyti því ekki að viðbrögð strandgæslunn- ar hafi verið röng. Samkvæmt alþjóðareglum hefði átt að færa skipin til hafnar. Myre sagði að Bliki EA hefði verið í forsvari fyrir skipunum. „Við báðum þá að taka veiðarfær- in inn, en þeir neituðu," sagði hann. „Það voru samantekin ráð íslensku skipanna að ögra strand- gæslunni." Hann sagði að strandgæslan hefði getað fært skipin til hafnar í Noregi, en stjórnvöld hefðu gef- ið skipun um að klippa á togv- írana. Það hefði verið pólitísk ákvörðun, Strandgæslan væri bara verkfæri stjómvalda. Ef skipin hæfu veiðar að nýju væri það klárt mál að viðbrögð strandgæslunnar yrðu á sömu leið. Myre sagði að engin hætta hefði verið á ferðum þegar klippt var á vírana. Togari sem væri með trollið úti væri auðveld bráð fyrir strandgæsluna. Skipin hefðu ekki haft ráðrúm til að hífa trollið um borð, því strandgæslan hefði haft hraðar hendur við verkið. Stj órnarandstaðan Óháður að- ili úrskurði í málinu TALSMENN stjórnarandstöðu- flokkanna, Framsóknarflokks og Kvennalista, segja að reyna eigi að semja við Norðmenn um veiðar við Svalbarða. „Það er aldrei of seint að semja og slíkur samningur gæti til dæm- is falist í því að íslendingar og Norðmenn samþykki að óháður aðili úrskurði í málinu," sagði Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann sagði að íslendingar ættu að sjálfsögðu að mótmæla aðför Norðmanna að íslenskum skipum. „Ég átti von á aðgerðum, en bjóst við að Norðmenn myndu láta reyna á lögmæti veiðanna fyrir norskum eða alþjóðlegum dóm- stólum, en ekki láta nægja ap berja duglega á skipunum. Ég hef alltaf talið að það ætti að fara samningaleiðina, en Norðmenn hafa verið ófúsir til þess, líklega vegna þess að þeir vita að réttur þeirra er ekki eins sterkur og þeir hafa haldið fram,“ sagði Halldór. „Þessir atburðir undirstrika hversu mikilvægt það er að samið verði um veiðar á úthöfunum," sagði Kristín Einarsdóttir, þing- maður Kvennalistans. „Það er auðvitað mjög alvarlegt að koma skuli til þessara árekstra og ástæða til að harma það. Þetta er þó ekki mjög óvænt miðað við að Norðmenn telja sig í fullum rétti, þrátt fyrir efasemdir íslend- inga þar um. Þarna stendur orð gegn orði og árekstra því að vænta.“ Ekki náðist tal af Ólafi Ragnari Grímssyni formanni Alþýðu- bandalagsins í gær en hann gagn- rýndi aðgerðir Norðmanna í út- varpsfréttum í gær. - VI MENER ALVOR Kystvakta skjet varselskudd mot tröler j KystvaKte kuttet t gár vaierne tit fire trálere og av- j ke vernesonen rundt Svalbard. Alle trálerne var i tyrte varselskudd mot en temte tráler í den nors- i av islan^aWfcpdnnelse. Allsheijar- þorskastríð segja norsk FORSÍÐA norska dagblaðsins VG var í gær lögð undir aðgerð- ir norsku strandgæslunnar gagnvart íslensku togurunum við Svalbarða undir fyrirsögn- inni „Allsherjarþorskastríð við íslendinga". „íslendingar bálreiðir“ var yfirskrift fréttar um viðbrögð Islendinga og fyrirsögn fréttár af atburðum við Svalbarða var „AJlsheijarstríð um þorskinn". Önnur blöð í Noregi fóru varlegar í sakirnar, Dagbladet sagði „Okkur er alvara“ og leggur eina blaðsíðu undir mál- ið en fréttir af því náðu þó hvorki á forsíður þess né Aften- posten, sem