Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 35 Veðrið 17. júní ÞESSI grein lýsir veðri 17. júní frá stofn- un lýðveldisins, bæði á landinu í heild og í Reykjavík sérstaklega. Eins og allir vita er þjóðhátíðardagurinn haldinn á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem fæddist 17. júní 1811. Það vill svo til að veður- athuganir voru gerðar þann dag. Frá veður- farsdeild Veðurstof- unnar koma eftirfar- andi upplýsingar: Veðurstofan hefur undir höndum athug- anir frá 2 stöðum þenn- an dag, þ.e. frá Sveini lækni Sigurður Þór Guðjónsson hafi verið þegar engin úrkoma var mæld eða að sólarlaust hafi verið þegar engin sól mæld- ist. Og svo framvegis. Verður því yfirleitt hjá slíku sneytt, en aftur á móti frá því sagt hvenær sólin skein eða regnið féll í Reykjavík. Úrkoma á öllum veður- stöðvum er skráð kl. 9 að morgni og sýnir úrkomu er féll frá kl. 9 deginum á undan til jafnlegndar þess_ dags, sem skráður er. í þess- ari grein er því ætíð átt við úrkomu sem Pálssyni en hann var þennan dag á Hlíðarenda og mælingaflokki Von Scheel á Akureyri. Það virðist hafa verið sígilt 17. júní veður þennan dag: Akureyrí: Að morgni: Sunnanátt, hiti 11°C, úrkomulaust. Um miðjan dag: Sunnanátt, hiti 14,8°C, úrkomulaust. Að kvöldi: Logn, hiti 2,3°C. Vindur virðist hafa verið ca „kaldi“ framan af degi. Daginn eft- ir snerist vindur til NV og kólnaði með rigningu,snjókomu og „þoku“. Hlíðarendi: (engar hitamælingar): Að morgni: Hægur SV, þoka og úði. Um miðjan dag: Hægur S, þoka og úði. Að kvöldi: Hægur S, alskýjað og skúrir. Daginn eftir var stíf vestan- og síðan norðvestanátt, skúrir, en smám saman bjartara veður. Þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu Jóns voru veðurstöðvarnar orðnar 18, flestar úti við sjóinn. Og eftirfarandi veðurlýsing fyrir 17. júní 1911 er byggð á upplýsing- um frá veðurfarsdeild Veðurstof- unnar: Klukkan 8 að morgni eftir íslenskum miðtíma var 1022 mb hæð yfir Grænlandi og þaðan hæð- arhryggur yfir landið til Noregs, en smá lægð var við Svalbarða og önnur stærri, 995 mb, suðvestur af Írlandi á norðausturleið. Hæg norðan eða norðaustan átt var ríkj- andi á landinu. Yfirleitt var léttskýj- að allan daginn, en þó var hálfskýj- að eða skýjað sums staðar við sjó- inn á Norður- og Austurlandi og um kvöldið var einnig orðið skýjað eða alskýjað á Vestfjörðum og við Húnaflóa og í Vestmannaeyjakaup- stað. Sól var stöðugt á mælinum á Vífilsstöðum frá því klukkan 5.15 að morgni til klukkan 22 um kvöld- ið. Að deginum gætti hafgolu. Yfir hádaginn var 15 stiga hiti í Reykja- vík, Grímsstöðum, Gilsbakka í Borgarfirði og Blönduósi, annars 10-14 stig, en þó aðeins 6-7 á an- nesjum á Norður- og Austurlandi. Hámarkshiti var skráður 18,2 stig í Vestmannaeyjum.sem er grun- samlega hátt. Líklegri er hámarks- hitinn á Grímsstöðum, 16,1. Há- marksmælingar voru aðeins gerðar á örfáum stöðum. Um kvöldið var orðið kalt, hitinn víðast kringum 5 stig, en þó 11 í Vestmannaeyjum og þrjú í Grímsey. Nú verður veðri lýst á hveijum 17. júní frá stofnun lýðveldisins. Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því hvernig landsmenn upplifðu veðrið meðan hátíðahöldin stóðu í rauninni yfir, en þau hefjast að morgni þjóðhátíðardagsins og standa oft fram á næsta morgun. Þess vegna látum við okkur engu skipta veðrið aðfaranótt hins 17. nema í undantekningartilvikum. Töflurnar um veðrið í Reykjavík og Akureyri eru unnar eftir gögnum Veðurstofunnar, prentuðum sem óprentuðum. Þær eru oft æði sjálf- lýsandi og því eins gott að lesa þær vandlega. Það er til að mynda óþarfi að geta þess í téktan'úrrt!'að"þurrt mæld var að morgni 18. júní, ekki hins 17. Þegar 0,0 stendur í úr- komudálki merkir það að úrkoman hafí verið svo lítil að hún mældist ekki. Taflan tilgreinir lágmarkshit- ann hinn 18. júní, en á þessum árs- tíma er hann ‘ nánast alltaf hitinn um nóttina. Þegar getið er um næturfrost er einnig ætíð átt við aðfaranótt hins 18. Allir þekkja veðurskeytastöðv- arnar sem lesnar eru í útvarpsveð- urfregnum. En auk þeirra gera margar aðrar stöðvar athuganir án þess að senda skeyti. Nefnast þær veðurfarsstöðvar. Sumar þeirra koma hér við sögu. Frávik hita frá meðallagi eru ekki tekin úr „Veðráttunni“, mán- aðaryfirliti Veðurstofunnar, af því þar eru þau miðuð við hin ýmsu tímabil. Þess í stað var reiknaður meðalhiti 17. júní 1944-93 fyrir Reykjavík, Akureyri, Kirkjubæjar- klaustur og Hallormsstað og notað sem viðmiðun. Þá er Norðvestur- land nokkuð afskipt, en þess verður sérstaklega getið þegar hiti þar var tiltölulega afbrigðilegur. Meðalhiti þessara fjögurra stöðva 17. júní er 9,5 stig, en alls júnímánaðar sama tímabil 9,1. Þetta eru hlýir staðir og mun láta nærri að meðalhiti allra veðurstöðva á landinu sé 0,9 gráð- um lægri 17. júní. Þess skulu les- endur minnast. Síðdegishitinn á venjulegum 17. júní er þá 10-13 stig í betri sveitum, en 7-10 í kald- ari sveitum. Það er nú öll dýrðin. í eftirfarandi lýsingu eru dagarnir taldir fremur hlýir eða kaldir þegar frávikið frá meðallagi nær hálfu stigi, en hlýir og kaldir verða þeir á einu stigi, mjög hlýir og mjög kaldir þegar frávikið er plús eða mínus tveir (köldu dagamir eru færri). Þegar frávikið upp eða niður er orðið kringum þtjú stig verða tölurnar sjálfar nefndar. Þegar lýð- veldið var stofnað var hiti alls stað- ar, nema í Grímsey, mældur í mæla- skýlum, sem fest voru á húsveggi. Hámarkshiti í þeim var allt að heilli gráðu hærri að meðaltali, en í skýl- um sem standa á bersvæði, eins og nú tíðkast. Fyrsti sautjándinn með sérstæðum skýlum var 1947 í Reykjavík en 1950 á Akureyri. Alls staðar voru komin slík skýli árið 1964 og víðast hvar nokkmm árum fyrr. Það er og talið að úrkoma skili sér betur í úrkomumæla með vindhlíf, en án þeirra og voru þær komnar á mæla 17. júní í Reykja- vík og Akureyri árið 1950. Þetta eru lesendur beðnir að hafa í huga. Mesti hiti sem er tilgreindur á land- inu við hvert ár mun fara mjög nærri því að vera mesti hiti, sem raunverulega var mældur á veður- stöð þann daginn. Mörg árin er enginn vafi, einkanlega þegar hlýj- ast hefur orðið, en til þess að vera ætíð alveg viss yrði að fara yfir veðurskýrslur allra stöðva þennan dag öll árin. Það er óðs manns æði fyrir eina litla blaðagrein. Sá mesti hiti á landinu, sem hér er tilfærð- ur, er fundinn eftir daglegum há- markshita nokkurra stöðva, mesta hita sem var á veðurathugunartím- um á veðurkortum og, frá 1968, hámarkshitanum sem mældist hvern' dag á' skeýtástöðVúih, ’ loks er farið eftir tilgreindum mánaðar- hámarkshita allra veðurstöðva í „Veðráttunni", ef hann á einhverri stöð féll á 17. júní (sem er furðu oft) og var hærri, en sá hiti er fannst með fyrrgreindum aðferðum. Einstaka sinnum var litið í veð- urbækur fyrir líklegustu stöðvar þegar eitthvað mikið var að gerast. Sólarlýsingar eru eftir sólskinsmæl- ingum er gerðar hafa á nokkrum stöðum. Að öðru leyti eru veðurlýs- ingarnar eftir „Veðráttunni", veð- urkortum og nokkrum sérgögnum Veðurstofunnar. Greinarhöfundur þakkar Veðurstofunni ýmis konar aðstoð og fyrirgreiðslu. Rúmsins vegna er sjaldnast hægt að skýra ástæður veðurlagsins eftir hæðum og lægðum og öðrum orsakaþátt- um. Greinin er visast ekki villulaus og eni þá lesendur beðnir að virða það til betri vegar. Og nú skulum við hefja hálfrar aldar veðurferð okkar um föður- landið sautjánda júní. 1944. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn var mjög hlýr, hitinn rétt tæp 3 stig yfir meðallagi. Klukkan 9 að morgni eftir sumartíma var rakin sunnanátt með rigningu á Suður- og Vesturlandi, en fyrir norðan og austan var skýjað og þurrt. Hiti var 11 stig í Reykjavík og kringum 10 á Suður- og Vesturlandi og Vest- fjörðum, en á Akureyri voru 14 stig og 15 í Fagradal í Vopnafirði. Á Þingvöllum voru suðsuðaustan þrír, alskýjað og hiti 10 stig. Um hádegið snerist vindur meira til suðvesturs og hvessti nokkuð sums staðar á Norðurlandi. Klukkan 18 voru suðsuðvestan fjórir í Reykjavík og alskýjað og búið að vera rigning og 10 stiga hiti, á Akureyri sunnan fjórir og rúmlega hálfskýjað og 18 stiga hiti. Sólin á Akureyri skein öll einmitt um þetta leyti dagsins. Hitinn var 17 gráður í Skagafirði, 15 á Raufarhöfn og 16 á Grímsstöð- um. Á Þingvöllum voru suðsuðvest- an þrír, alskýjað og 10 stiga hiti. Um nóttina, meðan fólkið svaf í tjöldum sínum, rigndi þar og mæld- ist úrkoman 8 mm um morguninn, en á sautjándanum sjálfum mæld- ust 3 mm til kl 18. Það hélt síðan áfram að rigna um kvöldið og kl. 9 næsta morgun mældust 4 mm til viðbótar. Þannig var þá „frægasta rigning íslandssögunnar" í tölum. Mest fór hitinn á Þingvöllum í 12,0 stig. Þessu líkt var veðrið á Suður- og Vesturlandi, en sums staðar mældist miklu meiri úrkoma, t.d. 39,5 mm á Ljósafossi og 31,1 mm á Eyrarbakka. Fyrir norðan og austan var þurrt allan daginn og hlýtt en skýjað. Hitinn á Hallorms- stað komst í 20,7 stig og var það mesti hiti á landinu,en víða á Norð- austur- og Austurlandi fór hiti yfir 20 stig. Það var enn 18 stiga hiti á Akureyri um kvöldið og bjart yfir og 14 á Dalatanga í suðvestanátt- inni, en alskýjað og 11 stig í höfuð- staðnum. Á miðnætti var svipað veður, en hitinn fallinn í 8 stig í Reykjavík og 13 á Akureyri. Meðal- vindhraði í Reykjavík var 14,9 hnút- ar. Daginn eftir voru víða hátíða- höld og var þá gengin íjölmennasta skrúðganga sem fram hafði farið í Reykjavík. Þá var suðvestanátt, bjart á austanverðu landinu og hit- inn þar í kringum 15 stig, en syðra voru smáskúrir og í höfuðborginni var hitinn mestur 12,3 stig og sól í 2 klst. fyrir hádegi. 1945. Kalt. Rigning mjög víða í austanátt og sumst staðar rigndi mjög mikið. Þannig mældist 17. júnímet á Hallormsstað, 14 mm. í Reykjavík var hæg vestanátt og rigning frameftir, en síðdegis létti til með hægri norðvestanátt og um kvöldið var sól. Hiti var jafn um allt land og fór hæst í kringum 13 gráður. 1946. Hæg austanátt og úr- komulítið nema austantil. Hiti var í rúmu meðallagi en hlýjast á Suð- I vesturlandi. í Reykjavtk var' skýjað og smáskúrir í austan golu eða kalda og hiti mestur 14 stig. 1947. Nokkuð stíf austanátt. Það mátti heita alskýjað um allt land og á Austfjörðum og Suðaustur- landi rigndi sums staðar og mikið á stöku stað. Fremur kalt var í veðri, en hiti mjög jafn alls staðar og fór hæst í kringum 13 stig. í Reykjavík var austan gola eða kaldi, þurrt fyrir hádegi, en síðan dálítil rigning. 1948. Hæg norðlæg átt. Mjög kalt var í veðri nema á Suðvestur- landi, en víðast úrkomulítið. Það var léttskýjað víða, en þó dálítið skýjað á Norðaustur-, Austur- og Suðausturlandi. Á hádegi var 14 stiga hiti á Þingvöllum. 