Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 39 MINNINGAR HALLDORA TRYGGVADÓTTIR + Halldóra Ágústa Tryggvadóttir var fædd 15. janúar 1906 að Hauksstöð- um í Vopnafirði. Hún var dóttir Tryggva Helgason- ar bónda þar, síðar sauðamanns í Hólsseli á Fjöllum, og Kristrúnar Sig- valdadóttur frá Skoruvík á Langa- nesi. Systkini Hall- dóru voru: Helgi bókbindari og bókasafnari, kvæntur Ingi- gerði Einarsdóttur prófasts á Hofi í Vopnafírði; Sigvaldi sem lést á 8. ári; Guðrún, gift Gesti Jónssyni bónda í Hróarsholti í Villingaholtshreppi; Ólafur bókbindari, kvæntur Sigríði Sigurgeirsdóttur frá Hóli í Kelduhverfi; og Klara, gift ísak Sigurgeirssyni bróður Sigríðar. Hinn 5. desember 1942 giftist Halldóra Eyvindi Jónssyni frá Hjalla í Reylgad- al. Þau hófu búskap á Akur- eyri en fíuttu síðan til Reykja- víkur þar sem Eyvindur hóf störf þjá Búnaðarfélagi íslands og tók síðar við rekstri Bú- reikningaskrifstofu landbún- aðarins. Eyvindur lést árið 1969. Börn Halldóru og Ey- vindar eru Tryggvi kerfisfræð- ingur, f. 5. 12. 1943 og Guðrún skrifstofustjóri, f. 11. 12. 1946. Tryggvi er kvæntur Jóhönnu Björnsdóttur og búa þau í Garðabæ. Þau eiga þtjú börn: Halldóru, Eyvind og Odd Björn og tvö bamaböm. Guðrún er gift Hjálmari Hjálmarssyni vél- stjóra og búa þau í Garði í Gerðum. Þau eiga þijár dætur, Helgu, Herborgu og Dóra Sig- rúnu. Halldóra lést á Landspít- alanum 7. júní sl. Hún verður jarðsett frá Fossvogskirkju í dag. ÉG VISSI af Dóru frænku allt frá því að ég man fyrst eftir mér. Hún var frænkan sem sendi jólapakkana sem á sinn hátt innleiddu sérhver jól á Undirvegg og framkölluðu ískrandi spenning og gleði hjá smá- fólkinu. Síðar kom hún í heimsókn ásamt Eyvindi og Lillu jafnöldru minni flest þau sjö sumur sem Tryggvi dvaldist hjá okkur í sveit- inni. Tryggvi og Lilla urðu vinir mínir fyrir lífstíð og það kom ein- hvem veginn af sjálfu sér að ég varð heimagangur hjá Dóm fyrst eftir að ég flutti til Reykjavíkur á 7. áratugnum. Þó kynntist ég henni sjálfri ekki svo náið fyrr en sein- ustu tvo áratugina og þróaðist þá með okkur djúp vinátta og væntumþykja. Minningamar safnast að. Minn- ingar um notalegar rabbstundir yfir rjúkandi ekta súkkulaði og heimsins bestu kökum, eða jafnvel sherry-staupi ef svo bar við. Minn- ingar um frásagnir af atburðum frá löngu lífshlaupi, um augu sem skutu gneistum þegar sagt var frá því misrétti sem vinnuhjú vom beitt til sveita fyrr á öldinni eða hjá „fína“ fólkinu í Reykjavík. Minning um hlýju og léttan roða í vöngum þegar talið barst að barnabörnun- um eða hamingjuárunum með Ey- vindi. Stöku minning um verðskuld- aða ádrepu fyrir vanrækslusyndir undirritaðrar. Ofar öðmm minning- um stendur myndin af fíngerðri, skapríkri en þó hógværri og lí- tillátri skírleikskonu sem hataði allan yfirdrepsskap. Hún var óvenjulega örlát og lifði fyrir það að gleðja aðra. Hún mátti ekkert aumt sjá og tók alltaf upp hansk- ann fyrir þá sem minna máttu sín. í ungdæmi sínu let hún sig dreyma um að læra, einkum tungumál, en skorti til þess tæki- færi. En svo tónelsk var hún að hún lærði á orgel af sjálfri sér og gat spilað gáska- fulla valsa af fingrum fram þar til öxlin gaf sig endanlega og fing- urnir tóku að stirðna. Dóra átti um margt erfíða æsku og mótuð- ust lífviðhorf hennar og skaphöfn af þeirri reynslu sem hún hlaut þá. Hún var af þeirri kynslóð íslendinga sem ólst upp við þá hugmyndafræði að „á misjöfnu þrífist börnin best“ og hún fékk að bergja ríkulega á beiskum miði þeirrar stéttaskiptingar