lét sér stutta frétt af aðgerðum norsku strand- gæslunnar gegn fjórum íslensk- um togurum á blaðsíðu 3 nægja. Guðmundur Kjærnested Enginn vandi að veijast klippum GUÐMUNDUR Kjæmested, fyrrum skiphen-a hjá Landhelgisgæslunni, segir að framferði norsku herskipanna gagnvart íslenskum togurum við Svalbarða virðist sambærilegt við aðferðir íslenskra varðskipa í þorska- stríðunum. Þá hafi varðskipsmenn siglt með svipuðum hætti að togurum og herskipin við Svalbarða og verið sakaðir um að brjóta siglingareglur. Einnig segir Guðmundur að þótt það geti komið skipstjórum á óvart þegar herskip beita togvíraklippum í fyrsta skipti eigi skipstjórar góða möguleika á að veijast þannig að klippunum verði ekki komið við. „Á skuttogurum geta menn bakkað og híft inn. Þá vísar vírinn lóðrétt niður og þá er ekki hægt að klippa. En þetta kallar á að menn séu vakandi og viti að þessi hætta sé yfirvofandi,“ sagði Guð- mundur. 10 mínútur að sleppa Aðspurður sagði Guðmundur að til að framkvæma varnaraðgerðir af þessu tagi þyrfti skipstjóri um það bil 10 mínútur. „Menn sjá herskipið hálftíma áður en það kemur að og eiga þá að sjá strax hvort um herskip eða annað skip er að ræða. Sæmilega glöggur skipstjóri getur vel varist þessu nema ef hann býst alls ekki við þessu. Úr því að Norðmenn eru byrjaðir að klippa mega þeir alltaf búast við þessu og verða því að grípa til sinna ráða.“ Guðmundur sagði að sér virtist að aðferðir Norðmanna hefðu verið svipaðár aðferðum Landhelgis- gæslunnar í þorskastríðunum. „Þá var borið á okkur að við værum að brjóta alþjóðasiglingareglur en í öll þessi fjögur ár klipptum við á togvíra hjá á annað hundrað skipa og ég man ekki eftir að skip hafi strokist við togara nema einu sinni eða tvisvar. Ef að við förum um að tala um það núna að þetta sé stórhæítulegt, þá erum við búnir að stunda þennan leik í mörg ár; við fundum leikinn upp og þróuðum hann í hendurnar á Norðmönnum. Þeir komu hingað oft og við sýnd- um þeim þetta enda datt okkur ekki í hug að okkar skip ættu eftir að lenda í þessu hjá þeim.“ Skipstjóri Stakfells segir strandgæsluna hafa stofnað lífi sjómanna í hættu íslensku skipin halda sínu striki við veiðamar Norska strandgæslan fylgir íslensku togur- unum eftir eins og skugginn „VIÐ ERUM að leita að fiski á svæðinu til að hefja veiðar aftur. Það hefur ekkert komið fram sem bannar okkur að veiða hér og við ætlum allir sem einn að halda okkar striki,“ sagði Hallgrímur Hallgrímsson, skipstjóri á Stak- fellinu, í samtali við Morgunblaðið þegar skipið var statt suður af Svalbarða í gær. Hallgrímur sagði að það yrði bara að koma í ljós hvort Norð- menn -gripu til einhverra aðgerða gegn þeim á ný. „Við komum hingað til að fiska og að okkar mati hefur ekkert komið fram sem bannar okkur það. Við höfum tal- að okkur saman um það skipstjór- arnir hér að halda áfram veið- um,“ sagði Hallgrímur. Hann sagði að nú væru sjö ís- lenskir togarar á Svalbarðasvæð- inu og átta með Hágangi II. „Norska strandgæslan er allan tímann á eftir okkur. Eitt skip fylgir okkur og fjögur skip fylgja íslensku togurunum vestur frá og eitt fylgir Hópsnesinu sem er hér sunnar. Það er strandgæsluskip á mann, eins og maður segir.