1949. Nú var hins vegar suðaust- an strekkingur og rigning í borg- inni, en rok í Vestmannaeyjum. Það rigndi raunar um allt land og sums staðar á Suður- og Vesturlandi var úrhelli, til dæmis 52,4 mm á Kirkju- bæjarklaustri, sem er það lang- mesta sem þar hefur mælst á þjóð- hátíðardaginn. Hiti var í rúmu með- allagi, þó aðeins 9-10 stig síðdegis suðvestanlands, en hlýrra var fyrir norðan og austan, til dæmis 16 stig í Möðrudal. 1950. Hæð var yfir landinu og víða mikið góðviðri inn til landsins, þurrt, hlýtt og bjart. Mældist þann- ig mesti 17. júní hitinn á Suður- landi: 22,0 á Hæli, 20,5 á Kirkju- bæjarklaustri og 20,0 á Þingvöllum. í innsveitum á Vesturlandi var einn- ig mjög hlýtt: 21,0 stig í Síðumúla, 20,0 á Hamraendum í Dölum og 18,5 í Stykkishólmi. Allt eru þetta lýðveldismet. Á Vestfjörðum var einnig óvenjulega hlýtt, 16,4 stig í Bolungarvík og sólarhringshitinn meira en 4 stig yfir meðallagi. I höfuðborginni var hægur norðvest- an vindur og glaðnaði til nokkru fyrir hádegi, var talsvert sólskin um miðjan dag, síðdegis meira skýj- að, en glaðnaði svo aftur vel til um kvöldið. Hitinn náði sér þó aldrei þar á strik. Á miðnætti var komin þoka í borginni og aðeins 7 stiga hiti, en á Bolungarvík var enn létt- skýjað og 12 stig. 1951. Hæg norðaustanátt en léttskýjað nema á Suðausturlandi og við ströndina á Norður- og Aust- urlandi, þar sem var dálítil úrkoma. Kalt í veðri víðast hvar og sums staðar dálítið næturfrost. Norðvest- an gola var í Reykjavík og þar var hlýtt. Á Suður- og Vesturlandi var reyndar enn hlýrra, víða 15-17 gráður um miðjan dag og fór í 19 gráður á rafstöðinni í Andakíl. 1952. Þessi júní er sá kaldasti sem komið hefur fyrir norðan í sögu c“ lýðveldisins. Vikum saman var stöð- ug norðanátt með dimmviðri þar og jafnvel frosti og snjókomu. Þessi dagur var einnig mjög kaldur, en þó brá svo við að bjart var í inn- sveitum fyrir norðan og á Vestfjörð- um og auðvitað á öllu Suður- og Vesturlandi, en alskýjað og dálítil snjóél á Norðausturiandi og við norður- og austurströndina. Það var mjög kalt nyrðra, 0-2 gráður um hádaginn á annesjum og á Hólsfjöll- um og 4-7 þar sem sólin skein til dala. Á Vestfjörðum voru 7-8 stig um miðjan daginn. Sólinni í Reykja- vik fylgdi norðankaldi. Á Suður- landi komst hitinn víða í kringum 13 stig og jafnvel í 15 á Klaustri og Sámsstöðum í Fljótshlíð. Um nóttina var sums staðar frost fyrir norðan. 1953. Hæg suðaustlæg átt og hlýtt, víða 15-17 gráður inn til landsins um hádaginn. Sól var tals- verð, bæði nyrðra og syðra. í Reykjavík létti til yfir miðjan daginn en þykknaði aftur upp með kvöld- inu. 1954. Suðaustanátt og ofsaveður í Vestmannaeyjum. Það rigndi á sunnanverðu landinu og þar var lít- il sól, en sólarglenna var fyrir norð- an. Það var hlýtt, víða yfir 15 stig í sveitum og jafnvel í Grímsey komst hitinn í 15 stig, en 18 voru. á Akureyri. Það var suðaustan strekkingur í höfuðborginni og sást til sólar annað slagið yfir miðjan daginn. 1955. Þetta var alræmt rigninga- og sólarleysisumar syðra. Fyrir norðan var hins vegar afbragðstíð. Og 17. júní var einnig þetta veður- lag. Hann hékk þó þurr í Reykjavík í suðaustan golu til kvölds, en um nóttina var hellirigning eins og ann- ars staðar á Suður-og Vesturlandi. Það var hlýtt á landinu og var hit- inn nyrða og eystra svona 15-16 stig á bestu bæjum. Þar var líka talsvert eða mikið sólfar og þurrt. Bjart var einnig síðdegis í Skafta- fellssýslum. 1956. Hæg sunnanátt með rign- ingu sunnanlands og vestra, en nyrðra var sólarglæta og talsvert sólskin á Austurlandi. Það var frem- ur hlýtt og við Mývatn komst hitinn ^ í 17 stig. 1957. Hæð yfir landinu og víðast hvar alveg þurri. Það var glatt sól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.