sem hér ríkti á fyrstu áratugum aldarinnar og Tryggvi Emilsson hefur lýst svo eftirminnilega í bókum sínum. Árið 1910 urðu aðstæður til þess að Tryggvi og Kristrún foreldrar Dóru neyddust til að leysa upp heimili sitt að Hólum í Hauksstaða- landi sem varð til þess að fjölskyld- an tvístraðist. Þá upphófst tímabil þar sem skiptust á skin og skúrir. Dóra, sem þá var á 5. ári, var afar óheppin með sína fyrstu vist. Hún fór til vandalausra hjóna sem reyndust henni ekki sem skyldi og var hún tekin frá þeim eftir þijú ár sökum harðræðis og vanrækslu. Þar var hún m.a. látin smala og vaka yfir vellinum klæðlítil, ber- fætt og blóðrisa og þurfti að sæta hörðum refsingum af minnsta til- efni. Næstu árin er bjartara yfir og er hún á nokkrum bæjum í Vopnafírði, hjá fólki sem reyndist henni vel, fyrst á Ljótsstöðum hjá foreldum Gunnars Gunnarssonar skálds, þar sem móðir hennar og yngri systir dvöldust, síðan Búa- stöðum og Krossavík í sömu sveit þar sem Guðrún systir hennar var vinnukona. Það er svo 1916 að Karl Sig- valdason móðurbróðir Dóru kaupir jörðina Syðri-Vík í Vopnafírði og tekur til sín systur sína og öll börn- in hennar. í hönd fóru fyö ham- ingjuár þrátt fyrir mikla fátækt og minntust systkinin jafnan dvalar- innar í Syðri-Vík með stjörnur í augum. En Adam var ekki lengi í paradís. Það var ásetningur Karls að skapa fjölskyldunni heimili til frambúðar, en forlögin tóku í taum- ana og 1918 seldi hann jörðina og fluttist til Danmerkur þar sem hann bjó æ síðan. Þar með tvístraðist hópurinn aftur og vinnumennskan tók við. Halldóra fer þá í vist á Grímsstöðum á Fjöllum og þarf að standa sig sem fulltíða vinnukona 12-13 ára gömul. Meðal daglegra verkefna í tvö sumur var að mjólka 75 ær með annarri vinnukonu og mun Halldóra ekki hafa látið sitt eftir líggja við það verk fremur en önnur sem hún tók sér fyrir hend- ur. Þar gekk hún í farskóla og tók fullnaðarpróf með góðum árangri. En heimþráin var sterk og söknuð- urinn sár eftir árin í Syðri-Vík. Enda lá leiðin fljótlega aftur til Vopnafjarðar, nú í Burstafell þar sem Halldóra fermdist og var þar í vinnumennsku fram um tvítugs- aldur. Tvítug að aldri ræður Dóra sig í vist á Akureyri á miklu myndar- heimili og hugði gott til glóðarinnar að mennta sig um leið til munns og handa. Hafði hún m.a. útvegað sér tilsögn í dönsku í frítíma sínum. Fljótlega eftir að hún hóf störf á heimilinu fór harðræði bemsku- og unglingsáranna að segja til sín og fékk hún svo svæsna liðagikt að hún lá rúmföst í níu vikur og mátti ekkert vinna í heilt ár á eftir. Eft- ir hvíldartíma í Vopnafirðinum fór hún til Reykjavíkur og vann þar fyrir sér næstu tíu árin eða svo sem þjónustustúlka hjá ýmsum góð- borgurum bæjarins. Þaðan lá leiðin til Akureyrar, í vinnu í verksmiðj- unni Gefjun. Á Akureyri beið gæfan hennar, ungur og myndarlegur maður, ný- kominn frá námi í dönskum búnað- arháskóla. Skömmu fyrir andlátið sagði hún mér frá því geislandi glöð að Maggi og Gunna, bestu vinir þeirra Eyvindar, hefðu komið frá Ákureyri og heimsótt sig á spítalann og m.a. rifjað upp þegar hún hitti mannsefnið sitt í fyrsta sinn á heimili þeirra. Eyvindur var hvers manns hugljúfí, enda allt í senn vandaður maður, vel greindur og gæddur svo ríkri kímnigáfu að unun var að hlusta á hann segja frá á sinn sérstaka hátt. Hann lést um aldur fram eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ég kom fyrst á heimili Dóru og Eyvindar í Eskihlíð 20 og tók strax eftir því hve allt var þar smekklegt og fágað