Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994 25 LISTIR Margir búningar eru til sýnis frá Þjóðminjasafni íslands í Aðalstræti 6. heimildarmynd um Jón; Maður og foringi. Margir búningar eru á sýning- unni, aðallega einkennisbúningar og íslenskir kvenbúningar. Lilja sagði að sníða hefði þurft sérstak- ar gínur fyrir gömlu búningana enda nútímagínur of stórar. Bún- ingarnir eru mjög athyglisverðir. Einn þeirra er t.d. fornmannabún- ingur sem Jóhannes úr Kötlum lét sauma fyrir sig fyrir Alþingishátíð- ina árið 1930. Fullveldisfán- inn og fyrsta stj ór nar skráin LEIÐIN til lýðveldis er yfirskrift sýningar sem opnuð var í Aðal- stræti 6 nú um mánaðamótin. Sýn- ingin er samstarfsverkefni Þjóð- minjasafns íslands og Þjóðskjala- safns íslands, og er á henni stiklað á stóru í stjórnmálasögu. íslands frá 1830 til 1944. Á sýningunni má sjá ýmsa hluti sem ekki hafa verið sýndir almenningi áður, má þar nefna fyrstu stjórnarskrána sem Þjóðskjalasafnið er með í láni frá Danska ríkisskjalasafninu, og ljósmyndir í lit frá þjóðhátíð á Þing- völlum 1944 teknar af Sigurði Tómassyni. Á sýningunni er m.a. fjallað um endurreisn Alþingis, Þjóðhátíðina árið 1874, Heimatjórnartímabilið, Alþingishátíð árið 1930, hernáms- árin, og síðast en ekki síst Lýðveld- ishátíðina á Þingvöllum árið 1944. Auk þess er á sýningunni sérstök kynning á Bessastöðum og á kaffi- stofunni er sýning á gömlum myndum og munum sem tengjast kaffi og brauði. Fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn Að sögn Lilju Árnadóttur hjá Þjóðminjasafninu var það mikil vinna að setja upp sýninguna. Á henni eru skjöl, munir, myndir og búningar, og hefur almenningur ekki haft tækifæri áður til að skoða mikið af þeim skjölum sem eru til sýnis. Einnig eru á sýningunni hlutir sem Þjóðminjasafninu hefur áskotnast nýlega. Má þar nefna stóla sem tilheyrðu Lærða skólan- um í kringum 1850 og er talið lík- legt að notaðir hafi verið á Þjóð- fundinum árið 1851. Á sýningunni má jafnframt sjá Fullveldisfánann sem var dreginn að húni við Stjórn- arráðið 1. desember árið 1918 og endurgerða skifstofu Jóns Sigurðs- sonar sem notuð var í nýgerðri Morgunblaðið/Kristinn STOFA Jóns Signrðssonar er á sýningunni Leiðin til lýðveldis. „Þrælakór Vegamála- stjórans“ í heimsókn á Islandi ÞANN 17. júní kl. 18. kemur „Þrælakór Vegamálastjórans", kór frá Norður-Þrændalögum fram á tónleikum í Norræna húsinu. Ennfremur syngja þau á Ingólfstorgi kl. 16 sama dag við hátíðarhöld Reykjavíkur- borgar. „Þrælakór Vegamálastjór- ans“ var stofnaður árið 1988 af 23 söngvurum og hljóm- sveit. Tilgangurinn var að koma fram á einni skemmtun, en þetta gekk svo vel að nú sex og hálfu ári síðar, eru í kórnum um 40 manns og eru kórfélagar allt frá vegamálastjóra til iðn- nema. í hópnum eru gítar- og harmonikkuleikarar, auk fiðlu- leikara, textahöfundar, út- setjara, stjórnanda og að- stoðarstjórnanda. Þau flytja lög sem „rallarar" eða farand- verkamenn í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi sungu og spiluðu fyrr á tímum. Kórinn hefur komið fram við ýmis ts^kifæri, bæði innan vegagerðarinnar og utan. Ennfremur hefur kórinn gefið út hljóðsnældu í samvinnu við Vegaminjasafn Noregs með gömlum söngvum vegavinnu- manna. Aðgangseyrir að tónleikun- um er enginn. v^iröur í 4 karla og kvenna. 12 ára og yngri, fæddir 1982 og síðar 13-14 ára, fæddir 1980-1981 15-16 ára.fæddir 1978-1979 \ 17 ára og eldri, fæddir / 1977 og fyrr. / vítaskotum og 3ja stiga skotum. auk áskorunarkeppni þar sem hægt verður að skora á v landsliðsmenn. götu körfu bolti laugardaginn 18. Júní í Laugardal haldin í tilefni 50 ára afmælis ÍBR Skráning fer fram á skrifstofu KKI á skrifstofutíma, til kl. 20:00 fimmtudaginn 16. júní og frá kl. 9:00 - 12:00 laugardaginn 18.júní. Takið þátt í spennandi keppni 2 PEPSI MAX^ 1944- 1994 LVÐVELDISHÁTÍÐ í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.