“ Vissum ekki hve langt þeir myndu ganga Hallgrímur sagði að strand- gæsluskipið Nornen hefði reynt að skera á trollvírana á Stakfell- inu sl. þriðjudag en ekki tekist það. „Þeir reyndu að klippa aftan úr okkur en misstu klippurnar við það. Þeir komu mjög nálægt skip- inu en þó var það ekkert í líkingu við aðfarir þeirra við Blika. Tog- vírinn skemmdist en það er búið að gera við hann. Við vorum með veiðarfærin í sjó þegar þeir reyndu þetta. Þetta var kannski það sem mátti búast við en við vissum þó ekki hve langt þeir myndu ganga. Við vitum það núna,“ sagði Hall- grímur. Hann sagði að annað strand- gæsluskip, Stálbás, hefði skotið einu púðurskoti að Má SH. „Við vorum þrír í hnapp þarna, Drang- ey og við vorum til sitthvorrar hliðar við Má þegar þeir skutu á okkur. Sjálfsagt hefur skotið verið ætlað Má því þeir héldu að hann væri að veiðum,“ sagði Hallgrím- ur. Hann sagði það enga spurningu í sínum huga að norska strand- gæslan hefði stofnað lífi og limum íslenskra sjómanna í hættu með framferði sínu. „Ég held að það sé ekkert annað að gera en að þrauka og vera harðir. Ég held að við séum ekki að leggja okkur í óþarfa hættu með því en við verðum að vega og meta það hver fyrir sig. Ég vil þó ekki trúa því að þetta gangi svo langt.“ Stakfell og hinir íslensku togar- arnir voru að færa sig vestur á bóginn þar sem vitað var um meiri veiði og strandgæsluskipin fylgdu þeim eftir eins og skugg- inn. Einnig er flogið reglulega yfir flotanum. Útgerðir stefna Norðmönnum ÚTGERÐARFÉLÖGIN Bliki á Dalvík og Skagfirðingur á Sauðárkróki hafa ákveðið að stefna norskum stjórnvöldum fyrir dómstóla i Noregi og krefjast skaðabóta fyrir tjón á veiðarfærum og afla vegna aðgerða norsku strandgæslunnar gegn togurum fyrirtækjanna við Svalbarða í fyrradag. Ottó Jakobsson, framkvæmda- stjóri Blika, sagði að málið yrði höfðað eins fljótt og mögulegt er með tilstilli LIÚ og liðsinni stjóm- valda og segir að útgerðarmenn meti viðbrögð forsætis- og utanrík- isráðherra og utanríkismálanefndar sem greinilegan stuðning við sín sjónarmið. Útgerðarmenn íslensku togar- anna við Svalbarða höfðu náið sam- ráð sín á milli í gær og sendu í gærmorgun forsætisráðherra, utan- ríkisráðherra og sjávarútvegsráð- herra sameiginlegt bréf þar sem þess var farið á leit við ríkisstjórn Islands að hún fjalli um málið og taki-afstöðu til þess hvernig bregð- ast skuli við síðustu atburðum. Aðspurður sagðist hann ekki vilja taka svo til orða að málshöfðun útgerðanna hefði verið ákveðin að undirlagi íslenskra stjómvalda en utanríkiráðuneytið hefði heitið stuðningi og fyrirgreiðslu sendiráðs Islands í Osló við undirbúning mála- ferlanna. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að skipstjórar íslensku skipanna við Svalbarða hafi búist við að ef Norðmenn sýndu viðbrögð við veiðum þeirra yrðu þau að færa skipin ti! hafnar, svo hægt væri að fá úr málinu skorið fyrir norskum stjórnvöldum. Þess í stað færu .Norðmenn fram með lögbrotum. Morgunblaðið/NTB TOGARINN Rauðinúpur ÞH var ásamt þremur öðrum skipum á -------------;— leið í Smuguna í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.