Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 15 NEYTENDUR/TILBOÐ HELGARTILBOÐIN HAGKAUP 200 g Maarud Kickoff...149 kr. Goða lambalæri......489 kr. kg Goðalambahr............479 kr. kg sagaður lambaframp..399 kr. kg EMMESS daim skafís....229 kr. 1 250 gjarðarber.............159 kr. grænogblávínber.....199 kr. kg Hagkaups appelsín 21..89 kr. 1 BÓNUS Goða kryddl.læri....662 kr. kg SÖ nautastrimlar..1.099 kr. kg 19441asagne................199 kr. MSformbrauð.................89 kr. plómur.................109 kr. kg ferskjur...............157 kr. kg 500 gjarðarber.............187 kr. 200 g Nóaijómasúkkul...149 kr. þjóðhátíðarfánar......69 kr. stk. 3 þjóðhátíðarlúðrar........179 kr. BónusCola...........2 1 87 kr. FJARÐARKAUP 250g:jarðarber.............148 kr. vatnsmelónur............65 kr. kg lambalundir............975 kr. kg Bayonneskinka..........749 kr. kg svínahamb.hryggur...889 kr. kg reyktur svínabógur..665 kr. kg Mjúkís 11..................198 kr. samlokukex 300 g 89 kr. Liberobleiur ....795 kr. F&A 48 Kók dósir 0,33 Its ..1140 kr. danskar smák. 500 g dós. ....251 kr. matarstell fyrir fjóra ..1680 kr. handklæðasett 5 stk..1052 kr. myndaalbúm...........249 kr. GARÐAKAUP ísl. tómatar.........98 kr. kg nautainndanlæri......999 kr. kg Royal Oak grillkol ...4,5 kg 339 kr. Toropasta m/parmasósu........105 kr. Toroðasta m/Napolí.....113 kr. 500 ml Súperuppþvottal........67 kr. Golden Valley popp............89 kr. 10-11 BÚÐIRNAR lambalærissn.krydd...898 kr. kg Brautwurstpylsur..T78 kr. 6 stk. vínarp. 5 stk.m/brauði.498 kr. Góuhraunbitar................138 kr. 21Pepsimax....................98 kr. Kim’s Mexik. flögur..189 kr. pk. Samsöluheilhveitibr...........89 kr. handklæðasett 5 stk...1052 kr. myndaalbúm...................249 kr. NÓATÚN Tauðvínslæri.........699 kr. kg nautalundir.........1799 kr. kg nauta prime-ribs.....1198 kr. kg nautaT-bein.........1198 kr. kg óhreinsuð svið.......149 kr. kg 500grækjur...................279 kr. 150 gElkremkex................49 kr. vatnsmelónur.........65 kr.kg SS selur rauðar pylsur SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur nú hafíð fram- leiðslu og sölu á rauðum vínárpyls- um og eru notuð náttúruleg litarefni til þess að fram- kalla rauða litinn. í fréttatilkynningu segir að rauðar pylsur hafí notið vin- sælda hér áður og mörgum fannst þær rauðu væru mun betri þrátt fyr- ir sömu uppskrift. Framleiðslu rauðra pylsa var hætt hjá SS 1980 því bann var lagt við litarefni, sem var notað. Tvær þættir ráða því að SS getur nú sett rauðar vínarpylsur á markað að nýju. SS hefur í samvinnu við erlendan aðila náð að þróa framleiðslu á rauðum vínarpylsum fyrir íslenskan markað. SS pylsumar innihalda nú náttúruleg litarefni, sem eru m.a. unnin úr ávöxtum og grænmeti. í öðru lagi er ísland að aðlaga reglugerðir sínar að reglugerðum Evrópubandalagsins þar sem ísland er nú aðili að EES. Þau náttúrulegu litarefni, sem notuð eru til framleiðslu á SS rauðum vín- arpylsum, eru nú leyfð á íslandi. Lambakjöts- dagar í Hagkaup LAMBAKJÖTSDAGAR hófust í verslunum Hagkaups í gær og standa til 22. júní. Kjötið er úr gæðaflokki Dla úr haustslátrun 1993. Sem dæmi um . verð má nefna að lambalæri verða J seld á 489 kr. kg., lajnbahryggir á . 479 kr. kg., og grillsagaðir lamba- frampartar á 339 kr. kg. Konfektkassi . 