Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Eiginmaður minn og faðir, KRISTJÁN JÓNSSON loftskeytamaður, lést þann 14. júní. Gréta Sveinsdóttir, Jón Kristjánsson. t Útför ömmu okkar, langömmu og tengdamóður, ÞÓRUNNAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Blöndubakka 3, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 7. júní sl., hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Barnabörn, barnabarnabörn og tengdadóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, HARALDUR JÓHANNESSON frá Bakka, Viðvfkursveit, Skagafirði, andaðist 11. júní síöastliðinn í Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 18. júnf kl. 16.00. Bergur Haraldsson, Kristfn L. Valdimarsdóttir, Margrót Haraldsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Rögnvaldur H. Haraldsson, Ingibjörg Andrésdóttir, Birgir Haraldsson, Guðrún Sigurbjörnsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ERLENDUR MAGNÚSSON múrarameistari, Höfðabraut 3, Akranesi, sem lést f Sjúkrahúsi Akraness 12. júní sl„ verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. júní kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Ellert Erlendsson, Áslaug Valdimarsdóttir, Hafsteinn Erlendsson, Birgir Þór Erlendsson, Guðrún Elsa Erlendsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR JÓNSSON, Eyvindará, sem lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnudaginn 12. júní sl„ verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 18. júní kl. 14.00. Margrét Sveinsdóttir, Sveinn Vilhjálmsson, Kristín Jónsdóttir, Vernharður Vilhjálmsson, Anna Birna Snæþórsdóttir, Þórunn Vilhjálmsdóttir, Reynir Hólm, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Eðvald Jóhannsson, Anna K. Vilhjálmsdóttir, Bjarni Garðarsson, Brynhildur Vilhjálmsdóttir, Sævar Gunnarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Hrefna Frímann, Sigrún M. Vilhjálmsdóttir, Haraldur Bjarnason, Erla Vilhjálmsdóttir, Danfel Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KÁRA ANGANTÝS LARSEN, Furulundi 1C, Akureyri. Arnfríður Róbertsdóttir, Róbert Kárason, Helgi Kárason, Herborg Káradóttir, Geir Ingimarsson, Pálmi Kárason, Droplaug Eiðsdóttir, Stefán Kárason, Margrét Haddsdóttir, Unnur Káradóttir, Kári Arnar Guðmundsson, Steindór Ó. Kárason, Jóna Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. KATRÍN JÓNSDÓTTIR + Katrín Jóns- dóttir, fyrrum húsfreyja á Glit- stöðum í Norðurár- dal, fæddist 2. mars 1899. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 4. júní síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þór- unn Björnsdóttur og Jón Þórarinn Einarsson, þá ábú- endur í Hægindi í Reykholtsdal, síðar í Síðumúla í Hvítár- síðu og síðast og lengst á Sig- mundarstöðum í Þverárhlíð. Bróðir Katrínar, Björn, f. 14. júní 1904, kennari og félags- málafulltrúi í Reykjavík, lifir systur sína. Katrín giftist 9. apríl 1927 Eiríki Þorsteinssyni, f. 22. okt. 1896, á Hamri í Þver- árhlíð. Þau bjuggu á Glitstöðum í Norðurárdal á árunum 1928- 1966 og áttu þar síðan heimili í skjóli dóttur og tengdasonar uns þau fluttust á dvalarheimil- ið í Borgarnesi árið 1983. Þar lést Eiríkur 22. júlí 1991. Katr- ín og Eiríkur eignuðust fímm dætur. Þær eru Þórunn, f. 1928, gift Ólafí Jónssyni, smið á Kaðalstöðum, Guðrún, f. 1930, gift Sigurði Krisljánssyni húsa- smið í Reykjavík, Áslaug, f. 1933, gpft sr. Ingólfí Guðmunds- syni héraðspresti í Reykjavík, Steinunn Jóney, f. 1934, gift Jóni Blöndal bónda í Langholti og Katrín Auður, f. 1938, gift Sigurjóni Valdimarssyni bónda á Glitstöðum. Barnabörn Katr- ínar eru 16 og barnabarnabörn- in 21. Útför hennar fór fram í kyrr- þey frá Hvammskirkju í Norð- urárdal 11. júní síðastliðinn. „MEÐ DÆMI sínu hefur Jesús kennt oss, hvemig vjer eigum að hegða oss, hvað sem oss ber að höndum: að vjer eigum að sýna hógværð í meðlætinu, þolinmæði í mótlætinu, staðfestu í freistingun- um, hugrekki í hættunum, djörfung í dauðanum." Þannig er að orði komist í siðalærdómi „Helgakvers“ (á bls. 75-76) - Þetta hafði tengda- móðir mín tileinkað sér í ríkum mæli. Samt vildi hún hafa bamalærdóminn hjá sér mörg síðustu árin. Nú er hann kom- inn í mínar hendur með skilum og hún á hendur falin þeim góða hirði sem blessaði hana langa ævi með gæfu og náð, alla ævi- daga rúmlega 95 ár. Hún naut hamingju góðrar heilsu og bar sterk ættareinkenni hreysti og styrks til líkama og sálar - ætt- uð úr Árnessýslu bæði úr uppsveitum Laugardals og Þing- valla og lágsveitum, m.a. frá Urr- iðafossi. Ættlægt langlífi og hug- hreysti eru fræg orðin m.a. vegna dæmis Þórðar Kristleifssonar. Þau voru systkinaböm, Jón Þórarinn og Andrína á Stóra-Kroppi vora