og hver hlutur á sínum stað. Þannig var umhverfis Dóru alla tíð, einnig á Hjallabrautinni undir það síðasta þegar hún átti orðið erfitt með að halda heimili. Dóra átti einstöku bamaláni að fagna. Börnin stóðu þétt við hlið móður sinnar í blíðu og stríðu, í veikindum föðurins, í einstæðings- skap ekkjunnar og veikindum hennar seinasta árið sem var afar erfítt. Sama er að segja um tengda- börnin og fjölskyldur þeirra. Undir það seinasta var Dóra orð- in södd lífdaga og sátt við Guð og menn. Hún hafði löngum kviðið því að geta ekki lengur séð um sig sjálf og þurfa að vera upp á aðra kom- in. Nú í vor var hún komin í þá stöðu að hún átti ekki afturkvæmt á heimili sitt sökum sjúkleika. Þá tók forsjónin í taumana og færði henni hvíldina þegar hún þráði það heitast. Elskulega frænka og vinkona. Hafðu þökk fyrir allar samveru- stundirnar sem ég nú minnist með gleði og söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Elsku Tryggvi og Lilla. Ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar inni- lega samúð mína og veit að minn- ingin um góða móður, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu mun verma huga ykkar. Ég samhryggist þér Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast fyrir hádegi á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. einnig, mamma mín. Nú ertu orðin ein eftir af systkinahópnum. Kristrún ísaksdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar hér í örfáum orðum. Þegar ég sest niður og ætla að skrifa um hana reynist mér erfitt að koma því á blað sem mig langar til að segja. Mér finnst ég hafa misst svo mikið, og þó að amma hafi orðið 88 ára gömul, þá finnst mér erfitt að sætta mig við að hún sé farin. Ýmsar minningar koma upp í hugann og allar eru þær góðar. Ég man þegar hún amma passaði mig í Stóragerðinu þegar ég var lítil og var hún eina manneskjan sem mátti passa mig. Ég man eft- ir því þegar krakkarnir í blokkinni gerðu grín að ryksugunni sem var gömul, og ég varði heiður ryksug- unnar hennar ömmu. Hún hló oft að þessu atviki. Eins þegar við fór- um í feluleik, og ég leitaði að ömmu í klósettinu, alltaf gat hún hlegið að því. En árin liðu og að því kom að amma þurfti ekki að pássa mig lengur. í staðinn var alltaf gott að hitta hana og oftar en ekki bar hún ,á borð ástarpunga og kleinur. Amma var af þeirri kynslóð sem lagði allan metnað sinn í að gera vel við sitt fólk og alltaf varð hún að eiga eitthvað með kaffinu. Þó, lítil væri og grönn var hún sístarf- andi og aldrei var hún ánægðari en þegar nóg var af þvotti til að strauja. Heilsu ömmu hrakaði mjög síð- ustu tvö árin og þurfti hún að dvelja mikið á spítölum. Ég held að hún hafi orðið hvíldinni fegin og nú er hún búin að hitta afa og systkini sín og líður vonandi vel. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sóljn bjðrt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’er M. (V. Briem) Elsku amma. Ég kveð þig með ást og þakklæti. Hvíl þú í friði ogm^ Guð geymi þig. Þín Halldóra. I tilefni þjóðhátíðar höfum við lokað laugardaginn 18. Júní. Aðra laugardaga í sumar verður verslun okkar opln á mllll kl. 10 og 13. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifunni 2, sími 81 29 44 Auglýsendur Auglýsingar sem eiga aö birtast sunnudaginn 19. júní þurfa að berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 í dag 16. júní. Auglýsingar sem eiga ab birtast þribjudaginn 21. júní þurfa einnig að berast í dag - kjarni málsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.