1 á 50 krónur í TILEFNI af 50 ára afmæli lýðveldisins hefur Nói-Sír- íus framleitt sérstaka kon- fektkassa, sem seldir verða á 50 krónur stykkið. Kassinn, sem vegur 45 grömm, ber mynd af Þingvöllum ásamt lýð- veldisfánanum. Einungis verða fram- leidd 1994 eintök af kassanum og eru þau öll númeruð. Bílaleigur í Bretlandi hafa lækkað verðið London- Morgunblaðið. BRETLAND var lengi meðal dýrari landa hvað varðar bíla- leigur en nú hefur hörð sam- keppni lækkað verðið talsvert. Stærstu fyrirtækin, Avis og Hertz, hafa þurft að lækka taxta sína eftir að bandarísk fyrirtæki eins og t.a.m. Alamo og Dollar komu inn á markaðinn. Eru margskonar tilboð í boði. Sér- staklega vinsæl meðal Breta eru svokallaðir „fly-drive deals“ þar sem flugfélög gera samning við bílaleigur og hægt er að kaupa flugmiða með bílaleigubíl inni- földum í verðinu. Alamo er sérstaklega hag- stætt vegna þess að verðið er það sama um landið allt. Hjá flestum öðrum leigum er mun dýrara að leigja í stórborgum en í smábæjum og enn óhagstæðara að taka bíl á flugvöllum þar sem er sértakur flugvallarskattur. Einnig getur verið mjög dýrt að skila bifreiðum annars staðar en þar sem maður leigði þær. At- huga skal vel hvað er innifalið í verðinu - sumar tegundir af tryggingum, einkum „collision damage waver“ og þjófnaðar- trygging, geta verið auka. Ferðamönnum er ráðlagt að panta bifreið með fyrirvara frek- ar en á staðnum. Það getur munað miklu í verði. Þeir sem virkilega vilja spara geta beðið þangað til að komið er á hótelið og síðan hringt sjálfir í nokkrar af minni leigunum sem finnast undir „car hire“ í gulu síma- skránni, Yellow Pages. Bannað að aka á bíla- leigubílum til A-Evrópu Lúxemborg-Morgunblaðið. VIÐ Findel-flugvöll 1 Lúxemborg hafa nokkrar af þeim bílaleigum sem starfræktar eru aðsetur sitt. Eru það Avis, Budget, Europcar Inter-rent, Euro-Dollar (sem er reyndar ekki alltaf opin) Hertz og Thrifty. Að sögn Bergdísar Kristinsdótt- ur, sem starfar hjá Hertz í Lúxem- borg er algengast að fólk frá þrít- ugu og upp úr taki bílaleigubíl, meðaldagafjöldi eru 7-10 dagar og meðal km fjöldi 2-2500 km. Einnig sagði Bergdís að vart hefði orðið við stöðugan samdrátt frá árinu 1992, þó hefur það sem af er júní- mánuði lofað góðu. Flugleiðir eru með sérsamning við Hertz-bílaleigu, en Visa ísland skiptir við Budget. Alla jafna hafa bílaleigurnar ekki afskipti af því hvert fólk ætlar að keyra á bílunum. Þó er ekki vel séð að farið sé til Ítalíu, vegna hárrar þjófnaðartíðni þar og blátt bann er lagt við ferðalögum til austantjalds landanna fyrrverandi, af sömu ástæðu. Vilji fólk engu að síður fara „austur fyrir tjald“ fást engar tryggingar og fólk fer alfarið á eig- in ábyrgð. Til að koma til móts við óskir fólks, er vill fara til A-Evr- ópu, er hægt að fá að geyma bíla- leigubílinn hjá því útibúi viðkom- andi bílaleigu er næst er landamær- um þess lands er fólk hyggst heim- sækja. Fara síðan ferða sinna t.d. með lest, innan viðkomandi lands og sækja síðan bílaleigubílinn er þaðan er komið. Með þessu reyna bílaleigurnar að standa vörð um eigin hagsmuni, þar eð tíðni bílþjófnaða er mjög há í fyrrum austantjaldslöndum. Mikill verð- munur milli borga Berlín-Morgunblaðið. KÖNNUNIN er gerð í Berlín en töluverður munur er milli borga og útibúa sömu bílaleigunnar. Miðað er við fólksbifreið í B og C verð- flokki, í 7 daga, tryggingar og ótak- markaðan kílómetrafjölda. Sem stendur er Hertz með mun hagstæðara verðtilboð á þessum skilmálum en Avls. Tilboð Hertz