al- systkin en áttu mörg hálfsystkin, samfeðra eða sammæðra. Þau vora sammæðra sr. Magnúsi Andrés- syni, Gilsbakka, og fylgdu honum ásamt fleira ættfólki í Borgarfjörð- inn. Þannig átti Katrín fjölda ætt- menna þar þótt báðir foreldramir kæmu úr Ámessýslu. Einnig er stór frændgarður víða á Suðurlandi, bæði í lágsveitum og uppsveitum. Móðir hennar Þórunn var úr Þing- vallasveit, m.a. frá Þingvöllum. Lífslán sitt kunni hún vel að meta og nýtti heilsu sína og hæfí- leika í ríkum mæli til hinstu stund- ar, fylgdist vel með og las upphátt fyrir „gamla fólkið“ ef svo bar und- ir. Hún glímdi við gátur og þrautir og saumaði út smágerð munstur, m.a. í nálapúða. Þeir verða nú enn dýrmætari en áður með öllum góð- um minningum sem við geymum um hana. Hún hafði líka kenningu bama- lærdómsins um breytni við aðra menn að leiðarljósi. Þar segir „að vjer eigum að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum, sina ástúð og tryggð vinum og vægð og góðvild óvinum, líkna nauðstöddum og leiðbeina villtum, vorkenna breyskum og vanda um við and- varalausa" (bls. 75). Hún ætlaðist ekki til mikils fýrir sig, hvorki í lífí né dauða. Hún var vanari því að hugsa um annarra hag á stóra heimili - og „nauð- stöddum" skyldi miðlað af því sem hún lætur eftir sig. Þannig lifði hún + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og mágur, FERNAND JEAN SCHLAMMES vélaverkfræðingur og kennari, 6 Val de L’ERNZ, L-6137 Junglinster, Luxembourg, varð bráðkvaddur á heimili sfnu að morgni 14. júní. Jarðarförin fer fram iaugardaginn 18. júní kl. 14.30 í kirkjugarðin- um í Junglinster. Helga Þ. Agnarsdóttir Schlammes, Sonja Björk Schlammes, Sarah Ósk Schlammes, Joseph Schlammes, Margret Schlammes, Agnar Br. Sigurvinsson, Helga Jónína Walsh, Óskar Br. Agnarsson, Rannveig Br. Agnarsdóttir og systkini hins látna: Marielle, Nico og Henry Schlammes. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 og þannig kvaddi hún. Lífslán sitt og sinna þakkaði hún m.a. með því að miðla þeim sem hafa fengið minna „að láni“. Hún var minnug á annað en eigið mótlæti - þótt hún talaði stundum um annað og þættist gleymin - og mátti muna tímana tvenna og þrenna. Aldamót- in í Reykholtsdal og næstu árin í Þverárhlíð, lærdómsríkan tíma í Reykjavík, búskap á Glitstöðum í Norðurárdal, gleðilega og góða dvöl til hárrar elli á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgamesi. Þetta er nú liðið en verðskuldar sannarlega geymd og skoðun til skilningsauka fyrir eftirkomendur. Vonandi verður þessi þáttur húsmóðurinnar, hús- mæðranna, metinn og látinn njóta sín í geymd þjóðarsögunnar þegar gerð er grein fyrir aðbúð, lífsháttum og heilbrigði íslensku þjóðarinnar. Húsmóðir á stóra sveitaheimili, lengi með foreldra sína á heimilinu og stundum tengdamóður, fimm dætur og vinnufólk fékk sannarlega verðugt viðfang ríkum hæfíleikum sínum. Verkaskipting var lengstum nokkuð ljós og hefðbundin. Hús- bóndinn hafði verkstjóm útivið og útávið. Þarfír búsins höfðu forgang og verkefni ærin útivið. Fjölþætt störf „innanhúss" unnust þó ekki af sjálfu sér, þótt þau væru unnin í látlausu fumleysi af langri æfíngu í kyrrþey, oft á nóttunni. Síðustu árin hafði Katrín ákveðn- ari forsjá á „heimili þeirra Eiríks" í Borgamesi. Þau höfðu látið búið og jörðina á Glitstöðum í hendur dóttur og tengdasonar og voru þar áfram uns þau fluttust í Borgames. Þar sýndi Katrín sína reisn og rausn og hélt góðu sambandi við granna og gesti til hinstu stundar. Ástvin- imir blessa minningu hennar og þakka þeim fjölmörgu sem reyndust henni vel fyrr og síðar. Ingólfur Guðmundsson. Nú er hún elsku amma mín far- in. Farin yfir til afa. Eftir stöndum við, stóri hópurinn hennar, hnípin og þökkum fyrir samveruna. Amma var einstök manneskja. Kærleikur hennar, hlýja og hóg- værð era mér efst í huga þegar ég hugsa til hennar. Slíka umhyggju bar hún fyrir öllum í kringum sig að meira að segja blómin urðu fal- legri hjá henni en öðrum. Hún hafði mikið að gefa og margir fengu að njóta. Það streyma um hugann ýmsar góðar minningar þegar litið er til baka, allar þær góðu stundir sem samvistir við ömmu vora. Nokkur minningabrot eru mér minnisstæðari en önnur: Amma að baka „ömmu- brauð“ í eldhúsinu á Glitstöðum, amma að spila rommí eða púkk við okkur krakkana, amma að lauma til okkar súkkulaðimolum og núna síðari árin, amma sitjandi á rúm- stokknum sínum við hannyrðir. Aðskilnaður okkar varir aðeins ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Erfídrykkjur Glæsileg kalti- lilaðbonl íiUlegir SíUir og nijtig goð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR HtTEL LOFTLEIIIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.