gildir til áramóta en í því felst einn- ig afsláttur af gistingu í sumar á Holiday Inn hótelunum. Verðið er miðað við að bifreið sé skilað í sömu borg. Óheimilt er að skila bílnum í öðru landi, þá er ekki lengur hag- kvæmt að taka bíl á leigu hjá Hertz en það kostar í B verðflokki um 72.810 kr. og í C verðflokki um 98.500 kr. auk kílómetragjalds. Það eina sem tilboð Avis hefur fram yfir tilboð Hertz er að leyfi- legt er að skila á hvaða söluskrif- stofu sem er, innanlands sem utan en það kostar aukalega í samræmi við kílómetrafjölda frá staðnum þar sem bíllinn er tekinn á leigu. Hjá Avis í Berlín er leiga á bílum allmismunandi eftir útibúum. Ódýr- ast er hjá Avis í úthverfum borgar- innar en dýrast í miðbænum og við flugvellina. Mestur er verðmunur- inn milli útibúa um 25.000 kr. á bílum í C flokki. Það er skilyrði hjá Hertz og Avis hér að ökuskírteini hafí verið í gildi síðustu 12 mánuði, hjá Hertz skulu bílstjórar hafa náð 25 ára aldri en 21 árs hjá Avis. Ekki er lepgur leyfilegt sam- kvæmt samningum Hertz og Avis að ferðast á bílum þeirra til A- Evrópulanda því undanfarin ár hef- ur miklum fjölda bifreiða þar verið stolið. Landamæraverðir hafa heim- ild til að banna ökumönnum á bílum merktum Hertz og Avis að fara yfir landamærin. Ef ökumenn óhlýðnast geta þeir átt yfir höfði sér gæsluvarðhald og að landa- mæralögregla taki bílinn. Tjaldvagnar - 11 tegurtdir. 2ja — 8 manna. Verð .tf.áifa. 227,90Q- TEN CATE tjalddúkur af bestu og þykkustu gerö (330 gr.) Þýsk fjöðrun og undirvagn. Feröasalerni (20 I) aöeins kr. 11.900. Sendum bæklinga pÁ'j/ Hsbdb r' r ímm\ Svninaarsalir: um land allt. Kj| , fjg^ \ Reykjavik: Lágmúli 9 Rvfk Sími 91-625013. • Akureyri: Bílasala Akureyrar v/Hvannavelli Umboösaöili Egilsstööum: Bilasalan Ásinn. EVRÓPSKA INNKAUPAFÉLAGIÐ EVRÓ HF. VERÐLAUNAGETRAUN Maisto sextugur Elfa Hrund Hannesdóttir, 11 ára, tekur við nýju „TREK“- „ fjallahjóli. Elfa Hrund hefur ekki áður eignast reiðhjól og var að vonum ánœgð með glaðninginn. í tilefni sextugsafhiælis Andrésar Andar var á dögun- uni staðið fyrir afmælisgetraun meðal áskrifenda Andrésar Andar á Islandi. Nú hafa nöfn sextán hepp- inna áskrifenda verið dregin úr hundruðum réttra lausna og þeini aflientir glæsilegir vimúngar; þrjú „TREK“-reiðhjól frá Erninum, þrír ,4NNO-HIT“- geislaspilarar frá Radíóbæ og thi þriggja niánaða áskriftir að Andrési Ond frá Vöku-HelgafelH. ÞEIR SEM HLUTU „TREK“-REIÐHJÓL FRÁ ERNINUM: Auðbjörg Gunnarsdóttir, Skólavegi 82a, Fáskrúðsfirði, Bergsveinn Magnússon, Spóarima 10, Selfossi, Elfa Hrund Hannesdóttir, Hverfisgötu 1Q2, Reykjavík. ÞEIR SEM HLUTU „INNO-HIT“- FERÐAGEISLASPILARA FRÁ RAÐÍÓBÆ: Baldur Már Stefánsson, Eiðum, Ingunn Huld Sævarsdóttir, Grenibyggð 7, Mosfellsbæ, Sigurður Gísli Sigurbjörnsson, Lundum 2, Borgarnesi. ÞEIR SEM HLUTU ÁSKRIFT AÐ ANDRÉSI ÖND FRÁ VÖKU-HELGAFELLI Anna M. Ólafsdóttir, Einliolti 14a, Akureyri, Árdís Inga Ilöskuldsdóttir, Ilöfða, Raufarhöfn, Birna Hrönn Björnsdóttir, Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík, Eygló Iléðinsdóttir, Klukkurima 89, Reykjavík, Guðbjörg G. Guðmundsdóttir, Krókamýri 10, Garðabæ, Jóhanna Kjartansdóttir, Bjarmalandi, Garði, Jón Einar Jónsson, Nesbakka 16, Neskaupsstað, Kristján Þ. Matthíasson, Grundarási 5, Reykjavík, Margrét J. Margeirsdóttir, Stapaseli 7, Reykjavík, - Olaiur.H. Hilmisson, Eyrarlandsvegi 14, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.